Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 15. apríl 2008 21 Glæpir eru engin nýlunda á Íslandi og því þarf engan að undra að opinberar refsingar eigi sér einnig langa sögu. Eðli refsinga hefur þó nokkuð breyst í aldanna rás, sem betur fer segja sumir, og því líklegt að ýmis refsitól fortíðarinn- ar komi nútímafólki spánskt fyrir sjónir. Þeir sem hafa sérlegan áhuga á þessum málum ættu að nota tækifærið í dag og skreppa á Þjóðminjasafnið í hádeginu, en þá mun Árni Björnsson ganga með gestum um grunnsýningu safnsins og skoða ýmsa gripi sem tengjast opinberum refsingum hér á landi. Opinberar refsingar þekktust ekki á Íslandi fyrr en landsmenn urðu þegnar Noregskonungs, enda ekkert framkvæmdavald í landinu fram að því. Þó gefa heimildir til kynna að refsigleði Íslendinga hafi verið mest á sautjándu og átjándu öld. Leiðsögn Árna hefst kl. 12.05 og er öllum opin. - vþ Refsingar á Íslandi SVARTHOL Einn af refsigripum Þjóð- minjasafnsins. Dag einn á níunda áratug síðustu aldar var fræðimaðurinn Claude Schopp við störf á gömlu frönsku bókasafni þegar hann rakst óvænt á bréf sem reyndist býsna merki- legt. Bréfið var frá nítjándu aldar rithöfundinum Alexandre Dumas, sem skrifaði sögurnar um Skytt- urnar þrjár og Greifann af Monte Cristo, og í því kom fram að hann hafði skrifað skáldsögu sem aldrei kom út á bók. Næstu árin fóru í viðamikla og erfiða leit að verkinu, sem virtist hafa gleymst að Dumas látnum, en Schopp tókst á endanum að hafa uppi á sögunni og búa hana til útgáfu. Reyndar entist Dumas ekki aldur til þess að skrifa síðasta kaflann, en hafði blessunarlega skilið eftir sig ítarlegar glósur um fram- vindu frásagnarinnar. Því greip Schopp til þess ráðs að bæta sjálf- ur kaflanum við. Sagan er þegar komin út í Frakklandi og hefur þar selst afar vel. Hún kemur út í enskri þýð- ingu í næsta mánuði og gert er ráð fyrir að hún veki ekki minni lukku í hinum enskumælandi heimi, enda er Dumas vinsælasti rithöfundur sem Frakkland hefur af sér getið, þó að nokkuð sé reyndar deilt um listrænt ágæti sagna hans. Í enskri þýðingu nefnist bókin The Last Cavalier og segir frá ævintýrum Hectors de St Hermine, sem er ungur her maður í her Napóleons Bonaparte. Af bréfaskriftum Dumas að dæma hafði hann í hyggju að skrifa hið minnsta fjórar bækur um St Hermine, og því er skáldsagan ókláraða sem nú er komin fyrir augu almennings í raun bara fyrsta bindið. Schopp hefur þó búið svo um hnútana að lesendur munu ekki þurfa að bíða lengi eftir næsta bindi þar sem hann tók sjálfur að sér verkið, en hefur að sjálfsögðu glósur Dumas sér til halds og trausts. - vþ Ný saga eftir Dumas ALEXANDRE DUMAS Víðlesnasti franski rithöfundur allra tíma. Norræna húsið stendur nú í apríl og maí fyrir áhugaverðri dagskrá um byggingarlist og borgarskipu- lag á Norðurlöndunum undir yfirskriftinni Byggingarlist í brennidepli: Mannlíf í miðborg. Svo mikið er víst að nú um mundir er skipulag miðborgar Reykjavík- ur talsvert hitamál og því hafa eflaust margir áhuga á að kynna sér skipulagsfordæmi annarra borga betur. Tækifæri til þess gefst einmitt í dag, en þá mun Göran Rosberg frá skrifstofu byggingafulltrúa Malmö í Svíþjóð halda framsögu um varanlega borgarþróun og nota sem dæmi skipulagið á Västra-höfninni í Malmö, en hún þykir afskaplega vel heppnuð. Rosberg flytur erindi sitt á ensku í Norræna húsinu kl. 17. - vþ Skipulagið í Malmö rætt MALMÖ Skipulag Västra-hafnarinnar þykir til fyrirmyndar. Tvær heimildarmyndir hollenska kvikmyndaleikstjórans John Appel verða sýndar í Listasafni Reykja- víkur í Hafnarhúsinu á fimmtu- dagskvöld kl. 20 að viðstöddum leikstjóranum. Myndirnar eru The Last Victory frá 2004 og The Promised Land frá 2001. Að sýningum loknum verður boðið upp á umræður og fyrirspurnir. Fyrr um daginn, eða klukkan 12 á hádegi, mun Appel halda opinn fyrirlestur í Hafnarhúsinu um gerð handrita fyrir heimildar- myndir. Aðgangur að viðburðunum er ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. - vþ Kvikmyndir í Hafnarhúsi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.