Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 16
16 15. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Til eru þeir sem segja frá eigin reynslu með svo lifandi og myndrænum hætti að hún öðlast sjálfstætt líf í vitund manns og skrif og spjall um skyldar aðstæður kalla þessar minningar ósjálfrátt fram. Þannig hefur umfjöllun um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs upp á síðkastið, dagskrá Skagfirð- inga í tilefni af hundrað ára ártíð Stefáns Íslandi og kynning RÚV á hestum og hestaíþróttinni þessa dagana rifjað upp ógleymanleg samtöl sem ég átti við danskan mann, Jörgen Holm, fyrir fimmtán árum. Tilefnið var bók um fólkið hjá Eimskip. Rætt var við tíu Íslendinga sem höfðu unnið hjá fyrirtækinu í áratugi og tvo út lendinga sem höfðu verið í viðskiptum við það í langan tíma. Annar þeirra var skipahöndlarinn Jörgen Holm. Glöggur og skemmti- legur maður og mikill Íslandsvin- ur. Jörgen Holm kvaðst á einhvern óskýranlegan hátt vera öðruvísi á Íslandi en annarsstaðar. Hann elsk- aði þetta land. Ekki Reykjavík, sem hann sagði vera eins og hvern annan bæ, heldur landið sjálft. Í hans huga var Ísland sveitin og óbyggðirnar, hestarnir og hreina loftið. Hann gleymdi því aldrei þegar hann og kona hans voru að koma frá Þingvöllum og mættu óvænt ungum manni með hesta- stóð. Taldist honum til að þetta gætu verið um hundrað hestar og varð mjög snortinn. Sagði að þetta hefði verið ótrúleg sjón. Hægt væri að rekast á hjarðir af ræktuðum hestum í öðrum löndum, hreinum og stroknum, en að sjá fyrirvara- laust svona hjörð úti í náttúrunni hefði verið stórfenglegt. Lífvörður Hammarskjölds Þegar Jörgen Holm var kallaður í danska herinn 1954 óskaði hann eftir að fara í herlögregluna, fékk þjálfun í samræmi við og var síðan sendur til Þýskalands þar sem Danir voru hluti af setuliði Bandamanna. Eftir að herskyldu lauk fór hann til Kaupmanna- hafnar, en var kallaður aftur í herinn þegar Súez-stríðið hófst. Næstu þrjú ár var hann í Egypta- landi, Ísrael, Líbanon og svæðun- um þar í kring. Hann og félagar hans voru löggæslumenn og störfuðu með lögreglu á viðkom- andi stöðum. Þeir áttu oft erindi í flóttamannabúðir Palestínumanna og einu sinni var Jörgen Holm þar sem lífvörður Dags Hammar- skjöld, aðalritara Sameinuðu Þjóðanna, sem hann sagði hug- rakkasta mann sem hann hefði hitt á lífsleiðinni. Hammarskjöld óskaði eftir að heimsækja mjög órólegar búðir skömmu eftir að nokkrir Palestínu- menn hefðu verið drepnir. Aðstæður fólksins þar voru skelfilegar. Sextán manna fjölskylda bjó kannski í einu herbergi og neyðarhjálp Samein- uðu þjóðanna barst ekki nema að litlu leyti vegna óeðlilegrar rýrnunar á leiðinni. Fólkið varð því að vonum uppreisnargjarnt, heiftúðugt og mjög ögrandi. Engin leið var að fá Hammar- skjöld ofan af því að fara í búðirnar og var þó mikið reynt. Auk Jörgens fylgdu honum aðeins fimm menn. Þeir báru létt vopn og hefðu ekki getað varið hann ef ráðist hefði verið á þá. Fólkið dreif að og þrengdi að þeim. Ef einhver þeirra hefði snert byssuna hefðu dagar þeirra verið taldir, sagði Jörgen. Loftið titraði af spenningi og eini maðurinn sem virtist alveg óttalaus var Dag Hammarskjöld. Hann klifraði upp á stein svo að allir gætu séð hann og ávarpaði fólkið. Eftir því sem hann talaði lengur færðist ró yfir hópinn. Bað hann fólk að segja sér hvað væri að, lofaði að gera allt sem hann gæti til að bæta úr því og reyndi að útskýra spillingu sem alltaf þyrfti að berjast við í hjálparstarfsemi. Palestínumennirnir kvörtuðu yfir miklum skorti á kennurum og skólum. Hammarskjöld lofaði að bæta úr því og það gerði hann. Fylgdarmenn hans voru örmagna eftir þessa reynslu í búðunum en enginn sá aðalritaran- um bregða. Jörgen sagðist hafa lært mikið um pólitík og mannlegt eðli á þessum árum og kynnst vandamál- um þessa svæðis innanfrá. Hann hefði sannfærst um að útilokað yrði að koma á friði í Miðaustur- löndum. Það yrði aldrei. Ekki raunverulegur friður. Tímar hafa breyst síðan þessi skoðun varð til hjá þessum danska manni, en spurning hvort mann- eskjan er ekki enn sú sama. Ofar hverri kröfu Jörgen Holm hafði mætur á Stefáni Íslandi, óperusöngvara. Stefán fór stundum með þegar Jörgen og starfsmaður hans fóru á bát á morgnana með póst og vistir að íslenskum skipum sem sigldu um Ermarsund en komu ekki inn í höfnina. Menn fóru gjarnan um borð og sátu þar í klukkutíma yfir kaffibolla og spjalli. Einhverju sinni voru þeir í slíkum leiðangri árla morguns og Stefán með í för. Skipinu seinkaði og þeir biðu hljóðir þarna í bátnum í stafalogni. Þegar sólin var að koma upp hóf Stefán Íslandi upp rödd sína og söng af hjartans innlifun. Tær tenórröddin barst yfir hafflötinn og var það eina sem rauf morgunkyrrðina. „Þetta var fullkomið! sagði Jörgen.“ Gjörsamlega ógleyman- leg upplifun. Enginn konsert sem ég hef farið á kemst í hálfkvisti við þennan.“ Eftirminnilegur maður Í DAG | Jörgen Holm JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR UMRÆÐAN Kjör kennara Hvernig er hægt að þjónusta félagsmenn þannig að þeir upplifi styrk í því að vera í stéttarfélagi? Hvaða þjónustu vilja félags- menn fá hjá stéttarfélögum? Það þarf að vera á hreinu hvert hlutverk stéttarfélags- ins er í hugum félagsmanna. Er það að berj- ast fyrir bættum kjörum eins og forðum eða er hlutverkið breytt? Sækist félagsmaður- inn eftir þjónustu sem hefur jafnvel ekki verið skilgreind? Ef fólk er sammála um að grundvöllur stéttar- félagsins sé að gæta hagsmuna og réttinda félags- manna og fara með samningsrétt um kaup og kjör þarf að huga vel að því að félagið sé í takt við grasrót- ina. Forystan tekur að sér að leiða stéttarbaráttuna, en þeir sem gegna lykilhlutverki í að tengja hana og grasrótina eru trúnaðarmenn. Á þingi Kennarasambandsins, sem haldið var dag- ana 9.-11. apríl, lagði ég fram tillögu um þeir sem taki að sér trúnaðarstörf fyrir KÍ fái viðeigandi félags- málafræðslu og þjálfun. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Um er að ræða fræðslu sem nýtist öllum sem veljast til starfa fyrir Kennarasamband Íslands og er sniðin að hverjum einstaklingi fyrir sig. Kennarasambandið leggur til hug- myndafræði og þekkingu en þarf jafnframt að leita fanga út fyrir stéttarfélagið til að skoða það sem vel er gert annars staðar. Við þurfum að gera feiknarlegt átak í að fræða trúnaðarmenn þannig að þeir geti tekið þátt í að sinna því uppbyggingarstarfi sem þarf að fara fram innan hvers félags fyrir sig. Við þurfum að: • Hlusta á grasrót kennarasamfélagsins. • Komast að því hvert einstakir félagsmenn vilja að félagið stefni. • Tala saman um félagið okkar. • Sjá fyrir okkur, sem heild, hvert hlutverkið sé. Þessum markmiðum náum við aðeins með sam- eiginlegu átaki allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands. Þetta eru markmið sem þingið setti sér með því að samþykkja tillögu um félagsmálafræðslu til allra sem taka að sér trúnaðarstörf fyrir KÍ. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Að loknu kennaraþingi ÞORGERÐUR LAUF- EY DIÐRIKSDÓTTIR Tölvunám Almennt tölvunám Sérstaklega hagnýtt og markvisst námskeið ætlað þeim sem hafa einhvern tölvugrunn að byggja á eða eru að vinna við tölvu og vilja auka við þekkingu sína hraða og færni. Mikið lagt uppúr vinnusparandi aðgerðum í tölvu. • Windows skjalavarsla • Word • Excel • Internet og Outlook tölvupóstur • Office 2007 kynning Kennsla hefst 21. apríl og lýkur 28. maí. Kennt er mánudaga og miðvikudaga, morgunnámskeið kl. 8.30 – 12 og kvöldnámskeið 18 – 21.30. Lengd 63 std Verð kr. 44.900,- 3 kennslubækur innifaldar. FAXAFEN 10 108 REYKJAVÍK GLERÁRGATA 36 600 AKUREYRI WWW.TSK.IS SKOLI@TSK.IS SÍMI: 544 2210 Samfylking á móti skólagjöldum Það hefur eflaust farið um margan vinstrimanninn þegar Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamála- nefndar, sagði í forsíðufrétt Frétta- blaðsins á sunnudag að hugmyndir um skólagjöld í opinberum háskól- um nytu sífellt meiri stuðnings meðal samstarfsflokksins. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylking- ar, sem einnig á sæti í nefndinni, hafði sam- band við Fréttablaðið og sagði að sinn flokkur hefði ekki breytt afstöðu sinni í málinu og væri ekki hlynntur skólagjöldum. Eflaust anda margir léttar... um sinn að minnsta kosti. Er á móti en samþykkir Hins vegar segir Guðbjartur að jafna þyrfti samkeppnisstöðu háskólanna, en einkareknu skólarnir geta aflað fjár með skólagjöldum til viðbót- ar við það fé sem þeir fá frá hinu opinbera. Fátt er reyndar um svör hjá þingmanninum um hvaða aðgerðir geti leyst það mál. Því er spurning hvort Samfylk- ingin lendi í því sama og Þór- unn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra þegar hún tók afstöðu til kæru Landverndar. Það er að segja að vera á móti einhverju en geta ekki notað tækifærið til að bregða færi fyrir málið þegar á reynir. Er á móti en situr hjá Ýmislegt bendir nefnilega til að það hafi áður hent ráðherrann að sitja á strák sínum þegar tækifæri bauðst til að sýna vilja í verki. Árið 2003 var tillaga Vinstri grænna um að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um framkvæmdirnar á Kárahnjúkum felld með 35 atkvæðum gegn 6. Einhverra hluta vegna sat Þórunn Sveinbjarnar- dóttir hjá. Hvað ætli hafi hindrað hana þá? jse@frettabladidi.is Í vikunni sem leið féll dómur í máli þar sem ákært var fyrir nauðgun. Maðurinn sem var ákærður var sýknaður af öllum kröfum. Forsendurnar voru þær að konan sem hann reyndi að hafa samfarir við hefði á engan hátt gefið til kynna að hún vildi ekki eiga kynferðislegt samneyti við hann þrátt fyrir að hafa að minnsta kosti að hluta verið vakandi meðan á atburðinum stóð. Einn dómari skilaði séráliti þar sem hann benti á að konan hefði ekki heldur gefið til kynna að hún hefði áhuga á kynferðis- legu samneyti við manninn. Því leysti það ekki manninn undan ábyrgð að konan hefði ekki veitt viðspyrnu meðan atburðuinn átti sér stað. Almennur nútímaskilningur á kynlífi er að það fari fram ekki bara með fullum vilja tveggja einstaklinga, heldur einnig ein- lægum áhuga. Eigi samfarir sér stað án þess að vilji og áhugi sé fyrir hendi hjá öðrum þeirra er ekki hægt að skilgreina atburð- inn sem kynlíf heldur er þá um að ræða misnotkun annars á hinu. Gildir þá einu hvort hinn misnotaði streitist á móti eða ekki, eða hvers vegna hann streitist ekki á móti ef það er tilvikið. Dómurinn kemur þó ekki á óvart ef mið er tekið af öðrum dómum í nauðgunarmálum og þeirri tilhneigingu að horfa fyrst og fremst á líkamlega áverka hinnar nauðguðu konu þegar refs- ing er ákvörðuð fremur en þá misnotkun og sviptingu á kynfrelsi sem hún hefur orðið fyrir. Dómurinn gefur hins vegar tilefni til að velta fyrir sér þeirri sýn á samlíf fólks sem liggur honum til grundvallar. Það er erfitt að gera dómurum upp þá skoðun að ekki þurfi tvo áhugasama til þess að samfarir teljist kynlíf, að það nægi að annar aðilinn hafi áhuga og hinn berjist ekki um á hæl og hnakka til þess að sam- farir teljist vera kynlíf með samþykki beggja. Þó verður ekki annað séð en að einmitt þetta viðhorf ráði för, viðhorf sem ríkti fyrir daga umræðu um jafnrétti kynja. Fréttablaðið hefur undanfarna daga birt greinaflokk um stöðu unglinga í íslensku samfélagi. Í dag er kynlíf þeirra til umfjöll- unar. Rætt er við Dagbjörtu Ásbjörnsdóttur mannfræðing, sem unnið hefur að málefnum er varða kynlíf, kynhegðun og sjálfs- mynd unglinga hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur. Dag- björt bendir á að langt sé frá að unglingar hafi hafnað gömlum hugmyndum um kynlíf. „Þetta sést best þegar lauslæti er til umræðu en þetta er afar neikvætt orð og er jafnan notað um konur. Þó tel ég að lauslæti sé ekkert meira hjá þeim en körlum,“ segir Dagbjört og bendir á að stúlkur sem teljist lauslátar séu kallaðar öllum illum nöfnum meðan frekar sé litið upp til stráka sem sýni sama hegðunarmynstur. Dagbjört telur því langt í land með að halda megi því fram að jafnrétti ríki í kynlífi. Ljóst er að minnsta kosti að það skilaboð sem sýknudómur Héraðsdóms Norðurlands vestra frá því í síðustu viku sendir því unga fólki sem nú vex úr grasi eru ekki til þess fallin að viðhorf þess til kynlífs breytist til nútímalegra horfs. Gömul heimsmynd í nýjum dómi: Þögn er ekki sama og samþykki STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.