Tíminn - 01.11.1981, Blaðsíða 23

Tíminn - 01.11.1981, Blaðsíða 23
Sunnudagur 1. nóvember 1981 ALFREB FELL- UR f GILDRU — Fjórði þáttur um hinn ástsæla afbrotamann þjóðarinnar: Alfreð Alfreðsson ■ í fjórða sinn notum við eítir- farandilýsingarorð: litill, pervis- inn og refslegur. Hringir ekki klukka? bau lýsa Alfreö Alfreðs- syni, okkar manni i undirheim- um, útsmognum bófa sem hefur komist i kast við lögin oftar en talið verður og fyrir flest þau af- brot sem með góðu móti finnast á sakaskrá. Ekki hefur Alfreð þó verið staðinn að landhelgisbrot- um, enda ekki sjóhraustur maður og tekur jafnan flugvél er hann sækir Þjóðhátið i Vestmannaeyj- um með félögum sinum — flug- farseðils alla jafna aflað með grunsamlegum hætti. Alfreð er undirförull maður og sætir færi þegar hann sér sér leik á borði: Arfur Kelti, einn helstilagsmaður hans og sist prúðari, sver og sárt við leggur að Alfreð vinni ekki einvörðungu fyrir aldraðri móður sinni með afbrotum, heldur hafi hann afþeim nautneina mikla og vilji ekki fyrir nokkurn mun snúa af villu sins vegar. Sömu sögu hefurgervallt islenska dómskerf- ið að segja. Hann Alfreð getur ekki fyrir nokkra muni verið heiðarlegur. Svo bar við eitt laugardags- kvöld eigi fyrir alllöngu að Affreð var á rölti um miðbæinn býsna háttuppi. 1 Bankastrætinu rennir lögreglubill upp að hlið hans. Ot- um gluggan teygir sig hvitkolli og segir með þjósti: „Hypjaðu þig úr miðbænum!” litur siðan á félaga sina i bifreiðinni og segir til skýringar: „Þetta er algjör aumingi!” Alfreð glotti kalt. Hann þekkti pilt, gamlan skóla- félaga og veimiltitu, hafði farið með veggjum þar til hann komst i búning. Er löggimann sér svipinn á Alfreð, finnur hæðnislegt augnaráðið reka sig i gegn, skreppur hann saman, dregur húfuna niður i augu og billinn ek- ur á brott á mikilli ferð. Svo ákvað hann að fara uppi Hliðar, til fundar við vin sinn Uxaskalla. B'yrst lagði hann leið sina úti Hljómskálagarð, þar sem hann átti dreitil i flösku á visum stað. A leiðinni til vinarins bætti Alfreð óspart á sig. Er upp i Hliðar kom var dúnmjúkt ský fyrir augum Alfreðs og hann átti erfitt með gang, verst var þó að hann mundi ekki gjörla hvar Uxaskallihélt sitt bú þá stundina. Hann hafði flutt inni kjallaraholu Rónald Rigan / Humphrey Bogart' ENN UH RÓNALD ■ Fyrir tveimur vikum vitnuð- um við til Rónalds Rigans, Bandarikjaforseta, og höfðum eftir honum fáein kjamyrði, hnyttin tilsvör og gullkom. NU skulum við segja ykkur ýmis- legtum Rónaldsem þiöekkivit- ið. Eða vissuð þið að Rónald Rigan og Ann Sheridan áttu upphaflega að leika aðalhlut- verk i kvikmynd sem bar nafnið „Casablanca”? Þau hlutverk fengu siðar, eins og allir vita, þau Humprey Bogart og Ingrid Bergman. Getiði imyndað ykk- ur Rónald i rykfrakkanum? Þá sveium við okkur uppá að þið vissuö ekki aö áriö 1940 var likami Rónalds Rigans kosinn „næstum fullkominn karlkyns skrokkur” af virðulegri lista- akademiu i Kaliforniu. Þetta kom kannnski ekki svo mjög á óvart, var það? En hitt kemur á óvart — hlýt- ur að vera — að mestu von- brigöin á ferli Rónalds sem leikara urðu árið 1970 en þá var hann oröinn rikisstjóri Kali- fómiu. Honum sárnaði nefni- lega að honum væri ekki boðið hlutverk Pattons i kvikmynd- inni um hershöföingjann freka... undir stóru húsi, hélt gömlum hjónum sem þar bjuggu i greip- um óttansog fékk að vera. Alfreð haföi oftsinnis komið i heimsókn og þeir átt margan góðan hlátur saman, en nú var allt á huldu um óðul Uxaskalla. Alfreð ranglaði inni garð þar sem uxu stjúpur: „Ræktarðu blóm, Uxaskalli? hugsaði Alfreð með sér og sleit upp nokkur i vönd. Svo slagaði hann að glugga sem virtist kunnuglegur og lagð- ist með nefið á rúðuna. Þar gaf á að lita. Þarna var kona og sú öldungis ekki kapp- klædd! NU sviku refsaugun ekki lengur, hvað i ósköpunum var konan að bjástra? Þannig lá Alfreð á rúðunni lengi vel, volgur að innan af vini og losta. Konan sýndi þess engin merki að hún tæki eftir hinum óboðna gesti og hélt áfram við sina sýslu óáreitt. Nú segir ekki meira af ferðum Alfreðs i bili, það var eins og jörð- in hefði gleypt hann. Elias Bjarkason, hinn bráðskarpi rann- sóknarlögreglumaður, ályktaði aö nú væri eitthvaö stórt i upp- siglingu. Uxaskalli gaf hann uppá bátinn og sneri sér að aðkallandi afbrotum með Breka, sem þá var nýkominn Ur fangelsi i Suður- Yemen. Eigandi kjallara og konu i Hlið- unum tókeftir þvi einn góðviðris- daginn að heldur var farið að grisjast blómabeðið, þar voru fót- spor, auösjáanlega eftir há- hælaða skó. Vagn, en svo hét eig- andinn, lagði höfuðið i bleyti og eina nóttina lá hann á njósn i næsta garði. Það stóð heima. Um tvöleytið brá fyrir skugga, skugginn hold- gerfðist, tók á sig mannsmynd — litla, pervisna og refslega. Enn brá rósrauðri birtu af glugganum og fyrir innan stóð hin iturvaxna kona. Alfreð dvaldi þar dágóða stund og uggði ekki að sér, vissi ekki að nU hafði gildran verið spennt. Konueigandinn Vagn kom af spitala þremur vikum siðar, hart leikinn segja sumir af Uxaskalla sem hugsaði sem svo: Ber mér ekki að gæta bróður mins, og það þótt hann sé ekki mönnum sinnandi? Stjúpunum hafði enn fækkað.Núeðaaldrei! Vagndreif sig i byggingarvörudeild Sambandsins, stóð i ströngu eitt siðdegi og fram á kvöld og beið siðan átekta. Næturgesturinn kom ekki þá um nóttina og ekki þá næstu, Vagn var farinn að örvænta. En siðla þá þriðju, þegar hann var i þann mund að sofna á veröinum gall merkið sem hann hafði beðið eftir. Bráðin sat föst. Garðurinn var eitt ljóshaf, þar vældu sirenur og rauð flassljós glömpuðu. Al- freð sá ekki út úr augum, vissi hvorki i þennan heim né annan, fann bara að hann sat fastur, flæktur i net hins vélráða húseig- anda. Konan leit til hans eitt augnablik, en hélt siðan áfram að sýsla eins og ekkert hefði i skor- ist. Vagn, sem annars er lager- maður að atvinnu, hafði nefnilega útbúið stórkostlega gildru. A samri stundu og stigið var i blómabeðið kviknuðu ljós sem var komið fyrir á við og dreif um garðinn, sirenur tóku að væla, og ofan úr háloftunum féll net ofan á sökudólginn sem átti sér einskis ills von. Vagn hefur nú sótt um einkaleyfi á gildrunni og væntir góðra undirtekta. Alfreð fann að sterkar hendur gripu i netið og báru hann burt. Þar fóru fjórir svartklæddir menn með hvitar húfur og á- byggilega ekki að koma úr stúdentsveislu. Sá forni fjandi, skolabróðirinn fyrrverandi, fór fyrir liðinu. 1 bilnum sat Elias Bjarkason, reykti pipu, og varp öndinni léttar. Það segir Uxa- skalli.sem var aðeins sekúndu- broti of seinn til bjargar, að Alfreð hafi gólað ámátlega um leið og honum var hnuðlað inni bflinn: Borgarspítalinn Hjúkrunarfræðingur Viljum ráða hjúkrunarfræðing til starfa mánudaga og þriðjudaga (60% starf) á geðdeild Borgarspitalans i Arnarholti. Ferðir til og frá Reykjavik. Nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu hjúkrunarforstjóra, simi 81200-207. Reykjavik, 30. okt. 1981. Borgarspitalinn. „Hvað er frjáis per- sóna?” Siðustu fréttir sem við höfum af Alfreð Alfreðssyni, okkar manni i undirheimum, var að nú sæti hann landsfund Sjálfstæðismanna i Háskólabiói. Hann lýsir ekki stuðningi við neinn, þvertekur ekki fyrir neitt, brosir aðeins sinu óræða brosi sem aldrei veit á gott... EITT MESTA URVAL LANDSINS AF MÓDELUM H1393—MEAN MUDDER OFF-ROAD VAN kr. 98,- kr.98- 7307 -OfF-ROAD BRONCO kr. 98 - 3VOIA 4x4 P)CKUP Ó205 *o«ning hooof 7305- BIG RED" CHEVY PICKUF Póstsendum kr.69,- kr.84,-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.