Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 20
MARKAÐURINN 9. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR12 H É Ð A N O G Þ A Ð A N „Starfsmannavelta á síðasta ári var örugglega sú mesta til þessa, við erum að afla gagna núna,“ segir Snorri Jónsson, mannauðs- ráðgjafi hjá ParX. Hann reiknar með að þegar hægi á í íslensku efnahagslífi á þessu ári muni svipuðu máli gegna um starfs- mannaveltuna. ParX hefur síðastliðin fimm ár haldið utan um hagtölur mann- auðs hjá íslenskum fyrirtækjum í mismunandi geirum. Starfsmannavelta er mismikil eftir atvinnugreinum og árið 2006 var hún minnst í orkugeiranum á meðan hún var ríflega tuttugu prósent í verslun og þjónustu, sem jafngildir því að atvinnurek- endur í þeim geira hafi þurft að endurráða í fimmta hvert stöðu- gildi það ár, samkvæmt rann- sókn ParX. Snorri segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar að hluta. Störfin þar sem starfsmanna- velta sé mikil séu flest einfaldari í saman burði við sérfræðistörf- in. Þá spili launin inn í að ein- hverju leyti. „Sveiflur eru alltaf á milli ára. En með samanburði getum við séð hvort staða ein- stakra fyrirtækja séu eðlileg,“ bendir Snorri á. Hann segir kostnað vegna starfsmannaveltu geta verið háan, allt frá fimmtíu prósent- um til 150 prósenta af árslaun- um starfsmanns. Hæst sé kostn- aðarhlutfallið þar sem krafist sé meiri sérfræðiþekkingar. En þar er starfsmannaveltan að jafn- aði lág, samkvæmt niðurstöðum ParX. Snorri segir gagnaöflun fyrir hagtölur ársins 2007 standa yfir. Upplýsingar um veltu- og kostnaðartölur á íslenskum vinnumarkaði hafi ekki legið víða en ParX hafi unnið við að staðla og skrá þessar upplýsingar. Sérfræðistörfin dýrust „Það er nauðsynlegt að brúa bilið á milli Klaks, sem styður við nýsköpunar- og sprotafyrirtæki, og fag- fjárfestingarsjóða. Fyrirtæki sem eru að komast af klakstigi þurfa að komast í hendurnar á góðu fólki sem er tilbúið til að veita þeim fjármagn og hjálpa til við reksturinn,“ segir dr. Eggert Claessen, en hann er í forsvari fyrir samtök viðskiptaengla, Ice- land Angels, þeim fyrstu hér á landi. Að sögn Eggerts hefur lengi verið unnið að stofn- un samtakanna en það var kynnt til sögunnar í kjöl- far fjárfestingaþingsins Seed Forum sem fram fór á föstudag. Samtök sem þessi eru þekkt utan landsteinanna, sérstaklega í Bandaríkjunum og Skotlandi. Þau mynda fjársterkir einstaklingar, svokallaðir við- skiptaenglar, sem hafa áhuga á að fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum, sem eru mislangt á veg kominn í vöruþróun sinni. Fjárfestarnir setj- ast gjarnan í stjórn fyrirtækjanna sem þeir fjár- festa í. Umgjörðin er að miklu leyti fengin frá LINC – viðskiptaenglaneti í Skotlandi – en David Grahame, framkvæmdastjóri þess, hélt kynningu á starfsemi þeirra á fjárfestaþingi Seed Forum á föstudag. Auk Grahames hélt Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð- herra tölu á þinginu um stuðning ríkisins við ís- lensk sprotafyrirtæki. - jab Flogið til móts við viðskiptaengla GESTIR Á FJÁRFESTAÞINGINU Talið er að aldrei hafi fleiri gestir fylgst með þeim sprotafyrirtækjum sem kynntu starfsemi sína á fjár- festaþingi Seed Forum. MARKAÐURINN/GVA IÐNAÐARRÁÐHERRANN Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð- herra segir nýsköpunar- og sprotafyrirtæki nauðsynleg fyrir hag- vöxt á Íslandi. MARKAÐURINN/GVA ÍS L E N S K A S IA .I S I S P 4 19 13 0 4. 20 08 Ingimar Karl Helgason skrifar S tefnt er að því að verkfræðistofurnar Rafhönnun og VGK- hönnun sameinist á föstudag, en hluthafafundur tekur ákvörðun um þetta á fimmtudaginn, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ætla má að um 350 manns starfi hjá sameinuðu félagi. Verkfræðistofum hefur fækkað undanfarið og þær stækkað. Þannig var ákveðið fyrr á árinu að sameina verkfræðistofurnar VST og Raf- teikningu. Þar starfa allt í allt um 240 manns. Starfsemi í sameinuðu fyrirtæki á að hefjast 23. þessa mánaðar. Því verða um 600 manns í starfi hjá þessum tveimur stærstu verk- fræðistofum landsins. „Þetta er að mínu mati jákvætt,“ segir Jóhanna Harpa Árnadóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands. „Með þessu móti komast stof- urnar í stærri verkefni og geta í auknum mæli tekið að sér verkefni erlendis, líkt og í orkuútrásinni.“ Jóhanna bendir þó á að ekki safnist allir verkfræðingar saman á stórar stofur. Enn séu smærri stofur í rekstri. Auk þess vekur hún athygli á því að starfssvið verkfræðinga hafi víkkað út á undanförnum árum, en nú starfa fjölmargir verk- fræðingar í bankakerfinu. „Það er ef til vill einn liður í því að verk- fræðistofurnar sameinast í stærri fyrirtæki, það er mikil samkeppni um að fá verkfræðinga til starfa.“ Hins vegar sé jákvætt fyrir stétt verkfræðinga að sóst sé eftir kröftum þeirra. Nú eru starfandi þrjár verkfræðistofur með hundrað starfsmenn eða fleiri. Auk þeirra sem áður voru nefndar starfa yfir eitt hundrað manns hjá Línuhönnun. Þá starfa upp undir áttatíu manns hjá Al- mennu verkfræðistofunni, álíka margir hjá VSÓ og upp undir sex- tíu hjá Hniti. Á flestum stofum eru starfsmenn hins vegar fimm eða færri, eða á bilinu tíu til tuttugu. Til samanburðar má nefna að hjá Orkuveitu Reykjavíkur starfa rúmlega áttatíu verk- og tæknifræðingar og innan við fimmtíu hjá Landsvirkjun. Verkfræðistofur stækka stöðugt VGK-hönnun og Rafhönnun sameinast á föstu- dag og til verður stærsta verkfræðistofa landsins. Sameiningar eru fleiri. Jákvætt segir formaður Félags íslenskra verkfræðinga. SNORRI JÓNSSON Reiknað er með að dragi úr starfsmannaveltu á þessu ári miðað við mikinn vöxt í fyrra. MARKAÐURINN/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.