Tíminn - 01.11.1981, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.11.1981, Blaðsíða 9
Sunnudagur 1. nóvember 1981 tmmm 9 menn oa málsfni Tæknibyltingunni verður að mæta af viti og þekkingu ■ Látum ekki nýja tækni koma aftan aö okkur Þaö er orðin velkt tugga að alþingismenn vinni ekki fyrir kaupinu sinu, að þeir hafi ekki annað að gera en að sitja þing- fundi nokkra tima á dag fjóra daga vikunnar og jafnvel að sumir þeirra nenni varla einu sinni að taka til máls. Á siðasta þingi gerði blað könnun á hvað þingmenn hefðu fyrir stafni i vinnutimanum og var niðurstaðan sú, að þeir sem hæst glumdu i þingsölum fengu þá einkunn að vera mikilvirk- ustu þingmennirnir. Vera má að þetta sé sjónarmið út af fyrir sig, en fávislegt er það. Aðalstarf Alþingis er að sinna löggjafarstörfum. Oft liggur mikil vinna að baki lagafrum- vörpum sem lögð eru fram. Sama er að segja um þings- ályktunartillögur, sem oft eru þess eðlisað ekki verður kastað til þeirra höndum. H in eiginlega og málefnalega umfjöllun um þingmál fer fram i nefndum og i sumum tilvikum á þingflokka- fundum. Þótt þessi störf séu ekki unnin i' kyrrþey fer minna fyrirþeim iaugum og eyrum al- mennings en háværar deilur i þingsölum. A siðustu tveim vikum hafa nokkrir þingmenn gert sér leik að þvi að snúa umræðum um til- tekin mál upp i' almennar stjörnmálaumræður, og þegar svo tekst til verða margir eld- húsdagsumræðnadagar á þingi. Mælska á málþingi Meðal þeirra mála, sem þannig tókst til um, má nefna lagafrumvarp, sem Vilmundur Gylfason lagði fram um breytingu á lögum um stéttar- félög og vinnudeilur. Flutnings- maður mælti fyrir frumvarpi sinu i' neðri deild i byrjun fyrri viku. Flutti hann röggsamlega ræðu er hann fylgdi frumvarpi sinu úr hlaði og er þar með Ur sögunni, — i bili. Er ekki að orðlengja það nema að þarna sáu nokkrir mælskumenn sér leik á borði og hafa glumið á málþingi allt siðan. Málið hefur verið tekið upp fjórum sinnum og hefur verið um það fjallað af slikum þrótti, að fyrstu umræðu er enn ólokið. Þeirsem þykjasteinkum bera hag verkafólks fyrir brjósti eru málglaðastirog tffa i pontu i hvert sinn sem umræðu er haldið áfram. Varaþing- maður notaði tækifærið til að halda jómfrúarræðu sina og var hún prentuð upp á eina blaðsiðu i Þjóðviljanum. Geta mánærriað andinn svif- ur vitt og breitt i hugleiðingum mælskumanna um frumvarpið sem reyndar virðist vera löngu gleymt i öllu málæðinu. Hið siðasta sem af þessu er að frétta, er að talglaður ihalds- maður sem á hagsmuna að gæta norður i landi, skammaði kommana og samflokksmenn sina i stjórnarliði i 45 min. sam- fleytt undir yfirskini umræðna um stéttarfélög og vinnudeilur. Þá var eina þingmanni Al- þýðuflokksins, sem eftir er á Norðurlandi nóg boðið og beindi þvi til deildarforseta hvort hér væri ekki um að ræða brot á þingsköpum. Alla vega gerði þetta óhefta málfrelsi ekki annað en tefja störf þingsins. En vonandi er ekki allur vindur úr mönnum enn. Fyrstu umræðu er ólokið. Tæknibylting Oft er svo á Alþingi sem ann- ars staðar að þau málefni sem mestu varða, vekja ekki ýkja mikla athygli á sama tima og háværir mælskumenn baða sig i sviðsljósinu og hlusta á sjálfa sigflytja langar tölur um auka- atriði. Meðal margra þings- ályktunartillagna sem lagðar hafa verið fram á nýbyrjuðu þingi er ein sem tekur sérstak- lega til úrlausnarframtiðarinn- ar. Er hér um að ræða tillögu um stöðu, þróunarhorfur og stefmmótun í upplýsinga- og tölvumálum. Það eru nokkrir þingmenn Framsóknarflokks- ins sem bera tillöguna fram, en fyrsti flutningsmaður er Davfð Aðalsteinsson. I tillögunni felst að fram fari athugun á stöðu og þróunarhorf- um i tölvumálum og á hvern hátt er unnt að stjórna þeirri þróun. Lagt er til að skipuð verði nefnd er geri tillögur um með hvaða hætti islenskt þjóð- félag geti best unnið og hagnýtt sér hina nýju tækni til alhliða framfara, svo sem að þvi er varðar atvinnumál, félagsmál, fræðslumál, mál varðandi al- mennar upplýsingar og aðra þá þætti er varða samfélagið. Hér er á ferðinni mál sem á eftir að skipta miklu þjóðina alla og hvern einstakling i miklu nálægri framtfðen við getum ef til vill gertokkur grein fyrir i dag. Spáð er að örtölvubylting- in eigi eftir að hafa svipuð eða jafnvel meiri áhrif en iðn- byltingin á sinum tfma, sem kollvarpaði þjóðfélagsskipan um allan heim, sérstaklega þeim heimshlutum, sem nú eru kallaðir iðnvæddir. Þær þjóðir sem ekki höfðu tök á að hagnýta sér tækni drógust aftur úr. Af- leiðingarnar eru öllum augljós- ar. öldur iðnbyltingarinnar bár- ust seint til Islands, en þegar þær loks skullu yfir varð snögg gjörbylting á allri þjóðfélags- gerð, atvinnuháttum, búsetu og flestum eða öllum þáttum þjóð- lifsins. Verum viðbúnir örtölvan á eftir að valda svipaðri byltingu og það er eins gottað vera við henni búinn þvi hún er miklu stórstigari og meira hraðfara en fyrirrennari hennar. Þvf er ekki vonum seinna að Alþingi láti málið til sin taka og að gerðar verði ráðstafanir til að hafa áhrif á þróunina öllum til góðs, en ekki láta byltinguna taka völdin og ' ráðskast stjórnlaust um innviði þjóðfélagsins. Þingsályktunar- tillagan sem hér er til umræðu, lætur litið yfir sér og gerir ekki ráð fyrir að leysa neinn vanda annan en þann, að örtölvan komi okkur ekki i opna skjöldu. 1 vandaðri greinargerð sem fylgir segir m.a. að ljóst sé að ennsjáiekki fyrir endann á þró- un i tölvu-og upplýsingasviðinu. Almennt er talið að um sé að ræða þróun, sem er rétt i þann mund að komast á flugstig. Framundan eru þvi mun örari breytingar en orðið hafa til þessa. Breytingar þessar eru taldar verða svo djúpstæðar og míklar að veruleg röskun verði á þeirri þjóðfélagsgerð sem við þekkjum nú. Siðar segir að ljóst sé að mik- illa og skjótra aðgerða sé þörf, ef þjóðfélagið eigi ekki að verða leiksoppur glundroðakenndrar uppbyggingar. Eitt frumskil- yrði þess að rétt verði við brugðist er að almenningur fái glögga hugmynd um tæknina og hið nýja þjóðfélag sem hún mun leiða af sér. Almenn og viðsýn fræðsla um þessi mál virðist þvi meginnauðsyn. Enn sem komið er, er sú takmarkaða kennsla sem fram fer tæknileg i eðli sinu. Hún er snauð af umfjöllun um áhrif tækninnar á þjoð- félagið og ýmsa þá möguleika sem tæknin býður upp á. Lágmarksþekldng naudsynleg Það er siður en svo nokkur ástæða til að óttast örtölvu- byltinguna og þær breytingar sem hún kann að hafa i för með sér, ef henni er tekið með opn- um huga og umfram allt ein- hverri lágmarksþekkingu á þeimsviðum sem röskunin mun verða mest. Ekki kemur til greina að leyfa einstökum aðil- um að ráðskast með lifsafkomu fólks og framtiðarmöguleika i krafti þekkingar og eignarhalds á tölvum og tækjum þeim tengdum. Tölvur og tól munu vinna mörg þau verk sem nú þarf heila og hendur manna til að starfa að. En þetta atriði á ekki að þýða atvinnuleysi fyrir fjölda manna. Það verður að jafna þeirri vinnu sem til fellur og afraksturinn að fara um hendur allra þegna þjóðfélags- ins. Um upplýsingar og þekk- ingarstreymi á að gilda hið sama. Tölvuöld er þegar gengin i garð. Við skulum þvi ekki stara á hana eins og naut á nývirki þegar hún riður yfir af fullum þunga, heldur nýta okkur kosti þá er hún býður upp á og varast ókostina. Þingsályktunartillag- an um þetta efni er fyrsta sporið sem stigið er af framsýnum og ábyrgum aðilum tilað svo megi verða. Óþarft er að gleyma þvi að félagasamtök hafa f jallað nokk- uð um málið á fundum og ráðstefnum, og er það vel, en hins vegar erfyllilega timabært að löggjafarvaldið móti heil- steypta stefnu varðandi þetta viðamikla framtiðarverkefni. Bull og þvaður Við höfum dæmin fyrir okkur um hvemig nýrri tækni er tekið er hún er allt i einu komin inn á gafl og tröllriður um þjóðlifið i algjöru skipulagsleysi, og menn stara á fyrirbærið og vita ekki hvaðan i ósköpunum á sig stendur veðrið. Nærtækasta dæmið er „videóbylgjan”. Um hana hefur verið fjallað i öllum fjölmiðlum af algjöru skilnings- og þekkingarleysi. Menn bulla og þvaðra um tæknina án þess að nálgast nokkru sinni kjarna málsins. Nær eina undan- tekningin er smágrein sem Magnús Bjarnfreðsson lét frá sér fara i' blaði. Hafi einhver annar stunið upp orði af viti á opinberum vettvangi um málið hefur undirritaður ekki rekist á það, og biðst fyrirfram vel- virðingar. Þvælan hefst á þvi að mynd- band (videotape) er skiigreint á snarvitlausan hátt. Þ.e.a.s. að lokað sjónvarpskerfi um þráð en ekki sent út þráðlaust eins og Rikisútvarpið gerir er kallað video. í skjóli þessa eru settar upp fjöldi sjónvarpsstöðva víða um land. Menn ugga ekki að sér og virðast halda að hér sé á ferðinni nýtt tækniundur og að ekkert sé sjálfsagðara en að koma sér upp nokkrum tugum útvarpsstjóra. Með þessu uppátæki er f jöldi laga þverbrotinn, en fáfræðin er afsökun þess að ekki er gripið i taumana. Gömul tækni, en ný hér Lokað sjónvarpskerfi er ára- tuga gamalt. Úti i heimi eru margar sjónvarpsstöðvar sem senda ekki út á annan hátt. Þeir sem vilja gerast áskrifendur að dagskrá þeirra og greiða fyrir. Hér um árið var sjónvarpsstöð- inni á Keflavikurflugvelli ekki lokað á annan hátt en þann að hætt var að senda út i loftið en þráðkerfi tekið upp i staðinn. A markaði eru myndbönd með fjölbreyttu efni og getur hver og einn keypt tæki til að spila þau og skoða i eigin sjón- varpstækjum. Þaðeru einnig til tæki til þess að taka upp á myndband það sem hverjum sýnist og skoðað i sjónvarpinu sinu. En þessi tækni veitir eng- um rétt til að koma á fót eigin sjónvarpsstöðvum og fara að stunda fjölmiðlun. Menn hafa lengi átt sina eigin grammifóna og segulbandstæki og getað keypt sér þær plötur og upptökursem þeir vilja tii eigin nota, en fæstum dottið i hug að sú tækjaeign gæfi þeim rétt á að koma á fót eigin útvarps- stöðvum. Þegar það hefur verið gert er ávallt gripið snarlega i taumana. En þegar lokað sjón- varpskerfi er kallað video er skilningsleysið nær algjört. Það er ekki ónýtt að hlusta á vitnisburð tæknimanna sem stundum er verið að draga fram i rikisfjölmiðla þegar þeir eru að útskýra sin sjónarmið nær ávallttæknilegseðlisen blönduð umhyggja fyrir rétti ein- staklingsins til að fá að ráða á hvaða efni hann glápir á skermi si'num. Hin svokölluðu lesendaskrif dagblaðanna enduróma bullið. Spor aftur ábak Hiðsanna er að með þessum samtengdu kerfum, sem verið er að koma upp, er stigið spor aftur á bak hvað varðar val- frelsi einstaklinga. Þeir, sem ánetjast þessum kerfum, fá sér einfaldlega aðra skömmtunar- stjóra jn þá sem fyrir eru. Myndspólur á almennum markaði og tæki tilað sýna þær eru einfaldlega ætlaðar einstak- lingum. Þeir eiga sjálfir að velja sér efni og sýningartfma, en ekki láta aðra gera það fyrir sig einsog nú er gert. Það liggur iaugum uppiað um þetta efni á nákvæmlega saman við og um hljómflutningstæki og plötur. AHt annað er lögleysa og tak- mörkun á valfrelsi einstaklings- ins, hvað sem tæknimenn sem mjög mikilla hagsmuna eiga að gæta, hafa um fyrirbærið að segja Þetta dæmi synir glöggt að við eigum ekki að láta tæknina koma aftan að okkur, heldur reyna að afla okkur lágmarks- þekkingar á henniog nýta okkur hana af skynsamlegu viti. Enn er vitnað til þekkingar- leysis Islendinga, þegar þeir á fyrstu árum aldarinnar deildu um hvort siminn til landsins-ætti að vera um þráð eða loftskeyti og skrýtnar sögur sagðar af viðbrögðum manna.En erfitter' aðkoma auga á annað en að við stöndum i nákvæmlega sönu sporum i dag, árið 1981 eins og langafar okkar, sem héldu að loftskeytin gætu dottið niður úr háalofti og skaðað fé. A Alþingi liggja fyrir frum- vörp um breytingu á útvarps- lögum ogum héraðsútvörp, sem eru góðra gjalda verð, og á ekk- ert að vera þvi til fyrirstöðu að reknar verði fleiri útvarps- og sjónvarpsstöðvar hér á landi en nú er gert, en það verður að halda þessari fjölmiðlun innan einhverra vitrænna marka en láta ekki fávisi og þekkingar- skort ráða ferðinni. Oddur Olafsson 0 ritstjórnarfulltrúi skrifar WmO/á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.