Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 21
ÍÞRÓTT • MENNING • LÍFSSTÍLL lh hestar ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 Ekkert tilboð barst í Stóðhestastöð- ina í Gunnarsholti í seinna útboði. Tilboðsfrestur var til 8. apríl. Í fyrra útboði í febrúar bárust nokk- ur tilboð. Hæsta tilboð kom frá Óla Pétri Gunnarssyni á Selfossi, 107 milljónir, en því var hafnað. Áttatíu milljónir af söluvirði Stóð- hestastöðvarinnar áttu að renna til Rangárhallarinnar á Gaddstaða- flötum. Hún er nú komin undir þak. Kristinn Guðnason, formaður byggingarnefndar, segir að upp- hæðin sé komin á yfirdrátt. Óvíst sé hvernig peningamál leysist ef Stóðhestastöðin selst ekki. Ekkert tilboð í Stóðhestastöðina Stóðhestastöðin í Gunnarsholti. MYND/JENS EINARSSON Netmiðasalan á Landsmót er bylt- ing og fer gríðarlega vel af stað, segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri LM2008. „Til dæmis seldust hátt í þúsund miðar fyrstu vikuna. Forsala aðgöngu- miða er til 1. maí með 15 prósenta afslætti. Vikupassi kostar 10.500 krónur í forsölu en hækkar í 12.000 krónur eftir 1. maí. Netmiðasalan er í samvinnu við Icelandair. Einn- ig er hægt að kaupa miða á Lands- mót á bensínstöðvum N1. Netmiðasala á LM2008 Umræða um hátt verð á hross- um og góðæri í hrossabúskap hefur áhrif. Skatturinn rannsak- ar nú eigendaskipti í WorldFeng. Skráðir hrossabændur fá þessa dagana sendar athugasemdir frá skattstjóra. Þeir eru beðnir að gera grein fyrir eigendaskiptum á hrossum sem ekki hafa komið fram á skattaskýrslu. En eins og hestamenn vita eru ekki öll hross dýr. Mörg eru afgangur sem geng- ur kaupum og sölum í hestakaup- um og alls kyns braski. Skemmt- un sem oftast skilar tapi. Menn hafa ekki séð ástæðu til að telja slíkt fram. Nákvæmari skráning- ar hrossa setja braskara í vanda. Nú stefnir í að þeir þurfi að borga virðisaukaskatt af hestakaupum. Virðisaukaskatt- ur á hestakaup Glæsilegt barnasvæði verður út- búið á LM2008 í samvinnu við Húsasmiðjuna. Þar verður að finna næstum allt milli himins og jarðar sem hugsanlega getur glatt barnshjartað: Leiktjald, húsdýr af ýmsum stærðum og gerðum, sand- kassa, rólur, fótbolta, ratleiki, bad- minton og smáhýsi. Síðast en ekki síst verður börnunum boðið á hest- bak. Gæsla verður á barnasvæð- inu frá fimmtudegi til sunnudags. Barnasvæði á LM2008 Ráðstefnur um tannheilsu og tannröspun hrossa verða haldnar í byrjun maí á vegum LH, FH og FT. Aðalfyrirlesari verður Torbjörn Lundström, tannlæknir og sér- fræðingur í tönnum hesta. Fyrri ráðstefnan verður haldin í Fjöl- brautarskóla Suðurlands á Selfossi 2. maí og sú seinni á Sauðárkróki 3. maí. Ráðstefnurnar verða aug- lýstar nánar á Netmiðlum hesta- manna. Ástæðan fyrir ráðstefn- unum er meðal annars sú að risið hefur ný stétt fagmanna sem sér- hæfa sig í röspun tanna í hestum. Raspa þeir tennurnar mun meira en áður þekktist og nota slípir- okka og önnur stórtæk áhöld við verkið. Deyfa verður hrossin sér- staklega fyrir aðgerðina. Tannráðstefna Gjörbylting í tæknimálum á Landsmoti hestamanna 2008 Undirbúningur Landsmóts hestamanna gengur vel að sögn Jónu Fanneyjar Friðriks- dóttur framkvæmdastjóra. Ýmsar nýjungar hafa verið teknar upp, svo sem forsala miða á netinu. „Þetta gengur vel, allt samkvæmt áætlun,“ segir Jóna Fanney Frið- riksdóttir. „Fyrir það fyrsta þá höfum við fengið til liðs við okkur mjög öfluga styrktaraðila, sem er grundvallarforsenda. Miðasalan á netinu, sem er í samvinnu við Ice- landair, fór líka mjög vel af stað og greinilegt að fólk kann að meta þann valkost. Aðrar framfarir á tæknisvið- inu eru meðal annars þær að Sím- inn mun væntanlega leggja ljós- leiðara inn á mótsvæðið, sem mun gjörbreyta öllu sem viðkemur tölvuvinnslu, bæði fyrir dómara og blaðamenn. Við munum setja upp netkaffi í Rangárhöllinni. Í höllinni verður einnig veitinga- sala, sölubásar, og Hestatorgið að sjálfsögðu.“ ÁHORFENDASTÚKUR OG RISASKJÁIR - Verða þá engin sölu- og veitinga- tjöld á plani eins og verið hefur? „Jú, jú. Það verður 1.500 fer- metra veitinga- og skemmtitjald á planinu. Þar verða einnig sölu- básar. Það verður skemmtilegt markaðstorg á LM2008. Þess má líka geta að við fáum áhorfenda- stúkur frá Svíþjóð og risaskjá- ir verða líklega tveir, þannig að það ætti að fara vel um áhorfend- ur og allir ættu að geta fylgst vel með. Við munum gera sérlega vel við börnin. Afþreying og gæsla fyrir þau verður meiri en áður hefur sést á landsmóti,“ segir Jóna Fanney. Sjá meira á www.landsmot.is Undirbúningur Landsmóts hestamanna hefur gengið vel og verður svæðið útbúið ýmiss konar afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Sveinn Guðmundsson á Sauðár- króki hefur verið þátttakandi í öllum landsmótum frá upphafi, ýmist sem knapi eða ræktandi. Hann er nú áttatíu og sex ára og undirbýr sig fyrir sitt átjánda landsmót. Á fyrsta landsmóti hestamanna, á Þingvöllum 1950, sat Sveinn gæðinginn Árna-Blesa og varð í öðru sæti í góðhestakeppninni. Hann var þá tuttugu og átta ára. Á Þveráreyrum 1954 urðu þeir aftur í öðru sæti. Þá sýndi hann einn- ig stóðhestinn Goða frá Miðsitju og hryssuna Ragnars-Brúnku frá Sauðárkróki. Á Skógarhólum 1958 urðu Sveinn og Árna-Blesi efstir í A-flokki gæðinga. Kynbótahross og gæðingar á landsmótum und- anfarinna ára eiga flestir ættir að rekja til hrossa Sveins. UPPHAFIÐ VEGUR ÞYNGST „Guðmundur sonur minn sér alveg orðið um hrossabúið,“ segir Sveinn. „Það er eitthvað af hross- um í þjálfun. Einhver verða sýnd. En hrossin þurfa að vera svo vel tamin í dag til að eiga einhverja möguleika. Þegar ég var að byrja þá voru ekki nema nokkrir menn á landinu sem kunnu þetta. Nú er snillingur á hverjum bæ. Geta hrossanna var til staðar hér áður fyrr. En þá rákum við hrossin suður Kjöl; vorum komnir kvöldið fyrir sýningu. Nú er öllum keppnishrossum ekið á mótsstað nokkrum dögum fyrir mót. Þetta er eins og svart og hvítt, undir- búningurinn, tamningin, umgjörð- in og aðstaðan.“ - Hvaða gripir standa upp úr í þinni ræktun þegar þú lítur til baka? „Ætli það séu ekki Ragnars- Brúnka og Síða dóttir hennar. Upp- hafið vegur þyngst. Öll okkar hross eru út af þeim. Þær hefðu örugg- lega gefið ennþá betri hross ef stóðhestaúrvalið hefði verið eins og það er nú. Í þá daga var ekkert úrval, maður leiddi undir þann hest sem næstur var,“ segir Sveinn Guð- mundsson, hetjan frá Króknum. Átjánda landsmótið Sveinn Guðmundsson á Sauðárkróki hefur verið á öllum landsmótum hestamanna frá upphafi. MYND/EIRÍKUR JÓNSSON Jakob Svavar Sigurðsson náði efsta sæti í stigakeppni Meistara- deildar VÍS eftir góðan árangur í gæðingaskeiði og 150 metra skeiði. Hann varð annar í gæðingaskeiði á Glotta frá Sveinatungu og þriðji í 150 metra skeiði á Músa frá Mið- dal. Jakob er með 32 stig. Annar í stigakeppni er Viðar Ingólfsson með 30 og þriðji Sigurður Sigurð- arson með 29. Tvö mót eru eftir í deildinni og átta knapar geta sigr- að. Í 150 metra skeiði hreppti gull- ið Sigurbjörn Bárðarson á Neista frá Miðey og Hinrik Bragason skaust óvænt á toppinn í gæðinga- skeiði á stóðhestinum Flugari frá Barkarstöðum. Jakob er efstur Þann 1. maí verður opnaður nýr vefur um hesta og hestamennsku: www.seisei.is. Það er hinn gamal- reyndi hestablaðamaður og ljós- myndari Jens Einarsson sem er eigandi vefsins og ritstjóri. Jens segir að seisei.is sé öðrum þræði tímarit. Þar verði að finna viðtöl og greinar, meðal annars úrval af eldra efni höfundar. Einnig verði hann fréttatengdur vefur. Að auki verði á honum þjónusta við hrossa- bú, sem felst í að segja fréttir frá búum sem tengjast seisei.is. „Vef- urinn mun fara rólega af stað, það verða engar flugeldasýning- ar,“ segir Jens. „Þetta verður langt ferðalag. Við munum fara fetið til að byrja með. Ég vona að þetta verði skemmtileg viðbót við þá vefi sem fyrir eru.“ Nýr vefur um hesta og hesta- mennsku Jens Einarsson stendur á bakvið www. seisei.is. Erlingur Erlingsson telur kynbótardóma hafa þróast í íþróttakeppni á beinni braut. BLS. 6

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.