Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 21
MARKAÐURINN Ísland og íslenskur fjármálamarkaður hefur mátt þola kerfisbundnar árásir nokkurra erlendra vogunarsjóða upp á síðkastið, þar sem miklu hefur verið kost- að til að hagnast með skortstöðum í hluta- bréfum og skuldatryggingum, að sögn Sigurðar Einarssonar, starfandi stjórnar- formanns Kaupþings. Hann segir nú allt útlit fyrir að atlögunni hafi verið hrund- ið, en það hafi ekki síst tekist með því að breyta um vinnubrögð og svara allri neikvæðri umræðu með beinum rökum, hrekja strax rangfærslur um rekstur og stöðu bankans og fara beinlínis í hart við þá vogunarsjóði sem hafi ætlað sér að keyra íslenska banka í þrot með þessum hætti og hagnast sjálfir á því. „Við ákváðum að taka þetta föstum tökum og vissum að þar dygðu engin vett- lingatök,“ segir Sigurður spurður um við- brögð Kaupþings og annarra íslenskra banka við skuldatryggingarálaginu sem hækkaði mjög á síðustu vikum, en virð- ist nú aftur á niðurleið. „Við vissum að markaðurinn fyrir skuldatryggingar væri ógegnsær og lítt virkur, en síðan höfum við komist að því að hann endur- speglar engan veginn raunverulega stöðu einstakra aðila. Hægt er að tala upp álag með næsta einföldum hætti og kerfis- bundnar aðgerðir af því tagi skýra eink- um þá bágu stöðu sem endurspeglaðist í himinháu skuldatryggingarálagi og til- heyrandi neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun,“ bætir hann við. Að sögn Sigurðar hefur hann, ásamt öðrum stjórnendum Kaupþings, sett sig í samband við forsvarsmenn fjölmiðla víða um lönd síðustu daga í því skyni að skýra frá kerfisbundnum atlögum slíkra spákaupmanna og hvernig vinnubrögð- um þeir beita. „Mér sýnist að það séu einkum fjórir vogunarsjóðir sem hafa stundað þetta af miklum krafti,“ segir hann og nefnir til sögunnar Trafalgar Fund, Landsdowne Fund, Ako Capital og Cheney Capital, sem allir eru í Lund- únum. Ljóst sé að þessir aðilar og fleiri hafi tekið skortstöðu í skuldatrygging- um, en snúið sér svo að því að hafa kerfis- bundið samband við erlenda fjölmiðla og greiningardeildir banka með neikvæðar spurningar og athugasemdir um íslenskt efnahagslíf og bankana. Við það hafi skuldatryggingarálag tekið að hækka og þeir náð umtalsverðum hagnaði gegnum skortstöður sínar. Samkvæmt heimildum Markaðarins er um mjög stórar upphæðir að ræða í slíkum viðskiptum, jafnvel tugi eða hundruð milljarða króna. Sigurður bætir þó við, að margt bendi til þess að þessar tilraunir vogunarsjóð- anna hafi tekist til styttri tíma, en muni ekki ganga upp til lengri tíma litið. Nú fari álagið lækkandi og þar með ágóði skorttökuaðila, en ekki síður skipti máli að greinendur og fjölmiðlamenn séu meira á varðbergi fyrir fréttum af Ís- landi en áður. „Menn láta ekki plata sig aftur og aftur,“ bætir hann við. - bih 13MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Allt útlit fyrir að atlögunni hafi verið hrundið Tugir og jafnvel hundruð milljarða í skortstöður vogunarsjóða, jafnt í hlutabréfum sem skuldatryggingum. Álag á skuldatryggingar þarf ekki endi- lega að endurspegla raunveruleg kjör á markaði, að sögn Sigurðar Einars- sonar. Máli sínu til stuðnings nefn- ir stjórnarformaður Kaupþings að fyrir skemmstu hafi verið komið 200 punkta álag á íslenska ríkið. Í kjölfar- ið hafi Kaupþing falið miðlurum sínum að kaupa upp öll skuldabréf sem þeir kæmust yfir á þeim kjörum, en niður- staðan hafi orðið sú að keypt voru bréf fyrir aðeins einn milljarð króna, eða um tíu milljónir evra, á sléttum libor- vöxtum. „Þetta sýnir auðvitað í hnot- skurn að álagið endurspeglar engan veginn stöðuna og þá hlýtur maður að spyrja sig hverjir það séu sem láta að því liggja að álagið sé miklu hærra en raunin er,“ bætir hann við. Ekkert til sölu „Við erum að fara yfir og meta gögn sem Fjármálaeft- irlitinu hafa borist,“ segir Íris Björk Hreinsdóttir upp- lýsingafulltrúi. Fjármálaeftirlitið kann- ar nú hvort einhverjir hafi með kerfisbundnum hætti komið af stað orðrómi til að hafa áhrif á markaðinn hér á landi og gengi krón- unnar. Rætt er um „ákveðna aðila“ í þessu sambandi, en Fjármálaeftirlitið vill ekkert segja um hverjir séu til skoð- unar, hvaða gagna hafi verið aflað né hvaðan kallað sé eftir gögnum. Í frétt Financial Times um þessi mál frá upphafi mán- aðarins eru nefnd- ir fjórir erlend- ir vogunar sjóðir, í tengslum við ásakan- ir Kaupþings á hend- ur Bear Stearns-bankanum. Þeir eru DA Capital Europe, King Street, Merrill Lynch GSRG og Sandelm- an Partners. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði í ræðu á árs- fundi Seðlabankans fyrir skömmu, að til álita hlyti að koma að gera „alþjóð- lega opinbera rann- sókn á slíku tilræði við heilbrigð fjár- málakerfi“. Þar vísaði hann til rógsherferðar á hend- ur breska HBOS-bankanum og þess að á föstudag hefði tryggingaálag á ríkið hækk- að um 400 punkta „sem er fráleitt, lyktar óþægilega af því að óprúttnir miðlarar hafi ákveðið að gera úrslitatilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið,“ sagði Davíð. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hefur sagt að erlendar systurstofn- anir taki ekki þátt í rannsókn eftirlitsins. Samkvæmt heim- ildum Markaðarins hefur það ekki breyst. - ikh Fjármálaeftirlitið metur gögnin JÓNAS FR. JÓNSSON SIGURÐUR EINARSSON Guðríðarstíg 2-4 113 Reykjavík Sími 545 1000 www.hugurax.is VIÐSKIPTAKERFIÐ VERÐUR AÐ GETA BREYST JAFNHRATT OG VIÐSKIPTAUMHVERFIÐ. HNÖKRALAUS ÞJÓNUSTA FRÁ FYRSTA DEGI. Microsoft Dynamics AX er öflugasta viðskipta- kerfið frá Microsoft og leysir þarfir fyrirtækisins, allt frá nákvæmri úrvinnslu fjárhagsupplýsinga til skipulagningar á flókinni framleiðslu. Microsoft Dynamics AX gerir fyrirtækjum í framleiðslu, dreifingu og þjónustu kleift að bregðast við breytingum á markaði á hraðvirkan og hagkvæman hátt. Microsoft Dynamics AX lagar sig að þörfum fyrirtækisins fremur en að setja starfseminni skorður. „Innleiðing Microsoft Dynamics AX var viðamikið verkefni fyrir okkur hjá Nóa Síríusi þar sem við vorum að nota margar sérlausnir eins og tollakerfi, vöruhúsakerfi og handtölvu- kerfi. Fyrstu vikurnar eftir gangsetningu Dynamics AX fengum við góða aðstoð og stuðning frá starfsmönnum HugarAx. Við gátum haldið uppi hnökralausri þjónustu strax frá fyrsta degi.“ – Rúnar Ingibjartsson Rúnar Ingibjartsson, forstöðumaður upplýsingasviðs hjá Nóa Síríusi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.