Fréttablaðið - 14.04.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 14.04.2008, Blaðsíða 28
 14. APRÍL 2008 MÁNUDAGUR10 ● fréttablaðið ● híbýli - stofa Hvítir veggir og svört og silfruð húsgögn geta skapað mjög smekklega og stílhreina heild. Sumum finnst samt notalegra að sleppa sér í litagleðinni og blanda saman húsgögnum og öðrum innanstokksmunum úr öllum áttum. Oft er það með ólík- indum hvaða litir geta farið vel saman og um að gera að prófa sig áfram. Áhrifin geta komið á óvart auk þess sem ólíkir litir eiga að hafa mismunandi áhrif á fólk. Á meðan grænn er talinn róandi og rauður talinn æsa upp ástríður hafa niðurstöður rann- sókna bent til þess að appelsínu- gulur litur í umhverfi barna geri þau greindari, hvað sem til er í því. - eö Líflegar vistarverur ● Stofur þar sem öllu ægir saman í ýmsum litum geta verið hlýlegar og notalegar. Grænn er talinn róandi litur.Ótrúlegustu litir fara vel saman. Rauður litur er talinn vekja upp ástríðuþrungnar tilfinningar hjá fólki. Ákveðið frelsi fylgir djörfu litavali. Gulur litur er tilvallinn til að lífga upp á stofuna og heimilið allt. NORDIC PHOTOS/GETTY R agnheiður Gröndal er þekkt fyrir sína fögru söngrödd og hefur með henni heillað marga. Milli þess sem Ragnheið- ur kemur fram til að syngja finnst henni mikilvægt að slaka á og telur stofuna kjörna til þess. Álítur hún ekki síður mikilvægt að hafa mikið af blómum í stofunni. Grænn litur er auk þess í miklu uppáhaldi hjá Ragnheiði og meðal annars þess vegna álítur hún blóm mikið þarfaþing í stofuna. Þar að auki finnst henni græni lit- urinn svo fallegur að hann lífgi upp á stofuna. Svo sé nauðsynlegt að hafa lifandi hluti í kringum sig. - mmr Blóm bráðnauðsynleg Söngkonan Ragnheiður Gröndal kýs að hafa mikið af blómum í stofunni. ● STOFUSTÁSS Blómapottar geta verið algjört stofustáss ekki síður en blómin sjálf. Þannig getur fallega mynd- skreyttur postulínspottur ljáð stofu rómantískan blæ í anda enskra hefðarsetra á meðan mósaík- pottur er vís með að vekja upp suðræna stemn- ingu. Fallega potta þarf síðan ekki alltaf að fylla með blómum heldur geta þeir staðið einir og sér þótt vissulegu hljótist hlýlegur blær af hvorutveggja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.