Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 8
8 15. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1. Hver er leiðtogi nýja miðju- hægriflokkabandalagsins Frjálsrar þjóðar á Ítalíu? 2. Hver skoraði síðara mark Manchester United gegn Arsenal á sunnudag? 3. Hver er söngvari hljóm- sveitar innar Veðurguðanna? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki KENNARI NÁMSKEIÐSINS, SIGURÐUR JÓNSSON, LÆRÐI LJÓSMYNDUN Í SCHOOL OF VISUAL ARTS Í NEW YORK OG ÖÐLAÐIST MEISTARARÉTTINDI Í LJÓSMYNDUN ÁRIÐ 1989. HANN HEFUR HALDIÐ NÁMSKEIÐ Í STAFRÆNNI MYNDVINNSLU FYRIR LJÓSMYNDARAFÉLAG ÍSLANDS, LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS, MARGMIÐLUNARSKÓLANN, IÐNSKÓLANN Í REYKJAVÍK OG NÚ Í 4 ÁR HJÁ NTV. FYRIR HVERJA? Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna við grafík og stafræna myndvinnslu og vilja ná dýpri þekkingu og skilningi á nær óendan- legum möguleikum þessa verkfæris. Námið er undirbúningur fyrir alþjóðlegt próf sem gefur gráðuna: Adobe Certified Expert. INNTÖKUSKILYRÐI: Þeir sem hyggja í þetta nám þurfa að hafa einhverja reynslu í Photoshop og undir- stöðuþekkingu á Windows umhverfinu. Einnig þarf góða enskukunnáttu þar sem flest námsgögn eru á ensku. KENNSLUTILHÖGUN Mánudaga og miðvikudaga 18-22. Byrjar 21. apríl og lýkur 28. maí NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI PHOTOSHOP EXPERT - ALVÖRU PHOTOSHOP NÁMSKEIÐ - PHOTOSHOP EXPERT Við hjá NTV leyfum okkur að fullyrða að þetta sé eina námskeiðið sem uppfylli kröfur þeirra sem einhverja reynslu hafa í Photoshop. Námskeiðið er yfir- gripsmikið þar sem mikið er lagt upp úr þeim þætti sem snýr að eftirvinnslu s.s. litgreiningu, prófílum, upptöku aðgerða, skipulag, meðferð RAW skráa, og öllum þeim aðgerðum sem áður fyrr voru fram- kvæmdar í myrkrakompu. VIÐSKIPTI Fjármálaeftirlitið segist á undanförnum mánuðum hafa tekið æ fleiri mál til athugunar sem varði grun um svonefnda markaðsmisnotkun. Hins vegar fást engar upplýsingar um það hversu mörg mál eftirlitið hefur tekið til skoðunar það sem af er ári. Fram kemur í ársskýrslu eftir- litsins fyrir síðasta ár að þá voru fimm slík mál tekin til athugunar. Þremur þeirra lauk án aðgerða en tvö voru enn til skoðunar um ára- mótin. Árið á undan tók eftirlitið þrjú mál til athugunar. Tveimur þeirra lauk án frekari aðgerða. Undanfarið hefur eftirlitið haldið námskeið fyrir starfsmenn fjármálafyrirtækja þar sem fjall- að er um markaðsmisnotkun, en yfir 300 manns hafa þegar sótt slík námskeið. Í markaðsmisnotkun felst meðal annars að eiga viðskipti sem byggjast á tilbúningi eða blekk- ingum, eða dreifingu á röngum upplýsingum, fréttum eða orð- rómi. Í þessu felst einnig að eiga viðskipti eða gera tilboð sem gætu falið í sér röng eða misvísandi skilaboð um framboð, eftirspurn eða verð. Einnig telst það til markaðs misnotkunar að tryggja eða búa til óeðlilegt verð. Bent er á það á námskeiðinu að það brjóti ekki gegn þagnarskyldu starfsmanna fjármálafyrirtækja að tilkynna grun um markaðsmis- notkun til Fjármálaeftirlitsins, næsta yfirmanns eða regluvarðar. Með öðrum orðum sé ekki hægt að skýla sér á bak við þagnarskyldu, vakni grunur um markaðsmis- notkun. Dæmi eru um að menn hafi verið dæmdir fyrir markaðsmis- notkun. Árið 2003 var þáverandi starfsmaður Kaupþings dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir mark- aðsmisnotkun og fleiri brot. - ikh Yfir 300 manns hafa sótt námskeið Fjármálaeftirlitsins þar sem fjallað er um markaðsmisnotkun: Geta ekki skýlt sér bak við þagnarskyldu RUT GUNNARSDÓTTIR Lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu hefur haft yfirumsjón með fræðslu um markaðsmisnotkun. VIÐSKIPTI Fyrirtækið Data Íslandia hefur þróað tækni til gagnaflutn- inga sem gerir það að verkum að það þarf minna að reiða sig á sæstrengi. Fyrirtækið hyggst reisa netþjónabú í Sandgerði, sem vonast er til að taki til starfa á næsta ári, og mun það líklega skapa ein tuttugu störf. Gangi allar fyrirætlanir eftir verða tvö stór fyrirtæki á sviði tölvugagna starfandi í Sandgerði á næsta ári, en Verne Holding, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfs- sonar, er vel á veg komið með undir- búning að öðru slíku. Data Íslandia hefur náð samning- um við Hitaveitu Suðurnesja við orkuöflun. Þá er fyrirtækið í sam- starfi við tæknirisann Hitachi og hafa forsvarsmenn fyrirtækjanna undirritað samkomulag um alþjóð- lega samvinnu í gagnageymslu. Nýja tæknin gengur undir nafn- inu „Datascooter“ og má líkja við risastóran hreyfanlegan harðan disk, eða „flakkara“. Hann rúmar allt að eitt petabæt af gögnum, eða milljón gígabæt. Ekki er óalgengt að fast minni venjulegrar heimilis- tölvu sé 520 kílóbæt til eitt gígabæt að stærð. Tækinu er flogið á milli staða og það fyllt gögnum þar sem þörf er á. Harjit Delay, einn forsvarsmanna Data Íslandia, segir að þetta auð- veldi móttöku mikils magns gagna í einu. „Við munum taka við heilu gagnasöfnunum sem geta tekið gríðarlega mikið pláss. Við höfðum áhyggjur af því að sæstrengirnir sem okkur standa til boða hér við land myndu hægja á móttöku gagn- anna. Þetta leysir úr þeim vanda. Við munum samt notast við sæstrengina í daglegri þjónustu við viðskiptavini,“ segir Harjit. Fyrirtækið hyggst reisa um 4.000 fermetra húsnæði undir geymslu sína og mun hún fullbúin rúma þrjátíu milljón gígabæt. Í dag kynnir fyrirtækið hug- myndir sínar á fundi með erlendum blaðamönnum. Þar mun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráð- herra tala, sendiherra Bretlands á Íslandi, Sigurður Valur Ásgeirsson, bæjarstjóri Sandgerðis, og fleiri. Á fundinum verður staða Íslands sem vettvangs umhverfisvænna gagna- geymslna rædd. - kóp Flogið með tölvugögnin Fyrirtækið Data Íslandia hyggst reisa netþjónabú í Sandgerði. Hitaveita Suðurnesja útvegar orkuna. DATASCOOTER Risastóri „flakkarinn“ sem flytja mun gögnin. GAGNAGEYMSLAN Svona er áætlað að gagnageymsla Data Íslandi í Sandgerði muni líta út. TÖLVUMYND/DATA ÍSLANDIA DÓMSMÁL Átján ára piltur í Fjarða- byggð hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsisvist, skilorðs- bundið, fyrir sérstaklega hættu- lega líkamsárás. Hann sló annan mann með flösku sem brotnaði við höggið, með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut skurð á höfði. Árásarmaðurinn hljóp af vett- vangi en náðist skömmu síðar. Hann játaði sök fyrir dómi. Ástæðu árásarinnar sagði hann vera þá að hann hefði verið búinn að heyra það frá mörgum á staðnum að fórnarlambið hefði verið að áreita systur hans í heimahúsi í bænum á meðan hún hefði verið hálfrænulaus vegna ölvunar. - jss Fimm mánuða skilorð fyrir að slá mann með flösku: Hættuleg líkamsárás VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.