Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 12
 9. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● sjávarútvegur Frábær aflabrögð hafa verið undan farnar vikur hjá Sandgerðis- bátum að sögn Árna Sigurpáls- sonar hafnarvarðar. Örlítið hefur dregið úr þeim síðustu daga en einn færabátur landaði þó þrem- ur tonnum í gær og margir voru með 2,5 tonn. „Þorskveiðin á línuna í mars var ævintýraleg og þorskurinn óvenju stór,“ segir Árni. „Kannski hefur hún eitthvað með það að gera að krókarnir hafa breyst. Þessi stóri þorskur datt bara af hér áður fyrr. En það er greinilega fiskur á ferð- inni núna, þó haustið væri lélegt,“ segir hann og nefnir líka afbragðs- veiði hjá snurvoðarbátunum nú. Árni segir línubáta og snur- voðarbáta uppistöðuna í bátaflota Sandgerðinga. „Svo eru fjórir litl- ir netabátar líka og það er búið að vera mokfiskerí hjá þeim. Þetta eru fimmtán til þrjátíu tonna bátar og hafa verið að koma inn með fimmtán til sextán tonn. Sums staðar eru bara tveir menn á. Einn var að taka upp í gær. Hann er bara hættur. Á ekki meiri kvóta.“ Á laugardaginn brestur á hrygn- ingarstopp að sögn Árna. „Það er lokað innan við fjórar mílur eins og er, en svæðið stækkar mikið á laugardaginn.“ Spurður hvort hann haldi ekki að sterkur árgang- ur verði til núna fyrst svona mikið sé af stórum þorski í sjónum bros- ir hann bara og vill engu spá. - gun Mikill fiskur á ferðinni Góð aflabrögð og ágætar gæftir hafa farið saman á Suðurnesjunum að undanförnu. Þessi mynd er úr safni Fréttablaðsins og sýnir Hafstein Þorgeirsson, stýrimann á Farsæli frá Grindavík. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR ● NÝ SKÝRSLA UM PRÓTÍN Í FISKI Í nýrri skýrslu sem Matís vann í sam- starfi við Flórídaháskóla og Háskóla Íslands má sjá niður- stöður úr verkefninu Kol- munni sem markfæði. Rann- sóknarspurning verkefnis- ins var að svara hvaða lífvirkni væri hægt að fá fram hjá pept- íðum unnum í kolmunna með ensími, en lífvirkni er forsenda þess að unnt sé að nota kol- munna með markfæði. Í ljós kom að niðurbrotin kolmunna- prótín hafa lífvirkni. Hins vegar reyndust skynmats eiginleikar afurða ekki nógu góðir og heimtur lágar. Ástæðan var að erfiðlega gekk að afla fersks kolmunna sem hráefnis. Fékkst þó mikil þekking á sviði ens- ímaniðurbrots og lífsvirkni- eiginleika prótínafurða. Þekk- ingin kemur til með að nýtast íslenskum iðnaði og vísinda- mönnum við framtíðarrann- sóknir. Rannís styrkti verkefnið. Sjá matis.is. Löndun ehf sér um skipaafgreiðslu í Reykjavík og Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið veitir vandaða og skjóta þjónustu. Býður einnig upp á nauðsynlegan tækjabúnað og úrval manna sem reiðubúnir eru með stuttum fyrirvara að landa úr skipum. Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - londun@londun.is Fyrirhyggja, lipurð og samviskusemi einkenna þá þjónustu sem við veitum Marás Vélar ehf. Akralind 2 201 Kópavogur Sími: 555 6444 Fax: 565 7230 www.maras.is Alhliða þjónusta við sjávarútveginn NorSap brúarstóla má finna víða í Íslenska flotanum enda sérstaklega hannaðir í samráði við óskir sjómanna. Rafmagnsstjórntæki í skip og báta hafa átt vaxandi vinsældum að fagna á síðustu árum. Marás er með mikla reynslu af upsetningu á slíkum búnaði frá ZF Marine í Bandaríkjunum. Einföld eða tvöföld rakaskilja með aftöppun sem er einnig upphituð forsía. Gefur möguleika á að nota flotaolíu allt árið um kring sem lækkar kostnað við olíukaup. Eigum fyrirliggjandi sterka og góða alternatora sem henta einstaklega vel sem neyslualternatorar í báta. YANMAR báta- og skipavélar hafa í gegn um árin verið rómaðar fyrir mikla endingu, hagkvæmni í rekstri og ekki síst hversu hljóðlátar þær eru. YANMAR er einn öflugasti vélaframleiðandi í heims í dag með vélaúrval frá 9 til 4500 hestöfl. M AR ÁS - Bj ör n. 11 /2 00 7 A4

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.