Tíminn - 01.11.1981, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.11.1981, Blaðsíða 2
Sunnudagur 1. nóvember 1981 Nýtt ein- takaf TT ■ Ot er komið nýtt eintak af tón- listartimaritinu sem nefnt er TT. Það er gefið út í nokkrum tengsl- um viö Lystræningjann en annars eru útgefendur Jazzvakning, SATT og Visnavinir og er leitast við að hafa blaöið sem fjölbreyti- legast. Ritstjóri er Vernharöur Linnet en aðrir i ritstjórn eru Aöalsteinn Asberg Sigurðsson, Rikharöur örn Pálsson og Sigur- jón Jónasson. Meðal efnis i þessu blaði er viö- tal viö Bubba Morthens, popptón- listarmann — viðtal viö Sigurö Flosason, ungan og efnilegan saxófónleikara — fréttir af nám- skeiöinu sem Paul Zukovsky hélt hér — fréttir af Visnavinum — ÓlafurStephensen segír frá komu Chet Baker til Islands — Pétur Grétarson segir frá tónlistarnámi Berklee College of Music — Tómas Einarsson ræðir viö John Tchicai — Rikharöur örn Páls- son heldur áfram að fjalla um tónlist Bitlanna á visindalegan hátt — Atli Heimir Sveinsson seg- ir frá STEF — sagt er frá nokkr- um plötum — ennfremur fjallað um færeyskt jazz-lif — og gengiö er i tónsmiðju svo kallaöa en það er nokkurs konar kennsluþáttur I tónlist. Ýmislegt fleira efni er i blaðinu. Blaðið fæst á flestum blaðsölu- stööum. ■ Sigurður Skúlason. Leikari yrkir ljóð ■ Siguröur Skúlason — þekktur leikari Þjóðleikhússins sem leikur nú meðal annars í Dans á rósum eftir Steinunni Jóhannes- dóttur — sýnir það nú aö honum er fleira til lista lagt en aö bregöa sér i gervi annarra persóna. Hann hefur sem sé sent frá sér bók, og i þokkabót ljóöabók. Það er bókaútgáfan Letur sem gefur bókina út en hún heitir Margbrotinn augasteinn. Þó þetta sé fyrsta frumsamda bók Siguröar sem út kemur hefur hann áður fengist viö blekiðju. Bók hefur komiö út með þýðing- um hans á ljóðum um leikhús eftir Bertholt Brecht, og þá hefur hann einnig þýtt leikrit eftir ýmsa höfunda og hafa þau veriö flutt. Bókin er 88 blaðslður, að þvi er segir I fréttatilkynningu frá út- gáfunni, og hefur að geyma 42 ljóð. Er þeim skipt I fimm kafla — Lagt upp, 1 lausamöl, Hæg er leið..., Hvar er það hálmstrá?, og Við vegamót. Bókin er fjölrituð i Letri en káputeiningu gerði Argus. Undir álminum Leikfélagið frumsýnir klassískt leikrit Eugenes O’Neill ■ Flesthefur gengið i haginn hjá Leikfélagi Reykjavi'kur það sem af er leikárinu. Leikhússtjórarnir Þorsteinn Gunnarsson og Stefán Baldursson tjáðu blaöamönnum yfir kaffibolla að þeir heföu hug- leitt að setja auglýsingu í fjöl- miðla þess efnis að uppselt væri á allar sýningar Leikfélagsins i vikunni. Imiðasölunnikemurfólk yfirleitt að tómum kofunum. Of- vitanner nú búiðað sýna um 170 sinnum, Rommí gengur enn ágæta vel, og líkur eru á aö Jói, hið nýja leikrit Kjartans Ragn- arssonar verði langlift á fjölum Leikfélagsins. Stefán Baldursson sagði að þetta væri i senn gott og slæmt, auövitaö væri alltaf ánægjulegt þegar vel gengi, en þó færi að syrta i álinn þegar svo- kölluð kassastykki stæðu í vegi fyrir að hægt væri aö endumýja verkefnaskrána. Þeir Leikfélagsmenn boðuðu blaðamenn á fund sinn i tilefni af frumsýningu á þriðjudaginn næstkomandi. Þá veröur frum- fluttá Fróni klassiskt bandariskt leikverk, Desire Under the Elms, eftir Eugene O’Neill eða Undir álminum eins og það nefnist i Islenskri þýöingu. Þorsteinn Gunnarsson sagði að Arni heitinn Guönason, hinn mikil- virki leikritaþýðandi, heföi þýtt verkiö fyrir Leikfélagiö fyrir um aldarf jóröungi. Æ siöan heföi strandaö á því, að I ráðagjöröum O’Neill sjálfs um verkiö er gert ráð fyrir aö það sé leikiö á tveimur hæöum og risi, sem er torkleift á smáu sviði eins og i Iðnó. En í sumar var ákveðið að láta slag standa. SteinþórSigurðsson, sem teiknar leikmynd og búninga, sagði aö hér væru ekki á feröinni vanda- mál sem ekki væri hægt að leysa með útsjónarsemi og snjöllum aðstandendum. Steindór sagði að i staöinn fyrir heilar hæðir heföu þeir „litið uppi og litiö niðri”, en ijósin væru þeim mun meira not- uð til að gefa i skyn ýmis blæ- brigði verksins og mismunandi staösetningar, t.d. hvernig lægi á náttúrunni eða hvort leikurinn færi fram inni eöa úti. Og á sviðinu stendur vitaskuld álmtré, fengið að láni frá Skóg- rækt Reykjavfkur, sagði Stein- þór. EugeneO’Neill(1888-19 53) er af mörgum talinn mesta leikrita- skáld Bandarikjanna fyrr og sið- ar og um margt brautryðjandi i bandarfsku leikhúsalifi, sem eðli- lega átti sér heldur fátæklegar heföir fyrr en á þessari öld. Um ævina samdi hann alls á fjórða tug leikrita, allt frá stuttum ein- þáttungum upp i 7-8 tima verk. Aðeins þrjú þeirra hafa verið sýnd á islensku leiksviði — Ég man þá tið (Ah, Wilderness) i Leikfélaginu 1946 og tvö i Þjóö- leikhúsinu — Anna Christie 1952 og Húmar hægt að kveldi (Long Days Journey Into Night) 1959. Af öörum þekktum verkum hans má nefna Mennirnir minir þrfr (Strange Interlude) og Eigi má sköpum renna (Mourning Be- comes Electra) sem bæði hafa veriö fhitt hér i útvarpi i þýðingu Arna Guðnasonar. En það er Undir álminum sem óefaö er þekktasta og mest leikna verk Eugenes O’Neills. Það var frumsýnt í Bandarikjunum 1924 og hefur síðan verið leikið viðast hvar um lönd. Leikurinn gerist meðal i'rskra innflytjenda i Bandaríkjunum um miðbik siðustu aldar. Efraim Cabot heitir bóndi sem býr á bú- garði sínum ásamt þremur upp- komnum sonum sinum. Skömmu eftir aö leikurinn hefst kemur Tvö kertí heldur en eitt > ■ Loksins, loksins! — Kom aðði að fólk tæki viöurkenningu okkar, „Ljós vikunnar”, jafn hátiðlega og efni standa til: tvær vikur i röð hafa kertishafar skilið góðan hug okkar og komið hér við að ná i kerti sin. Nú siöast birtist hér Franzisca Gunnarsdóttir, glað- hlakkaleg i fasi, en hún hafði fengiö viðurkenningu fyrir snilld- arlega grein sina i Dagblaðið um útvarps- og sjónvarpsdagskrána kvöld eitt fyrir skömmu. Franzisca kom okkur á óvart með heimtufrekju sinni — hún krafðist þess að fá tvö kerti held- ur en eitt og bar fyrir sig lengd pistils sins. Blauðir sem við erum þorðum við ekki að segja nei, en tókst að leysa málið eftir óhófleg heilabrot. Þannig var mál með vexti, að fyrir nokkrum mánuð- um veittum við starfsfélaga Franziscu á Dagblaðinu, Atla Steinarssyni, viðurkenninguna „Ljós vikunnar”, en hann hefur enn ekki séð ástæðu til að sækja kerti sitt, mjög ljósrikt. Við tók- um okkur þvi þaö bessaleyfi að leysa Franziscu út með kerti Atla, auk hennar eigin. Hins vegar rak Franzisca rýt- inginn i bakið á okkur um leiö og hún kvaddi, dró fram eftirfarandi athugasemd undir fyrirsögninni: Tirninn og vatnið „Steinn Steinarr sagði: „Tim- inn er eins og vatniö, / og vatnið er kalt og djúpt” — ég tek undir þau orð. 1 útvarps- og sjónvarpsgagn- rýni i Dagblaðinu, miðvikudaginn 21. okt. s.l„ sagði ég m.a.: „Ég byrjaði samviskusamlega á þvi að hlusta á útvarpsfréttirnar. ■ Helgar-TIminn, annar persónugervingur hans t.v„ afhendir Franz- iscu kerti sin tvö. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.