Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 15. apríl 2008 23 Nektarmynd af Cörlu Bruni seld- ist á 45 þúsund pund, andvirði um 6,6 milljóna íslenskra króna, á uppboði hjá Christie’s á dögun- um. Talið var að myndin færi á andvirði um 450 þúsunda íslenskra króna. Nektarmyndin komst í fréttirn- ar á dögunum þegar tilkynnt var að hún yrði boðin upp á sama tíma og Bruni kom í fyrstu opinberu heimsókn sína til Englands sem eiginkona Frakklandsforseta, Nicolas Sarkozy. Það var kín- verskur listsafnari sem vann myndina á uppboðinu, sem var afar vel sótt. Hinn þýski Heiko Roloff, frá tímaritinu Bild, sagð- ist mjög vonsvikinn að hafa orðið af kaupunum. „Ég hefði keypt myndina og gefið Frakklandsfor- seta hana,“ sagði hann við frétta- stofuna ITN. „Það hefði verið bæði fallegt og mjög góð saga,“ sagði hann. Myndin af Bruni sló þó ekki sölumat á uppboðinu, því það var nektarmynd af Gisele Bündchen sem fór fyrir hæsta verðið. Hún seldist á um 98 þúsund pund, eða um 14,5 milljónir íslenskra króna. Barist um nektarmynd Bruni EFTIRSÓTT CARLA Nektarmynd af frönsku forsetafrúnni Cörlu Bruni seldist á um 45 þúsund pund á uppboði hjá Christie‘s á dögunum. NORDICPHOTOS/GETTY Hryllingsmyndin Prom Night, sem er endurgerð samnefndrar myndar frá 1980, var aðsóknar- mesta myndin vestanhafs um síðustu helgi. Myndin fjallar um grímuklæddan morðingja sem reynir að koma fjórum ungling- um fyrir kattarnef. Fyrri myndin skartaði Jamie Lee Curtis í aðalhlutverki en Brittany Snow fetar í fótspor hennar í endurgerðinni. Hún lék síðast snobbuðu stelpuna Amber van Tussle í söngvamyndinni Hairspray. Í öðru sæti yfir aðsóknarmestu myndirnar var löggudramað Street Kings með Keanu Reeves í aðalhlutverki og í þriðja sæti var myndin 21. Prom Night á toppinn PROM NIGHT Grímuklæddur morðingi eltir uppi fjóra unglinga í hryllingsmynd- inni Prom Night. Fórnarlamb fjárkúgunartilraun- arinnar, sem hinn hálf-íslenski Ian Strachan er grunaður um ásamt Sean McQuigan, mun ekki þurfa að bera vitni í réttarhöld- unum sem hefjast í London í dag. Strachan og McQuigan eru sakaðir um að hafa reynt að kúga fé út úr meðlimi bresku konungsfjöl- skyldunnar. Breskir fjölmiðlar mega ekki greina frá nafni meints fórnarlambs, en sam- kvæmt bandarískum miðlum er um að ræða David Lynley, sem er stjórnarformaður uppboðsfyrir- tækisins Christie’s. Lögmaður Strachans, Giovanni Di Stefano, hafði leitað eftir því að meint fórnarlamb bæri vitni, og greindi frá því í viðtali við Daily Mail að feðgarnir Karl Bretaprins og Filippus, eigin- maður Elísabetar drottningar, gætu einnig lent á vitnalista sínum. Embætti ríkissaksóknara hefur hins vegar, samkvæmt blaðinu Telegraph, komið í veg fyrir að fórnarlambið beri vitni. Ekki kemur fram hvort það nái einnig yfir Karl Bretaprins og Filippus. Meint fórn- arlamb ber ekki vitni Dýrustu miðarnir á tónleika James Blunt í Laugardalshöll 12. júní í A plús-svæði eru uppseldir þrátt fyrir að hafa kostað 14.900 krónur stykkið. Tvö hundruð slík- ir miðar voru í boði. „Það er bara til fólk sem á pen- inga sem vill sitja á allra besta stað. Þetta voru bara tvö hundruð sæti og þarna ertu tryggður fyrir miðju mjög nálægt sviðinu,“ segir tónleikahaldarinn Ísleifur B. Þór- hallsson, sem er mjög ánægður með miðasöluna í heild sinni. Um eitt þúsund miðar eru óseldir af þeim 3.500 sem voru í boði. „Það er gott að miðarnir séu að seljast þótt gengið hafi fallið. Fólk þarf alltaf að lyfta sér upp og skemmta sér. Fólk er ekki að kaupa sér ný hús og nýja bíla þannig að það hlýtur að eiga einhvern pening til að skella sér á tónleika,“ segir hann og hlær. -fb Dýrustu seldust upp JAMES BLUNT Um 2.500 miðar hafa selst á tónleika James Blunt í Laugar- dalshöll 12. júní. IAN STRACHAN „30.000 blaðberar bara byrjunin“ segja útgefendur Fréttablaðsins

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.