Tíminn - 01.11.1981, Blaðsíða 22

Tíminn - 01.11.1981, Blaðsíða 22
Sunnudagur 1. nóvember 1981 ■ Er Anwar el-Sadat, forseti Egyptalands, haföi veriö myrtur fyrir skömmu lögöu ráögjafar Reagans Bandarikjaforseta, mjög hart aö honum að fara ekki til jarðarfararinnar af öryggis- ástæöum. Reagan féllst á sjónar- mið þeirra og ekki var heldur taliö öruggt aö senda George Bush, varaforseta. bá var komið upp mikiö vandamál: Hvernig mátti með sem viröulegustum hætti votta hinum látna þjóðar- leiötoga aðdáun og þakklæti Bandarikjanna. Einhver fékk hugmynd: Nixonog Carter, fyrr- verandi forsetar höföu báöirlátið iljósósk um aö fá aöfylgja Sadat til grafar, og þvi ekki aö senda þriöja fyrrverandi forsetann, Ford, með þeim? Þrir fyrrver- andi forsetar, það yröi sjón aö sjá! Haft var samband við Ford, hann samþykkti eins og skot, og málið var leyst. Það var reyndar mikið og erfitt verk að velja boðsgesti i flugvél forsetans, SAM 26000 (Ath. Air Force One er notaö um hverjaþá flugvél sem inniheldur forseta Bandarikjanna, en oftast er i raun um að ræöa SAM 26000). 1 þessari sömu flugvél, Boeing 707, hafði Lyndon Johnson svarið em- bættiseiö sinn, og lik John F. Kennedys haföi veriö flutt i henni frá Dallas til Washington. Nú barst fjöldi óska um aö fá að vera með og ein ósk sem taka varð til greina kom frá smábænum Plains i' Georgiu: frá Rosalynn „Forsctarnlr högnðn sér vel” — Nixon, Ford og Carter í sviðsljósinu við jarðarför Sadats Carter. Ekki hafði verið ætlunin að eiginkonur forsetanna þriggja væru meö i förinni en Rosalynn þótti svo til um Sadat að Carter- hjónin kváöust fara til Kairó upp á sitt eindæmi ef ekki fengist plássfyrir Rosalynn i vélinni. Þvi var eitt sæti frátekið fyrir hana. Annað fyrir Sam Brown 14 ára gutta frá þorpi i Suður-Karóli'nu, en hann hafðiskrifaö Sadat hjart- næmt bréf nokkru áður og hafði egypski forsetinn sýnt þvi' mikla athygli. Sam Brovvn, 14 ára Hinn opinberi leiðtogi sendi- nefndar Bandarikjanna við jarðarförina var utanrikisráö- herrann Alexander Haig, svo hann fékk „forseta-svituna” i vél- inni. Mörgum þótti kaldhæðnis- legt að tveimur klefum fyrir aftan Haig var Henry Kissinger stað- settur, en fyrir ekki mörgum árum hafði Haig verið minni- háttar aðstoðarmaður Kissingers utanrikisráðherra. Skjótt skiptast veður ilofti, sögðu menn og hristu höfuðiö. 1 næsta klefa fyrir aftan Haig var starfsl® þotunnar en siðan voru forsetarnir þrír i sérstökum klefa. 1 þeim klefa voru átta sæti kringum tvö borð — við annað boröið sátu Nixon og Fordhlið við hlið og Kissinger og Caspar Wein- berger, varnarmálaráöherra, á móti þeim, en við hitt borðið sátu Carter-hjónin og Ashraf Ghorbal, sendiherra Egyptalands i Washington, ásamt eiginkonu sinni. 1 þeim sætum sem eftir voru i flugvélinni voru diplómat- ar, þingmenn og herforingjar — og Sam Brown 14 ára. Forsetarnir þrir hittust fyrst siðla á fimmtudagskvöldi en þá lentu þeiralliriWashington á ná- kvæmlega sama tima. Þeir voru siðan fluttir i þyrlu til Hvi'ta húss- ins þar sem þeir áttu stuttar viö- ræður viö Reagan forseta og hlýddu á ræðu hans um Sadat. „Einhver besta ræöa sem ég hef nokkurn ti'ma heyrt”, sagði Ger- ald.Ford, en ræðuna hafði Reagan sjálfur sett saman úr gögnum sem samstarfsmenn hans höfðu undirbúið. Eftir ræðuhöldin var forsetunum þremur smalaö út i aöra þyrlu sem flytja skyldi þá til Andrews-herflugvallarins. Það rikti vandræöaleg þögn milli þre- menninganna en sem þeir hófu sig upp frá Hvita húsinu gerði Richard Nixon tilraun til að brjóta isinn: ,,Mér Ukaði alltaf heldur vel að búa i þessu húsi. Hvað fannst ykkur?” Andrúms- loftið fór aðeins aö léttast. ís handa Ford, vindlar handa Nixon A meðan þessu fór fram var smiðshöggið rekið á undirbúning- inn um borö i SAM 26000. Yfir- brytinn, sem veriö hafði lengi i starfi sinu, reyndi að gera öllum forsetunum til hæfis. Hann mundi að Ford hafði mikla ást á sér- stakri tegund af is, pantaði snimmendis mikið magn af þeirri tegund—mundi lika að Nixon reykti helst ekki aðra vindla en Don Diego, þeim var komið fyrir hjá borði hans. Til að fullkomna þetta gróf hann upp gamla eld- spýtnastokka með nöfnum forset- anna og setti á borðin. t sætum þeirra voru ýmsar skýrslur — um jaröarförina og um hugsanlegar afleiðingar morösins á Sadat. Nú komu forsetarnir og aörir boðsgestir á vettvangog þotan fór i loftið. Úr sætum sinum skimuðu Charles Percy, öldungadeildar- þingmaöur frá Illinois og Sol Linowitz, fyrrum sendimaður Carters i Miöausturlöndum,yfir á borð forsetanna. Þeir tóku eftir þvi' að kuldi virtist rikja milli Fords og Carters, einnig milli Nixons og Fords, en þeir virtust staðráðnir i að njóta þessarar ferðar. Allt i einu fór Carter úr jakkanum, fór i peysu, Ford sprangaði um á skyrtunni en Nixon hélt kyrru fyrir i bláum jakkafötum sinum. Ljósmyndar- ar Hvíta hússins hóíu aö taka af þeim myndir. Nixon reyndi aö bregða á glens: „Þeir vilja ekki láta mynda sig með mér1'. En þeir reyndust ekkert hafa á móti þvi. Teknar voru myndir af for- setunum þremur i vinsamlegum sam ræðum. Fulltrúadeilda rþing- mennirnir Clement Zablocki og William Broomfield komu og báðu um eiginhandaráritanir þeirra. Nixon var um sig Rosalynn fór vltt og breitt og tók i hendurnar á öllum sem hún þekkti. Nixon var sérlega kurteis við hana en annars virtist hann var um sig er hann gekk upp og niðurganga flugvélarinnar. Hann leit vandlega I kringum sig óg var ekkert nema vinsamlegheitin ef einhver tók augnaráði hans vel en honum var umhugað um að þröngva sérekkiuppá neinn. Bak við varkárnina var hann samt greinilega iessinu sinu. Hann var kominn aftur i hringiðuna, inn að miðdepli valdsins, og hann naut þess sýnilega mjög. Sumir gest- anna voru fullir fyrirlitningar á gleöi hans, en aðrir reyndu að vera skilningsri'kir. Hann hafði sagt af sér með skömm — hinum tveimur höföu kjósendur hafnað, hver var munurinn? Og hvimáttu þeir ekki gleöjast i nokkra klukkutima? Þeir glöddust allir. Fljótlega fóru þeir að kalla hver annan Dick, Jerry og Jimmy — i fyrsta sinn, sagði Jimmy Carter. Nixon fékk sér martini, kannski tvo, og át hnetur látlaust. Ford fékk sér i pipu. Þeir skiptust á sögum um Sadat og sorg þeirra vegna morðsins var sönn og einlæg. Siöan fóru þeir að ræða sölu á AWACS-flugvélum til Sádi-Arabiu. Allir reyndust fylgj- andi sölunni og kváðu fast að. Skyndilega birtist Alexander Haig og dró Kissinger á eintal. Hann haföi þá fengið skeyti frá bandariska sendiráðinu i' Jidda, Sádi-Arabiu, þar sem spurt var hvort sendiráðið ætti að bjóða Nixon til kvöldverðar. Guð minn góður, spurði Haig, er Nixon að fara til Sádi-Arabiu? Kissinger féllst á að athuga málið en Nixon yppti bara öxlum. Það væri ekki vist, sagöi hann. Hann hafði fengið heimboö til nokkurra landa i Miðausturlöndum en var ekki viss um hvort hann kæmist til Sádi-Arabiu. Gamlirefurinn Tricky Dick Það varð raunar fljótlega ljóst hver var miðdepillinn i flugvél- inni: Enginn annar en gamli ref- urinn Richard Milhous Nixon. Hinir tveir forsetarnir höföu sýni- lega mikinn áhuga á honum, og Carter gekk mjög illa að hemja forvitni sína. Þeir töluðu lengi saman, um Kina og um ýmsa af toppunum i Washington. „Þar hafa stór orð verið látin falla,” sagði einhver með glott á vör. Einnig ræddu þeir um sameig- inleg áhugamál sin, til að mynda bókasöfnin sem oft eru reist i minningu fyrrverandi forseta. Nixon og Ford höfðu þegar fengið sin bókasöfn en bókasafn Carters er enn órisið. Þeir töluðu um rit- störf sin og um það hvernig væri að vera fýrrverandi forseti. „Hel- viti gott, ” var niðurstaðan. Eftir þvi sem á leið varð hlýrra á milli þeirra. Allir virtust jafnánægðir með að vera i sviösljósinu á nýjan leik. Rœalynn Carter hvislaði aö einhverjum að hún væri stein- hissa á hvað Nixon sýndist vera indæll maður. Henry Kissinger lýsti því yfir að það væri mikil synd aö Gerald Ford skyldi ekki hafa veriö endurkjörinn. Sol Linowitz þorði varla að láta eftir sér að dotta, hann gæti misst af einhverju. Sumir gestanna ræddu um hvort ekki væri æskilegt að for- setarnirþrir kæmu saman svona einu sinni i mánuöi, gengju jafn- vel á fund Reagans og spjölluðu fram á nótt. Þama undir þessum sérstöku kringumstæöum gátu þeirverið eöliiegir og hreinskiptir hver við annan — er fluginu lyki yrðu þeir aftur varir um sig. ,, Þið eruð s vei mér beiniribaki” Ford ræddi stjórnmál i Michi- ‘gan viö Broomfield. Nixœi ræddi heimsmálin i viöu samhengi við Charles Percy, öldungadeildar- þingmann. Þeir ræddu um NATO og voru sammála um að styrkja þyrfti bandalagið, um Japan og voru sammála um að styrkja þyrfti varnir þar, og um Palest- inuvandamálið og voru sammála um að þaö skipti höfuðmáli i lausn deilunnar fyrir botni Miö- jarðarhafs. Allt i einu greip Nixon hönd Percy og sýndi viðstöddum hann: „Chuck Percy hefur alltaf stutt forsetann.” Að visu virtist hann vera búinn að gleyma hat- römmum deilum þeirra i milli, en Ford tók undir þetta. Kissinger leið vel. Forsetarnir höguðu sér vel og sögðu allir réttu hlutina, hugsaði hann. Þar kom að talið barst að ör- yggisgæslu við jaröarförina. Einn maður viðurkenndi að í fyrsta sinn hefði fjölskylda hans lagst gegn þvi að hann færi i opinbera sendiför. Forsetarnir þrir höföu allir fengið skotheld vesti en svo var ekki um alla aðra. Daginn sem jarðarförin fór fram klifraði Charles Percy inn i bil þar sem forsetarnir þrir sátu teinréttir eins og mörgæsir. „Þið eruð svei mér beinir i baki,” sagði hann furðu lostinn. „Hvar er vestið þitt?” spurði einhver hann. Allt i einuuppgötvaðihann að hann var varnarlaus fyrir kúlum tilræðis- manna. „Leyfið mér að sitja fýrir aftan ykkur,” sagði hann, skelf- ingu lostinn. Loksins nennti einhver aðhlusta En núerfarið of fljótt yfir sögu. Eftir að SAM 26000 hafði millilent á Spáni og tekið eldsneyti fór aö- eins að þyngjast róðurinn i vin- samlegum samskiptum forset- anna. Við kvöldverð sem þeim var haldinn iKairó voru þeir allir heldur formlegir. Carter talaði um persónulegt samband sitt við Sadat, Ford talaði eins og hann væri fulltrúi bandarisku þjóðar- innar, en Nixon hélt langa ræðu um þjónustuliðið sem bar fram matinn. Við þennan kvöldverð háttaðisvo til að Kissinger lenti i sæti við hlið Sam Browns, strákl- ings frá Suður-Karólinu og hann varð æfur. „Ég fór nú eiginlega ekki um 13 þúsund milur til að tala við krakka, hversu ágætur sem hann getur verið.” Kissinger var svo litið bar á komið fyrir annars staðar. Við jarðarförina sjálfa var margt stórmenna og forsetarnir þrirvoru ekkilengur einir i sviðs- ljósinu. Linowitzmisstijafnvægið er hann reyndi að forðast að vera ýtt á einn forsetanna og steig i staðinn ofan á tærnar á Karli Bretaprins. Og svona gekk þetta. Er bandariska sendinefndin kom saman að nýju eftir jarðar- förina varNixon horfinn, farinn i einkaferðalag um Arabalöndin. Hinir tveir héldu blaðamanna- fund þar sem þeir lýstu þvi að Bandarikin yrðu fyrr eða sföar að hef ja viðræöur við PLO um lausn Palestinuvandamálsins. Þetta olli reiði i Jerúsalem og undrun i Washington. Forsetunum var sama. Þeir nutu þess að einhver nennti að hluta á þá. Aftur. — ijbyggði á TIME.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.