Fréttablaðið - 14.04.2008, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 14.04.2008, Blaðsíða 49
MÁNUDAGUR 14. apríl 2008 25                                !" # $  %  &% '  (  ! "##$ %!&%' (%"!")!*' %! +*,,'"!" -  ./" 01/  2  ) *+,- 3 ,$!  '01!!  ! ! , %"!4&%'!*%% %5!6/ '-"%" 50 !-% '!*%% %! 01/  7 8* % 50 !5 ' %! '5" .5*! 01/   9 : (%"!")!*' %!  +*,,'" ; 8&  % '01!! < 8&  %="! ,&/=/ ="! ,&/"!5>%  4 ,?(!/""" '01!!  @"!                ! 5"= "" .5*! 01/"! ,*$0" 5"!. >!)*' %".+01" '" ? / 01/5> !./0!* 1    2    3  KÖRFUBOLTI Keflvíkingar eru búnir að gera það sem enginn hefur gert áður: Þeir eru komnir í oddaleik í undanúrslitaeinvígi sínu gegn ÍR þrátt fyrir að hafa lent 2-0 undir. Keflvíkingar hafa unnið tvo síð- ustu leiki afar sannfærandi með 33 og 18 stiga mun og fá nú odda- leikinn á heimavelli í Sláturhúsinu á miðvikudaginn. Keflavík vann fjórða leikinn, 79-97, í Seljaskólan- um í gær þar sem þeir komust mest 27 stigum yfir þótt að þeir hafi lent 15-4 undir og ekki skorað í rúmar fimm mínútur í upphafi leiks. „Við Keflvíkingar höfum skrif- aði svolítið af körfuboltasögunni og ætlum að halda því áfram,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. Í stöðunni 15-4 fyrir ÍR og þegar Keflavíkurliðið var ekki búið að skora í tæpar fimm mínútur setti Sigurður Ingimundarson hinn 19 ára gamla Þröst Leó Jóhannsson inn á völlinn. „Ég hugsaði bara um að koma þessu í gang, koma með baráttu og reyna að láta eitthvað gerast,“ sagði Þröstur en Keflavík vann síðustu 3 mínútur fyrsta leikhlut- ans 16-2 og var komið þremur stig- um yfir, 17-20, í lok hans. „Það er langskemmtilegast að koma inn á í svona leikjum og kannski má segja það að ég njóti mín þegar spennan er mest,“ sagði Þröstur sem fékk aðeins að spila í 3 mínútur í fyrstu tveimur leikjunum en hefur verið með 30 stig og 13 fráköst á 33 mín- útum í síðustu tveimur leikjum. „Við vorum ekki með hausinn í lagi til þess að byrja með en svo horfðum við á þetta og sáum að við vorum ekki búnir að vera nægilega stoltir af sjálfum okkur. Við þurfum að fá aðeins meiri hroka í okkur og það hefur sýnt sig að það virkaði. Það er nóg eftir, við þurfum að vinna einn leik í viðbót og svo ætlum við að fara alla leið,“ sagði Þröstur sem var með 19 stig og 7 fráköst í gær og Keflavík vann leikinn 65-40 þær 20 mínútur sem hann spilaði. „Þröstur er gríðarlega góður leikmaður en hann er í gríðarlegri baráttu við góða menn. Hann hefur verið að spila frábærlega í tveimur síðustu leikjum og það er klárt að liðið er betra með menn eins og hann svona góða. Hann kveikti í liðinu í dag sem sinni bar- áttu. Hann er mikill keppnismað- ur og svoleiðis menn skila alltaf einhverju inn á völlinn,” sagði Sig- urður þjálfari um Þröst. Keflavíkurliðið hefur heldur betur sýnt það í síðustu tveimur leikjum að í liðinu býr hjarta sig- urvegarans. Þjálfarinn Sigurður Ingimundarson er sammála því. „Þetta eru strákar sem hafa gert meira en margir aðrir í íþróttum og menn skyldu síst vanmeta kraftinn í þeim. Menn vöknuðu af værum blundi. Menn áttuðu sig bara á því að það var ekki okkur sæmandi að vera að spila eins og við gerðum í fyrstu tveimur leikj- unum. Það þurfti að kveikja aðeins í þeim en þeir eru með það á hreinu núna,“ sagði Sigurður og bætti við: „Ég þurfti ekkert að gera fyrir þennan leik því strákarnir eru alveg með það á hreinu hvað er í gangi. Við erum ennþá pollrólegir en eitt er víst, við ætlum að gera okkur klára fyrir næsta leik. Við höfum tekið þetta sem einn leik fyrir í einu en núna ætlum við að vera nokkuð vissir um það að við séum tilbúnir í næsta leik,“ sagði Sigurður. Hann hefur fengið risaframlag frá Tommy Johnson af bekknum í síðustu tveimur leikjum en hann einsamall hefur skorað 50 stig á móti 24 frá öllum varamönnum ÍR-inga. En hefur Tommy unnið sér sæti í byrjunarliðinu? „Það er ekkert víst því það er aldrei að vita hverju ég tek upp á,“ sagði Sigurður í léttum tón. Nate Brown og Sveinbjörn Cla- essen voru manna líflegastir hjá ÍR-ingum sem hafa látið slá sig út af laginu í síðustu leikjum. Mestu munar um að Hreggviður Magn- ússon hefur aðeins skorað 17 stig í þessum tveimur leikjum þar af 13 þeirra í svokölluðum rusltíma þegar leikurinn er tapaður. Tommy Johnson og Þröstur Leó Jóhannsson voru frábærir í liði Keflavíkur en eins léku þeir Sig- urður Gunnar Þorsteinsson, Gunn- ar Einarsson og Arnar Freyr Jóns- son stórt hlutverk í sigrinum en Bobby Walker og Magnús Þór Gunnarsson voru væntanlega að spara sig fyrir oddaleikinn. ooj@frettabladid.is Þröstur kveikti í Keflavíkurliðinu Leikur ÍR-inga hefur hrunið gegn grimmum Keflvíkingum í síðustu tveimur leikjum og deildarmeistararn- ir hafa endurskrifað körfuboltasöguna með því að jafna í 2-2 eftir að hafa unnið stóra sigra í röð. 50 STIG Í SÍÐUSTU TVEIMUR LEIKJUM Tommy Johnson hjá Keflavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SVEKKELSI Sveinbjörn Claessen var ekki sáttur við dómarana í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MAÐUR KVÖLDSINS Þröstur Leó Jóhannsson, hin 19 ára gamla hetja Keflavíkur, í Hellinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI ÍR-ingar hafa tapað síðustu tveimur leikjum stórt en það er þó engin uppgjöf í þeirra herbúðum. „Þetta er búið að vera erfitt hjá okkur í undanförnum tveimur leikjum út af einni ástæðu og það er út af því að við höfum ekki spilað okkar leikskipulag. Þeir eru búnir að ná því markmiði að setja okkur út úr því. Við spiluðum vel í upphafi leiks og vorum þá inn í okkar leikskipu- lagi en misstum þá síðan gjör- samlega frá okkur í seinni hálfleik,” sagði Hreggviður eftir leikinn í gær. Hreggviður skoraði 8 af 11 stigum sínum eftir að ÍR var komið 25 stigum undir og hefur aðeins náð 15 skotum á körfuna í síðustu tveimur leikjum. Hann er ekki á því að þetta sé hrunið hjá ÍR þrátt fyrir tvö slæm töp. „Við eigum harma að hefna eftir undanfarna tvo leiki. Staðan er 2-2 og það getur allt gerst. Bæði lið eru búin að sýna það að þau kunna að spila körfubolta og nú er þetta einvígi komið alla leið í úrslitaleik. Það er mikil spenna og bara gaman að því,“ segir Hreggviður og fram undan er oddaleikur á miðvikudaginn. „Það verður allt gefið í oddaleikinn. Blóð, sviti og tár verða skilin eftir á vellinum. Hvorugt liðið vill fara í sumarfrí og það ætti að vera yndislegur kokkteill,” sagði Hreggviður eftir leikinn í gær. - óój Hreggviður Magnússon hjá ÍR: Hafa sett okk- ur út úr okkar leikskipulagi TVÖ AF 11 STIGUM ÍR-ingurinn Hreggvið- ur Magnússon í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Iceland Express-deild karla ÍR-Keflavík 79-97 (39-48) Stig ÍR: Nate Brown 17 (11 stoðs., 9 frák.), Svein björn Claessen 14, Tahirou Sani 14, Hreggviður Magnússon 11, Eiríkur Önundarson 9, Ólafur Jónas Sigurðsson 5, Steinar Arason 3, Ómar Sævarsson 2, Davíð Þór Fritzson 2, Þorsteinn Húnfjörð 2. Stig Keflavíkur: Tommy Johnson 28 (4 stoðs., 3 stolnir, 29 mínútur), Þröstur Leó Jóhannsson 19 (7 frák., 20 mín.), Bobby Walker 16 (4 stoðs.), Gunnar Einarsson 9, Sigurður Gunnar Þorsteins son 9 (7 frák., 4 stoðs.), Arnar Freyr Jónsson 8 (8 stoðs.), Jón Norðdal Hafsteinsson 4, Magnús Þór Gunnarsson 4. Staðan er 2-2 í einvíginu ÚRSLITIN Í GÆR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.