Tíminn - 01.11.1981, Blaðsíða 26

Tíminn - 01.11.1981, Blaðsíða 26
Sunnudagur 1. nóvember 1981 26_________.___________________________fflmam leigupennar í útlöndum ■ Mér haföi veriö sagt að Júmbó- þotur væru stórar vélar og ég hafði oft séð þær á fhigi, en ég haföi ekki gert mér grein fyrir þessari stærð fyrr en ég var bú- innað labba eina endilanga og kominn i'sætið mitt hjá Singapore Airlines, Boeing 747, fiug 262 til Aþenu. Þessar þotur eru ekki bara stórar flugvélar, það get ég sagt. Þetta eru nokkurskonar fljdgandi fótboltavellir. Ég sat i vömbinni á þessum risa sem byrjaði að silast út flugbrautina. Nokkra stund stóð vélin grafkyrr. Ég leit út um gluggann. Við flugbrautina var litUl pollur og þangaö hafði önd villst með unga sina Svo þrýstist ég niður f sætið og þegar ég leit aftur út þá ruku húsin niðurávið og bylgjuðust i hitanum frá hreyflunum. Svo velti þotan sér og vængoddinn bar við sólu. Ég seiidist niður. i handtöskuna og tók upp Don Quixote eftir Cer- vantes. Kona i sætinu viðhliöina á mér: Hvað ertu að lesa? Ég: Don Quixote. Konan: Ég er búin að byrja á þeirri bók að minnsta kosti tiu sinnum en aldrei komist i gegn. Maðurinn minn sálugi las samt einu sinni alla leið út á blaðsiðu áttatiu. Ég: Uss, uss, ég er svo alveg hissa aö heyra þetta. Ég er að byrja á þessari bók i f immta sinn, og mérfinnst hún alltaf skemmti- legriog skemmtilegri. (Þetta var vitaskuld haugalýgi. Ég hafði byrjað á þessari bók svona álika oft og konan en aldrei komist jafn langt og maðurinn hennar sálugi, en nú var ég ákveðinn að þrælast i gegnum allar þessar þétt- prentuðu 940 blaðsfður.) Og það stóð heima, þegar við lentum i Aþenu var Sancho Panza að reyna að telja meistara sinum trú um að vindmillurnar væru ekki risar. En risi var þessi gula og marmarahvita þota þar sem hún gljáði i myrkrinu á flugvellinum og mér datt i hug hvort Don Quixote hefðu ekki fallist hendur ef hann hefði séö hana. En liklega hefði hann bara spyrnt i Rocinanteog hafið lensu sina hátt á loft og sagt Sancho að þotan væri dreki. Ég hafðiekki haftrænu á þvi að panta mér herbergi og stóð nú á gangstéttinni fyrir utan flug- stöðina með bakpoka eins og hver annar umrenningur og vissi hvorki upp né niður. Loks náði ég i leigubil og bað bilstjórann að aka mér i miðbæinn. Það kom i ljós að þessi leigubilstjori, sem var heljarrumur og gamall sjó- maðurhafði sigltum öllheimsins höf og meira aö segja einu sinni komið til Reykjavikur á kola- dalli. Svaf hjá sextán konum á íslandi — Ég svaf hjá sextán konum á tslandi sagði bilstjórinn. Islensk- arkonur eru bestu konur iheimi, sagöi hann og lét migúr á myrku stræti. Ekki hafði hann hugmynd um hvar hótd væri að finna. Ég rölti um göturnar i klukku- tima og fannst ég vera mjög einn i heiminum. Loks rakst ég á hótel og barði dyra. Ég þurfti að berja vel og iengi og tökst loks aö ræsa úrillan náunga sem sagðist ekk- ert herbergi hafa. Ég er ekki kræsinn sagði ég og þá fann hann lykil og opnaði klefa og dró þar i sundur fleti og lét mig hafa lak. Þetta vargeymsla hótelsins og ég lagði mig niður umkringdur skúringafötum og niðursuðuköss- um og óskaöi mér heim til Hafnar. Dýnan var i þviliku ásig- komulagi að þaö var engu llkara en ég lægi i hengikoju. Ég bylti mér þarna lengi vel. Það Úöu tveir timar. Sá þriðji leið. Ég fór að verða vonlaus um svefn svo ég klæddi mig og gekk út. Hvergi var sála. Svartamyrkur. Ég ráfaði þarna um og viti menn allt i einu gekk ég fram á upplýstan bar. Þetta var þröngur rangali lýstur upp með rauðum luktum. Fyrir innan barinn var grannur náungi með svart háriö sleikt aftur yfir höfuðið. Fyrir framan sátu nokkrar konur mikið málaðar. Ég tyllti mér upp á stól og bað um einfaldan martíni. Konurnar settust i kringum mig. Ég var alveg bit. Ég hlýt að hafa svona mikla kvennhylli i Grikk- landi, hugsaöi ég og var mjög hissa vegna þess að ég hef aldrei þqrft að berja af mér kvenfólk ef ég hef sest niður kvöldstund á veitingastöðum á íslandi. Ég var með 100 drakma i vasanum (en svo nefnist griska myntin) og ég borgaöi glasið mitt og þar fór seðilinn. En nú byrjuðu konurnar að tala saman á þýsku og ég þurfti að hafa mig allan við ti) þess að skilja. Þýska hefur aldrei verið mitt min sterka hlið en samtalið var eitthvað á þessa leið: Kona númer eitt: Haldiði að hann sé með einhverja peninga. Barþjónninn: Það finnst mér frekar ósennilegt. Kona númer tvö: Reynd þú Dóra. Dóra: Æ, ég nenni þvi ekki Kona númer þrjú: Nú er þetta ekki þín týpa. Dóra: Nei, ég þoliekkiskeggin. Kona númer eitt: Jæja, ég skal þá láta mig hafa það. Barþjónninn strangur við kon- urnar: Eruð þið ekki í vinnu hér? Konurnar ^Jú, jú. Kona númer eitt á ensku : Hvað heitirðu elskan Ég: John. Konan: Segðu mér John hvaðan ertu? John: Ég er frá Dallas i Texas. Konan: Það hlýtur að vera gaman. Er það ekki þaðan sem sjónvarpsþátturinn góði er. John frá Texas: Jú. Konan: Bjóddu upp á drykk John. John: Ég er á bisanum. Þjónninn og konurnar ruku allt i einu út á hinn enda barsins eins og þau hefðu skyndilega gert sér grein fyrir þvi að þessi Texas-búi væri likþrár maður. Ég var sár móögaður og sá að það var engin framtiö i þessum bar og ákvað að drifa mig heim á hótel og sofa dá- litiö. Þegar ég var á útleið kom maður i hjólastól i dyrnar og reyndi að komast yfir þröskuld- inn. Hann var mjög drukkinn og slagað i stólnum en konurnar komu hlaupandi og hjálpuðu hon- um inn i sæluna. Það var komin birta á gluggann þegar ég loksins festi blund. Aþena á steikarapönnu Ég svaf til hádegis og borgaði svo herbergið. Fékk bakpokann geymdan og kort af bænum að láni. Ég rölti upp brattar göturog svo kom Akropolis hæöin i' ljós meö þessum heimsfrægu rústum. Ég nenni ekki að lýsa þessum byggingum né rifja upp sögu þeirra fyrir lesendur. Ég veit að Encyclopaedia Britannica er til á öllum góðum islenskum heimil- um og menn geta bara flett uppá þessu þar og lesið sér til. En ég ætlað að segja frá litlu safnhúsi sem stendur út i horni á þessari hæö. Það var eins og Aþena stæði á steikarapönnu og ég ranglaði i átt að þessu húsi ber oni mitti og hálfblindur af hita, ekki svo mjög til þess aö skoða fornminjar. Miklu fremur til þess .að komast i forsæluna. Dyravörðurinn skipaði mér aftur i skyrtuna. Þetta er helgur staður, sagði hann. Ég gekk hring i safninu og stað- næmdist fyrir framan brosandi steinandlit. A stöplinum undir styttunni stóð þetta eina orð: Sphinx. Og nú skal ég fara i uppsláttarritið fyrir fólk. í minu eintaki stendur: Sphinxinn geym- ir leyndardóm úniversins,- Bak við andlit hans býr gátan mikla. Sphinxinn er settur saman úr mönnum og dýrum. Hann er með höfuð og barm af konu. Hunds- skrokk. Hann er með fuglsvængi, ljónsklær og hala af dreka. En leyndardómurinn miklu býr bak við andlitið. Ef hægt væri aö taka af honum grimuna þá myndum við ráða sjálfa lifsgátuna. En það er ekki hægt og þess vegna er þann alltaf skælbrosandi. Það ernú það. Ég stóö þarna og virti fyrir mér þetta steinandiit. — Æ, ég er orðin svo þreytt á þessum hita og rústum, sagði kona á ensku. Við skulum koma heim á hótel. — Ég vilís,sagöisonur hennar. — Sjáðu styttuna sagði faöir barnsins og benti á Sphinxinn. — Nei, en sætur hundur, sagði barnið. — Við skulum koma, sagði kon- an. — Ég vil eiga þennan hund, vældi drengurinn. — Hvert á ég að fara, sagði ég við sjálfan mig. — Lesbos, var hvislað. Ég leit á konuna, manninn og argandi barnið og spurði: Afsakið en sögöuð þið eitthvað við mig gott fólk. — Nei, nei, sagði konan, þér hljótiö að vera að ruglast i hitan- um. Ég spurði dyravörðinn hvað þetta orð þýddi: Lesbos og hann sagði mér að það væri eyja stutt frá strönd Tyrklands. Stórkostleg eyja, sagði hann. En vont nafn. Slæmt nafn. Ég gekk aftur niður hæðina og náöi í bakpokann minn. Ég gat svo sem skoðaö þessa eyju eins og hvað annað. Ég náöi i leigubil og lét keyra mig niður að höfn. Það var uppselt á fyrsta og öðru far- rými svo ég varö að láta mér nægja þaö þriðja. Þriöja farrými var f raun og veru ekkert nema þilfarið og þeir sem taka sér þar far eru læstir af frá hinum með járngrindum og verða að láta sig hafa það velstæðari farþegar koma og kikja á þá. Ég settist á stólgarm og tók upp Don Quixote. Það kom gamallmaður og sett- ist á þilfarið út við borðstokkinn og opnaði plastdollu fulla af osti og tók upp brauðhleif úr vasa sin- um og svo halaði hann liters flösku afbjór uppúr skjóðu. Þeg- ar veislunni var lokið tók hann af sér annan klossann og lagðist til svefns með klossann fyrir kodda. Ég ætlaði að kaupa mér hress- ingu en það kom i ljós að út fyrir rimlana komst enginn. Það var hvergi inngengt i skipið nema á salerni og það var ekki beinlinis fýsilegt þar sem lyktin var slik að hún var eins og hnefahögg út á þilfarið. Ég las Don Quixote. Zorba og Egill Skalla- grimsson ræðast við Grikkjum liggur ekkert á i líf- inu og tilverunni. Ferjan lagði ekki frá bryggju fyrr en þrem timum á eftir áætlun. Það sat falleg stúlka viðhliðina á mér og nagaði leðurreim á handtöskunni sinni. Tveir náungar gáfu henni auga og piskruðu saman. Annar þeirra reis á fætur og settist hjá stúlkunni og byrjaði að tala. Ég hef alltaf haldið að Fidel Castró ætti heimsmet í ræðuhöldum. Ég las anhversstaðar aö hann hefði einu sinni flutt fimmtán tima ræðu i Havana öllum til gleði og yndisauka. En þessi Griki á heimsmetið, það er hér með stað- fest. Hann malaði stanslaust i tiu tima i' stræk á meðan ég silaðist áfram i doðrantinum. Einhvern- timann undir miðnætti sofnaði ég istólnum. Mig dreymdi undarleg- an draum. Mér þótti ég standa hjá hvitri hæö og efst á hæðinni var lítið hús i' spönskum dúr. Það var gamall maður að rölta um hæðina.Hvað heitir þú, spurði ég manninn. Ég heiti Miguel de Cervantes Saavedra, sagöi gamli maðurinn og var mjög dapur eins og nafnið væri einhverhræðilegur glæpur. Hvers vegna ertu svona hnugginn, hvað er að, spuröi ég. Æ,systur mi'nar segja að þetta sé allt tóm vitleysa sem ég er að skrifa. Það segja minar systur lika um allt sem ég set á blað, vertu ekki svona hnugginn Cer- vantes, sagði ég og faðmaði kall- inn aö mér. Við skiljum hvorn annan, félagarnir, sagði ég. Ég f að lesa eftir þig bók. Er þaö satt sagði Cervantes glaður, en ég hef bara aldrei lesið neitt eftir þig, vinur og þá vaknaði ég. Ég leit á klukkuna og sá að við vorum búin að vera þrettán tima á stimi og Grikkinn sat enn við hliðina á stúlkunni og malaöi. Ég lagði mig á dekkið með bókina fyrir kodda og svaf. Þegar ég rumskaði aftur var helvitis maðurinn byrjaöur að lesa eftir sig ljóð. Ég blundaði aftur undir þessum syngjandi ljóðalestri og þegar ég rumskaði enn á ný og leitá klukkuna voru þau komin i sama svefnpoka. Hér með er þessari óbrigðulu aðferö komið á framfæri. Loka sig inni iherbergi með konu og ritsafn Einars Kvaran og lesa þangaö til hún nauðgar manni. En nú byrjaði aö birta með hraði. Og nokkrir mávar komu og tóku á móti skipinu og eyjan Les- bos reis úr hafi, gamli maðurinn vaknaði og klæddi sig i klossann. Ég gekk frá borði og fékk mér morgunmat á kaffihúsi við höfn- ina. Það sat Amerikani á næsta borði og mælti með smábæ hinu- megin á eyjunni. Þessi smábær sagði kaninn heitir Petra og er upplagður fyrir túrista. Ódýr matur, góð strönd. Ég tók leigubil þangað i hvelli. Petra er smábærundirf jöllum og i bænum miðjum er klettastrýta og upp á strýtunni stendur kirkja. Ég fékk leigt herbergi hjá gæða- legri konu með barnahóp, sótti skýluna niður i pakpoka og dembdi mér i sjóinn. Ég leit niður á mina is- lensku fætur sem voru svo hvit- ar að þær sýndust nánast bláar i vatninu og þetta hlaut að vera mjög óvenjulegt á þessari strönd, það elti mig forvitinn fiskatorfa hvert sem ég synti eða óð. Eftir nokkra stund var ég búinn að fá nóg af þessusvo ég dreif mig upp úr vatninu og settist við borð á nærliggjandi veitingastað og fékk mér glas af OUZO (borið fram úsó) en svo nefnist brennivin þeirra Grikkja. Ég dró upp Don Quixote og sat þarna enn þegar byrjaði að rökkva. Það kom til min einmanna náungiog settistvið boröið. Þetta var ægilegur nefstór risi og frek- ar leiðinlegur. Ég bauð honum upp á úsó i þeirri von að það myndi sluma i honum en hann hresstist allur og undir miðnætti var hann byrjaður að halda þvi fram að hann væri fyrirmyndin að Zorba. — Sjáðu á mér nefið sagöi hann máli sinu tilsönnunar, það er eins og á Antony Quinn. — Fari Antony Quinn i rasskat, sagði ég. Li'ttu framan i mig. Ég er lifandi eftirmynd Egils Skalla- grimssonar. — Er það frægur leikari spurði Zorba. — Nei það er islenskur rithöf- undur sagði ég. — Nú rithöfundur, sagði Zorba, sjáðu þennan þarna. Þetta er Tyrki og rithöfundur. Hann er al- veg snarbrjálaður. Gamall morðingi. Zorba benti á gráskegg sem sat einn ogsér við borð. Hann var svo brúnni i framan að andlitið minnti á gamalt leður. Ég drakk úr glasinu minu og ákvað að rabba við þennan tyrk- neska stéttarbróður. Ég gekk yfir að borðinu með bókina. — Þú ert að lesa Don Quixote, sagði Tyrkinn fýldur og leit á bók- ina, hvert ertu kominn i sögunni? — Don Quixote er aö berjast við vinbelgi sagði ég og lét bókina á borðið og spurði: Má ég fá mér sæti. Tyrkinn þagði. Ég veifaði þjóninum og lyfti upp tómri úsó flösku og þá brosti Tyrkinn tannlausum munni og dró út stól og ég settist. Ég kynnti mig og nefndi tsland. — Cid Hamete Benengeli heiti ég sagði Tyrkinn. — Ég er orðinn gamall maður. Alltof gamall. Ég er orðinn fjögurhundruö ára. — Ha ha ha, hló ég. — Segirðu mig ljúga sagði Cid Hamete og seildistinn fyrir klæði sin. Guð minn góður hann er með hnif, hugsaði ég og svipaöist um eftir Zorba vini minum en varð mjög hissa. Það voru öll borð auð og búið að slökkva inni. Þjónninn horfinn. Ég sat einn á veitinga- staðnum með morðingja. (framhald inæstu grein) mmmm- * Olafur Gunnarsson, rithöfundur, skrifar frá Kaupmannahöfn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.