Fréttablaðið - 16.04.2008, Side 1

Fréttablaðið - 16.04.2008, Side 1
Icelandic Group Sjávarfangið hverfur úr Kauphöll Borðsiðir og viðskipti Húmor skiptir máli í matnum Kristinn Þór Geirsson, nýráðinn framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Glitnis, hefur keypt hlutabréf í bankanum fyrir rétt tæpan milljarð. Alls er um að ræða tæplega 59 milljónir hluta á geng- inu 16,9. Norski olíusjóðurinn kann að tapa allt að fimmtán milljörðum ís- lenskra króna á fjárfestingum í ís- lenskum bönkum og fjármálafyrir- tækjum. Töluvert hefur verið fjall- að um íslenskt efnhagslíf í norskum fjölmiðlum að undanförnu. Gengi Decode Genetics, móður- félags Íslenskrar erfðargreining- ar, féll niður í 1,20 á dögunum, sem er hið minnsta í sögu félagsins. Miðað við það er markaðsvirði fé- lagsins um áttatíu milljónir Banda- ríkjadala, eða sem svarar tæpum sex milljörðum íslenskra króna. Enski hagfræðiprófessorinn Richard Portes hefur greint fjár- málaeftirlitinu í Bretlandi og á Ís- landi frá samskiptum við stjórn- endur stórs vogunarsjóðs í kjölfar umfjöllunar hans um íslenskt fjár- málakerfi. Í samtalinu var próf- essorinn meðal annars hvattur til að huga að mannorði sínu, þegar hann væri að fjalla um Ísland og ís- lensku bankana. Seðlabankinn hækkaði stýri- vexti um 0,5 prósentustig á föstu- dag og eru stýrivextir bankans nú 15,5 prósent. Davíð Oddsson Seðla- bankastjóri segir þjððarnauðsyn að koma böndum á verðbólguna. Seðlabankinn spáir allt að þrjátíu prósenta raunlækkun á fasteigna- verði á næstu tveimur árum. 1412 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 16. apríl 2008 – 16. tölublað – 4. árgangur 7-8 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com V i s t væ n prentsmiðja Sími 511 1234 • www.gudjono.is Björgvin Guðmundsson skrifar „Við munum sjá um alla flutninga fyrir álver Alcan í Straumsvík frá og með 1. júlí næstkomandi,“ segir Garðar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Nesskipa. Samningur milli Nesskipa og Alcan, sem undirrit- aður var í síðustu viku, markar tímamót því Eim- skipafélagið hefur séð um alla flutninga fyrir ál- verið frá árinu 1966. Garðar segir starfsemina í kringum þessa flutn- inga umfangsmikla en vill ekki gefa upp upp hæðir. Tvö skip verði algjörlega lögð í verkefnið sem muni sigla til Rotterdam, þangað sem mest af álinu sé flutt. Magnið sem flutt er út sé um 185 þúsund tonn af áli á ári. Einnig þurfi að flytja inn hráefni í framleiðsluna sem nemi um níutíu þúsund tonn- um. Til viðbótar munu Nesskip flytja milli þrjá- tíu og fimmtíu þúsund tonn af öðrum aðföngum og rekstrarvörum. Guðmundur P. Davíðsson, forstjóri Eimskips á Íslandi, segir alltaf vonbrigði að missa góðan við- skiptavin. Eimskip sjái fyrst og fremst um flutn- inga í gámum og flutningar fyrir Alcan hafi verið hluti af áætlanasiglingum félagsins. Nú vilji álver- ið hins vegar fá skip í sína þjónustu sem sinni bara þessum flutningum vikulega. Flutningarnir séu ekki gámavæddir heldur sé notast við lausaflutn- inga í lest. Það sé ekki hagkvæmt fyrir Eimskip því þá hafi þurft að leigja sérstakt skip og endurleigja það svo. Nesskip hafi einfaldlega getað boðið betur því þau hafi yfir slíkum skipum að ráða. Skip Nesskipa eru hluti af flota Wilson Euro Carriers í Bergen í Noregi sem telur yfir eitt hundrað skip. Wilson hefur frá árinu 2006 verið eigandi meirihluta hlutafjár í Nesskip. Skipin tvö sem notuð eru til flutninga fyrir Alcan koma að sögn Garðars úr flota Wilson Euro Carrier. Guðmundur segir Eimskip hafa flutt fyrir álverið i Straumsvík frá árinu 1966. Samstarf fyrirtækj- anna eigi sér langa og góða sögu. Nú þjónusti Eim- skip hins vegar Alcoa á Reyðarfirði og sjái um flutninga fyrir Norðurál á Grundartanga. Það séu gámavæddir flutningar sem henti skipakosti Eim- skipafélagsins. Þetta sé því ekki eins stórt högg fyrir félagið og líti út fyrir í fyrstu. Nesskip náðu Alcan frá Eimskipafélaginu Eimskip missir viðskipti sín við Alcan í Straumsvík 1. júlí. Óslitnu samstarfi frá árinu 1966 lokið. Nesskip taka við. „Bankinn ýtti á okkur um að hann gæti gengið að veðunum, en við seldum áður en það varð,“ segir Páll Ingólfsson, einn fjórmenn- inga sem nýlega seldu fjárfest- ingarfélagið Rjúkanda, sem á um fjörutíu prósenta hlu t í Fiskmark- aði Íslands (FMÍ). Útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtækið Guðmundur Runólfs- son á Grundarfirði keypti hlutinn. Guðmundur Smári Guðmunds- son, framkvæmdastjóri, segir að inngrip bankans hafi verið mögu- leiki í stöðinni. „En við höfum lengi haft áhuga á að auka við hlut okkar í fiskmarkaðnum og þarna fengum við gott tækifæri.“ Páll Ingólfsson segir að gengis- þróunin hafi haft áhrif á að fjór- menningarnir seldu hlutinn. „Gengisfall krónunnar spilaði þarna inn í, en við vorum með skuldbindingar okkar í erlendri mynt.“ Bankinn sem um ræðir er Landsbanki Íslands. Um verðið segir Guðmund- ur að bæði kaupandi og seljandi hafi verið ósáttir, en vill ekki gefa neitt frekar upp um verðið. „Þetta er þó nokkuð af peningum, og við keyptum þetta bæði með eigin fé og lánum.“ Rjúkandi er langstærsti hlut- hafinn í Fiskmarkaði Íslands, með um fjörutíu prósenta hlut. Næststærsti hluthafinn á innan við átta prósenta hlut. Fiskmarkaður Íslands er með ríflega 56 prósenta markaðshlut- deild hér á landi. - ikh Bankinn ýtti á um söluna á FMÍ Fjörutíu prósenta hlutur í Fiskmarkaði Íslands seldur vegna þrýstings. Seðlabankinn Rétti tíminn til aðgerða Exista fær greidda 16,5 milljarða króna í arð af eign sinni í finnska tryggingafélaginu Sampo. Exista er stærsti hluthafinn í félaginu og á um fimmtungs hlut. Lýður Guðmundsson, stjórnar- formaður Exista, var kjörinn í stjórn félagsins á aðalfundi þess í gær. Sampo er sennilega stærsta félagið sem Íslendingur hefur fengið stjórnarsæti í, að því er fram kemur í tilkynningu frá Ex- ista. Markaðsvirði Sampo nemur 1.250 milljörðum íslenskra króna. Sampo er næststærsti hluthafinn í Nordea, stærsta banka á Norður- löndum. - ikh Milljarða arður frá Sampo LÝÐUR GUÐMUNDSSON Starfandi stjórnarformaður Exista tekur sæti í stjórn Sampo Group.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.