Tíminn - 01.11.1981, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.11.1981, Blaðsíða 14
14 Sunnudagur 1. nóvember 1981 Sunnudagur 1. nóvember 1981 15 tOP of the R0CK ■ Mótuiu's ti iMeuskra aóalverktaka. Kkki er þvi l> rirtæki 1> ;>t i þessu viótali alltof vel... ■ Skemmliklubburiitn Top ol the Koek. L nglingar, allt niður i 15-ltiara, virðast eiga auðvell með að komasl þar inn. /r~T. 41 4 V. TAXt Leigubílastöövarnar a Keíla\ikurflugvelli. Niöinælandi lielgar-limans lullyróir aö hver einasli leigubilstjori seiji doliara a s\örtum markaöi A Miönesheiði/ sunnan Keflavikur, stendur bandarísk herstöð og er mjög umdeild í íslensku þjóðlífi. Það eru farnar mótmælagöngur gegn henni, það er safnað undir- skriftum henni til stuðnings. Hér verður ekkert farið út í þá sálma hvort þessi herstöð er nauðsynleg eður ei, en athyglinni beint að öðru: nefnilega spillingu og hugar- farsmengun sem margir telja að sé runnin frá herstöð- inni og hafi áhrif um öll Suðurnes. Viðmælandi okkar er maður sem starfaði nokkra hríð sem verkamaður hjá Islenskum aöalverktökum á Kef lavíkurf lugvelli en hætti vegna þess að honum likaði stórilla það sem hann upp- lifði, sá og heyrði á Vellinum. Hann kýs að halda nafni sinu leyndu af ástæðum sem við hljótum að virða en frá- sögn hans er jafn áhrifarik eftir sem áður. Hér fer maður sem fyrrum hafði ekkert á móti herstöðinni en fékk sig fullsaddan eftir tiltölulega skamman tíma. Lýsingar hans eru svo sannarlega ófagrar. ■ ,,Ég var verkamaöur hjá Aöal- verktökum,” sagöi hinn naf nlausi viömælandi okkar. „Þaö er óhætt aö segja aö vinnumórallinn sé ekki haröur hjá þvi fyrirtæki og ég þykist geta fullyrt af reynslu aö vinnuafköstin séu um þaö bil helmingi lakari en gerist og geng- ur hja öörum verktakafyrirtækj- um á Islandi. Enda erekkert ver- iö aö flýta sér. Aöalverktakar eru meö samning viö herinn um aö halda Uti svo og svo mörgum verkamönnum og þaö þóttekkert sé aö gera. Þaö kemur fyrir aö allt starf liggur niöri vegna verk- efnaleysis en samt mæta menn i vinnuna eins og ekkert væri. Mér skilst aö Aöalverktakar fái bara i hendur vissa summuog visast er hiln alltof há, þvi þetta fyrirtæki þarf sannarlega ekki aö kosta miklutil.Nálegaiöll tæki eru fengin hjá hernum og vistarverur verka- mannanna eru gamlir braggar frá hernum. Undarleg húsakynni, þessir braggar. Þeir hafa senni- lega veriö reistir einhvern tima á sjötta áratugnum, og þá sem bráöabirgöahiisnæöi handa her- mönnum — nú þykir þetta fullgott fyrir tslendinga. Þetta eru ein- hverjar þrengstu og ótótlegustu vistarverur sem ég hef komist I kynni viö og Aöalverktakar hafa ekki einu sinni haft fyrir þvi aö mála yfir merkingar frá banda- riskahernum.Ég man eftir einum bragga sem á stóö stórumskýrum stöfum: „Air Force Headquart- ers”. Þarna bjuggu islenskir verkamain. Raunar hef ég fyrir sattaö Aöalverktakar hafifengiö ótal undanþágur frá verkalýösfé- laginu vegna aöbúnaöar starfs- fóiksins. Fyrir utan tslenska aöalverk- taka og þaö dularfulla fyrirtæki Keflavikurverktaka — en þessi fyrirtæki eru reyndar nær ein- göngu kölluö sinum ensku nöfnum áVellinum.PrimeContractors og KeflavikContractors — þá vinnur fjöldi tslendinga beint hjá hern- um. Og þessir tslendingar eru helst I skitastörfunum.þeim allra lægstu.Þeir sjá um sorphirðingu, skúringar, afgreiöslu i aöskiljan- legum verslunum og bowlingsöl- um, og þeir sjá um aö setja bjór- dósiri sjálfsalana. Svo nokkuð sé nefnt. Siöan er slökkviliöið auö- vitaö sér fyrirbæri út af fyrir sig, einsog deild Ur amefiska hernum og ætiö i best pússuöu skónum á Vellinum. Ég skal vikja betur aö þvi siðar, en þessir tslendingar sem vinna þarna —■ bæöi þeirsem eru hjá Aðalverktökum og hinir sem eru hjá hemum sjálfir — eru farnir að draga mikinn dám af Bandarikjamönnunum, og fer vaxandi. Meö góöum vilja mætti segja aö þessir tslendingar séu orðnir Kanar. Svartur mark- aður og smygl En fyrst ætla ég að segja þér frá spillingunni sem þrifst þarna. Hvaö gerist til aö mynda ef is- lenskir verkamenn ætla aö fara út aö skemmta sér þama á Vellin- um. Þar er aö segja fara á ein- hvern klúbbinn, til dæmis Top of the Rock. Þar er auövitað aðeins verslaö i dollurum en þaö er hæg- ur vandi aö Utvega sér þá. A Vell- inum eru tværleigubilastöövar og ég veit ekki um nokkurn einasta leigubflstjóra semekkiselur doll- ara. Þeir komast náttúrlega yfir þessa dollara með löglegum hætti meö þvi aö keyra Bandarikja- menn, en eins og viö var aö búast kemur engum þeirra til hugar aö skila erlenda gjaldeyrinum i banka, eins og lög gera þó ráð fyrir. Þaö er reyndar ódýrara, fyrir Bandarikjamenn en tslend- inga að feröast meö þessum leigubilum en þaö er önnur saga. Alla vega, þá eiga leigubilstjör- arnir alltaf nög af dollurum, og eru til iaö seljahverjum sem er.. En auðvitað selja þeir á okur- veröi. Hver dollari kostar núna ellefu krónur og þvi græða leigu- bilstjoramir þrjár til f jórar krón- ur á hverjum og einum. Þaö er al- gengast að menn kaupi aö minnsta kosti hundraö dollara i einu svo grööi bilstjórans af hverjum viöskiptum skiþtir hundruðum króna. Og sifellt er næg eftirspurn, þarna inni á Vell- inum kemst maöur ekki langt án þess að hafa dollara. Svo kemur smyglið. Þaö smygla allir sem vettlingi geta valdið á Keflavikurflugvelli: sigarettum, brennivini, bjór og yfirleitt Öllu þvi sem hægt er að fá. Bjórinn er aö sjálfsögöu mjög vinsæll en sigaretturnar ekki sfð-1 ur.vegna þessaö pakkinn afsiga- rettum kostar ekki nema 60 sent — mundi það ekki vera svona fjórar til fimm krónur? Yfirleitt er lítill vandi aö smygla vörum út af Vellinum, bara meö þvi aö stinga þeim upp i bil og keyra svo burt. Þaö fer mikill fjöldi bila um hliöiö á hverjum degi og ekki leit- aö nema i einstaka. En þegar mikiö liggur við er gripiö til flóknari aðferöa. Ein sd vinsæl- asta er að setja smyglvarninginn — til dæmis bjórkassana — i ferðatösku og f a sér siðan sæti i flugstöðinni þar sem farþegar eiga leiöum. Þegar fhigvél kem- ur að utan og farþegamir eru komnir i' gegnum tollskoðunina þá er f eröatöskunni stungið upp i rútuna sem flytur farþegana til Reykjavikur og á Loftleiöahótel- inu er svo náö i töskuna — og smyglvarninginn. Þaö er aldrei, aö mér vitanlega leitaö i farþega- rútunum frá flugstööinni og raun- ar er ekki leitaö nema örsjaldan i starfsmannardtunum heldur. Það kemur þó fyrir og þvi þykir þessi aöferö, sem ég nefndi, öruggari. Skotið á fíkni- efnasala! Bjórinn er auövelt aö fá. Hann er seldur i sjálfsölum sem eru hvarvetna á Vellinum.flestir inni á göngum blokkanna sem Kan- amir búa i. Þangaö smeygir maöur sér meðan Kanarnir eru útiaö vinna, og getur fengiö eins mikinn bjór og fjárráö og sjálf- salinn leyfa. Eða þá aö maður biöur bandariskan hermann um að kaupa fyrir sig tiltekiö magn af bjór og borgar þeim eitthvað i staöinn. Þeir fara ekki fram á mikiö.gera sigánægöa meö næst- um hvaöa smotteri sem er, enda hafá þeir afspyrnulélegt kaup — aðeins tvö hundruö dollara á mánuöi, eða svo. Fyrir utan smygl af þessu tagi er mjög mikið um alls konar af- brot á Vellinum, flest aö visu I smáum stil. Þaö er öllu steini létt- ara stolið frá hernum og þykir sjálfsagt. Muna menn ekki eftir dekkjamálinu sem komst upp um fyrir nokkrum árum, af þeirri ástæöu einni að þjófarnir voru óvenju biræfnir? Fyrir skömmu kost svo upp um þjófaflokk ung- linga sem braust inn i birgöa- geymslur hersins á Vellinum og stal brennivini sem siöan var selt á svörtum markaði niöri iKefla- vik. Og vændi — jú, þaö þekkist alveg áreiöanlega. Það eru marg- arstúlkursem eru þekktar um öll Suöurnes sem sérstakir áhuga- mam um Kanann og klúbbana hans — þaö erenginn vafiá þvi aö flestar þeirra vinna sér inn auka- pening, jafnframt þvi að fá brenniviniö fritt. Þetta eru konur á öllum aldri, frá sextán ára og upp i fertugt, en þá ganga þær varla mikiö lengur. Sumar þeirra eru óneitanlega orðnar töluvert skjúskaðar,en þaö erekki blakað viö þeim. Lögreglan gerir ekki neitt. Þaö segirsig auövitaö sjálft að þar sem þrjú þúsund karlmenn eru samankomnir og flestir á lausum kili er mjög hætt við aö vændi skjóti upp kollinum. Það veröur aldrei útilokað aögerlega aö tslendingar komist inn á Völl- inn.Og hermennimir viröast geta keypt sér þaö sex sem þeir vilja. Um þetta mál rikir eins konar samsæri þagnarinnar á Suöur- nesjum, það vita allir af þessu en þegar á reynir vill enginn viö það kannast. Það bendir aö minnsta kosti til þess aö menn skammist sin fyrir þetta. Þú spyrö um fikniefni. Aö sjálf- sögöu eru ffkniefni á Keflavfkur- flugvelli. Fikniefnaneysla er mjög algeng i bandarfska hern- um, þaö er löngu sannaö mál, og ég sá einhverjar tölur sem sýndu að minnsta kosti f jörutiu prósent bandariska setuliðsins i Vestur- Þýskalandi neytti fikniefna. Væntanlega er hlutfalliö svipaö hér — það þýöir um það bil tólf hundruö hermenn af þrjú þúsund. Og í Vikurblaöinu í Keflavik var fyrir skömmu viötal viö fikni- efnalögreglumanninn á staönum og hann spurður hvers vegna Keflavik væri eini staöurinn á landinu þar sem þörf væri á sér- stakri ffkniefnalögreglu, utan Reykjavfkur. Hann sagöi hrein- skilnislega að það væri vegna nálægöarinnar við herstööina. Bandarisku hermennirnir fara aftur á móti eins leynt og þeir frekast geta meö fikniefnaneyslu sina ,hér er fyrst og fremst um aö ræöa márjfjúana þó eflaust finnist sterkari efni einnig á Vdlinum. Ég veit ekki til þess að Kanarnir smygli eiturlyfjum út fyrir Völl- inn en hins vegar er altalaö aö tslendingar komi með þessi efni inn. Þaö færist stundum harka I þann bransa og fyrir nokkru var skotiö á íslenskan fikniefnasala á Vellinum. Skotiö kom úr bfl en það er ekki vitaö hver var aö verki. Alla vega hitti hann ekki en fikniefnasalinn mun nú vera i fel- um í Reykjavík. Þetta heyröi ég frá svo mörgum aöilum þarna á Vellinum aö ég trúi ekki ööru en að þetta sé satt — þó það hljómi ótrúlega. Klám á ösku- haugunum ••• A ég aö segja þér frá klúbbun- um sem þarna eru? Þeir eru sex eöa sjö: Top of the Rock, Viking offiséra-klúbburinn, CPO, NCO, Windbreaker (sic) og kannski einhverjir fleiri. Það sem kom mér mest á óvart þegar ég byrjaði aö vinna þarna var aö það eru tslendingar sem starfrækja þessa klúbba og reka þá, að minnsta kosti flesta. Þaö er ekki ætlast til þess að tslendingar séu þar inni en iraun er enginn vandi að komast þangaö inn. Segjum maður ætli i'Top of the Rock. Þá biður maöur bara fyrir utan þar tíl amerískur hermaður kemur aðvifandi og á leiö f klúbbinn. Maðurspyr hann hvorthann vilji vera ábyrgöarmaður manns, eöa „sponsor” og i nær öllum tilvik- um fellst hann á þaö. Við dyrnar er vörður sem rannsakar nákvæmlega skilriki Bandarikja- mannsins en tslendingnum nægir vegabréf eða ökuskirteini og svo Vallarpassi. Eftir aö maður hefur komið nokkrum sinnum fara verðimir að venjast manni og manni er hleypt inn athuga- semdalaust. Og þarna inni er eins og íLitlu-Ameriku. Strax og kom- ið er inn tJasir við lftill Fiiippsey- ingur sem býr meö fjölskyldu sinni fsmákompu og rekur þarna sjoppu sem er sú eina á Vellinum sem svipar til íslenskrar sjoppu. A klúbbunum eru seldar allar tegundir af bjór, tslendingar kaupa náttúrlega aöeins þann ssterkasta Carlsberg eða Heine- ken, sem kostar 90 cent, en ame- riski bjórinn kostar 60 sent. Þarna eru lika um þaö bil tuttugu spilakassar — svokallaöir „ein- hentir ræningjar” — sem taka upp undir 25 sent í einu og eru mikiö stundaöir af miöaldra kon- um sem koma úr Keflavík og raunar af öllum Suðurnesjunum. Ég veit til þess að pomó-sýningar eru í offfsera-klúbbnum á mið- vikudögum — sjálfur sá ég þessar kvikmyndir aldrei en ég veit að þær eru ansi ruddalegar. Annars er þaö staðreynd aö ef tslendinga vantar klám, þá fara þeir á öskuhaugana! Bandarikja- mennimir eru mjög hrifnir af blööum eins og Playboy, Pent- house, Hustler og öörum sem eru mun svæsnari, og ednu sirmi i mánuði er skammturinn af þessu endurnýjaður og þvigamla fleygt á haugana. Haugarnir eru reynd- ar mjög vinsælir meðal tslendinga og þaö þykir mikil bú- bót aö komast i rusliö sem Kan- arnir henda. Sögur ganga um aö einhver hafi fundið splunkunýjan plötuspilara af ffnustu gerð og annaö i þeim dúr. Svona há- stemmdar eru þjóðsögurnar sem mjTidast á Keflavikurflugvelli! Ég held aö þetta séu mestan part ýkjur en einu sinni var ég vitni að þvf aö Kaninn ætlaöi aö henda á aö giska þrjáti'u samfestingum. Þeir voru útataöir í oliu og gauö- rifnir en tslendingur sem þarna var nærstaddur máttiekki tfl þess vita að þessu yrði fleygt. Hann hljóp til Kanans og grátbaö og nauðaði þangaö til hann fékk druslurnar. Nú geymir hann sjálfsagt þrjátíusamfestinga inni iskáp og er harla glaöur meö sitt hlutskipti. Svona er mórallinn þarna. Það eru engin takmörk fyrir þvi hvað menn eru tilbúnir aö leggjast lágt. Frá þvi eru sem betur fer undantekningar en meirihlutinn á varla nokkurt stolt i sálinni. Þeir eru svo djúpt sokknir að allt er nógu gott fyrir þá. En ég ætla að tala betur um þessa hugarfarsmengun siöar. Sextán ára stúlkur selja sig Ég var nefnilega aö ræöa um klúbbana. Þessar reglur um inn- göngu sem ég nefndi áöan gilda aöeins á kvöldin, i hádeginu er hverjum sem er frjálst að fara þarna inn. Þá fara margir verka- mennimir og fá sér nokkra bjóra. Eöa þá aö menn lita ekki lengur viö fiski i' matsalnum og fara heldur og fá sér ostborgara i klúbbnum. Skola honum niöur meö „milk-shake”! A föstudög- um erástandið sérstaklega slæmt enþá leggst vinna niöur hjá Aðal- verktökum á hádegiog allirfara i klúbbinn.Sitja þar ogdrekka þar til svona klukkan fjögur aö lög- reglan kemur og hreinsar út. Svo rekst maöur á hverjum degi á einhverja utanaðkomandi: fólk úr Reykjavik, sjómenn úr Keflavik eða hreinlega aðvífandi rónar. ADir jafn sælir. Á Top of the Rock er lika sérstakur hópur Islend- inga sem er oröinn nákvæmlega eins og Kaninn til orös og æðis. Þessir menn eru mjög stutt- klipptir, þeir ganga i grænum hermannafötum og eru með her- mannabússur á fótum: þeir þykjast i raun og sannleika vera i hernum. Svo sitja þeir þarna og éta hamborgarana sina, ár og sfð. Þeir eru svoddan „buddies” að lögreglan snertir aldrei á þeim þótt hún hreinsi út. Þessir menn vinna kannski sem bifvélavirkjar á vegum hersins, iönaðarmenn, skrifstofumenn, lagermenn og svo framvegis. Og hvunndags ganga þeir i gulköflóttum siöbux- um, að hætti erki-Kana. Ég minntist á sextán ára stúlk- ur sem selja sig. En það er lika nóg af strákum sem stunda bar- ina — þetta er eitt mesta sport unglinga i Keflavik.Njarðvik, og viðar. Það er enginn vandi fyrir þessa krakka aö komast inn um hliðiö — stúlkurnar geta til aö mynda sagst vera að hitta tiltekna hermenn og ef þeir taka undir það er ekkert hægt aö stugga við þeim — en þaö eru lika fleiri löiöir inn en um aöalhliöiö. Þær leiöir eru ekki vaktaöar nema með höppum og glöppum og yfirleitt varö ég ekki var viö annað en aö leikur einn væri aö komast inn — fyrir þá sem þaö vildu. Ndckrum sinnum varö ég vitni aö þvi að lögreglan geröi rassiu á klúbbunum rétt fyrir lok- unog smalaöi burt öllum ungling- um undir lögaldri en þetta var sjaldan gert og megnaði engan veginn aö koma i veg fyrir ásóknina. Viöhorf Islendinganna þarna til hersins er nær hundrað prósent jákvætt. Enda eru þeir orðnir svo háöir Kananum aö þeir geta ekki án hans veriö. Á ég aö nefna þér enn eitt dæmi? A Vellinum eru tvö fyrirtæki sem sjá um flutn- inga. Þessi fyrirtæki eru i eigu tslendinga og reka nokkra vöru- bila hvort. Gott og blessaö, þvi alltaf eru hermenn aö koma og fara og þá þarf að flytja búslóðir þeirra. En máliö er bara aö her- inn á fjölda af vörubilum sjálfur svo þessi fyrirtæki eru i reynd gersamlega óþörf. Þetta er eittaf þvi sem Kaninn „gefur” tslend- ingum, og svona er um fleira. Dagblaöið sagöi um daginn aö skoöanakönnun hefði upplýst aö sjötiuogfimm prósent tslendinga vildu láta Kanann borga fyrir nýju flugstööina og þótti mikið, en ég get fullyrt aö þarna suöur á Velli er hver einastikjaftur þessu fylgjandi. Menn vilja aö herinn borgihvað semer. Um aö gera aö græöa á hernum. Og þaö dettur engum f hug aö skammast sin fyrir þessi viöhorf, þau eru sett fram umhugsunarlaust. Sama gildir um smygliö og allt sem þvi fylgir. Engum viröist detta í hug að þaö sé neittrangt viö þetta, og lögreglan gerir heldur ekki neitt. Þó er nóg af lögreglum á Vellin- um — ein fyrir flugherinn, ein fyrir sjóherinn, ein fyrir land- gönguliöið og loks islenska lög- reglan. Liggur viö aö annar hver bill á Vellinum sé merktur ein- hverri lögreglunni. Svo eitthvaö eru þeir aö passa, en þaö er varla þessi spilling sem þarna þrifst. Allt íslenskt er púkalegt! Sjáöutil.ég veitaö sjaldnast er um stórglæpi aö ræða. Þaö sem fór i'taugamar á mér var hversu þetta var allt saman lágkúrulegt. tslendingar sem liggja eins og út- spýtt hundskinn fyrir fótum Kan- anna en reyna svo aö svindla á honum undir eins og hann litur undan. Þaö leggst lágt fyrir marga þarna. Þaö sem mér þótti þó var tilfinningin til hersins. Ég talaöi einu sinni viö tvo átján ara stráka sem áttu sér þann draum æöstan að flytjast til Ameriku og helst aö komast i herinn! Ég varö furöu- lostinn, ekki sist af þvi aö sá her sem þeir hafa fyrir augunum er ekki beinlfnis félegur! En ég vik að þvf siðar, nú vil ég segja þér frá hugarfarsmenguninni. Ég sagði áðan aö þaö væri eins og sumir tslendingamir þarna væru orðnir Amerikanar. Þaö er þvi miöur alveg satt. Hugsunar- hátturinn hjá fjarskalega mörg- um er aö allt íslenskt sé púkalegt og ekki oröum að eyöandi. Sumir rosknu verkamannanna á Vellin- um hafa ekki komiö til Reykja- víkur í fjöldamörg ár — sjálfsagt ekkert viö þaö aö athuga — en þeir eru steinhættir aö fylgasttil dæmistmeð isiensku menningar- lifi, vita varla hvaö er aö gerast. Aftur á móti fylgjast þeir — og fleiri, ekki sfst unglingar — þvi betur m eð bandariskri m enningu, ef menning er rétta orðiö. Amerisk blöö, ameriskar bækur ogalltaflægri sortinni. Þaö þykir' flott. Ég getlika nefntminni hátt- ar eins og vissa gerö af jökkum sem er mjög vinsæl meðal Islend- inga á Vellinum og á Suöurnesj- um. Þetta eru ljótir jakkar, finnst mér.en aftan á þeim er mynd af tigrisdýri og þar yfir stendur: „Keflavik Iceland”. Þeir sem vilja teljast töffarar ganga i svona jökkum, hvers vegna veit ég ekki. En þaö er reyndar mjög algengt aö tsland sé kallaö „Ice- land” af tslendingunum þarna. Þeir sletta aisku, eða réttara sagt amerlsku, miskunnarlaust. Og smáatriöi eins og þaö.aö skilti utan á trésmiöaverkstæði er ritað á ensku, fór mjög i taugarnar á mér. Hvers vegna? Eigandinn er islenskur og flestir viöskiptavin- irnir sömuleiðis. En það er likt eftirKananum á allan hugsanleg- an hátt Þessu fólki verður enn heitt í hamsi þegar minnst er á Kanasjónvarpiö. Þvi finnst það hafa verið hin mesta sviviröa er sú sjónvarpsstöö var takmörkuö viö Bandarikjamennina eina. En aö visu bæta þeir sér það upp meö einhverju óhuggulegasta videói á landinu. t Njarðvikum er mér sagt aö Vélsagarmorðinginn i Texas sé sýndur i barnatimum klukkan sex...! En þaö eru nú vist dálitlar ýkjur. Mér fannst þessi dýrkun fólks á öllu þvi sem ameriskter sérstak- lega furöulegt fyrir þá sök aö, eins og ég drap á áöan, þaö eru ekki beint hinir göfugustu þættir úr bandariskri menningu sem maöur haföi fyrir augunum. Meö viröingu, þaö var stundum ömur- legt aö fylgjast með hermönnun- um. Það er oft sagt að eftir aö herskylda var afnumin i Bandarikjunum séu það ekki sfst þeirsem litla framavon eiga ann- arsstaöar sem sækja i herinn — sem sé þeir sem ekki duga til ann- ars og eftir aö hafa unniö þarna ber ég ekki mikla virðingu fyrir bandariska hernum. Það voru ekki þessir menn sem stigu á land iNormandi! Þeireru helstiskúr- ingum og þvi' að pressa únlform liÖ6foringjanna, stundum mátti oft á dag sjá óbreytta dáta á hlaupum meö úniform yfirmanna sinna. Kvennaraunir hermannanna Hermennimir eru reyndar nær allir sáróánægöir meö að vera settir hér niöur. Margir sögöu mér aö Keflavík væri óvinsælasta og versta herstöðalls bandariska hersins: þeir vildu miklu heldur veraá Okinawa eða Filipseyjum. Ástæöuna sagöi mér einn sem hefur áöur verið á Filipseyjum. Þar væri önnur hver kona mella. Svona tita þeir á málin. Hérna fá þeir ekki nóg! Þá sagöi mér ann- ar aö á námsskeiði sem haldið væri fyrir nýkomna hermenn um tsland væri þeir sérstaklega var- aöir við aö lenda i of miklum samræöum viö tslendingana — þorri tslendinga væri nefnilega á móti hersetunni og þeir kynnu ýmisleg hættuleg rök sem ekki væri vert að reyna að svara. Al- gengt sjónarmiö bæöi þeirra og tslendinganna sem vinna þama er: „Viltu heldur að Rússarnir komi?” Þeir trúa þvi statt og stöðugt aö það muni gerast ef herinn fer. Svo þeir eru sem sagt dálitiö á varðbergi gagnvart tslendingum. Þeir hafa leyfi til aö fara i bæinn ef þeir eru komnir inn á vissum tima og margir þeirra skreppa inn tfl Keflavi'kur en fáir leggja I að fara til Reykjavi'kur. Þeir álita að Reykvilcingar séu þeim upp til hópa andsnúnir og kvarta mikið undan áreitni, einkum á skemmtistöðum. Þar eru þeir sakaðir um að ræna tslendinga kvenfóiki og þeir eru þráfaldlega spurðir um Vietnem-striöiö, jafn- vel þótt aöeins sé’ um að ræöa átján nitján ára strákpolla sem meö engu móti gætu hafa tekiö þátti' þeirri styrjöld. „Did you do any baby-killing?” eru þeir spuröirsiog æ og það fer mjög i taugarnar á þeim. Hitt er annaö mál aö ég varö ekki var viö annað enaðþeir væru allir tilbúnir til aö taka þátt i hvaöa striöi sem væri og gera hvaðeina sem þeim væri skipað að gera... Annaö sem þeir hafa á móti Reykjavik er aðþar rekast þeir á fyrirbæri sem þeir botna ekki i: það er að segja kvenfólk sem vill ekkert með þá hafa. Stolt kven- fólk — þeir skilja þaö ekki! Þeir, sem eru ómótstæöilegir! Einu sinni, þaö var áöur en ég byrjaöi aö vinna á Vellinum, hitti ég tvo Kana á Hótel Borg og þeir buöu mér gull og græna skóga ef ég gæti útvegaö þeim kvenfólk. Þetta held ég aö sé algengt. Og þráttfyriralltsýnistméraö þeim gangi ágætlega i aö ná sér i kon- ur, aö minnsta kosti á Suðurnesj- um. Voru ekki birtartölurum það fyrir ekki löngu aö bandariskur hermaður og islensk stúlka gengju aö meöaltali einu sinni I viku i þaö heilaga? Nú eru þaö flugliöarnir á AWACS-vélunum sem ganga greiöast út, þaö er borin takmarkalaus viröing fyrir þeim — bæöi af tslendingum og öðrum Bandarikjamönnum! Landgönguliöareru lika Imiklum metum, ekki sisthjá sjálfum sér! Já.égerhætturaö vinna á Vell- inum. Ég gat þaö ekki lengur.” Og viömælandi minn hvarf nafn- laus á brott. — U-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.