Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 14
 9. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● sjávarútvegur Sjóminjasafnið er nú lokað vegna umtalsverðra framkvæmda sem verið er að gera á húsinu. „Nýir sýningarsalir verða opnaðir á annarri hæð sem og nýtt anddyri. Safnabúð og safnakaffi verða í nýju móttökurými. Svo verður sér sýningarsalur þar sem hægt verð- ur að halda fundi og ráðstefnur,“ segir Margrét Sverrisdóttir vara- borgarfulltrúi, sem situr í stjórn Sjóminjasafnsins. „Varðskipið Óðinn mun síðan leggjast að bryggju og verða hluti af safninu,“ heldur Margrét. „Helstu verkefni sem stefnt er að fyrir opnun safnsins er að endur hanna togarasýningar í Langasal og lagfæra stigaupp- gang og pall fyrir sumarið. Þá verður bryggjusalur endanlega frágenginn með hljóðum og hug- hrifum, til dæmis með uppstopp- uðum mávum.“ Margrét nefnir einnig til sögunnar uppsetningu sýningagripa og minja um Þorleif Þorleifsson. „Fjórar milljónir króna feng- ust í allar endurbæturnar, sem er ekki mikil fjárhæð, en það á að reyna að betrumbæta margt svo hægt sé að opna safnið með glæsi- brag. Stefnt er að því að opna það að nýju eftir breytingarnar á Hátíð hafsins sem verður 31. maí til 1. júní,“ segir hún. - mmr Opnað með glæsibrag Margrét Sverrisdóttir segir að pláss verði fyrir fundi og ráðstefnur á annarri hæð safnsins eftir breytingar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ● HEILSUFÆÐI Í ÚRSLIT Úrslit í Frumkvöðlakeppni Innovit 2008 fyrir íslenska háskólanemendur og ný- útskrifaða fara fram laugardaginn 12. apríl. Átta viðskiptahugmyndir komust í úrslit og munu frumkvöðlarnir kynna hugmyndir sínar og svara spurningum frammi fyrir yfirdómnefnd. Ein þeirra hugmynda sem komust í úr- slit byggir á þróun og markaðssetningu markfæðis úr fiskipróteinum, sjávarþangi og mjólkurpróteinum, sem hefur jákvæða áhrif á heilsu eins og að lækka blóðþrýsting. Hráefnið, sem er íslenskt, hefur þá sérstöðu á markaði í dag að hafa ekki verið nýtt á þennan hátt innan núverandi framleiðslueininga þeirra birgja sem áætlað er að verslað verði við. Framleiðslufyrirtækið mun heita Heilsufæði ehf. Þess má geta að sigurvegararnir hljóta að launum verðlaunagripinn Gulleggið 2008 og 1,5 milljónir króna í verðlaunafé. Í yfirdómnefnd keppninnar eru fulltrúar íslensks atvinnulífs og samstarfsaðila Frumkvöðlakeppni Innovit. Fyrir verslanir, vei ngahús, mötuney og stóreldhús, til suðu eða steikingar - Gollaraþunnildi - Sal iskkurl - Sal iskhnakkar, tvær stærðir (lomos) - Gellur - Sal iskbitar, blandaðar stærðir - Ýsu ök og -hnakkar - Rækjur Einnig frábært úrval tilbúinna rétta frá Ekta réttum, kíkið á vörulistana á netinu! - Þorskhnakkar - Steinbítskinnar og -bitar Sérfræðingar í saltfiski frumkvöðlafyrirtæki ársins  - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood 466 1016 pöntunarsími: www.ektafiskur.is e NÝJUN G e N ÝJU N G e NÝJUNGe NÝ JU N G e Ektaréttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.