Fréttablaðið - 09.04.2008, Page 1

Fréttablaðið - 09.04.2008, Page 1
Ekkert fegrað | Gunnar Sigurðs- son, forstjóri Baugs, hafnar því að tilfærslur í eignum séu gerð- ar til þess að fegra bókhald Baugs Group. Fjárfestingar Baugs í fjölmiðlum, tækni og fjármálum renna til tveggja félaga, tengd- um Baugi, Sölutryggingin bjargaði | Baldur Guðnason, fyrrverandi forstjóri Eimskips, seldi félag- inu bréf fyrir rúma 2,5 milljarða. Hann keypti bréfin fyrir rétt tæpu ári, en þau voru sölutryggð á geng- inu 37,76. Gengið við söluna var 24,7. Baldur fékk þannig 900 millj- ónum krónum meira fyrir bréfin en sem nam markaðsvirðinu. Úr fasteignum | Glitnir breytir áherslum sínum í Lúxemborg og hættir fasteignalánastarfsemi. Þannig losar Glitnir sem svarar 100 milljörðum króna í lausafé. Stærsta fyrirtæki heims | Breski bankinn HSBC er orðinn stærsta fyrirtæki heims samkvæmt lista bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes. Bandaríski bankinn Citi- group hefur verið stærsti bankinn frá árinu 2004 en fékk verulega að kenna á undirmálslánakreppunni og er nú í 24. sæti. Gjaldeyrismet | Metvelta var á gjaldeyrismarkaði í marsmánuði en samkvæmt tölum sem Seðla- bankinn birti fyrir helgi nam velta á millibankamarkaði 1.212 millj- örðum kr. í mars og hefur aldrei verið meiri í einum mánuði. Sigurjón Þ. Árnason Bankastjórinn á fáar frístundir 14 Erlend lán Vaxtamunur dregur úr áhættu 6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 9. apríl 2008 – 14. tölublað – 4. árgangur Þjóðkirkjan Milljarða rekstur 8-9 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Indversk stjórnvöld eru tilbúin að hefja fríverslunarviðræður við Ísland og aðrar EFTA þjóðir á næstu sextíu dögum og klára þær viðræður á einu ári. Þetta segir Bjarni Benediktsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sem er nýkominn heim frá Ind- landi þar sem viðræður um þetta fóru fram. Í gær var til umræðu á Alþingi þingsályktunartillaga um fullgild- ingu á fríverslunarsamningi milli EFTA-ríkjanna og Kanada sem undirritaður var 26. janúar 2008 í Davos í Sviss. Sá samningur nær fyrst og fremst til vöruviðskipta eins og sjávarafurða og iðnaðar- vara. Jafnframt munu samnings- aðilar lækka eða fella niður tolla af ýmsum unnum landbúnaðar- vörum. Bjarni segir að samningurinn við Indland yrði með svipuðu formi og sá sem gerður hefur verið við Kanada, það er á vettvangi EFTA. Ásamt Íslandi eru Liechtenstein, Noregur og Sviss aðilar að þeim fríverslunarsamtökum. Formaður utanríkismálanefndar segir að eftir því sem Evrópusam- bandið stækki þurfi að taka til- lit til fleiri og fleiri sjónarmiða. Það hafi þynnt út allar fríverslun- arviðræður sambandsins við stór ríki eins og Kína og Indland. Því sé orðið algengara að taka upp tví- hliða samningaviðræður um frí- verslun í stað stórra alþjóðlegra samninga. Auk þess að vera í samningavið- ræðum um fríverslun við Kanada eru íslensk stjórnvöld að ræða við kínversk stjórnvöld um gerð við- skiptasamnings. - bg Indverjar vilja semja um fríverslun Viðræður gætu hafist á næstu sextíu dögum og stefnt á að ljúka þeim á ári. Björn Ingi Hrafnsson skrifar Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, sakar fjóra erlenda vogunarsjóði um að hafa stað- ið fyrir kerfisbundnum árásum á íslenskan fjár- málamarkað og íslensku bankana síðustu vikur og mánuði. Segir hann miklu hafa verið kostað til í þeim tilgangi að hagnast með skortstöðum í hluta- bréfum og skuldatryggingum. Allt útlit sé fyrir að atlögunni hafi verið hrundið með því að fara bein- línis í hart við þá vogunarsjóði sem hafi ætlað sér að keyra íslenska banka í þrot með þessum hætti og hagnast sjálfir á því. Að sögn Sigurðar hafa stjórnendur Kaupþings sett sig í samband við forsvarsmenn fjölmiðla víða um lönd síðustu daga í því skyni að skýra frá kerfisbundnum atlögum slíkra spákaupmanna og hvernig vinnubrögðum þeir beita. „Mér sýn- ist að það séu einkum fjórir vogunarsjóðir sem hafa stundað þetta af miklum krafti,“ segir hann og nefnir til sögunnar Trafalgar, Landsdowne, Ako Capital og Cheney, sem allir hafi höfuðstöðvar í Lundúnum. Ljóst sé að þessir aðilar og fleiri hafi tekið skortstöðu í skuldatryggingum, en snúið sér svo að því að hafa kerfisbundið samband við er- lenda fjölmiðla og greiningardeildir banka með neikvæðar spurningar og athugasemdir um ís- lenskt efnahagslíf og bankana. Við það hafi skulda- tryggingarálag tekið að hækka og þeir náð umtals- verðum hagnaði gegnum skortstöður sínar. Sam- kvæmt heimildum Markaðarins er um mjög stórar upphæðir að ræða í slíkum viðskiptum, jafnvel tugi eða hundruð milljarða króna. Sigurður bætir þó við að margt bendi til þess að þessar tilraunir sjóðanna hafi tekist til styttri tíma, en muni ekki ganga upp til lengdar. Nú fari álagið lækkandi og þar með ágóði skorttökuaðila, auk þess sem greinendur og fjölmiðlamenn séu meira á varðbergi fyrir fréttum af Íslandi en áður. „Menn láta ekki plata sig aftur og aftur,“ bætir hann við. Sjá síðu 13 Fjórir vogunarsjóðir stóðu fyrir árásum Stjórnarformaður Kaupþings segir atlöguna kerfisbundna, en allt bendi til þess að henni hafi verið hrundið. Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com bættu skorið...!!! nánar www.lausnir.is Evrópski seðlabankinn veitti 32 bönkum fimmtán milljarða dala, jafnvirði tæpra 1.100 milljarða íslenskra króna, að láni til næstu 28 daga í gær. Þetta er rúmlega helmingi minna en fyrirtækin höfðu sóst eftir að fá. Þetta er sjötta skiptið sem seðlabankinn lánar bönkunum með þessum hætti og er liður í samþættum aðgerðum bankans og seðlabanka Bandaríkjanna og fleiri landa. Þetta var ákveðið seint á síðasta ári með það fyrir augum að auka lausafé í umferð, að sögn fréttastofu Reuters. - jab Dæla fé inn á markaðinn EVRÓPSKI SEÐLABANKASTJÓRINN Bankar og fjármálafyrirtæki í Evrópu fengu jafnvirði 1.100 milljarða króna að láni hjá bankanum í gær. MARKAÐURINN/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.