Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 10
10 15. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR Auglýsingasími – Mest lesið LONDON, AP Lundúnabúar fylgjast nú af athygli með viðureign tveggja frægra sérvitringa, sem takast á um það hvor gegni emb- ætti borgarstjóra bresku höfuð- borgarinnar á næsta kjörtímabili. Ken Livingstone, öðru nafni „Rauði Ken“, sem gegnt hefur embættinu í ellefu ár, þarf nú að verjast atlögu íhaldsmannsins Boris Johnson, auðkýfings sem gekk í fínustu einkaskólana og er ekki síst frægur fyrir að lifa hátt, fyrir vafasöm ummæli í gulu press- unni og – fyrir að vera frægur. En burtséð frá allri sérviskunni og skemmtanagildi kosningabar- áttunnar hefur hún líka ótvíræða þýðingu fyrir landsstjórnmálin. Þar eigast við forsætisráðherra Verkamannaflokksins, Gordon Brown, sem virðist njóta síminnk- andi vinsælda, og David Cameron, hinn orkumikli leiðtogi Íhalds- flokksins, sem myndi fá talsverð- an vind í seglin ef Johnson færi með sigur af hólmi í borgarstjóra- slagnum. Slíkur sigur myndi skapa Íhaldsflokknum mikilvæga valda- miðstöð í höfuðborginni. Eftir það hve Livingstone þótti taka vel á eftirmálum hryðju- verkaárásanna í borginni sumarið 2005, og þann árangur sem umferðar- og umhverfismála- stefna hans þykir hafa sýnt, bjuggust flestir við að hann myndi eiga endurkjör víst. En samkvæmt sumum skoðanakönnunum nýtur Johnson meira fylgis, að því er virðist vegna þess að margir kjós- endur eru orðnir þreyttir á Livingstone og þykir hann vera orðinn of heimaríkur. - aa JOHNSON OG CAMERON Íhaldsflokkurinn vonast eftir meðbyr. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Baráttan um borgarstjórastólinn í Lundúnum: Frægir sérvitringar kljást um stólinn BANDARÍKIN, AP Sífellt fleiri Bandaríkjamenn segjast ekki ætla að kaupa sér íbúð á næst- unni. Þetta kemur fram í skoðana- könnun, sem birt var í gær. Meira en fjórðungur Banda- ríkjamanna óttast nú að íbúðir þeirra falli í verði á næstu tveimur árum. Einn af hverjum sjö skuldurum húsnæðislána óttast að geta ekki greitt afborg- anir einhvern tímann á næstu sex mánuðum. Sextíu prósent aðspurðra segjast ekki ætla að kaupa sér hús á næstu tveimur árum, en haustið 2006 svöruðu 53 prósent sömu spurningu neitandi. - gb Áhyggjur í Bandaríkjunum: Æ fleiri fresta íbúðakaupum R V U N IQ U E 04 08 05 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Fagleg og persónuleg þjónusta Sjúkraliði RV, Jóhanna Runólfsdóttir, leiðbeinir skjólstæðingum TR, einstaklingum með þvagleka og aðstandendum þeirra og veitir ráðgjöf varðandi hjúkrunarvörur. Sími: 520 6673 johanna@rv.is www.rv.is 1Ýmis úrræði og ráðgjöf vegna þva gleka Við höfum gefið út vandaðan TENA bækling- um úrræði og ráðgjöf vegna þvagleka. Hafðu samband og við sendum þér eintak. LÖGREGLUMÁL Einn þeirra sex manna sem setið hafa í gæsluvarð- haldi vegna Keilufellsmálsins svo- kallaða var úrskurðaður í áfram- haldandi gæsluvarðhald til 5. maí í gær. Fjórir voru úrskurðaðir í far- bann til 5. maí. Hvorki var gerð krafa um farbann né gæsluvarð- hald yfir sjötta manninum. Lögreglan fór fram á áfram- haldandi gæsluvarðhald yfir einum úr hópnum og varð dómari við þeirri kröfu. Mennirnir voru handteknir í kjölfar hrottafenginnar árásar í Keilufelli á skírdag. Þá réðust þeir á sjö Pólverja. Árásarmennirnir voru vopnaðir kylfum, öxi, slag- hömrum og fleiri gerðum barefla. Þeir slösuðu íbúa hússins, þó einn sýnu mest, sem hlaut áverka og beinbrot. Fjórir þeirra voru hand- teknir skömmu eftir árásina og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Í bíl þeirra fundust blóðug sleggja, blóðugt steypustyrktarjárn, rör- bútur og tveir hnífar. Maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald verður í einangr- un. Hann mun kæra þá niðurstöðu dómara til Hæstaréttar, að því er fram kemur á Vísir.is. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Brot hans er því talið sérstaklega hættulegt og þykir hafa haft alvarlegar afleið- ingar í för með sér. - jss KEILUFELL Mennirnir voru handteknir í kjölfar hrottafenginnar árásar í Keilufelli. Framlenging og farbann á fimm menn í Keilufellsmálinu: Í varðhaldi og hámarksgæslu KLÆDDIR SEM GUÐIR Tveir Indverjar klæddu sig upp sem guðirnir Ram og Laxman þegar haldið var í skrúðgöngu í tilefni af hátíðinni Ram Navmi í Amritsar í gær. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.