Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 42
26 15. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði Stjörnunnar og íslenska landsliðs- ins, hefur lengi verið ein besta handknattleikskona landsins, en hún íhugar þessa dagana tilboð um að gerast atvinnumaður í handbolta og fara erlendis eftir að hafa leikið með Stjörnunni frá unga aldri. „Ég er með tilboð í höndunum frá liði á Norðurlöndunum sem ég er að fara yfir í rólegheitunum. Ég er ekkert búin að ákveða eins og er en ég get ekki neitað því að ég hef stefnt að því frá því ég var lítil að fara í atvinnumennsku og leika erlendis. Ég er náttúrlega mjög spennt fyrir því að láta reyna á þetta og mun gera það einhvern tímann en veit ekki hvort þetta sé rétti tíminn fyrir mig,“ sagði Rakel Dögg, sem hefur átt við erfið meiðsli að stríða í vetur. „Þetta hefur verið mjög erfitt tímabil fyrir mig út af axlarmeiðslum sem ég er búin að glíma við miklu lengur en vonir stóðu til um. Fyrst átti þetta bara að taka einhverjar sex vikur, en ég er enn ekki búin að ná mér að fullu eftir tæpa fjóra mánuði. Ég fór síðast í sprautu í síðustu viku sem gerði það að verkum að ég missti af tveimur leikjum. Ég er því ekkert búin að geta æft né spilað á fullu í vetur og það tekur á bæði líkamlega og andlega. Af þeim sökum er ég aðeins efins um að fara strax út í atvinnumennskuna,“ sagði Rakel Dögg, sem er vitanlega enn með hugann við toppbaráttu N1-deildar- innar þar sem Stjarnan heldur pressunni á Fram. „Við Stjörnustúlkur getum alveg verið sáttar eftir að hafa staðið okkur vel í Evrópukeppninni og unnið Eimskipsbikarinn og erum enn með í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Fram- stúlkur er náttúrlega búnar að spila frábærlega í vetur og við erum í smá eltingarleik við þær, en það er bara staða sem við höfum komið okkur sjálfar í og við verðum bara að klára okkar leiki og sjá til hverju það skilar. Fimmtudagurinn gæti ráðið miklu með hvernig þetta fer þegar Fram mætir Val og það verður bara að koma í ljós,“ sagði Rakel Dögg að lokum. HANDKNATTLEIKSKONAN RAKEL DÖGG BRAGADÓTTIR: ÍHUGAR TILBOÐ UM AÐ LEIKA ERLENDIS EFTIR TÍMABILIÐ Hef stefnt að því að leika erlendis síðan ég var lítil Hádegisfyrirlestur ÍSÍ Íþróttamiðstöðin í Laugardal, E-salur föstudaginn 18. apríl nk. frá kl. 12.00-13.00. Margrét Lilja Guðmunds- dóttir kynnir niðurstöður rannsóknarinnar „Ungt fólk 2007“ m.t.t. íþróttaiðkunar. Fyrirlesturinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Sjá nánar áwww.isi.is Iceland Express-deild karla: Snæfell-Grindavík 116-114 Stig Snæfells: Sigurður Þorvaldsson 39 (7 frák.), Slobodan Subasic 23, Justin Shouse 21 (14 stoð., 7 frák.), Hlynur Bæringsson 18 (17 frák., 7 stoð.), Magni Hafsteinsson 6, Anders Katholm 6, Árni Ásgeirsson 3. Stig Grindavíkur: Adama Darboe 32 (13 stoð.), Jamaal Williams 27, Páll Axel Vilbergsson 19, Helgi Jónas Guðfinnsson 15, Þorleifur Ólafsson 8, Páll Kristinsson 7, Igor Beljanski 6. Enska úrvalsdeildin: Chelsea-Wigan 1-1 1-0 Michael Essien (55.), 1-1 Emile Heskey (90.). ÚRSLIT > Ægir Hrafn til Gróttu Varnartröllið af Hlíðarenda, Ægir Hrafn Jónsson, skrifaði í gærkvöldi undir tveggja ára samning við 1. deildarlið Gróttu. Ægir hefur spilað vel í vörn Vals síðustu tíma- bil og kemur klárlega til með að styrkja Gróttu. „Það er mikill hugur í okkur að koma með sterkt lið í efstu deild á næstu tveim árum. Ætlum að byggja á þeim mönnum sem fyrir eru en bæta við okkur réttum mönnum til að styrkja liðið enn frekar til afreka en munum samt ekki vanrækja ungl- ingastarfið. Munum halda áfram að hlúa að okkar strákum og byggja á þeim,“ sagði Arnar Þorkelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Gróttu. FÓTBOLTI Chelsea mistókst að minnka forskot Manchester United á toppi ensku úrvalsdeild- arinnar í gær þegar Wigan sótti liðið heim á Stamford Bridge. Michael Essien kom Chelsea yfir en Emile Heskey jafnaði fyrir Wigan í uppbótartíma. Steve Bruce, stjóri Wigan, fagnaði markinu hreint ógurlega enda var hann að koma sínu gamla liði til aðstoðar enda forysta Man. Utd nú fimm stig. „Svona er fótboltinn. Ef maður setur ekki annað markið og heldur ekki einbeitingu gerast svona hlutir,“ sagði Avram Grant, stjóri Chelsea. „Við erum enn með í baráttunni. Þetta verður vissulega erfiðara núna en við munum berjast allt til enda.“ - hbg Dýrt jafntefli hjá Chelsea: Heskey skoraði í uppbótartíma GRÁTI NÆST Michael Essien átti erfitt með að leyna tilfinningum sínum í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI Snæfellingar sendu Grindvíkinga í sumarfrí með 116- 114 sigri í framlengdum leik. Það var rífandi stemning í Fjárhúsinu í Stykkishólmi í gærkvöld og ljóst að mikið var í húfi fyrir bæði lið. Snæfell var að reyna að vinna sér þátttökurétt í úrslitarimmunni og Grindavík að reyna að halda lífi í einvíginu og knýja fram oddaleik í Grindavík. Geof Kotila, þjálfari Snæfells, hafði ítrekað það í fjölmiðlum undanfarið að lykillinn að sigri Snæfellinga í einvíginu væri góður varnarleikur og að ef stigaskorið héldist lágt væri Snæfell sigur- stranglegra liðið. Leikurinn var hins vegar hraður og opinn þar sem sóknarleikurinn var í fyrirrúmi hjá báðum liðum og staðan var 29-28 heimamönn- um í vil í lok fyrsta leikhluta. Skot- veislan hélt áfram í öðrum leik- hluta þar sem gestirnir sigu hægt og rólega fram úr og allt virtist ganga upp hjá þeim, bæði sóknar- lega og varnarlega. Sóknarlega munaði mestu um þriggja stiga skotin þar sem Páll Axel Vilbergs- son, Adama Darboe og Helgi Jónas Guðfinnsson reyndust drjúgir. Varnarlega voru svo Jamaal Willi- ams og Páll Kristinsson að halda vel aftur af Hlyni Bæringssyni en staðan var 49-62 gestunum í vil í hálfleik. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu að komast aftur inn í leikinn en náðu mest að minnka forskot gestanna í sjö stig í þriðja leik- hluta og eftir það sigu gestirnir enn og aftur fram úr og munurinn orðinn sextán stig, 70-86, þegar þriðja leikhluta lauk. Heimamenn voru hins vegar ekki af baki dottnir og náðu með mikilli baráttu að komast aftur inn í leikinn og gera lokamínúturnar æsispennandi en munurinn var kominn niður í fjögur stig, 95-99, þegar þrjár og hálf mínúta lifði leiks. Sigurður Þorvaldsson, sem átti frábæran leik, kom Snæfell- ingum yfir 103-102 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. Staðan var svo jöfn 106-106 þegar fjörutíu sekúndur voru eftir en hvorugt liðið náði að nýta sér tímann til að skora og því þurfti að framlengja. Spennan hélt áfram í framleng- ingunni og staðan var 114-114 þegar tæpar þrjátíu sekúndur voru eftir. Justin Shouse steig þá upp og kom Snæfelli yfir 116-114 þegar rétt rúmar tíu sekúndur voru eftir á klukkunni. Grindvík- ingar reyndu þriggja stiga skot en það geigaði og Snæfellingar eru því komnir í úrslitarimmuna og það ræðst á morgun hvort mót- herjarnir verða ÍR eða Keflavík. Grindvíkingurinn Helgi Jónas var að vonum súr í leikslok enda leiddu Grindvíkingar leikinn að stórum hluta. „Við spiluðum þetta frá okkur og það er of dýrt að gera það í tveimur leikjum í einvíginu eins og nú er komið í ljós,“ sagði Helgi ósáttur. Justin Shouse, hetja Snæ- fellinga, var vitanlega hæstánægð- ur í leikslok. „Við sýndum frábæra baráttu að komast aftur inn í leikinn og þrátt fyrir að Kotila sé eflaust ekki sáttur með að við höfum ekki haldið mótherjanum í áttatíu stig- um í leiknum þá sýndum við og sönnuðum að við getum spilað góðan sóknarleik,“ sagði Shouse, sem á enga óskamótherja í úrslita- einvíginu. „Að mínu mati erum við með heitasta liðið á þessu ári og ég held að það skipti ekki máli hvort við mætum ÍR eða Keflavík ef við spilum okkar leik,“ sagði Shouse sigurreifur í leikslok. omar@frettabladid.is Við erum með heitasta liðið Snæfellingar tryggðu sér þátttökurétt í úrslitarimmu Iceland Express-deildar karla eftir ævintýralegan sigur á Grindavík, 116-114, eftir framlengingu. Justin Shouse skoraði sigurkörfu Snæfells í Fjárhúsinu í gær. ERUÐ ÞIÐ EKKI Í SAMA LIÐI? Snæfellingar börðust svo grimmt undir lokin að þeir gáfu félögum sínum ekki einu sinni eftir í fráköstunum. Hlynur Bæringsson og Sig- urður Þorvaldsson taka hér létta rimmu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SIGURREIFIR Leikmenn Snæfells fögnuðu sigrinum ótrúlega gegn Snæfelli vel og lengi í Fjárhúsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Að fyrirskipun framherjans Anders Katholm hafa Snæfellingar ekki skert andlitshár sitt síðan úrslita- keppnin byrjaði og það hefur staðist hingað til og mun að öllu óbreyttu halda áfram í úrslita- rimmunni. Leik- menn Snæfells verða því væntan- lega vígalegir þegar Íslandsmótinu lýkur loksins. - óþ Hárfagrir Hólmarar: Rakvélin er í geymslunni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.