Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 17
H A U S MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 Ú T T E K T „Það eru mismunandi ástæður fyrir því að jarðir komust í eigu kirkjunnar og líka mismunandi eftir tímabilum,“ segir Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands. Hann bendir á að stærstu eignir kirkjunnar, biskupsstól- arnir og fleiri sögufrægar jarð- ir, hafi komist í eigu kirkjunnar þegar á 12. öld eða jafnvel fyrr. „Eignir hafa líka verið gefnar einstökum kirkjum,“ segir Hjalti en bendir á að vafi gæti leikið á hver ætti í raun kirkjurnar, guð eða tilteknir verndardýrlingar sem þeim voru tileinkaðar í kaþ- ólskum sið. „Þá eru dæmi um að höfðingi hafi gefið kirkjunni höfuðból sitt en farið sjálfur með ráðstöfun eignanna. Þannig má segja að menn hafi komist undan því að greiða tíundina, en kannski var tilgangurinn líka að efla kirkj- una eða jafnvel koma í veg fyrir að eignir skiptust til mismun- andi erfingja, enda þótt jörð hafi verið á forræði sömu fjölskyld- unnar í marga ættliði.“ Hjalti segir að einnig séu dæmi um að eignir hafi verið færðar kirkj- unni í þakkarskyni fyrir bæn- heyrslu. Þá sé algengt að fólk hafi viljað minnast kirkjunnar í erfðaskrám. „Þá hafði kirkj- an dómsvald hér áður fyrr og dæmi eru um að henni hafi verið dæmdar jarðir.“ Þjóðkirkjan vísar til þess á heimasíðu sinni í starfsreglum um kirkjur og safnaðarheimili, frá árinu 2000, að verði ágrein- ingur um fornar eignir og rétt- indi kirkna skuli leggja ýmsar gamlar skrár til grundvallar dómsmálum. Þeirra á meðal eru máldagabækur frá 14. og 15. öld, auk síðari heimilda. Þá ríkti töluvert annar skiln- ingur á heiminum en nú tíðkast. Til dæmis hræddust menn guð og helvítisvist, eða óhjákvæmi- lega dvöl í hreinsunareldi, að líf- inu loknu. Í skrá um aflát og synda- aflausnir frá því um 1500 er meðal annars þessi kafli: „Nær sem nokkur maður hefur iðran og viðurkomning fyrir sínar syndir og gengur til skripta með þeirri hugsan og fullkomnum vilja að falla eigi aftur í dauðlegar syndir sjálf- viljandi heldur betra sitt umliðið líf, þá fær sá maður aflátið ef hann sækir þá staði sem aflát- ið er til gefið. Þó að hann skyldi pínast ævinlega í helvíti þá vill guð gefa sína náð til og snúa þeirri ævinlegri pínu í stund- lega pínu hverja þeir fá sem rétt gjöra sín skriptamál. […], því svo mikið styttir hans pínu sem hann sækir aflátið til og eingin er sá lifandi að kunna að greina, undirstanda eða vita hvað dygð aflátið hefur eða hversu dýrt og gott er það er fyrr en eftir dauð- ann og hann kemur í hreinsunar- eldinn og hann fer þaðan. Þá reynir hann hvað aflátið dugir og hvað hann hefur aflað.“ Fólk gaf enda stofnunum kirkjunnar eignir og gjafir sér til sáluhjálpar. Dæmi er frá 1470 um að maður hafi gefið kirkju og klerkum ýmsar sínar eignir á banastund. „Svo og skipa ég að láta syngja sálumessu engelskum er slegnir voru í Grindavík af mínum mönnum.“ En stundum vottuðu gjafirnar engir nema kirkjunnar þjónar: Árið 1460 vottar prófastur að maður hafi á banabeði gefið kirkjunni í Vatnsfirði jarðirnar Hálshús, Voga, Miðhús og hálfa Eyri þar í sókninni. 1488 votta tveir prestar að karl nokkur afleiddi kirkjuna að hálfri jörð. Árið 1499 votta tveir prest- ar að Árni nokkur hafi arfleitt kirkjuna að jörð. Svo segja prestar: „Heyrðum við áður nefndan Árna Guðmundsson ekki til leggja þar um fleiri orð eður leggja nokkra þvingan upp á kirkjuna í Holti fyrir áður greinda jörð.“ Þá eru einnig dæmi um að fólk hafi greitt kirkjunni sektir. Þá var Runólfur Höskuldsson árið 1471 dæmdur til að láta jarðirnar Skollatungu, Bratta- völlu og Hornbrekku til kirkj- unnar „fyrir allt það hórdæmi er hann hefur í fallið með Hall- dóru Þórðar dóttur og Þórdísi Guðmundardóttur“. Runólfur lét sér raunar ekki segjast við þetta og var síðar gripinn með þeirri fyrrnefndu þar sem hann lá „nakinn undir einum klæðum hjá henni í kirkjunni á Bakka“. Árið 1505 tók Stefán Skál- holtsbiskup jörðina í Köldukinn í Marteinstungu kirkjusókn og Kolbeinsey í Þjórsá, af Helgu Guðnadóttur, vegna misfara lát- ins bónda hennar. Árið 1474 setur Jón Brodda- son, prestur og officialis gener- alis vikaríus á Hólum, Solveigu Þorleifsdóttur út af heilagri kirkju, meðal annars fyrir að halda mann sem var úrskurðað- ur í bann, auk óhlýðni og þrjósku við guð, heilaga kirkju og sig. Fimm árum síðar greið- ir Solveig biskupnum tíu tigi hundraða fyrir manninn í bann- inu. Sama ár votta tveir prest- ar að hún hafi á banastund gefið biskupnum jörðina Flatatungu í Skagafirði. Svo eru önnur dæmi, eins og þetta: „Þá dæmum vér oft- nefnda jörð Vallholt óbrigði- lega eign heilagrar Hólakirkju.” Svo dæmdi biskup sjálfum sér en hann og eigandi jarðarinnar höfðu átt í nokkrum viðskipt- um. Rétt er að taka fram að þótt Markaðurinn hafi grafið þessi dæmi upp í fornbréfasafni verð- ur ekkert fullyrt um hvort kirkj- an hafi á sínum tíma eignast þessar jarðir með óvönduðum aðferðum, á þessa eða liðinna tíma mælikvarða. Né heldur hvort jarðirnar sem nefndar eru í dæmunum séu hluti af höfuð- stól þjóðkirkjunnar nú. Skyldi pínast ævinlega í helvíti Greiðslur ríkisins til kirkjunnar nú byggja á jörðunum sem komust í hennar eigu í aldanna rás. ÚR NEÐRA Sýn fimmtándu aldar málara á helvíti. Á miðöldum gaf fólk til kirkna til þess að þakka fyrir bænheyrslu og komast hjá helvítisvist. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES greiðsla ríkisins til sjóða kirkjunnar byggð á þessu samkomulagi. Sóknargjöldin renna til einstakra sókna, í samræmi við fjölda skráðra í hverri og einni sókn. Það gefur auga leið að þar sem sóknarbörnin eru flest fær viðkom- andi sókn mestar tekjur. Á þriðja hundr- að sóknir eru í landinu. Þá fara framlög úr jöfnunarsjóði sókna til einstakra sókna. REKSTURINN Á NÚLLI „Þjóðkirkjan er ekki rekin í hagnaðar- skyni, þá ekki nema til þess að skapa andleg verðmæti,“ segir Guðmundur Þór. „Það er ekki ætlast til þess að við séum að safna fé,“ segir Sigríður Dögg og Þor- valdur Karl Helgason biskupsritari bætir við: „Boðun fagnaðarerindisins, sem birt- ist í margs konar þjónustu, hlýtur að vera okkar kjarnastarfsemi.“ - En nú er þetta rekstur. Hvernig geng- ur hann? „Ef við lítum á rekstur Biskupsstofu árið 2007, þá myndi ég segja að við séum svona nokkurn veginn á núllinu. Það getur auð- vitað komið fyrir að það verði hagnaður, en honum hefur þá verið varið til fjárfestinga eða uppgreiðslu á lánum.“ Fjármunir Biskupsstofu og sjóðanna renna annars að mestu leyti til launa- greiðslna, helgihalds, kærleiksþjónustu, fasteigna hennar og viðhalds á þeim, auk útgáfustarfsemi, svo nokkuð sé nefnt. - Hverjar eru eignir kirkjunnar? Guðmundur Þór segir að kirkjan eigi um níutíu fasteignir um allt land. Þar af eru 36 prestsetursjarðir með prestbústöðum og jafn margir prestbústaðir á vegum kirkj- unnar á þéttbýlisstöðum víða um land. „Við verðum að hafa í huga að sumt má tæplega kalla jarðir,“ segir Þorvald- ur. Þetta séu í sumum tilvikum móar sem komnir séu í eyði. Sigríður Dögg bendir hins vegar á að samkvæmt fasteignamati nemi fasta- fjármunir kirkjumálasjóðs 2,5 milljörð- um króna, samkvæmt efnahagsreikningi. Fastafjármunir sóknanna, sem að stofni til eru kirkjur, nemi 16,5 milljörðum króna, að brunabótamati. „Kirkjurnar ganga ekki kaupum og sölum, svo það er varla hægt að tala um markaðsvirði,“ segir Sigríður Dögg. Hún segir skuldirnar nema um 2,7 millj- örðum króna í heild, svo eigið fé þjóð- kirkjunnar nemi um fimmtán milljörðum króna. HUNDRUÐ SJÁLFBOÐALIÐA DRAGA ÚR YFIRBYGGINGU Viðmælendur Markaðarins telja að miðað við umfang starfs þjóðkirkjunnar sé varla hægt að tala um kostnaðarsama yfirbygg- ingu. „Miðað við þessa veltu og eiginfjár- stöðu finnst mér það varla geta verið,“ segir Sigríður Dögg. Þorvaldur Karl seg- ist ekki geta fullyrt hvað teljist eðlilegt í þessum efnum. „En einn samanburður getur verið áhugaverður. Eignirnar nema nú nokkuð mörgum milljörðum. Þeir sem bera ábyrgð á þeim eru sóknirnar. Þar eru allir kauplausir. Það starfa milli ellefu og tólf hundruð manns í sóknarnefndum, sem bera ábyrgð á þessu öllu, allt kauplaust.“ - En hvernig er greitt fyrir kirkjubygg- ingar? Borgar þjóðkirkjan fyrir það? „Sóknin sjálf kostar kirkjubygginguna og byggingu safnaðarheimilis ef því er til að dreifa. Sóknin getur fengið styrki úr jöfnunarsjóði sókna,“ segir Guðmundur Þór. Áður fyrr hafi sjálfboðastarf verið al- gengt við kirkjubyggingar auk þess sem kirkjan hafi fengið gjafir. Enn fremur sé eitthvað um að fyrirtæki og aðrir hafi styrkt kirkjusmíði. Hann bætir því við að einnig séu dæmi um að kirkja sé reist í einkaframkvæmd. Svo sé til dæmis um ný- lega kirkju í Úthlíð í Biskupstungum. Sigríður Dögg bendir líka á að nokkr- ar kirkjur í landinu njóti sérstöðu og til byggingar þeirra hafi fengist fé á fjárlög- um. Þetta séu svonefndar höfuðkirkjur, til þeirra teljist kirkjur eins og Hallgríms- kirkja og Skálholtsdómkirkja. EFNAHAGSLEG VÖLD KIRKJUNNAR Völd kirkjunnar hafa verið mikil hér á landi sem annars staðar í aldanna rás. Ekki ein- ungis ægivald yfir íbúum landsins held- ur einnig gríðarlegt efnahagslegt vald. Það endurspeglast meðal annars í þeim hundr- uðum jarða sem kirkjan byggir afkomu sína á nú. Flestar þeirra komust í eigu kirkjunn- ar á miðöldum. Auk þess var á elleftu öld samþykkt að leggja á svonefnda tíund, sem að miklu leyti rann til kirkjunnar. - En hefur kirkjan efnahagslegt vald nú? „Nei, við erum ekki á markaði með okkar eignir og arfurinn frá fortíðinni er nú í formi greiðslna frá ríkinu,“ segir Guðmund- ur Þór. „Við erum ekki eins og til dæmis sænska kirkjan sem hefur hluta sinna eigna á markaði.“ Þorvaldur Karl bætir við: „Þeir eiga hlutabréf og skóga. Þeir lifa bara á arðinum af sínum eignum.“ Sigríður Dögg segir að hér sé arðurinn af kirkjueignunum greidd- ur í gegnum ríkið. „Án þess að þetta hafi verið reiknað niður í kjölinn.“ En um tilurð eigna kirkjunnar segir Guð- mundur Þór að algengt sé að menn slái því fram og alhæfi að kirkjan hafi eignast höfuðstólinn, jarðirnar, með umdeilanleg- um hætti. „Sagt er að kirkjan hafi sölsað þær undir sig. Ég hef aldrei séð almennileg dæmi um hvað menn eru að tala um.“ AF MOLDU ERUM VIÐ KOMIN Einn liður í fjármálum kirkjunnar er kirkjugarðarnir. Lítið er fjallað um þá hér. Um 800 milljónir króna renna árlega til kirkjugarða. Guðmundur Þór segir þetta almannaþjónustu. „Þjónusta kirkjugarð- anna er veitt án tillits til þess í hvaða trú- félagi viðkomandi er. Það er eðlilegt að líta einnig á þennan þátt sem menningar- mál og heilbrigðismál, en vissulega einnig trúmál.“ Laun prestanna Fyrir fimmtán hundruð milljóna króna framlag ríkisins, vegna jarðanna, eru greidd laun um 140 presta og próf- asta. Grunnlaun prests eru 453 þúsund krónur á mánuði. Laun þeirra taka svo mið af fjölda í sóknum. Þar er stuðst við eining- ar. Fyrir hverja einingu eru greidd- ar ríflega 5.500 krónur. Séu innan við 500 manns í sókninni fær presturinn átta einingar greiddar. Það gera um 44 þúsund á mánuði. Einingunum fjölgar eftir því sem sóknarbörnin eru fleiri. Þannig er einingagreiðslan yfir 90 þúsund á mánuði í þeim sóknum þar sem sóknarbörnin eru 3.500 eða fleiri. Þess utan þiggja prestar greiðsl- ur fyrir aukaverk, sem svo eru nefnd. Þetta eru skírnir, fermingar, hjóna- vígslur, greftranir, kistulagningar og fleira. Sem dæmi má nefna að ferming kostar 9.300 krónur. Fjórtán ára börn sem skráð eru í þjóðkirkjuna eru nú um 4.000. Heildarreikningurinn fyrir þetta aukaverk prestanna er því um 37 milljónir króna á ári. FERMING Í GRAFARVOGSKIRKJU Litið er á fermingar, skírnir, giftingar og fleira sem aukaverk prestanna. Fyrir hvert fermingarbarn renna 9.300 krónur til prestsins. MARKAÐURINN/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.