Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 10
 9. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR2 Sjómannslíf, sjómannslíf, draumur hins djarfa manns, raular blaðamaður léttur í lund á leið sinni suður í Hafnar- fjörð að hitta hetjur hafsins sem hann telur víst að séu að landa línufiski og grásleppu í blíðunni. Þegar komið er á kajann í Hafnar- firði getur að líta mikinn fjölda smá- báta bundna við bryggju en fátt er um manninn og fiskilyktina vantar. Í ljós kemur að rok hefur hamlað róðrum þann daginn. Þó er lífsmark um borð í einum bát, Ólafi HF 200. Þar stendur maður í stafni og aðrir tveir eru að hala baujur, handfæra- rúllur og línu um borð. Þarna eru þeir feðgar og bátseigendur Einar Ólafsson og Ólafur Friðbert Einars- son ásamt þriðja manni sem kveðst heita Jónas en er kallaður Addi. Einar er gamalreyndur sjómaður. Hann fer ekki dult með álit sitt á fiskveiðistjórnuninni og Hafró. „Það hefur aldrei verið jafn mik- ill þorskur í sjónum. Aldrei,“ segir hann með áherslu. „Það er þorskur inni á öllum fjörðum og út á ystu landgrunnsbrúnir. Það má bara ekki veiða hann. Þetta er svo arfavitlaust kerfi,“ segir hann og er mikið niðri fyrir. „Eruð þið sem sagt ekki á þorsk- veiðum?“ spyr blaðamaður var- færnislega. „Nei, nú ætlum við að veiða lúðu því hún er undanþegin kvóta,“ er svarið. Lúðan er veidd á línu en handfærarúllurnar eru til að veiða ufsa í beitu að sögn Ein- ars. Hann ætlar ekki sjálfur á sjó- inn í þetta sinn. „Strákurinn er að taka við. Maður lendir í því eins og voðalega margir aðrir að eldast,“ segir hann. Ólafur Friðbert kveðst hafa byrj- að snemma að róa með föður sínum og verið talsvert bundinn línuveið- unum í gegnum krókakerfið. Lúðu- veiðarnar séu samt langskemmti- legastar. „Þetta er bara eins og að vera í laxveiði allan daginn,“ segir hann. „Já,“ segir Jónas, kallaður Addi. „Nema hér fær maður borg- að í staðinn fyrir að borga fyrir lax- veiðina!“ Þar sem blaðamaður hefur aldrei farið í laxveiði, hvað þá lúðu- veiði, eru sjómennirnir beðnir að útskýra samlíkinguna. „Ef lúðurnar eru á grunnu vatni þegar þær bíta á geta þær verið alveg snarvitlausar. Þetta er bara bardagi,“ lýsir Ólafur Friðbert. „Við erum að fá lúður allt upp í 200 kíló. Þá þarf krana til að hífa þær um borð. Það er ekkert hægt öðru vísi. En stundum slíta þær sig lausar og þá horfir maður á eftir hundrað þúsund kallinum. Það er ekki gaman en þetta er þræl- skemmtilegur veiðiskapur.“ Þeir félagar ætla út á hafið með morgni og stefna á miðin úti af Reykjanesi. Við bryggjuna liggja tveir trébát- ar af gamla skólanum; Erna HF 25 og Númi KO 24. Íslandsbersi ligg- ur utan í þeim síðarnefnda og fyrir endanum á bryggjunni er Sæbergið HF 224. Best skveraði báturinn er Egill ÍS 77. Eigandinn, Stefán Egilsson, er um borð. Hann keypti bátinn í febrúar og er að gera klárt á dragnótaveiðar við þriðja mann. „Reyndar er fæðingarorlof hjá öllum fiski núna þannig að það ger- ist ekkert hjá mér fyrr en 25. apríl,“ segir hann. Kveðst búinn að leigja kvóta í ýsu, þorski og kola og koma til með að landa hjá Vísi á Þingeyri. Stefán er búinn að vera á sjó síðan árið sem hann fermdist, mest fyrir vestan, en flutti til Hafnarfjarðar fyrir ellefu árum. „Ég var í útgerð en seldi fyrir einu og hálfu ári. Ætl- aði að vita hvort ég gæti gert eitt- hvað annað. Finnst ég heldur ungur til að hætta að vinna en fann ekk- ert sem heillaði svo ég er að kaupa mig inn í þetta aftur,“ segir hann og bætir við: „Þetta er eins og með alk- ana. Sumir fara í meðferð og halda það út en aðrir falla. Ég er einn af þeim sem falla.“ Kristmundur Finnbogason og Ólafur Veturliði Þórðarson eru á bryggjurúnti. „Við erum nú bara flækingar hérna,“ segir Kristmund- ur þegar falast er eftir mynd. Við eftirgrennslan kemur í ljós að báðir eru Vestfirðingar og gamlir sjó- menn. „Þess vegna koma menn á bryggjurnar. Það er eitthvert salt í blóðinu,“ segir Ólafur Veturliði og bætir við: „Nú fer að færast líf í allt hér þegar veður skánar og vorið kemur.“ - gun Það er eitthvert salt í blóðinu Ólafur Friðbert líkir lúðuveiðunum við laxveiði. Hér halar hann línuna um borð en Jónas, kallaður Addi, gengur frá þeim þar. „Það er þorskur inni á öllum fjörðum og út á ystu landgrunnsbrúnir. Það má bara ekki veiða hann,“ segir hinn gamalreyndi sjó- maður Einar Ólafsson. „Þetta er eins og með alkana. Sumir fara í meðferð og halda það út en aðrir falla. Ég er einn af þeim sem falla,“ segir Stefán Egilsson, sem er að byrja í sjómennsku aftur eftir eins og hálfs árs hlé. Báturinn hans Stefáns er nýmálaður og flottur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kristmundur og Ólafur voru á bryggjurúnti. Þeir eru báðir gamlir sjómenn að vestan. ● fréttablaðið ● sjávarútvegur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.