Fréttablaðið - 14.04.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.04.2008, Blaðsíða 16
16 14. apríl 2008 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 UMRÆÐAN Heilbrigðismál Fyrir skömmu fór fram á Alþingi umræða um einkavæðingu innan heilbrigðisþjónustunnar. Til sérstakrar umfjöllunar að þessu sinni var útboð á heilli legudeild á Landspítalanum, nánar tiltekið á deild fyrir heilabilaða á Landakoti. Allt var með hefðbundnum hætti við þessa umræðu. Guðlaugur Þór, heilbrigðisráherra, sagði ekkert í reynd vera að gerast og fulltrúar Samfylkingarinn- ar tóku undir með honum: Ekkert nema gott eitt að gerast. Ég hef grun um að mörgum þyki þessi málflutn- ingur farinn að hljóma nokkuð undarlega, ekki síst eftir að tíðari gerast viðtöl við talsmenn fyrirtækja sem eru að hasla sér völl á sviði heilbrigðisþjón- ustu og bjóða þar þjónustu eins og um hverja aðra verslunarvöru væri að ræða. Læknismenntaður talsmaður Heilsuverndarstöðvarinnar ehf. kom þannig fram í fréttaþætti nýlega til að kynna „pródúkt“ og „vöruframboð“ hjá nýrri línu fyrirtækis síns. Þessi nýja sölulína hefði fengið heitið „velferðarþjónustan“. Nýjasta „pródúkt“ þar væru á sérstökum afslætti til gullkorta- og platínkorta- hafa Kaupþingsbanka. Talsmaðurinn sagði að þetta væri pródúkt „sem hefði ekki verið til á markaði hingað til“. Tungutakið er greinilega að breytast í takt við breytingarnar innan heilbrigð- isþjónustunnar. Sjúklingur er ekki lengur sjúklingur heldur viðskiptavin- ur og aðhlynning heitir nú vara eða pródúkt. Talsmenn Samfylkingarinnar eru þessum breytingum annaðhvort samþykkir eða þeir eru blindir á umhverfi sitt. Hið síðarnefnda hygg ég að eigi við um Ellert B. Schram alþingismann. Hann sagði við fyrrnefnda utandagskrárumræðu: „Einkavæðing heilbrigðis- þjónustunnar verður aldrei innleidd hér á landi meðan við ráðum einhverju.“ Ég held að þessi tiltekni þingmaður sé einlægur velferðarsinni. En skyldi hann hafa hugleitt hvort kunni að vera réttara, að Samfylkingin komi ekki auga á hvað er að gerast, eða hitt að flokkkurinn ráði engu um framvinduna? Höfundur er alþingismaður. ...aldrei á meðan við ráðum einhverju ÖGMUNDUR JÓNASSON Styrktarsjóður Kristins Arnar Friðgeirssonar Auglýst er eftir styrkþegum Tilgangur sjóðsins er að styrkja fólk með þroskahömlun til náms, lista og íþróttaþáttöku, foreldra fatlaðra til að afl a sér aukinnar þekkingar vegna fötlunar barna sinna svo og annarra verkefna sem sjóðsstjórnin verður sammála um. Umsóknafrestur er til 30. maí 2007 og skal skila umsóknum þar sem gerð er grein fyrir því verkefni sem sótt er um styrk til ásamt upplýsingum um aðrar mögulegar fjármögnunarleiðir til Landssamtakanna Þroskahjálpar, Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík. Tölvupóstfang: fridrik@throskahjalp.is Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins skal úthluta úr honum eigi síðar en 15. júní ár hvert. Nánari upplýsingar veita: Guðbjörg Erla Andrésdóttir sími 535-1900 gudbjorg@sjonarholl.netog Friðrik Sigurðsson, sími 588-9390, fridrik@throskahjalp.is H verju ríki er mikilvægt að ákvarða stöðu sína í sam- félagi þjóðanna. Breytingar og þróun laga hana að nýjum aðstæðum. Fótfestan er hins vegar að öllu jöfnu stöðugri og felst í langtíma hagsmunum og hugsjónum. Eftir stjórnarskrá lýðveldisins er forseti Íslands æðsti handhafi framkvæmdavalds í utanríkismálum þó að öll raunveruleg völd og ábyrgð í þeim efnum hvíli á utanríkisráð- herra. Í því ljósi verður að skoða ræðu forsetans á smáríkjaráðstefnu í Andorra í síðustu viku. Meðan utanríkisráðherra tekur ekki annað fram verður að líta á hana sem stefnu ríkisstjórnarinnar sem ráð- herrann hefur ábyrgst. Kjarninn í utanríkispólitík ríkisstjórnarinnar eins og forsetinn lýsir honum felst í því að alþjóðavæðingin hafi fært smáríkjum meiri möguleika til hagvaxtar en stórum ríkjum. Jafnframt hafi smáríki fleiri tækifæri til framfara með því að standa utan banda- laga og með gerð tvíhliða samninga um viðskipti við stærri ríki. Að því er Ísland varðar sérstaklega kemur sú afstaða ríkisstjórn- arinnar fram í ræðu forsetans að staða Íslands sé vel tryggð með aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu og þeim möguleika að gera tvíhliða fríverslunarsamning við Kína eins og nú er unnið að. En er tvíhliða fríverslunarsamningur við Kína í raun lausn á utanríkispólitískri stöðu Íslands á nýrri öld? Alþjóðavæðingin hefur vissulega opnað tækifæri fyrir smáríki sem stærri ríki nutu að einhverju leyti áður í krafti meira áhrifavalds. Það er rétt mat. Hitt er rangt hvort sem litið er til Evrópu, Asíu eða Ameríku að stór ríki eða ríkjabandalög hafi í minna mæli verið þátttakendur í hagvaxtarskeiði síðustu tveggja áratuga. Fyrirkomulag tvíhliða fríverslunarsamninga er afturhvarf að því leyti að það færir stórum ríkjum á ný meira áhrifavald um það hvernig milliríkjaverslun er skipað. Fríverslun sem byggð er á fjölþjóðlegum samningum er líklegri til að tryggja almennar leikreglur og jafnari stöðu ríkja og fyrirtækja á heimsmarkaði. Þó að kínversk stjórnvöld vilji nú gera fríverslunarsamning við Ísland er ekkert sem bendir til þess að við munum til lengri tíma ná betri viðskiptastöðu á þeim markaði en Evrópusambandið. Lík- legra er að pólitísk langtímasjónarmið fremur en viðskiptaleg búi að baki vilja stjórnvalda í Kína til þess að semja við Ísland á undan öðrum Evrópulöndum. Síðustu atburðir gefa fremur ástæðu til að skoða þau pólitísku sjónarmið en að draga þá ályktun að með slík- um samningi muni Ísland tryggja framtíðarstöðu sína í alþjóða- samfélaginu. Langsamlega stærsti hluti utanríkisviðskipta Íslands er í Evr- ópu. Útilokun á aðild að Evrópusambandinu kemur í veg fyrir að við getum tekið upp mynt sem líkleg er til að vera umgjörð nauðsynlegs stöðugleika í peningamálum. Ef utanríkisstefnan á að byggjast á sveigjanleika sem gerir okkur kleift að gera tvíhliða fríverslunarsamning við Kína en útilokar upptöku evru er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Það væri léleg hagsmuna- gæsla sem bæri vott um utanríkispólitík í vegvillum. Bjarni Benediktsson skilgreindi öðrum fremur á sinni tíð þá fótfestu sem utanríkispólitíkin stendur á. Hún fólst í bandalagi með þeim þjóðum sem næst okkur standa um menningu, pólitík, varnir og viðskipti. Í því efni hefur ekkert breyst. Stöðuna þarf hins vegar að laga að nýjum aðstæðum og breyttum tímum. Utanríkispólitísk vegvilla: Kína í stað evru ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Þegar ég var krakki var kjúklingur aðallega eitthvert fínerí í útlöndum. Á þeim árum var samræmdur matseðill á öllum heimilum landsins alla daga vikunnar, nema húsmæðrum var heimilt að velja hvort þær hefðu læri eða hrygg í sunnudagsmat- inn – og kjúklingur var ekki meðal þess sem þótti eiga erindi við landsmenn að bestu manna yfirsýn, enda hálfgert viðrini, hvorki kjöt né fiskur, engin fita, engin næring og ekki hægt að setja í súr... Ein og ein púta sem lokið hafði ævistarfi sínu var kannski elduð fyrir forvitni sakir. Þá var hún látin vera í ofni lengi dags og svo borin fram með brúnni sósu, Ora- baunum og kartöflum – eins og allt hitt. Kjúklingur på hundrede måder Smám saman opnuðust augu landsmanna þó fyrir möguleik- um þessa ágæta kjöts. Fólk sigldi; blankir stúdentar í Kaupmannahöfn lærðu að elda kjúkling på hundrede måder; nýjar matreiðslubækur ruddu Helgu Sig úr vegi hjá ungu fólki og síðast en ekki síst komu hingað innflytjendur frá Asíu og settu á fót veitingastaði sem buðu upp á ljúffenga kjúklinga- rétti. Smám saman opnuðust sem sé augu Íslendinga fyrir því að þetta kjöt var kannski ágætt þótt það bragðaðist skringilega með brúnni sósu. Kjúklingar hafa orðið æ algengari á borðum landsmanna, enda kjötið þeirrar náttúru að endalaust má leika sér með krydd og meðlæti. Fyrir nokkrum árum ríkti meira að segja samkeppni í kjúklingarækt og rétt á meðan var hann ekki verðlagður eins og munaðarvara en sú tíð er löngu liðin. Það væri nær að stöðva umferð út af kílóverðinu á kjúklingum en bensínverði. Útlenskt fúsk Og nú er farið að ræða um hugsanlegan innflutning. Þá upphefst kunnuglegt tal. Það er ekkert hægt að treysta útlensku kjöti – þeir eru ekki nógu passasamir með hlutina þarna í útlöndum... „Í útlöndum er ekkert skjól / eilífur stormbelj- andi“, eins og Hannes Hólm- steinn orti. Málsmetandi menn í landbún- aði vitna nú hver af öðrum um það að útlendingar kunni ekkert til verka við framleiðslu þessa kjöts sem eitt sinn bar þó með sér sjálfan keiminn af útlöndum. Látið er að því liggja að það verði stórhættulegt heilsu landsmanna ef innflutningur á því verði gefinn frjáls. En sé þetta nú í raun og veru svo að útlendingar séu svona illa að sér um matvælaframleiðslu þá hlýtur eiginlega að vakna sú spurning hvort nóg sé að gert. Í ljósi þeirrar miklu hættu sem steðjar að heilsu landsmanna verði innflutningur leyfður á kjúklinga- og svínakjöti – hvers vegna þá að leyfa innflutning á grænmeti? Með hverju skyldi það nú vera úðað? Einhverjum útlenskum óþverra... Er ekki full ástæða til að taka til endurskoðunar að leyfa innflutning á útlensku víni? Hvað vitum við um þær aðferðir sem tíðkast við slíkt? Er ekki fólk að trampa þetta berfætt á einhverjum vínþrúgum þarna úti í Frakklandi eins og það er nú geðslegt - er óhætt að láta afurðir af slíku inn fyrir sínar varir? Nú er ég náttúrlega ekki annað en einn aumur og ótíndur neytandi og vitlaus og réttlaus og seinþreyttur eftir því – væri sæmst að þegja bara og borga og tuða svo í bílnum á leiðinni heim. Því fer í raun og veru fjarri að það sé áhugamál mitt frekar en flestra annarra landsmanna að afkomu bænda um dreifðar byggðir landsins verði ógnað frekar en orðið er, og sjálfsagt er ýmislegt til í því að bændur eru viðkvæmari en margar aðrar stéttir fyrir hinu geggjaða vaxtaokri sem liggur eins og mara á þjóðlífinu. En kjúklinga- rækt: er það beinlínis landbúnað- ur? Það eru að minnsta kosti takmörk fyrir því hve mikið er hægt að leggja á neytendur – bændur eru ekki einir um að þjást undan vaxtaánauðinni. Og óneitanlega hlýtur maður að sperra eyrun þegar rætt er um allt að tuttugu og fimm prósenta verðlækkun verði raunverulega heimilaður innflutningur á landbúnaðarvörum. Krónan er dauð. Lengi lifi evran. Það hlýtur að blasa við að við getum ekki öllu lengur hagað mynt okkar eftir því að Davíð Oddsson virðist líta á evruna sem persónulega móðgun við sig. Andúð á evru fer að verða fyrir skringimenni, svona eins og að afneita loftslagsbreytingum af mannavöldum. Sennilega þarf raunverulega umbótastjórn Samfylkingar og Framsóknar til að ráðamenn horfist í augu við að Evrópusambandsaðild er ekki bara óhjákvæmileg heldur líka æskileg. Og kjötframleiðendur geta farið að búa sig undir samkeppnina sem henni fylgir. Og við neytendur farið að hlakka til. Í útlöndum er ónýtt kjöt GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | Innflutningur landbúnaðarvra Aðhaldsárshátíð Á dögunum skar Lárus Welding, forstjóri Glitnis, eigin laun niður um helming í aðhaldskasti. Skömmu áður hafði stjórn Glitnis líka lækkað eigin laun. En aðhaldið bitnar ekki aðeins á stjórnendunum. Þannig var öllu færra um fína drætti á árshátíð bankans um helgina heldur en fólkið í fjármálalífinu á að venjast. Borðhald var látið lönd og leið og fólk þurfti að láta sér lynda að spjalla saman og snæða standandi líkt og í kokkteil- boði. Auk þess þurftu gestir að gjöra svo vel að greiða fyrir drykki á barnum. Ef bankarnir halda svona áfram fara þeir kannski að geta boðið viðskiptavinum sínum betri vaxtakjör. Stefna Samfylkingar er skýr Í Fréttablaðinu í gær sagði sjálfstæð- ismaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson það aðeins tímaspursmál hvenær heimild yrði veitt fyrir upptöku skóla- gjalda í opinberum háskólum. Hann kvaðst finna fyrir síauknum stuðningi við málið frá samstarfsflokknum í rík- isstjórn. Í því ljósi er ekki úr vegi að minna Sigurð, sem og Samfylking- una, á stefnu Samfylkingarinnar í menntamálum eins og hún birtist í landsfundarályktun frá því í fyrra. Þar segir að flokkurinn vilji tryggja „að skólagjöld verði ekki tekin upp í almennu grunn- og framhaldsnámi við opinbera háskóla.“ Skýrara verður það varla. Stefna rektors sömuleiðis Kristín Ingólfsdóttir fagnar umræð- unni um skólagjöld. Það er því kannski rétt að minna líka á stefnu hennar frá því í rektorskjöri árið 2005: „Ég er andvíg því að líta til skólagjalda til lausnar fjárhagsvanda HÍ. Ég tel að menntun sé arðbær og að það sé skynsamlegt fyrir íslenskt samfélag að tryggja öllum án tillits til efnahags aðgang að HÍ.“ Það má því búast við því að Kristín berjist af alefli gegn áformum Sigurðar Kára og samflokks- manna hans. stigur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.