Fréttablaðið - 14.04.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 14.04.2008, Blaðsíða 42
18 14. apríl 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1931 Alþingi er rofið og boðað til kosninga. Miklar deilur spinnast í kjölfarið. 1957 Neskirkja í Reykjavík vígð. 1962 Handritastofnun Íslands sem síðar fékk nafnið Árnastofnun er stofnuð. 1963 Hrímfaxi, önnur af tveim- ur Vicount-vélum Flug- félags Íslands, ferst við Fornebu-flugvöll í Osló. 1973 Fyrsta hljómplata Iron Maiden, samnefnd hljóm- sveitinni, kemur út í Bret- landi. 1987 Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli vígð. 1997 Þrír menn ráðast á starfs- mann 10-11 við Suður- landsbraut og hrifsa til sín tösku með sex milljónum króna en þeir nást sam- dægurs. Ráðhús Reykjavíkur var vígt þennan dag 1992 og tekið í notkun. Þá voru liðin nákvæmlega fjögur ár frá því fyrsta skóflustungan var tekin af Davíð Oddssyni, þáverandi borgarstjóra, sem var mikill áhugamaður um framkvæmdina. Bygging hússins kostaði miklar deilur, mótmæli og á fjórða milljarð króna. Arkitektar að ráðhúsinu eru þau Margrét Harðardóttir og Steve Christer, sem sigruðu í samkeppni um hönnun þess. Ekki voru allir jafn hrifnir af útliti hússins í upphafi. Það þótti heldur rislítið fyrir svo veigamikla stofnun og margir höfðu séð fyrir sér hátimbraðra hús. Það var ekki síst hið bogamyndaða þak sem varð fyrir gagnrýni. Það þótti minna um of á braggana sem byggðir voru á stríðsárunum og lítil upphefð þótti að. Sömuleiðis höfðu ýmsir áhyggjur af lífríki Tjarn- arinnar. En nýja ráðhúsið leysti þann vanda borgarstjórnar að vera með starfsemi sína úti um allan bæ og vígsla þess var hátíðleg. ÞETTA GERÐIST: 14. APRÍL 1992 Vígsla Ráðhúss Reykjavíkur RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Ráðhúsið við Tjörnina er eitt af einstökum byggingum miðborgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Egilsson fyrrv. verslunarmaður, Hraunvangi 3, áður til heimilis að Ölduslóð 10, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðviku- daginn 16. apríl kl. 11.00. Egill Jónsson Kristjana Magnúsdóttir Ásbjörn Jónsson Unnur S. Einarsdóttir Viðar Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Agnes Árnadóttir Kópavogsbraut 1b, lést miðvikudaginn 9. apríl. Kveðjuathöfn fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 15. apríl kl. 15.00. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 26. apríl kl. 14.00. Amalía Þórhallsdóttir Ingibjörg Þórhallsdóttir Kristín S. Þórhallsdóttir Herdís Þórhallsdóttir Þorsteinn N. Ingvarsson Þórarinn Þórhallsson María R. Ólafsdóttir Lárus Þ. Þórhallsson Hildur E. J. Kolbeins Þórhildur Þórhallsdóttir Reynir Sturluson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Systir okkar, María Indriðadóttir Dvalarheimilinu, Dalbraut, áður til heimilis að Hátúni 8, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 8. apríl, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 15. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Sigurlaug Indriðadóttir Páll Indriðason Lagið Árin með hljómsveitinni Á móti sól hefur haldið sig á toppi íslenska vinsældalistans í vetur. Höfundur þess er hljómborðsleikari sveitarinnar, Heimir Eyvindsson, sem einmitt bætir við sig ári í dag og ekki bara ári heldur áratug. Hann er nefnilega fertugur. Til að halda upp á tímamótin er hann floginn ásamt konu sinni Sólrúnu Auði Katarínusdóttur til hinnar rómantísku borgar Barcelona en áður fékkst hann til að svara nokkrum spurningum for- vitins fréttamanns. Sú fyrsta var hvort hann hefði samið hið vinsæla lag í til- efni afmælisins? „Nei, ég átti nú ekki endilega við mín eigin ár heldur alveg eins einhverra annarra,“ svarar hann. Heimir býr í Hveragerði með fjöl- skyldu sinni, konu og þremur börn- um, og lýkur lofsorði á bæinn og bú- setu þar. „Hér er mjög gott samfélag og ekki spillir að við erum hér þrír úr hljómsveitinni,“ segir hann og tekur undir athugasemd blaðamanns um að Hveragerði liggi vel við sól. „Við erum hér algerlega sólarmegin.“ Aðeins eru sjö mánuðir frá því Heim- ir flutti með fjölskylduna í Hveragerði. En hann er hagvanur þar frá fornu fari. „Ég var hér í skóla sem strákur því ég ólst upp í Ölfusinu,“ upplýsir hann. Nú vill blaðamaður vita bæjarnafnið og hvort þar hafi verið stundaður sveita- búskapur. „Bærinn heitir Hátún og er rétt við Selfoss, reyndar í garðyrkju- hverfi niður með Ölfusánni en mamma og pabbi voru að vinna í öðru. Faðir minn, Eyvindur Erlendsson, er leik- stjóri og móðir mín Sjöfn Halldórsdótt- ir er verslunarkona. Foreldrar mínir búa þarna ennþá og ég átti heima þar fyrstu tuttugu ár ævi minnar. Það var mjög gott. Þægilegt umhverfi og hæfi- lega langt í næsta hús til að hægt væri að vera með hljómsveitargarg í bíl- skúrnum. Alger paradís upp á það að gera.“ Skyldi hann aldrei hafa verið í hættu þarna á bökkum Ölfusár? „Jú, jú. Við krakkarnir óðum út í miðja á eins og kjánar þegar við vorum litlir. En það fór allt vel. Svo hrundi ég úr Ing- ólfsfjallinu en lifði það af líka,“ rifjar hann upp og bætir við: „Nú er maður skíthræddur um börnin ef þau hreyfa sig eitthvað. Ég væri löngu kominn á hæli ef ég leyfði mínum krökkum að gera það sem ég fékk að gera.“ Þegar Heimir er rukkaður um frá- sagnir úr skemmtanabransa nútímans verst hann allra frétta. „Ég er lítið í að segja sögur en ég get sagt þér hvað er á döfinni hjá hljómsveitinni því hún er á fullu að vinna í nýrri plötu. Það er sú áttunda í röðinni og kemur út fyrir næstu jól.“ Heimir er ekki bara tónlistarmaður heldur líka menntaður blómaskreyt- ir. „Ég fór í gegnum Garðyrkjuskólann en vinn þó ekki við það fag heldur fæst við kennslu í Grunnskólanum í Hvera- gerði og er í fjarnámi við Kennarahá- skóla Íslands.“ Hann segir hljómsveit- arvinnuna taka talsverðan tíma og nú er ekki vert að halda honum lengur á snakki því hann er að hendast til Kefla- víkur að spila á skólaballi, daginn fyrir brottför til Barcelona. gun@frettabladid.is HEIMIR EYVINDSSON, HLJÓMBORÐSLEIKARI Á MÓTI SÓL: FERTUGUR Í DAG Ávallt sólarmegin í lífinu HLJÓMBORÐSLEIKARI OG BLÓMASKREYTIR Heimir og félagar hans úr hljómsveitinni eru alltaf á móti sól. Þessa dagana eru þeir að vinna að nýrri plötu sem kemur út fyrir jól. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kvennasögusafnið leitar eftir nöfnum stúlkna sem voru á myndum er fylgdu Teofani-sígarettum á árunum 1929 og 1930. Safnið á allmargar ómerktar myndir og biður les- endur Fréttablaðsins um aðstoð. Ef einhver ber kennsl á stúlkurnar á myndunum er hann beðinn að hafa samband við Kvennasögusafnið í síma 525-5779 eða í tölvupósti á netfangið audurs@bok.hi.is Þekkir einhver þessar stúlkur? SIMONE DE BEAUVOIR LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1986. Heiminum hefur alltaf verið stjórnað af karlmönnum og þær skýringar sem gefn- ar hafa verið á því standast engin rök. Simone de Beauvoir var fædd 9. janúar 1908. Hún var fransk- ur rithöfundur og heimspek- ingur. Þekktust er hún fyrir fræðirit sitt Le Deuxième Sexe (Hitt kynið) frá 1949 sem er talið hafa lagt grunninn að samtímafemínisma því þar er að finna ítarlega athugun og greiningu á kúgun kvenna. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, Hólmar Finnbogason Frostafold 44, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 6. apríl síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. apríl kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð hjúkrunarþjónustu Karítas, s: 551-5606 (klukkan 9-12). Karitas Magný Guðmundsdóttir Íris Hildigunn Hólmarsdóttir Gerald Leonard Rut Hólmarsdóttir Morten Wenneberg Halla Björk Hólmarsdóttir Ríkharður Örn Ríkharðsson Jóna Brynja Hólmarsdóttir Heimir Örn Hólmarsson Þórunn Karolína Pétursdóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.