Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 2
2 15. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Gott á þriðjudegi Plokkfiskur Nóatún mælir með 798 kr.kg María, ert þú kannski rúsínan í pylsuendanum? „Nei, við erum ekki enn farin að bjóða pylsur með rúsínum.“ María Einarsdóttir, sem afgreitt hefur pylsur á Bæjarins beztu í 33 ár, er orðin víðfræg um allan heim af störfum sínum vegna umfjöllunar erlendra fjölmiðla. Nauðgun í Reykjanesbæ Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar meinta nauðgun á skemmtistaðnum Trix í Reykjanesbæ aðfaranótt sunnu- dags. Kæra hefur ekki verið lögð fram en grunur leikur á að sautján ára stúlku hafi verið nauðgað á salerni skemmtistaðarins. LÖGREGLUFRÉTTIR SIMBABVE, AP Hæstiréttur í Simbabve hafnaði í gær kröfu stjórnarandstæðinga um að úrslit forsetakosninga verði birt án tafar. Stjórnmálakreppa hefur lamað landið í meira en tvær vikur meðan úrslita hefur verið beðið. Morgan Tsvangirai, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar, segist hafa sigrað í kosningunum, sem haldnar voru 29. mars síðastliðinn. Hann sakar Robert Mugabe forseta um að neita að birta úrslitin, svo hægt verði að halda seinni umferð kosninganna, þar sem kosið yrði á milli þeirra tveggja. - gb Hæstiréttur Simbabve: Hafnar kröfu um birtingu ALEC MUCHADEHAMA Lögmaður kjör- stjórnar ræðir við fjölmiðla. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL „Við fórum yfir þessi átök og ummæli og báðir eru sam- mála um að þau stóru orð sem féllu væru að baki og þau skipta vonandi engu í framtíðinni,“ sagði Guðni Ágústsson, formaður Fram- sóknarflokksins, eftir fund með Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Í tvígang lét Ólafur stór orð falla um Óskar Bergsson, borgar- fulltrúa Framsóknarflokksins, og flokk hans. Í fyrra skiptið sagði hann borgarstjórn setja niður við nærveru Óskars og í síðara skiptið að Framsóknarflokkurinn hefði gengið flokka lengst í þjónustu við verktaka og auðmenn. Óskar Bergsson og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir sátu fundinn auk Guðna og Ólafs. Guðni sagðist í samtali við Fréttablaðið hafa óskað eftir fund- inum, sem hefði verið opinskár og einlægur. Engar afsökunarbeiðnir hefðu þó verið bornar fram. „Við Ólafur höfum ávallt verið vinir og það kom fram á fundinum að við virðum hvorn annan og viljum hafa heiðarleika og hugsjónir að leiðarljósi í pólitík.“ Ólafur F. Magnússon borgar- stjóri sagði umræður á fundinum hafa verið uppbyggilegar. „Við Guðni vorum sammála um að horfa fram á veginn í stað þess að staldra við það sem er að baki. Við virðum sjónarmið hvors annars og kvöddumst í sátt,“ sagði Ólafur. - bþs Borgarstjóri og formaður Framsóknarflokksins ræddu skærur síðustu vikna: Slíðruðu sverðin í Ráðhúsinu VINIR Guðni Ágústsson og Ólafur F. Magnússon takast í hendur. Óskar Bergsson stendur hjá. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Pólverjinn Premy slaw Plank var handtekinn af lögreglu höfuðborgarsvæðisins um kvöldmatarleytið í gær. Til stóð að taka af honum skýrslu í gærkvöld. Í dag verður væntanlega lögð fram krafa um gæsluvarðhald yfir honum og hann leiddur fyrir dómara. Handtaka Premyslaw Plank fór fram í kjölfar þess að lögreglu yfirvöldum hér barst bréf frá lögreglunni í Póllandi þess efnis að óskað var handtöku. Gögn varðandi morðmál sem Plank er grunaður um aðild að eru væntanleg frá pólskum lögregluyfirvöldum hingað til lands á næstu dögum. Eins og Fréttablaðið greindi frá um helgina hefur Plank verið eftir lýstur í heimalandi sínu frá því á síðasta ári vegna rannsóknar á morðmáli þar sem pólskur karlmaður var sviptur lífi með sveðju. Þetta hrottalega morð var framið í Wloclawek í Póllandi. Pólska lögreglan gaf út handtökuskipun á hann á síðasta ári. Hann var þá í tengslum við glæpahóp sem fékkst einkum við fíkniefnasölu, peningaþvætti, vopnuð rán og fleira þvíumlíkt. Lögreglu grunar að þessi hópur sé að færa út kvíarnar, meðal annars með því að selja pólskar konur í vændis þjónustu til Þýskalands. Þegar handtökuskipunin var gefin út hélt hann til Íslands. Plank bar af sér sakir í fjölmiðlum í gær. Hann neitaði jafnframt að tengjast pólsku mafíunni. Plank starfaði í blikksmiðju í Hafnarfirði en var sagt upp störfum meðan mál hans væri til rannsókn- ar og niðurstaða fengist. Í úttekt sem pólskt dagblað gerði nýlega á samfélagi Pólverja á Íslandi kemur fram að maðurinn og félagar hans stundi að taka hús á löndum sínum, búsettum hér, og neyði þá til að láta þá hafa peninga, sem þeir geri til að forðast vand- ræði. Heimildir blaðsins herma að lögreglan hafi í tvígang haft afskipti af Plank á undanförnum vikum; í annað skipti í byrjun mars vegna ofbeldismáls í Hafnar firði. Hitt tilvikið var í byrjun þessa mánaðar þegar Plank var handtekinn ásamt sex öðrum í Árbænum. Sjömenningarnir voru taldir viðriðnir slagsmál en þegar þeir gátu ekki framvísað skilríkj- um voru þeir færðir á lögreglustöð. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku. Lögreglan á höfuðborgar svæðinu tók að svipast um eftir Plank síðdegis í gær eftir að handtökubeiðnin hafði borist frá Póllandi. Hann reyndist ekki vera heima hjá sér, en lögreglumaður náði svo símasam- bandi við hann. Það leiddi til þess að maðurinn kom sjálfviljugur á lögreglustöð þar sem hann var handtekinn. Plank handtekinn eftir að beiðni barst Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók Pólverjann Premyslaw Plank í gær- kvöld. Hann var eftirlýstur vegna rannsóknar lögreglu á hrottalegu morði í heimalandi hans. Handtökubeiðni barst síðdegis í gær frá pólsku lögreglunni. BANDARÍKIN, AP Barack Obama og Hillary Clinton halda áfram að slást af hörku og skiptast á ásök- unum. Vika er þangað til næst verður haldið prófkjör í forseta- framboðsbaráttu flokkanna, að þessu sinni í Pennsylvaníu. Í gær dró Obama í efa andstöðu Clintons við fríverslunarsamn- ing Norður-Ameríku, en Clinton svaraði jafnharðan og sagðist ætla að leiðrétta þau mistök sem eiginmaður hennar, Bill Clinton, hefði gert á forsetatíð sinni þegar hann undirritaði þennan samn- ing. Á sunnudag svaraði Obama einnig fullum hálsi ásökunum frá Clinton um að hann væri hroka- fullur fulltrúi yfirstéttarinnar. Obama hefur sætt gagnrýni, meðal annars frá Clinton, fyrir ummæli sín fyrir helgi um að alþýðufólk í Bandaríkjunum hafi svo gríðarlegan áhuga á byssum og trúarbrögðum vegna þess eins hve biturt það sé út af bágri fjár- hagsstöðu sinni. Obama gerði grín að stuðningi hennar við réttindi byssueigenda og bætti því við að afrekaskrá hennar sem öldungadeildarþing- maður og forsetafrú styddi engan veginn þær fullyrðingar hennar að hún bæri sérstaka umhyggju fyrir verkalýðsstéttinni. „Hún veit betur. Hún ætti að skammast sín,“ sagði Obama. - gb Hörð barátta Baracks Obama og Hillary Clinton viku fyrir prófkjör: Halda áfram að slást af mikilli hörku CLINTON OG OBAMA Brosmild þrátt fyrir síharðnandi átök. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort Birgir Páll Marteinsson áfrýjar sjö ára fangelsisdómi þeim sem hann fékk í Færeyjum síðastliðinn föstudag. Hann hefur frest til 25. apríl til ákvörðunar þar um, en þá eru fjórtán daga liðnir síðan dómur féll. Olavur Jákup Kristoffersen, verjandi Birgis, hefur ekki enn hitt skjólstæðing sinn. Hann hafði vonast til að það gengi eftir í gær en vegna óviðráðan- legra orsaka varð ekki af fundinum. Búast má við ákvörðun um áfrýjun á næstu dögum. - kóp Íslenski fanginn í Færeyjum: Ekki áfrýjað enn í Færeyjum DÓMSMÁL Þrítugur karlmaður var dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir aðild sína að fjársvikamáli við Tryggingastofnun ríkisins. Maðurinn er sakfelldur fyrir að hafa þegið um 1,3 milljónir króna fyrir að koma illa fengnu fé undan. Þá var ríflega fimmtug kona dæmd í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, en hún kom um sjö milljónum undan og fékk um helming þeirra í sinn hlut. Alls eru tuttugu manns ákærðir málinu og er aðalsak- borningur er kona sem starfaði hjá TR. - kóp Tveir dómar falla í TR-málinu: Átta mánuðir fyrir fjársvik SAMGÖNGUR Enn hillir ekki undir framkvæmdir við svokallaðan Suðurstrandarveg frá Þorláks- hafnar til Hlíðarvatns. Að sögn bæjarráðs Ölfuss stóð til að farið yrði í útboð á vegin- um fyrir hálfu ári. Framkvæmd- in hafi átt að vera hluti mótvægis- aðgerða vegna niðurskurðar á aflaheimildum. „Ein af þeim aðgerðum sem ákveðið var að fara í var lagning Suðurstrandarvegar frá Þorláks- höfn og vestur fyrir Hlíðavatn,“ segir bæjaráð Ölfuss, sem vill að samgönguyfirvöld sjái til þess að frekari tafir verði ekki á útboð- inu. - gar Óþreyja í Ölfusinu: Undrast tafir á vegagerð ÞORLÁKSHÖFN Bæjarráð vill fá Suður- strandarveg. Synda frítt inn í sumarið Hafnfirðingar ætla að hafa frítt í sund í laugum sínum á sumardaginn fyrsta í tilefni 100 ára afmælis bæjarins sem er í sumar. HAFNARFJÖRÐUR LÖGREGLUSTÖÐIN Maðurinn gaf sig sjálfviljugur fram á lögreglustöð eftir að lögregla hafði náð símasambandi við hann. HANDTEKINN Í ÁRBÆ Plank var í hópi sjö manna sem handteknir voru í Árbænum í mars vegna gruns um að hafa beitt ofbeldi. Þeir voru allir skilríkjalausir en sleppt að lok- inni skýrslutöku. MYND/VISIR.IS SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.