Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 14
14 15. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR Öðru hvoru berast fréttir úr fjöl- miðlum sem gefa það til kynna að unglingar hagi kynlífi sínu svo frjálslega að hroll sækir að þeim sem eldri eru. Fregnir um að stúlk- ur greiði með kynlífsathöfnum fyrir það að komast í samkvæmi rötuðu fyrir nokkru á síður blað- anna eftir að um það var fjallað á bloggheimum og aðrar slíkar frétt- ir eru síður en svo til þess fallnar að auka tiltrú fólks á ungdómnum nú til dags. Fréttablaðið aflaði sér upplýs- inga um kynhegðun unglinga og ræddi við Dagbjörtu Ásbjörnsdótt- ir mannfræðing, en hún er með mastersgráðu í kynja- og kynlífs- fræðum og hefur unnið að málefn- um er varðar kynlíf, kynhegðun og sjálfsmynd unglinga hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur. Hún hefur einnig haldið fjölda funda um málefnin með ungling- um og foreldrum þeirra. Kynferðislegur greiði fyrir inn- göngu „Unglingar eru heilt yfir mjög heilbrigður og upplýstur hópur, en svo er alltaf viss jaðarhópur sem gengur í berhögg við það,“ segir Dagbjört. „Það bendir til dæmis allt til þess að unglingar byrji seinna að sofa hjá en áður. Ég vísa þar til rannsóknar Sóleyjar Bender hjúkr- unarfræðings frá árinu 1996, en þar mældist meðalaldur við fyrstu kynmök rétt rúmlega fimmtán ár, en í síðustu rannsókn sem er frá 2006 mældist hann um 16 ár.“ Rannsóknir og greining gerði í samstarfi við menntamálaráðu- neytið rannsókn á reynslu og við- horfum framhaldsskólanema til kynlífs. Þar kemur fram að 12 pró- sent stráka og 5 prósent stúlkna sjá ekkert athugavert við það að veita einhverjum kynferðislegan greiða fyrir inngöngu í sam- kvæmi. „Því miður vitum við dæmi þess að unglingar greiði með kynferðis- legum greiða fyrir inngöngu í partí,“ segir Sigríður Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilsu- gæslustöðinni í Kópavogi. Líkt og aðrir heimildamenn Fréttablaðs- ins segir hún að svo virðist sem það viðhorf ríki hjá hópi unglinga að til dæmis munnmök og það að fróa öðrum teljist ekki til kyn- maka. Segja þeir að unglingar verði fyrir miklu áreiti, til dæmis á netinu, sem brengli gildismat þeirra og viðhorf. Rannsóknin sem gerð var 2004 sýnir einnig að tæp fjögur prósent stráka og tæp tvö prósent stúlkna höfðu þegið greiðslu eða greiða fyrir kynmök. Hvorki Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðis- brotadeildar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu, né Ólöf Ásta Far- estveit, forstöðumaður Barnahúss, telja ástæðu að ætla að dregið hafi úr þessari hegðun síðustu ár. Áhersla á björtu hliðarnar En hvernig er hægt að hafa jákvæð áhrif á viðhorf unglinga til kyn- lífs? „Ég tel það mjög mikilvægt að beina athyglinni meira að jákvæðum hliðum kynlífsins,“ segir Dagbjört. „Hræðsluáróður- inn hefur oft verið viðloðandi for- varnarstarfið hér á landi þar sem megináherslan er lögð á hætturn- ar sem fylgja kynlífi og unglingum kennt að segja „nei.“ En ég tel happadrýgra að snúa þessu við og hvetja þá til að kynnast sjálfum sér og finna hvernig kynlífi þeir vilji lifa og segja „já“ við því. Þegar því er náð veit unglingurinn hvenær hann á að segja „nei“ við öllu hinu. Þetta snýst um það að hann kynnist sjálfum sér og viti hvað hann vilji, því um leið er ungling- urinn að styrkja sína sjálfsmynd. Því er einstaklingur með sterka sjálfsmynd hæfari en aðrir til að takast á við viðfangsefnin sem kynhvötin og tilhugalífið bera á borð.“ Síðasti vígvöllurinn í jafnrétti kynj- anna En þó unglingar séu afar upplýstir segir Dagbjört að þeir hafi ekki hafnað ríkjandi viðhorfum um kynlíf þar sem karlpeningurinn sé krýndur meðan konan er kross- fest. „Þetta sést best þegar laus- læti er til umræðu en þetta er afar neikvætt orð og er jafnan notað um konur. Þó tel ég að lauslæti sé ekkert meira hjá þeim en körlum. Og þær sem gera sig seka um laus- læti eru kallaðar öllum illum nöfn- um eins og hórur eða druslur. Strákar sem sýna sama hegðunar- mynstur eru hins vegar „playerar“ eins og unglingarnir segja. Og það er ekki amalegt að vera „player“. Þannig að það er langt í land með að við getum sagt að það ríki jafn- rétti í kynlífi. Ég tek undir orð prófessors míns frá Hollandi sem sagði að síðasti vígvöllurinn í jafn- rétti kynjanna væri kynlífið.“ Glíman við klamydíuna Þeim sem greindust með klamydíu fjölgaði verulega um aldamótin en árin 2001 og 2002 var fjöldi þeirra yfir tvö þúsund. Þessi sömu ár greindust fleiri en fimm hundruð unglingar á aldrinum fimmtán til nítján ára með sjúkdóminn. „Við höfum svo sem enga hald- bæra skýringu á þessu,“ segir Guð- rún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá Landlæknisemb- ættinu. „Meira að segja hafði verið farið í öfluga herferð árið 1999 þar sem unglingar voru hvattir til að nota smokkinn og gæta varúðar, svo að flestir töldu að þessum til- fellum ætti að fækka í kjölfarið. En svo kann skýring- in einmitt að vera sú að þeir hafi verið upplýstari og því fleiri farið í skoðun og þar af leiðandi fleiri greinst. Oft getur klamydía verið einkennalaus og því farið framhjá þeim sem sýktur er. En hann getur þó engu að síður smitað aðra.“ Hún ítrekar að þó sjúkdómurinn geti verið einkennalaus, en það er þó afar óalgengt meðal karla, getur hún verið sérlega skaðleg og jafn- vel valdið konum ófrjósemi ef ekki er brugðist við. Um margra ára skeið greind- ust færri en tíu árlega með lek- anda en árið 2005 varð þar stór breyting á og árið 2006 var talan komin yfir þrjátíu manns. Guð- rún segir þó að hlutfall unglinga í þeim hópi sé óverulegt. FRÉTTASKÝRING: Unglingar á hraðferð inn í harðan heim 4. hluti – Kynlíf Með góðu skal illt út reka Misjöfnum sögum fer af kynhegðun unglinga. Fregnir herma að það viðgangist í afmörkuðum hópum að greiða fyrir inngöngu í samkvæmi með kynlífsgreiða. Rannsóknir benda til að unglingar byrji seinna að sofa hjá. Mannfræðingur sem vinnur að kyn- fræðslu fyrir unglinga vill beina athyglinni að björtu hliðum kynlífsins sem kenni þeim einnig hvernig kynlíf eigi ekki að vera. DAGBJÖRT ÁSBJÖRNSDÓTTIR Hræðsluáróður gagnast ekki, segir Dagbjört, en hún leggur áherslu á það við unglinga að kynlíf eigi alltaf að vera gott og ánægjulegt. Sterk sjálfsmynd og vissa um sinn vilja segir hún happadrýgsta vopnið í forvarnarstarfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR VISSIR ÞÚ AÐ... ■ unglingar stofna til og slíta ástar- samböndum á Netinu ■ árið 2007 voru fjórir undir tvítugu á Íslandi smitaðir af HIV-veirunni ■ að stúlkur hafa oftast sín fyrstu kynmök með eldri drengjum ■ að miklum meirihluti stráka í framhaldsskóla finnst að kynferðis- legur lögaldur eiga að vera 14 ára eða yngri* *Heimild: Rannsóknir og greining KLAMYDÍA Einkenni karla Útferð úr þvagrásinni (slímkennd- ur vökvi, glær, hvítur eða gulleitur) og stundum sviði og kláði í þvag rásinni og við þvaglát. Þessi einkenni koma oft fram 1-3 vikum eftir samfarir sem leiddu til smits. Einkenni kvenna Útferð (hvítur eða gulleitur, slím- kenndur vökvi frá leggöngum), sviði eða kláði í þvagrásinni við eða eftir þvaglát, tíð þvaglát, óreglulegar blæðingar og stundum kviðverkir. Fylgikvillar Ef ekki er brugðist fljótt við klamydíusýkingu er hætta á bólgum í eggjaleiðurum kvenna og jafnvel bólgu í eistum karla. Klamydía er algengasta orsök bólgu í eggjaleiðurum og getur slík bólga leitt til ófrjósemi eða utanlegsfósturs. Klamydía getur sýkt augu og valdið verulegri bólgu með tímabundinni blindu. Því oftar sem einstaklingur sýkist, þeim mun meiri líkur eru á skað- legum aukaverkunum, svo sem ófrjósemi. Greining Núorðið er auðvelt að greina smit. Einungis þarf þvagprufu til. Niðurstöður liggja yfirleitt fyrir innan fárra daga. Ekki er hægt að greina klamydíusýkingu með blóðprufu. Komið getur fyrir að klamydía finnist ekki við rannsókn þótt viðkomandi sé sýktur. Meðferð Klamydía er meðhöndluð með ákveðnum sýklalyfjum í töfluformi. Penísillínmeðferð dugar þó ekki. Þau lyf sem oftast eru notuð nú á dögum þarf aðeins að taka í einum skammti, eða einu sinni á dag í vikutíma. Eins og áður segir eru rannsóknir ekki alltaf öruggar. Því er mikilvægt að meðhöndla alla sem grunur leikur á að séu smitaðir, jafnvel þótt niðurstöður rannsókna hafi ekki staðfest smit. HEIMILD: LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ FRÉTTASKÝRING JÓN SIGURÐUR EYJÓLFSSON jse@frettabladid.is FJÓRÐA GREIN AF FIMM Á morgun: Menntun R V U N IQ U E 04 08 04 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Umhverfisvottaðar hreinlætisvörur – fyrir sumarbústaðinn og veiðihúsið Bjarni Ómar Ragnarsson, verslunarstjóri hjá RV UM KYNLÍF UNGLINGA Ég tek undir orð prófessors míns frá Hollandi sem sagði að síðasti vígvöllurinn í jafn- rétti kynjanna væri kynlífið.“ „Sterk sjálfsmynd er besta forvörnin.“ „Ef þú kannt að segja já þá kannt þú líka að segja nei.” Dagbjört Ásbjörnsdóttir mannfræð- ingur „Maður og kona eru fædd til að elskast en ekki til að búa saman. Frægustu elskendur sögunnar þurftu alltaf að búa við aðskilnað.“ Noel Clarasó, spænskur rithöfundur (1905-1985)

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.