Fréttablaðið - 14.04.2008, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 14.04.2008, Blaðsíða 45
MÁNUDAGUR 14. apríl 2008 21 Aðalfundur Landic Property hf. verður haldinn þriðjudaginn 22. apríl 2008 kl. 16.00 á Hótel Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík. DAGSKRÁ: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins árið 2007. 2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2007 ásamt skýrslu endurskoðanda lagður fram til samþykktar. 3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar félagsins á reikningsárinu. 4. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu félagsins. 5. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 6. Stjórnarkjör. 7. Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis. 8. Tillögur um að eftirfarandi breytingar verði gerðar á samþykktum félagsins: Breyting á grein 2.1. þannig að aðalfundur félagsins hækki heimild stjórnar til lántöku og útgáfu skuldabréfa með breytirétti úr 1.383.116.455 kr. í 1.956.968.155 (eða samsvarandi fjárhæð í evrum taki stjórnin ákvörðun um að nýta sér framangreinda heimild til að skrá hlutafé félagsins í evrum) til að mæta kaupum á hlutum í fasteignafélögum og -sjóðum og skuldbindingum þeim tengdum samkvæmt kaupsamningi, dags. 13. febrúar 2008. Muni breytirétturinn verða virkur skv. eftirfarandi: Frá 13. febrúar 2010 um allt að 533.255.477 kr. á genginu 15,4350, frá 13. febrúar 2011 um allt að 497.904.275 kr. til viðbótar á genginu 16,2068, frá 13. febrúar 2012 um allt að 474.194.548 kr. til viðbótar á genginu 17,0171 og frá 13. febrúar 2013 um allt að 451.613.855 kr. til viðbótar á genginu 17,8679. Lagt er til að hluthafar falli frá forgangsrétti sínum til áskriftar að hinu nýja hlutafé. Heimild þessi skuli gilda fram til 13. febrúar 2013, en falla þá niður að því leyti sem hún hafi ekki verið nýtt. 9. Tillögur um endurnýjaða heimild stjórnar til að hækka hlutafé félagsins um allt að 750.000.000 kr. til að mæta greiðslum við frekari fjárfestingar, og til að mæta kaupréttarsamningum. 10. Tillögur um endurnýjaða heimild stjórnar til að hækka hlutafé félagsins um allt að 1.430.000.000 kr. með áskrift nýrra hluta vegna fyrirhugaðs útboðs og skráningar félagsins í kauphöll. 11. Tillögur um endurnýjaða heimild félagsins til að kaupa eigin hluti. 12. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl. 15:00. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm virkum dögum fyrir upphaf aðalfundar. Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn félagsins skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm dögum fyrir upphaf aðalfundar. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér. Í tilkynningu um framboð til stjórnar skal gefa, auk nafns hluthafa, kennitölu og heimilisfangs, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu. Þá skal einnig upplýsa um hagsmuna- tengsl við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu. Upplýsingar um framboð til stjórnar félagsins eru aðgengilegar hluthöfum á skrifstofu félagsins eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund félagsins. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega. Stjórn Landic Property hf. AÐALFUNDUR LANDIC PROPERTY HF. Fyrrverandi OC-stjarnan Mischa Barton hefur verið dæmd á þriggja ára skilorð, án eftirlits yfirvalda. Dómsátt náðist í málinu því Mischa játaði að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Leikkonunni, sem var handtekin fyrir ölvunarakstur í desember síðastliðnum, var einnig gert að sitja þriggja mánaða fræðslunámskeið um áfengisneyslu ásamt því að greiða tvö þúsund Bandaríkjadali í sekt. Hluti af dóm- sáttinni fólst í því að litið yrði fram- hjá þeirri staðreynd við ákvörðun refsingarinnar að hún hafi verið gripin með maríjúana og einnig að hún hafi keyrt án ökuréttinda. Mischa var ekki viðstödd upp- kvaðninguna en sendi frá sér yfir- lýsingu í kjölfar hennar þar sem hún sagðist gera sér grein fyrir alvarleika málsins og taka fulla ábyrgð á eigin gjörðum. Mischa Barton á skilorð MISCHA BARTON Fékk þriggja ára skil- orðsbundinn dóm. Þrátt fyrir að velflestir samstarfsmenn George Clooney stundi golf eða hraðskreiða bíla er leikarinn lítið gefinn fyrir slíkt, því nú hefur hann upplýst að fátt kveiki meira í honum en hin sérstæða íþrótt krulla, eða curling. Clooney kynntist þessari íþrótt þegar hann var í Kanada að leika í kvikmyndinni The Perfect Storm en þá stóðu yfir vetrarólympíu- leikarnir í Salt Lake City. Clooney skildi lítið í því að þessi íþrótt skyldi vera í sjónvarpinu daginn út og inn en eftir þriggja mánaða maraþon reyndist erfitt fyrir nærstadda að ná leikaranum út af hótelherherberginu. „Ég var farinn að öskra á sjónvarpið og velta fyrir mér hinum og þessum tæknilegu atriðum,“ sagði Clooney. Clooney elskar krullu Í KRULLU George Clooney er forfallinn krulluaðdáandi. Hópur innan brasílísku lögregl- unnar sem er kallaður Sérsveitin eða Tropa de Elite þarfnast nýs leiðtoga þegar fráfarandi leiðtogi er á barmi taugaáfalls vegna barnsburðar eiginkonu sinnar. Það eru ekki margar kvikmynd- ir sem hafa setið jafn fast í mér síðustu misseri eins og City of God eða Cidade de Deus síðan hún kom, sá og sigraði á kvikmyndaár- inu 2003. Brasílísk kvikmynda- gerð hefur verið að sækja í sig veðrið síðastliðin ár með sterkum og vönduðum myndum á borð við Cidade de Deus, Tropa de Elite og Manda Bala sem hafa gert það gott um allan heim á kvikmynda- hátíðum. Tropa de Elite er meðal annars skrifuð af fyrrverandi sérsveitar- mönnum innan brasilísku lögregl- unnar og er leikstýrt af José Padil- ha, en þetta er hans önnur mynd í fullri lengd. Í myndinni er sýnd í raunverulegu ljósi sú spilling og stjórnleysi sem tröllreið brasil- ísku lögreglunni á tíunda áratugn- um. Hrátt útlit myndarinnar er óaðfinnanlegt og helst hægt að líkja því við stemninguna úr þátt- unum The Shield. Hasaratriðin eru afar vel gerð og fer ekki á milli mála að eitthvað af hrotta- skapnum í myndinni er sótt í maf- íumyndir Scorseses og The Sopr- anos. Eftir hlé gerði smá stefnuleysi vart við sig en það varði ekki lengi. Öll aðalhlutverkin eru leyst vel af hendi og þá sérstaklega Wagner Moura í hlutverki fráfallandi kapt- einsins Nascimento. Nýgræðing- urinn André Ramiro fer með hlut- verk hins samviskusama Matias og sýnir einnig mjög góðan leik. Tropa de Elite sver sig í ætt við Cidade de Deus; hrá og drungaleg frásagnaraðferð myndarinnar er mjög nákvæm og trúverðug. Groddaleg hasaratriði standa upp úr og vandaður leikur er í fyrir- rúmi. Vignir Jón Vignisson - Topp5.is Spilltar löggur KVIKMYNDIR Tropa de Elite Leikstjóri: José Pailha. Aðal- hlutverk: Wagner Moura, André Ramiro. Sýnd á Bíódögum Græna ljóssins. ★★★★ Trúverðug mynd í ætt við City of God um spillingu og stjórnleysi brasilísku lögreglunnar á tíunda áratugnum. Britney Spears varð fyrir því óláni að klessa Mercedes Benz-bíl sinn seint á laugardagskvöldinu á Ventura-hraðbraut- inni í Kaliforníu. Spears keyrði aftan á Nissan-bifreið sem hafði staðnæmst með þeim afleiðingum að sú bifreið fór aftan á annan bíl. Ekki urðu þó miklar skemmdir á ökutækjunum og eftir skýrslutöku var öllum leyft að fara. Spears virðist loks- ins, loksins vera að ná áttum í tilveru sinni eftir fremur ótrúlega rússíbanareið með til- heyrandi dvöl á geð- spítölum, meðferðar- heimilum og sjúkrahúsum. Britn- ey hefur loks fengið að hitta syni sína tvo eftir langa fjarveru og allt virðist stefna í að söngkonan geti lifað eðlilegu lífi næstu vikur og mánuði, eða þangað til eitthvað annað kemur í ljós. Britney klessir Benzinn ALLT Í GÓÐU Þrátt fyrir að hafa klesst Benzinn sinn virðist Britney vera að ná áttum eftir erfitt ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.