Fréttablaðið - 14.04.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.04.2008, Blaðsíða 18
[ ]Skápar eru því betri því stærri sem þeir eru. Inn í þá er hægt að koma miklu af dóti og þegar gesti ber óvænt að garði má fleygja inn í þá öllu lauslegu. SpaDealers er lítið fyrirtæki sem sérhæfir sig í viðarpott- um og gufuböðum. Fólki býðst bæði að kaupa pottana og leigja þá í styttri tíma, eins og til dæmis yfir helgi. Pottarnir frá SpaDealers koma í einingum en uppsetning þeirra er tiltölulega auðveld og þarfnast ekki sömu undirbúningsvinnu og þegar hinum hefðbundnu pottum er komið fyrir. Þórsteinn Gauti Þórðarson þúsundþjalasmiður er söluaðili SpaDealers hér á landi og býður hann einnig upp á sam- setningarþjónustu. „Ég valdi að stækka ekki fyrirtækið til þess að geta haldið öllum kostnaði niðri og til að geta gefið sem persónuleg- asta þjónustu,“ segir Þórsteinn, sem var búsettur í Finnlandi í mörg ár en þaðan koma pottarnir. „Ég var sjálfur að smíða mjög svipaða potta úti fyrir vini og vandamenn,“ segir hann. Þórs- teinn og kona hans fluttu aftur til Íslands í janúar og velti hann því fyrir sér að framleiða svona potta hérlendis en komst að því að ódýr- ara yrði að flytja þá inn. „Tækjakostur og húsaleiga á iðn- aðarhúsnæði hér á landi er svo ofboðs- lega dýr.“ Hægt er að viðar-, gas- og rafmagnskynda pottana en einn- ig er hægt að fá þá sérhannaða fyrir íslenskar hitaveituaðstæð- ur. Þeir eru búnir til úr furu sem er hitameðhöndl- uð en það gerir það að verkum að hún fær aðra eiginleika en venjuleg fura. Öll kvoða hverfur úr trénu og hefur það rýrnað eins mikið og hægt er þannig að viðurinn vindur sig ekki. Lítil hætta er á sprungu- myndum. Hægt er að láta plasta pottana að innan og er það þá gert erlendis áður en þeir eru sendir til landsins. Einföldustu pott- arnir þurfa ekkert dælukerfi og á þeim eru engir hreyfanlegir hlutir né rafmagn. Það eina sem þarf í þá er rennandi kalt vatn og gas eða viðar- kynding sem hentar vel fyrir til dæmis sumarbústaði. „Á þessum pottum eru engir rafmagnshlutir né dælur sem geta bilað. Fyllt er á pottinn og tekur kyndingin um þrjár og hálfa klukkustund. Ég er einnig með lúxuspotta en þeir eru með hreinsisíum, ljósabúnaði, nuddi og dælukerfi,“ útskýrir Þórsteinn. Pottar þessir eru vistvænir. Notað er eins lítið af plasti í þá og mögulegt er og svo er innflutn- ingsleið pottanna mun styttri en þekkist almennt. „Margir hinna hefðbundnu potta eru fluttir inn frá Bandaríkjunum og Kanada, en þessir pottar koma frá Finnlandi,“ bendir hann á. Þórsteinn býður einnig upp á gufuböð og hyggst brátt hefja innflutning á vistvænu pallaefni í sama efni og pottarnir. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér þessar vörur frekar er bent á heimasíðu fyrirtækisins www.spadealers. eu klara@frettabladid.is Einfaldir og vistvænir SpaDealers er einnig með gufuböð úr sama viði og heitu pottarnir. Einfaldir pottar sem auðvelt er að setja upp. felst í nýju húsi frá Scanwo – dönsk hönnun, frábær einangrun í veggjum (245 mm) og í þaki (400 mm) – þú sparar orku og krónur. Er það búgarður, bústaður, einbýli,tvíbýli, ein hæð eða tvær? Lausnina fi nnur þú hjá Scanwo www.scanwo.dk scanwo@gmail.com s: 895 6811 Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is HPI Savage X 4,6 öfl ugur fjarstýrður bensín torfærutrukkur. Eigum til bíla á gamla verðinu.           
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.