Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 500015. apríl 2008 — 102. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Með vorinu fá margir fiðring í tærnar og vilja komast út að hreyfa sig. Stafganga er íþrótt sem verður vinsælli með hverju árinu. „Ég er svo heppin að vinna við mitt áhugamál, sem er hreyfing,“ segir Jóna Hildur Bjarnadóttir, sviðsstjó i hjá almenningsíþróttasviði ÍSÍannar gangan er erfiðari en það hélt og hvað hún er skemmti- leg. Við förum í brekkur og gerum ýmsar æfingar og þetta er alhliða líkamsrækt.“Á námskeiðunum er byrjendahópur þar sem farið er yfir tækniatriðin og svo framhald hó gengur regluleg ll Ekki of ung fyrir stafina FRETTAB LAÐ IÐ /STEFÁN Jóna Hildur Bjarnardóttir segir stafgöngu skemmti-lega íþrótt fyrir alla. Ljósmyndasýning undir yfirskrift-inni Alþjóðasamfélagið Ísland var opnuð í Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða við Skúlagötu í síðustu viku og stendur til 1. maí. Á sýningunni má sjá ljósmyndir Þórdísar Erlu Ágústsdóttur af starfsfólki Landspít- ala, en það er af ýmsu þjóðerni. Morgunverðarfundur um forvarnir verður haldinn á vegum samstarfshópsins Náum áttum á Grand hóteli á morgun, miðviku-daginn 16. apríl. Fundurinn er haldinn undir yfirskriftinni Ávinn-ingur forvarna – hvað kostar að gera ekki neitt? og stendur frá klukkan 8.15 til 10. Hádegisfundur um heilsueflingu á vinnustöðum verður einnig haldinn á morgun í Háskólanum í Reykjavík frá klukkan 12 til 14. Fjallað verður um heilsueflingu á vinnustöðum í samhengi við heilbrigði, vinnu-vernd og lýðheilsu, og gefnar verða ráðlegg-ingar. JÓNA HILDUR BJARNADÓTTIR Heppin að vinna við aðaláhugamálið heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS Þú færð UMM-réttina í Nesti á N1 stöðinni. 30.000 blaðberar komnir til landsins Bros í afmælisgjöf Í tilefni af fimmtugs- afmæli Elísabetar Jökulsdóttur hafa bræður hennar stofn- að afmælissjóð til að safna fyrir nýju brosi henni til handa. FÓLK 30 Fabúla og Frederike Fabúla hefur samið lag við ljóð þýskrar myndlistarkonu sem upplifir tónlist í litum. FÓLK 22 Jafnrétti í námi ekki náð Kennaraháskóli Íslands og Þroskahjálp gefa út nýja bók. TÍMAMÓT 18 ÞRIÐJUDAGUR FÉLAGSMÁL Foreldrar barna sem fæðast í byrjun árs þurfa að bíða í þrettán mánuði eftir að fá greiddar barnabætur. Foreldrar barns sem fæðist á gamlárs- dag bíða aðeins í þrjátíu daga eftir fyrstu greiðslu. Tekjutenging barnabóta ræður greiðslufyrirkomulagi. Barnabætur eru ekki tekjutengdar í öðrum Evrópu- ríkjum og greiðast út um leið og barn hefur verið skráð í þjóðskrá. Umboðsmaður barna telur réttlætis- mál að breyta reglum um greiðslu bótanna. Barnabætur á Íslandi greiðast út eftir á vegna barna sem framteljandi hefur hjá sér í árslok og því greiðast engar barnabætur á fæðingarári barns. Sú staða kemur því upp að eitt ár líður á milli greiðslu bóta til foreldra tveggja barna þó að aðeins sekúndur líði á milli fæðingar þeirra. Guðrún Jónsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs ríkisskattstjóra, segir að miðað sé við fjölskyldustöðu í árslok. „Þegar fjölskyldustaðan segir að ekkert barn sé til staðar eru ekki greiddar út barnabætur árið eftir. En það er alveg rétt að ef tvær mínútur eru á milli barna sitt hvoru megin við áramót þýðir það rúmu ári lengri bið fyrir foreldra yngra barnsins. Þeir fá þá hins vegar greiddar bætur lengur.“ Guðrún segir að þegar horft sé til annarra landa á Norðurlöndum sé annað fyrirkomulag við greiðslu bótanna, enda séu bætur þar ekki tekjutengdar. „Þetta er einfaldasta kerfið vegna tekjutengingarinnar.“ Á Norðurlöndunum greiðast bætur um leið og barn hefur verið skráð í þjóðskrá. „Kerfið okkar stangast á við það sem gerist annars staðar á Norðurlöndunum og í Evrópu,“ segir Guðrún. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, segir að leitað hafi verið til embættisins varðandi mál af þessum toga. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé réttlætismál. Það verður að gæta sanngirni í greiðslu bótanna. Þær eru hluti af skattkerfinu og því er þetta gert á ársgrundvelli. En mér finnst mikilvægt að ráða- menn skoði þessi mál enda fáum við reglulega gagnrýni á okkar borð á þessu fyrirkomulagi.“ Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmála- ráðherra né Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar. - shá Mínúta getur kostað þrettán mánaða bið Barnabætur eru ekki greiddar út á fæðingarári barns. Foreldrar barns sem fæð- ist í ársbyrjun fá greiddar bætur eftir þrettán mánuði. Fæðist barn í lok árs fást bætur eftir þrjátíu daga. Gæta verður sanngirni segir umboðsmaður barna. LH HESTAR Gjörbylting í tæknimálum Sérblað frá Landssambandi hesta- mannafélaga HLÝNANDI Í dag verður suðlæg átt, 5-10 m/s. Bjart með köflum norðan til og austan, annars skýjað, og úrkomulítið en hætt við smá súld með ströndum sunnan til og vestan. Hiti 4-9 stig að deginum. VEÐUR 4 5 4 6 36 ÍÞRÓTT • MENNING • LÍFSSTÍLL lh hestar ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 Ekkert tilboð barst í Stóðhestastöð-ina í Gunnarsholti í seinna útboði. Tilboðsfrestur var til 8. apríl. Í fyrra útboði í febrúar bárust nokk-ur tilboð. Hæsta tilboð kom frá Óla Pétri Gunnarssyni á Selfossi, 107 milljónir, en því var hafnað. Áttatíu milljónir af söluvirði Stóð-hestastöðvarinnar áttu að renna til Rangárhallarinnar á Gaddstaða-flötum. Hún er nú komin undir þak. Kristinn Guðnason, formaður byggingarnefndar, segir að upp-hæðin sé komin á yfirdrátt Ó íé Ekkert tilboð í Stóðhestastöðina Stóðhestastöðin í Gunnarsholti. MYND/JENS EINARSSON Umræða um hátt verð á hross-um og góðæri í hrossabúskap hefur áhrif. Skatturinn rannsak-ar nú eigendaskipti í WorldFeng. Skráðir hrossabændur fá þessa dagana sendar athugasemdir frá skattstjóra. Þeir eru beðnir að gera grein fyrir eigendaskiptum á hrossum sem ekki hafa komið fram á skattaskýrslu. En eins og hestamenn vita eru ekki öll hross dýr. Mörg eru afgangur sem geng-ur kaupum og sölum í hestakaup-um og alls kyns braski. Skemmt-un sem oftast skilar tapi. Menn hafa ekki séð ástæðu til að telja slíkt fram. Nákvæmari skráning-ar hrossa setja braskara í vanda. Nú stefnir í að þeir þurfi að borga virðisaukaskatt af hestakaupum. Virðisaukaskatt- ur á hestakaup Glæsilegt barnasvæði verður út-búið á LM2008 í samvinnu við Húsasmiðjuna. Þar verður að finna næstum allt milli himins og jarðar sem hugsanlega getur glatt barnshjartað: Leiktjald, húsdýr af ýmsum stærðum og gerðum, sand-kassa, rólur, fótbolta, ratleiki, bad-minton og smáhýsi. Síðast en ekki síst verður börnunum boðið á hest-bak. Gæsla verður á barnasvæð-inu frá fimmtudegi til sunnudags. Barnasvæði á LM2008 Ráðstefnur um tannheilsu og tannröspun hrossa verða haldnar í byrjun maí á vegum LH, FH og FT. Aðalfyrirlesari verður Torbjörn Lundström, tannlæknir og sér-fræðingur í tönnum hesta. Fyrri ráðstefnan verður haldin í Fjöl-brautarskóla Suðurlands á Selfossi 2. maí og sú seinni á Sauðárkróki 3. maí. Ráðstefnurnar verða aug-lýstar nánar á Netmiðlum hesta-manna. Ástæðan fyrir ráðstefn-unum er meðal annars sú að risið hefur ný stétt fagmanna sem sér-hæfa sig í röspun tanna í hestum. Raspa þeir tennurnar mun meira en áður þekktist og nota slípir-okka og önnur stórtæk áhöld við verkið. Deyfa verður hrossin sér-staklega fyrir aðgerðina. Tannráðstefna Sveinn Guðmundsson á Sauðár-króki hefur verið þátttakandi í öllum landsmótum frá upphafi, ýmist sem knapi eða ræktandi. Hann er nú áttatíu og sex ára og undirbýr sig fyrir sitt átjánda landsmót. Á fyrsta landsmóti hestamanna, á Þingvöllum 1950, sat Sveinn gæðinginn Árna-Blesa og varð í öðru sæti í góðhestakeppninni. Hann var þá tuttugu og átta ára. Á Þveráreyrum 1954 urðu þeir aftur í öðru sæti. Þá sýndi hann einn-ig stóðhestinn Goða frá Miðsitju og hryssuna Ragnars-Brúnku frá Sauðárkróki. Á Skógarhólum 1958 urðu Sveinn og Árna-Blesi efstir í A-flokki gæðinga. Kynbótahross og gæðingar á landsmótum und-anfarinna ára eiga flestir ættir að rekja til hrossa Sveins. UPPHAFIÐ VEGUR ÞYNGST„Guðmundur sonur minn sér alveg orðið um hrossabúið,“ segir Sveinn. „Það er eitthvað af hross-um í þjálfun. Einhver verða sýnd. En hrossin þurfa að vera svo vel tamin í dag til að eiga einhverja möguleika. Þegar ég var að byrja þá voru ekki nema nokkrir menn á landinu sem kunnu þetta. Nú er snillingur á hverjum bæ. Geta hrossanna var til staðar hér áður fyrr. En þá rákum við hrossin suður Kjöl; vorum komnir kvöldið fyrir sýningu. Nú er öllum keppnishrossum ekið á mótsstað nokkrum dögum fyrir mót. Þetta er eins og svart og hvítt, undir-búningurinn, tamningin, umgjörð-in og aðstaðan.“ - Hvaða gripir standa upp úr í þinni ræktun þegar þú lítur til baka? „Ætli það séu ekki Ragnars-Brúnka og Síða dóttir hennar. Upp-hafið vegur þyngst. Öll okkar hross eru út af þeim. Þær hefðu örugg-lega gefið ennþá betri hross ef stóðhestaúrvalið hefði verið eins og það er nú. Í þá daga var ekkert úrval, maður leiddi undir þann hest sem næstur var,“ segir Sveinn Guð-mundsson, hetjan frá Króknum. Átjánda landsmótið Sveinn Guðmundsson á Sauðárkróki hefur verið á öllum landsmótum hestamanna frá upphafi. MYND/EIRÍKUR JÓNSSON Erlingur Erlingssontelur kynbótardóma hafa þróast í íþróttakeppni á beinni braut.BLS. 6 SAMFÉLAGSMÁL Tæplega fjögur prósent drengja í framhaldsskól- um hafa þegið greiða eða greiðslu fyrir kynlíf samkvæmt rannsókn sem rannsóknir og greining gerði í samvinnu við menntamálaráðu- neytið árið 2004. Hlutfall stúlkna sem slíkt hafa gert er 1,7 prósent. Ólöf Ásta Farestveit, forstöðu- maður Barnahúss, segir enga ástæðu til að ætla að þetta hlutfall kynjanna beggja hafi lækkað. - jse / sjá síðu 14 Unglingar og kynlíf: Þiggja greiða fyrir kynlíf VIÐGERÐ HAFIN Vinnupallar fikra sig upp eftir turni Hallgrímskirkju þessa dagana vegna steypuviðgerða sem standa munu næstu tólf til átján mánuði. Vinnupallarnir munu áður en yfir líkur ná upp á topp kirkjunnar, eða í 74 metra hæð. Viðgerðin mun kosta um 250 milljónir króna og verður kostuð af ríkissjóði, Reykjavíkurborg og þjóðkirkjunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Snæfell í úrslit Snæfell er komið í úrslita- rimmu Iceland Express-deildar karla eftir ótrúlegan sigur á Grindavík í framleng- ingu. ÍÞRÓTTIR 26 VEÐRIÐ Í DAG

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.