Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 8
MARKAÐURINN 9. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR8 Ú T T E K T V ið lítum ekki svo á að þetta sé fram- lag frá ríkinu heldur fyrst og fremst innheimtuþjónusta sem er kirkj- unni vissulega mjög þýðingarmikil,“ segir Guðmundur Þór Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, um þau sóknargjöld sem renna til þjóðkirkjunnar. ALLT EÐA EKKERT FRÁ RÍKINU? Árlegar tekjur kirkjunnar nema um 4,2 milljörðum króna. Samkvæmt fjárlög- um þessa árs rennur af því ríflega einn og hálfur millj- arður króna til almenns rekstrar þjóðkirkjunnar. Einnig fer af því vel á áttunda hundrað millj- óna króna til ýmissa sjóða kirkjunnar. Auk þess eru rétt tæpir tveir milljarðar króna í formi sóknargjalda þjóðkirkjunnar. Skilningur kirkjunnar manna á þessum fjárfram- lögum úr ríkissjóði er tví- þættur. Annars vegar eru það sóknargjöldin; þau gjöld sem fólk greiðir fyrir að vera í þjóðkirkjunni; um 860 krónur mánaðarlega á hvert mannsbarn sem er eldra en sextán ára og er skráð í þjóðkirkjuna. „Það er mjög þýðingarmikið að njóta þessarar innheimtu- þjónustu hjá ríkinu,“ segir Guðmundur, sem bendir á að sama eigi við um öll önnur skráð trúfélög í landinu. Þau njóti sams konar innheimtuþjónustu hjá rík- inu. Heildarupphæð sóknargjalda þeirra nemur 234 milljónum króna. Féð sem fer til almenns rekstrar og það sem rennur í sjóðina er byggt á samkomulagi um jarðir þjóðkirkjunnar. „Í kirkjujarðasamkomulaginu er fólgið að jarðir kirkjunnar voru afhentar ríkinu gegn greiðslu launa presta og starfsfólks á Bisk- upsstofu. Það gefur þá auga leið að helstu gjöld þar á móti eru þá laun á Biskupsstofu og launa- og embættiskostnaður prestsemb- ættanna. Síðan eru framlög til kirkjumála- sjóðs, jöfnunarsjóðs sókna og kristnisjóðs á fjárlögum einnig,“ segir Sigríður Dögg Geirsdóttir, fjármálastjóri þjóðkirkjunnar. „Við lítum ekki á þetta sem neitt einhliða góðgerðastarf af hálfu ríkisins,“ segir Guð- mundur Þór, „og ekki sanngjarnt að líta á það þannig. Við lítum á greiðslu ríkisins til þjóðkirkjunnar á fjárlögum sem endurgjald fyrir kirkjujarðir sem voru afhentar á móti og þjónustu sem kirkjan veitir um allt land. Þetta eru sex til sjö hundruð jarðir, mismun- andi verðmætar, en sumar þeirra eru ákaf- lega verðmætar.“ ÓVÍST HVER GRÆÐIR Á JÖRÐUNUM „Menn reiknuðu þetta ekkert í smáatriðum, heldur var gert samkomulag sem endaði í þessu,“ segir Guðmundur Þór. Gengið var endanlega frá samkomulaginu árið 2006. Í því felst að ríkið tekur yfir megnið af jörðum kirkjunnar, sem hún eignaðist í ald- anna rás, og greiðir á móti laun um 140 presta og prófasta vítt og breitt um land, auk þess að greiða laun starfsfólks Biskupsstofu. Þar starfa um tuttugu manns. Auk þess er Ekkert einhliða góðgerðastarf hjá ríkinu Rekstur þjóðkirkjunnar kostar um fjóra milljarða króna á ári. Þetta fé er á fjárlögum. Eignir þjóðkirkjunnar nema hátt í tuttugu milljörðum króna. Ingimar Karl Helgason ræddi við kirkjunnar menn, sem segjast ekkert fá frá ríkinu. Reksturinn sé byggður á réttmætum eigum kirkjunnar og félagsgjöldum. K I R K J A N Í N O K K R U M T Ö L U M 252.461 Fjöldi félaga í þjóðkirkjunni 1.484 Fjöldi þeirra sem skráðu sig úr þjóð- kirkjunni í fyrra, umfram þá sem gengu í hana 60.300 Fjöldi síðna sem koma upp á Google þegar leitað er að þjóðkirkjunni 22.503 Fjöldi síðna sem koma upp á Emblu þegar spurt er um hið sama 453.249 Grunnlaun sóknarprests 6.500 Gjald fyrir hjónavígslu 800.000 Styrkur til prestþjónustu á Kanaríeyjum í krónum talið í fyrra 18 Starfsfólk Biskupsstofu sem ríkið greiðir fyrir 102 Íbúar í Breiðabólstaðarprestakalli sem skráðir eru í þjóðkirkjuna 8 Íbúar í Breiðabólstaðarprestakalli sem eru það ekki 15.074 Íbúar í Grafarvogsprestakalli sem skráðir eru í þjóðkirkjuna 3.092 Íbúar í Grafarvogsprestakalli sem eru það ekki T E K J U S T O F N A R K I R K J U N N A R Árlegt framlag til þjóðkirkjunnar vegna kirkjujarða 1.500.000.000 Sóknargjöld til þjóðkirkjunnar 1.986.000.000 Framlag ríkisins í kirkjumálasjóð 283.900.000 Framlag ríkisins í kristnisjóð 89.700.000 Framlag ríkisins í jöfnunarsjóð sókna 367.400.000 Samanlögð útgjöld ríkisins til þjóðkirkjunnar samkvæmt fjárlögum 4.227.000.000 FUNDAÐ UM REKSTURINN Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari, Guðmundur Þór Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Kirkjuráðs, Sigríður Dögg Geirsdóttir, fjármálastjóri Þjóðkirkjunnar, og Ragnhildur Benediktsdóttir skrifstofustjóri. Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup fylgist með af veggnum. MARKAÐURINN/VALLI 240 220 200 180 160 0 1990 2007 Þ R Ó U N S K R Á Ð R A Í Þ J Ó Ð K I R K J U N A 188.288 173.817 242.781 194.544 Skráðir í þjóðkirkjuna 16 ára og eldri Mannfjöldi í landinu 16 ára og eldri Sóknargjöld í þjóðkirkjunni nema um tveim- ur milljörðum króna á ári. Ríflega 252 þúsund manns voru skráð í þjóðkirkjuna í lok síðasta árs, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Um áttatíu prósent landsmanna eru skráð í þjóðkirkjuna. Hver sem orðinn er sextán ára eða eldri greiðir um tíu þúsund krónur á ári í sóknargjöld. Félags- gjaldið nemur því nokkur hundruð þúsund krónum á mannsævinni. Árlega rennur álíka mikið úr almennum sjóðum til þjóðkirkjunnar, vegna jarðasam- komulagsins. Óvíst er hver kemur betur út úr því samkomulagi, ríki eða kirkja. En sé litið svo á að féð komi úr sameiginlegum sjóðum, má kannski segja að önnur eins upphæð, um tíu þúsund á ári, fari úr hverjum vasa, sextán ára og eldri, í sjóði þjóðkirkjunnar. Saman- lagt gera þetta um tuttugu þúsund krónur á ári, sem félagsmenn greiða til þjóðkirkjunn- ar með viðkomu í sameiginlegum sjóðum. Þegar manneskja er orðin 76 ára, aldur sem ætla má að margir nái, má ætla að hún hafi á ævinni greitt 1,2 milljónir króna til þjóðkirkjunnar, í gegnum sameiginlega sjóði. Þá eru ótaldar þær krónur sem fólk greiðir fyrir aukaverk presta, frá vöggu til grafar. Hvað borga ég?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.