Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 18
[ ] MBT-skór eru sérsniðnir skór sem stuðla að jafnvægi líkamans og réttri stöðu. Petra Mazetti skynhreyfiþjálfari er kynningar fulltrúi fyrir MBT-skó á Íslandi, ásamt Hilmari H. Gunnars- syni íþróttakennara. Hún var á ráðstefnu í Sviss þar sem meðal annars var fjallað um minni verki í mjó- baki hjá golfiðkendum. „Á ráðstefnunni fengum við tveggja klukkustunda þjálfun í golfi í MBT-skóm með áherslu á jafnvægi og samhæfingu, en einnig var farið yfir æfingar sem gagnast íþróttamönnum,“ segir Petra og útskýrir hvernig MBT-skór virka. „Skórnir skapa ójafnvægi sem þjálfar litlu vöðvana nálægt liðamótunum sem eiga að halda stöðugleika í líkamanum. Þessir vöðvar eru í lítilli þjálfun því venjulegir skór styðja við fótinn svo líkaminn þarf ekki að mynda jafnvægið. Sólinn á MBT-skónum er boginn og auðveldar þannig fótaveltuna sem er lík- amanum eðlileg, auk þess að dempa gönguna svo það líkist því að ganga á mosa.“ Svissneski verkfræðingurinn Karl Müller hannaði MBT-skóna eftir að hafa gengið berfættur í leir á hrísgrjónaökrum í Suður-Kóreu. Sjálfur átti hann við þrálát bak- og hnévandamál að stríða sem löguðust við náttúrulega göngu. „Virkni MBT-skósins hefur verið vísindalega rann- sökuð við virta háskóla, svo sem Calgary-háskóla í Kanada,“ segir Petra. „Í Noregi er rannsókn nýlokið sem sýnir að fólk sem vinnur í heilbrigðisgeiranum, stendur eða gengur mikið og notar MBT-skóna, þjáist minna af verkjum.“ Petra segir fólk geta notað MBT-skóna eingöngu eða á móti venjuleg- um skóm, og best sé að byrja að ganga á þeim í stuttan tíma á dag. Hún segir einnig að rannsóknir hafi sýnt að hæg ganga eða skokk á MBT- skóm gefi jafn mikla æfingu og ef sama vegalengd sé hlaupin hratt í venjulegum skóm. „Það er skrítið að ganga á MBT-skónum í fyrstu en flestir hafa vanist þeim eftir eina til tvær vikur. Skórnir rétta úr líkamanum og það hefur áhrif á bak- vöðvana alveg upp í hnakka,“ útskýrir Petra. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni www. mbt.is heida@frettabladid.is Eins og að ganga í mosa Petra Mazetti og Hilmar Gunnarsson eru kynningarfulltrúar MBT-skóa á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lýsi skal vera í skeið á hverjum morgni. Eldaðu hafragraut í morgunmatinn, stráðu rúsínum yfir og gleyptu svo stóra mat- skeið af lýsi. Borðaðu þig granna(n) Nánari upplýsingar Sími 865-8407 www.vigtarradgjafarnir.is Efalex eflir einbeitingu og sjón og stuðlar þannig að betri námsárangri. Vönduð blanda fiski- og kvöldvorrósarolíu sem eflir og styrkir: • Hugsun • Einbeitingu • Sjón • Hormónajafnvægi Einstakt gegn lesblindu og ofvirkni. Hentar fólki á öllum aldri. Fæst í fljótandi formi og hylkjum í lyfja- og heilsuverslunum. Efalex er einstök samsetning úr hreinni kvöldvorrósarolíu og fiskiolíu sem innihalda þrjár mikilvægar fitusýrur, DHA, AA og GLA ásamt tveimur öflugum andoxunarefnum, E-vítamíni og tímían olíu sem vinna saman að viðhaldi lífsnauðsynlegra fitusýra í líkamanum. Nægt magn þessarra olía í líkamanum stuðla að skarpari hugsun og betri einbeitingu sem eykur færni okkar til þess að læra.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.