Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 9. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá ára mót um Atorka 1,9% -24,2% Bakkavör 9,3% -22,8% Exista 21,5% -36,0% FL Group 9,6% -52,3% Glitnir 4,9% -17,5% Eimskipafélagið 5,8% -29,4% Icelandair -2,2% -11,9% Kaupþing 7,2% -2,2% Landsbankinn 3,2% -13,9% Marel -0,6% -9,9% SPRON 27,0% -40,3% Straumur 7,8% -16,2% Teymi 3,0% -25,6% Össur -0,8% -6,6% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudag Farið gæti svo að Seðlabanki Ís- lands hækki stýrivexti um 0,5 prósentustig á morgun, gangi eftir spá greiningardeilda Lands- bankans og Glitnis. Hjá Kaup- þingi gera sérfræðingar grein- ingardeildar hins vegar ráð fyrir óbreyttum vöxtum áfram. Seðlabankinn kynnir vaxta- ákvörðun sína í fyrramálið, sam- hliða því að kynnt verður útgáfa Peningamála, efnahagsrits bank- ans. Þar er farið yfir horfur og birtar væntingar Seðlabankans til þróunar efnahagsmála, auk þess sem kynntur er sá stýri- vaxtaferill sem líklegastur þykir miðað við þær horfur. Landsbankinn og Glitnir segja væntingar um aukna verðbólgu þrýsta á um stýrivaxtahækkun Seðlabankans, en þeir verða 15,5 prósent gangi spá þeirra eftir. Kaupþing telur hins vegar að vextirnir haldist í 15 prósent- um, þótt gengisveiking og með- fylgjandi verðbólguskot komi til með að fresta vaxtalækkunar- ferli bankans. Kaupþing telur að Seðlabankinn lækki vexti í sept- ember og fari þeir þá í 14,5 pró- sent. Greining Glitnis er sama sinnis um upphaf lækkunarferl- isins, en telur að vextir verði ekki komnir í 14,5 fyrr en í lok árs. Greiningardeild Landsbankans heldur að lækkunarferlið hefjist síðar, eða í nóvember og þá verði lækkað um 0,75 prósentustig og árið endi í 14,75 prósenta stýri- vöxtum. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeild- arinnar, áréttar hins vegar að spá þessi sé breytingum háð, og verði uppfærð eftir því sem fram komi vísbendingar í hagvísum. Sérfræðingar búast við aðgerð- um ríkis og Seðlabanka sem stutt geti við gengi krónunnar. „Við eigum von á tvennu, stækkun gjaldeyrisforðans og skiptasamn- ingum við erlendan seðlabanka,“ segir Edda Rós. Hún kveðst þó ekki búast við miklum yfirlýsing- um um þessi mál á fundi Seðla- bankans á morgun, enda kunni samningar um þessi mál að vera þyngri í vöfum en menn hafi al- mennt gert ráð fyrir. - óká Á ÁRSFUNDI SEÐLABANKANS Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, fjallar um þróun og horfur á ársfundi bankans í marslok. MARKAÐURINN/ANTON Vextir gætu hækkað Seðlabankinn gefur út efnahagsspá á morgun. Skútuvogur 1 Reykjavík Til sölu eða leigu Stærð: 347 fm Fjöldi herbergja: 4 Byggingarár: 1992 Brunabótamat: 43.050.000 Bílskúr: Nei Verð: 70.000.000 RE/MAX Lind kynnir; Skútvog 1 F um er að ræða tvö jafnstór bil 173,7 (samtals 347,4)annað er á jarðhæð með innkeyrsludyrum og er tilvalinn sem lager. Efri hæðin er í dag innréttuð sem skrifstofa. Lýsing efri hæðar: gólfefni , náttúrusteinn á forstofu annars er parket. Tvær stórar skrifstofur eru á efri hæð ásamt góðri og stórri mótttöku. Eignin er laus nú þegar og bilin seljast saman sem ein heild. Jafnvel skoðar eigandinn að leigja eignina ti langstíma. Lind Þórarinn Jónsson Lögg. fast. hdl. Gylfi Gylfason Sölufulltrúi thorarinn@remax.is gylfi@remax.is Páll Guðmundsson Sölufulltrúi pallb@remax.is Bókið skoðun í s. 770-4040 RE/MAX Lind - Bæjarlind 14-16 - 201 Kópavogur - Sími: 5209500 - www.remax.is 7704040 861 9300 sk v. kö nn un C ap ac en t 1 . n óv . 2 00 7– 31 . j an . 2 00 8 20–45 ára 29,1% 18,7% M ar ka ðu rin n Vi ðs ki pt i – M or gu nb la ði ð 25–49 ára 33,0% 22,6% M ar ka ðu rin n Vi ðs ki pt i – M or gu nb la ði ð Við stöndum upp úr Markaðurinn, viðskiptablað Fréttablaðsins, er með 55% meiri lestur en Viðskiptablað Morgunblaðsins miðað við 20–45 ára en 46% meiri lestur miðað við 25–49 ára. Viðskiptafréttir... ...alla daga Óli Kristján Ármannsson skrifar Ný afkomuspá greiningardeildar Glitnis er talin hafa stuðlað að hækkun á gengi hlutabréfa í lok síðustu og byrjun þessarar viku. Sér í lagi er horft til áhrifa á Existu og FL Group. Á mánudag hafði Exista hækkað um 21,5 prósent og FL Group um 9,6 prósent á einni viku. Félögin eru til- tekin sérstaklega í spánni sem undirverðlögð í alþjóð- legum samanburði, um leið og helstu undirliggjandi eignir þeirra eru sagðar traustar. Reiknað er með því að bréf þessara félaga hækki um meira en fimmtung á næstu 12 mánuðum. Afkomuspá Greiningar Glitnis var dreift í lok vik- unnar til stærstu fjárfesta og viðskiptavina bankans. Í spánni kemur fram að sérfræðingar greiningar- deildarinnar séu hóflega bjartsýnir á íslenska hluta- bréfamarkaðinn til næstu mánaða og næsta árs, en reiknað er með „krefjandi ytri aðstæðum fram yfir mitt þetta ár“. Á seinni hluta ársins er svo gert ráð fyrir að birti aðeins til á hlutabréfamarkaði hér, sam- hliða því að dragi úr lánsfjárvandamálum á alþjóð- legum fjármálamörkuðum. Þróunin næsta kastið er hins vegar sögð munu ráðast af aðgengi íslenskra fyrirtækja að fjármagni. Innan ársins spáir Glitnir hins vegar 11,3 prósenta lækkun Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar, en hún stóð í 6.318 stigum við upphaf viðskipta. Telur bankinn að hún standi í 5.600 stigum í lok þessa árs. Samkvæmt þessu eiga helstu fyrirtæki Kauphallarinnar ekki eftir mikla hækkun það sem eftir lifir ársins, en vísitalan er nú rétt við 5.360 stigin. Samkvæmt því á vísitalan inni tæplega 4,5 prósenta hækkun út árið. Afkomuhorfur fyrirtækja hafa almennt versnað frá því að greining Glitnis gaf síðast út spá í janúar. „Á þetta sérstaklega við um fjárfestingafélögin FL Group, Exista og Atorku, en gengi þeirra ræðst að mestu af gengi undirliggjandi skráðra eigna,“ segir í afkomuspánni og á það bent að fyrsti fjórðungur þessa árs hafi einkennst af miklum lækkunum á inn- lendum og erlendum mörkuðum. Afkoma bankanna er hins vegar sögð munu verða ásættanleg. „Bankarnir hagnast verulega á gengis- lækkun krónunnar en á móti vegur tap af verðbréfa- eignum. Þá má búast við að vanskil í bankakerfinu fari vaxandi og dregið hefur úr væntingum um arðsemi af fjárfestingabankastarfsemi.“ Þá eru ytri aðstæður sagðar rekstrarfélögum erfiðar, þótt minni sveiflur einkenni afkomuspá þeirra á árinu. „Við drögum þó úr afkomuvæntingum okkar fyrir Bakkavör og Marel. Þá hefur lækkun krónunn- ar haft verulega neikvæð áhrif á Teymi en skuldir fé- lagsins eru að mestu leyti í erlendri mynt. Önnur félög líkt og Össur og Alfesca eru minna háð ólgusjó á fjár- málamörkuðum.“ Þessa árs segir Glitnir að verði minnst í sögubókum fyrir ástandið á fjármálamörkuðum. „Enn ríkir óvissa um endanlegt tjón vegna bandarískra undirmálslána- vafninga og lítið traust ríkir milli aðila á markaði sem eykur áhættufælni fjárfesta.“ Kauptækifæri sögð í tveimur félögum Í nýrri afkomuspá Glitnis er Úrvalsvísitölunni spáð í 5.600 stig í árslok. Lækkun ársins verður þá 11,3 prósent. F J Á R F E S T I N G A R Á Ð G J Ö F G L I T N I S Verð Mark- 12 mán. Félag 1.apríl gengi breyting Ráðgjöf 365 1,31 1,42 8,4% Halda Alfesca 6,80 7,40 8,8% Auka Atorka Group 7,40 8,50 14,9% Auka Bakkavör 41,5 49,0 18,1% Auka Eik Banki 370 430 16,2% Auka Eimskipafélagið 22,2 24,0 8,4% Halda Exista 10,5 12,6 20,6% Kaupa Föroya Banki 151 175 16,3% Auka FL Group 6,34 7,70 21,5% Kaupa Icelandair Group 24,5 27,0 10,2% Halda Kaupþing 802 950 18,5% Auka Landsbankinn 29,5 35,0 18,6% Auka Marel Food Systems 91,8 100 8,9% Halda SPRON 4,27 4,80 12,4% Auka Straumur-Burðarás 11,7 13,5 15,2% Auka Teymi 4,27 4,70 10,1% Auka Össur 93,2 112 19,7% Auka Í afkomuspá Greiningar Glitnis eru Exista og FL Group þau félög sem tilgreind eru sérstaklega sem vænlegir fjárfestingarkostir, en fjárfestum er ráðlagt að auka við eign sína í ellefu félögum. „Þetta er stefna sem við kynntum á síðasta ári og erum að keyra í gegn. Baugur Group verður gagnsærra félag, sem auðveld- ar fjármögnun þess erlendis,“ segir Gunnar Sigurðsson, for- stjóri Baugs. Félagið stokkaði verulega upp í eignasafni sínu í fyrradag þegar það tilkynnti um sölu og tilfærslu á eignarhlutum sínum í rekstri fjölmiðla og upp- lýsingafyrirtækja hér heima og erlendis. Kaupendur að hlutum Baugs í fjölmiðlarekstri og upplýsinga- tækni eru stærstu hluthafar Baugs; Jón Ásgeir Jóhannesson, Ingibjörg Pálmadóttir og tengdir aðilar. Kaupendur að hluta fé- lagsins í FL Group eru hins vegar Styrkur In- vest, félag Þorsteins Más Baldvinssonar, kennds við Samherja, og stjórnarformaður Glitnis. Baugur mun eftir- leiðis einbeita sér að smásölu- verslun með áherslu á fjárfestingar hér og á hinum Norðurlönd- unum, í Bretlandi og Bandaríkjunum, að sögn forstjórans. Verðmæti viðskipt- anna nemur 65 millj- örðum króna. Gunnar segir að greitt verði fyrir með reiðufé og hlutabréfum. Ekki verði uppgefið hvert hlutfall reiðufjár sé í viðskiptunum, að hans sögn. - jab Baugur einbeitir sér að smásölu Sala á eignum Baugs auðveldar fjármögnun félagsins á erlendum vettvangi. Alþjóðaefnahagsráðið (World Economic Forum) stendur nú í samstarfi við Nýsköpunarmið- stöð Íslands fyrir könnuninni Executive Opinion Survey 2008 meðal stjórnenda í fyrirtækj- um landsins. Könnunin er mikil- vægasti þátturinn í skýrslu Al- þjóðaefnahagsráðsins um sam- keppnishæfni þjóða, Global Competitiveness Report, sem reiknað er með að komi út í enda árs. Í síðustu könnun sem gerð var í fyrra var Ísland í 23. sæti í samkeppnishæfni þjóða. - jab Samkeppni til athugunar Gögn um dagslokaverð frá mánudeginum 7. apríl skiluðu sér ekki rétt frá Kauphöll Ís- lands og fengu fjárfestar því rangar upplýsingar í gær um verðþróun hlutabréfa. Svo virð- ist sem notaðar hafi verið upp- lýsingar frá því á föstudag og hækkun mánudagsins þurrkuð út. Byrjunarverð bréfa Kaupþings var þannig í gærmorgun skráð 2,4 prósentum undir lokagengi mánudagsins, 840 krónur á hlut í stað 861 krónu. Þá sýndi SPRON 5 prósenta hækkun í fyrstu við- skiptum þótt raunin væri lækkun upp á tæp 3,7 prósent. Mentis, sem rekur Markaðs- vaktina, en það er forrit sem miðlar upplýsingum úr Kauphöll, sendi rétt eftir opnun markaðar í gær frá sér tölvupóst þar sem fjárfestar og aðrir notendur voru varaðir við villunni og sagt að unnið væri að viðgerð. - óká Rangar upplýsingar af markaði GUNNAR SIGURÐS- SON Forstjóri Baugs.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.