Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 15. apríl 2008 Bílvelta í Reykholtsdal Ökumaður sem var einn í bíl sínum slapp ómeiddur þegar hann velti honum á Hálsasveitarvegi í Reyk- holtsdal á sunnudagskvöldið. Bíllinn fór eina veltu og er mikið skemmdur. Hraðakstur í Norðurárdal Lögreglan í Borgarnesi tók ökumann bifreiðar á 150 kílómetra hraða á Vestur landsvegi á móts við bæinn Laxfoss í Norðurárdal um hálfsex leytið á sunnudaginn. Níutíu kílómetra hámarkshraði er á svæðinu og má ökumaðurinn búast við 130 þúsund króna sekt og tveggja punkta í ökuferil- skrá auk mánaðar ökuleyfissviptingar. LÖGREGLUFRÉTTIR LÖGREGLUMÁL Lögreglan handtók fjóra menn aðfaranótt mánudags fyrir innbrot í tölvuverslun í Hlíðasmára í Kópavogi. Meðal þess sem mennirnir stálu voru skjákort, sjónvarpsflakkarar og harðir diskar að verðmæti hundruð þúsunda króna. Tilkynning um grunsamlegar mannaferðir við verslunina barst lögreglunni í fyrrinótt og skömmu síðar fór þjófavarnar- kerfi verslunarinnar í gang. Lögreglumenn komu skömmu síðar á vettvang og handsömuðu mennina. Þeir játuðu verknaðinn og vísuðu lögreglu á þýfið. - ovd Fjórir handteknir í Kópavogi: Innbrot í tölvu- vöruverslun SVEITARSTJÓRNIR Minnihluti A- listans í bæjarstjórn Hveragerðis segir meirihlutann meðvitað vera að draga á langinn uppbyggingu íþróttamannvirkja við Grýluvöll með „skrípaleik um uppblásið íþróttahús“ sem litlar líkur séu á að hljóti samþykki byggingayfir- valda. Meirihluti sjálfstæðismanna segir „upphlaup og rangtúlkanir“ einungis skaða það mikla uppbyggingarstarf sem fram undan sé. Margoft hafi komið fram að málið sé enn í athugun. - gar Ósætti í bæjarstjórn: Segja uppblásið hús skrípaleik HVERAGERÐI Tekist er á um uppbygg- ingu íþróttamannvirkja. Hraðakstur á Seyðisfirði Lögreglan á Seyðisfirði tók sex ökumenn fyrir of hraðan akstur í umdæmi sínu í síðustu viku. Tveir til viðbótar voru kærðir fyrir önnur umferðarlagabrot og þrír voru teknir fyrir að aka undir áhrifum áfengis. p ri n t co p y sc a n fa x Just because you’ve purchased your printer or MFP doesn’t mean you stop spending. With most devices you are bound to run up against huge unexpected costs, which can dramatically exceed the original purchase price. These hidden costs may compromise your budget and it may well be a case of sink or swim for your business. But with Kyocera, your business will be in safe hands. Based on our unique ECOSYS technology, our printers and MFPs feature long-life components making them highly reliable and cost-effective. Our devices produce far less waste than other products and offer extremely low TCO. Steer away from unpleasant surprises. Choose Kyocera. Samsung M110 farsíminn er nýjasta verkfærið í verkfærakassann. Honum er pakkað inn í sterkbyggða umgjörð sem er bæði ryk- og rakavarin (IP54) og hann er fullur af notadrjúgum aukabúnaði. Samsung M110 – er sannkallað hörkutól. VGA myndavél Ryk- og rakavarinn (IP54) Bluetooth Vasaljós Stereó FM-útvarp Innbyggður hátalari Hörkutól – með rykgrímu, hjálm og vinnuvettlinga Heildsöludreifing og þjónusta: Skútuvogi 12c auk viðurkenndra söluaðila um land allt M110 fæst hjá eftirtöldum aðilum:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.