Fréttablaðið - 14.04.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.04.2008, Blaðsíða 8
8 14. apríl 2008 MÁNUDAGUR DIPLÓMU- OG MEISTARANÁM Í HEILBRIGÐISVÍSINDUM DIPLÓMU- OG MEISTARANÁM Í MENNTUNARFRÆÐUM KENNSLUFRÆÐI TIL KENNSLURÉTTINDA MEISTARANÁM Í VIÐSKIPTAFRÆÐUM Nánari upplýsingar eru á www.unak.is og í síma 460 8000. *Seinni umsóknarfrestur er til 5. júní. Takmarkaður fjöldi fær skólavist og umsækjendur í fyrri umferð eiga betri möguleika að uppfylltum inntökuskilyrðum. Háskólinn á Akureyri UMSÓKNARFRESTUR UM EFTIRFARANDI NÁM ER TIL 15. APRÍL* SKIPULAGSMÁL Deiliskipulagstil- laga að svokölluðum Póst- hús strætisreit hefur verið sett í auglýsingu, sem og að Vegamóta- stíg 7-9. Skipulagsráð Reykjavík- ur samþykkti þetta á miðvikudag. Helstu breytingar á Póst- hús strætisreit, sem afmarkast af Pósthússtræti, Skólabrú, Lækjar- götu og Austurstræti, verða í bak- görðum húsanna. Þeir verða skipulagðir sem ein heild með gönguleið í gegnum miðjan reit- inn. Reynt verður að sýna bygging- ararfinum sóma, en laga húsin að nútímaþörfum eins og hægt er. Gömlu húsin verða færð til eldra horfs eða lagfærð. Þá verður Nýja bíó endurreist á svipuðum stað og það stóð áður. Í skipulaginu er gert ráð fyrir að Landfógetagarðurinn verði endurvakinn og gerður aðgengi- legur fyrir almenning, en hann er einn elsti garður landsins. Á þaki byggingar við Vegamóta- stíg 7-9 verður endurreistur lítill steinbær, Herdísarbær, sem áður stóð á Vegamótastíg 7, en var rif- inn á sjöunda áratug síðustu aldar. Þá verður gamla timburhúsið sem stendur á Vegamótastíg 9 einnig flutt upp á þak. Teiknistofurnar Argos, Gullin- snið og Studio Grandi unnu tillög- ur að Pósthússtrætisreitnum og Studio Grandi að Vegamótastíg. - kóp Nýjar tillögur að skipulagi í miðbæ Reykjavíkur: Nýja bíó endurreist VEGAMÓTASTÍGUR 7-9 Á þaki hússins verða tvö eldri hús. PÓSTHÚSSTRÆTISREITUR Húsin á horni Lækjargötu og Austurstrætis brunnu í fyrra. Bakgarðar verða ein heild samkvæmt skipulaginu. SAMGÖNGUR Eysteinn Yngvason, sem rak Viðeyjarferjuna í fjórtán ár þar til í fyrra, vill einkaleyfi á farþegasiglingum út í Engey. Í bréfi til borgarráðs rekur Eysteinn erfiða stöðu sína eftir að hann varð undir í útboði á einka- leyfi til Viðeyjarsiglinga og þurfti að hætta rekstri tveggja ferja sinna með aðeins þrjátíu daga fyrirvara. Öll fjórtán árin sem hann hafi hald- ið uppi siglingum út í Viðey hafi verið viðvarandi óöryggi í rekstrin- um vegna þess að samningur hans við borgina hafi iðulega aðeins verið framlengdur í eitt eða tvö ár. „Nú er svo komið að ég sit uppi með Viðeyjarferjurnar verkefna- lausar,“ skrifar Eysteinn borgar- ráði og bætir við að rétt áður en samningurinn rann út hafi hann keypt „ferðamannalest“ sem gestir í Viðey hafi kunnað vel að meta. Þessa lest vill hann að borgin kaupi af sér. „Þá óska ég einnig eftir að fá einkaleyfi til farþegaflutninga til og frá Engey til ársins 2015,“ skrif- ar Eysteinn, sem vill koma upp fær- anlegri bryggju í eynni og bjóða þangað reglulegar ferðir með leið- sögn um eyna. „Ég hef langa reynslu af siglingum með ferða- menn út í Engey og er með þessu að finna ferjunum ný verkefni.“ Borgarráð vísaði erindi Eysteins til umsagnar hjá mennningar- og ferðaráði. - gar Fyrrverandi ferjumaður í Viðey biður um grundvöll fyrir verkefnalausar ferjur: Vill fá einkarétt á Engeyjarsiglingum VIÐEYJARFERJAN Farþegaferjur Eysteins Yngvasonar eru í biðstöðu eftir hann varð undir í útboði á Viðeyjarsiglingum í fyrra. TEXAS, AP Barnaverndaryfirvöld í Texas hafa kallað til fjölda sál- og atferlisfræðinga sem hjálpa eiga rúmlega 400 börnum að laga sig að samfélaginu eftir að hafa verið bjargað af búgarði sértrúarsöfn- uðar fyrir viku. Börnin hafa fæst stigið fæti út fyrir búgarðinn, enda voru þau alin upp við það að veröldin utan hans væri siðspillt og þau áynnu sér vítisvist ef þau yfirgæfu hann. Þeim verður líklega komið fyrir hjá fósturfjölskyldum. Í söfnuðinum tíðkaðist að gifta barnungar stúlkur fullorðnum karlmönnum. Höfuðpaur hans situr í fangelsi fyrir nauðgun. - sh Lokuð á búgarði allt sitt líf: Sértrúarbörn í endurhæfingu 1 Grunur leikur á að bíleigend- ur kaupi steinolíu á bíla sína. Af hverju er það slæmt? 2 Kúabændur rækta óvenju- stóra ketti í Varmahlíð. Hvað heitir kynið? 3 Hver efast um ágæti auð- manna? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.