Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 16. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 13 41 0 4/ 08 HLUNNINDI SEM FYRIRTÆKJASAMNINGUR VEITIR: • Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki • Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn - alla daga ársins • Afsláttur sem býðst á fargjöldum til áfangastaða Icelandair • Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum + Skráðu fyrirtækið þitt núna á www.icelandair.is ÞJÓNUSTA SEM SPARAR FYRIRTÆKJUM TÍMA OG PENINGA ER ÞITT FYRIRTÆKI MEÐ SAMNING? M A D R ID B A R C E LO N A PARÍS LONDO N MANCHESTER GLASGOW MÍLANÓ AMSTERDAM MÜNCHEN FRANKFURT BERLÍN KAUPMANNAHÖFN BERGEN GAUTABORG OSLÓ STOKKHÓLMUR HELSINKI HA LI FA X BO ST ON OR LAN DO MINN EAPOL IS – ST. P AUL TOR ONT O NE W YO RK REYKJAVÍK AKUREYRI Baugur ætlar að leggja frekari áherslu á netverslun á næstunni. Þetta sagði Jón Ásgeir Jóhann- esson, starfandi stjórnarformað- ur Baugs Group, á kaupskap- arþingi smásala, World Retail Congress, sem fram fór í Barce- lona á Spáni í síðustu viku. Um hundrað ræðumenn deildu reynslu sinni og sýn á heim smá- sölu og neytenda á þinginu og voru sammála um að framtíð verslunar lægi í netinu. Netútgáfa Retail Week hefur eftir Jóni Ásgeiri að fyrirtækið hafi lagt mikið á sig til að auka hlut netviðskipta og hafi net- sala hjá nokkrum fyrirtækjum undir samstæðu Baugs Group aukist um 45 prósent. Jón var ræðumaður á ráðstefn- unni og tók þátt í pallborði þar sem rætt var um framtaksfjár- festingar. Hann sagði að lána- kreppan myndi draga úr svoköll- uðum einkaframtaksfjárfesting- um almennt en gerði ekki ráð fyrir að Baugur hætti slíku þrátt fyrir stöðuna á mörkuðum. Breska dagblaðið Financial Times segir stöðu Baugs hafa styrkst mjög með tilfærslu á eignum í vikunni. Félagið situr nú á miklum sjóðum til fyrir- tækjakaupa, að sögn blaðsins. - jab JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Baugur Group ætlar að spýta í lófana og auka hlut netverslunar frekar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Baugur sér framtíðina í netverslun Skoski auðkýfingurinn Sir Tom Hunter þarf að punga út 44 millj- ónum punda, jafnvirði 6,4 millj- arða króna, ætli hann að halda hlut sínum óbreyttum í bresku garðvörukeðjunni Dobbies Gard- en Centres. Hunter festi sér rétt rúman 29 prósenta hlut í keðjunni í yfir- tökustríði um hana gegn breska risamarkaðnum Tesco um mitt síðasta ár. Baugur Group var um tíma orðað- ur við kaup á keðjunni í fé- lagi við Hunter en saman keyptu þau bresku garð- vörukeðjuna Wyevale Garden Centres fyrir tveimur árum. Þá hefur Kaupþing í Bretlandi stutt við fjárfestingar auðkýfingsins. Þegar yfir lauk stóð verslunin uppi með 65 prósent en Hunter með tæp þrjátíu prósent. Breska blaðið Telegraph hefur eftir greinendum að hlutafjár- aukningin sé aðför að Hunter. Taki hann ekki þátt í aukningunni skerðist hlutur hans verulega. Tesco muni hins vegar sitja uppi með pálmann í höndunum og 84 prósent hlutabréfa í Dobb- ies. - jab SIR TOM HUNTER Breskir grein- endur segja að breski stórmarkað- urinn Tesco sé með hlutafjáraukn- ingu að hefna sín og þvinga niður hlut ríkasta manns Skotlands í garðvörukeðjunni. Hunter neyddur til fjárútláta Fasteignamógúllinn Robert Tchenguiz, sem jafnframt er stjórnarmaður í Existu með fimm prósenta hlut, og aðrir fjárfestar ætla að gera atlögu að Tim Clarke, forstjóra bresku kráakeðjunnar Mitchells & Butlers, á næstunni. Breska dagblaðið Sunday Telegraph segir líklegt að fjár- festarnir, sem saman eiga fjöru- tíu prósenta hlut, krefjist þess að skipt verði um mann í brúnni takist ekki að leysa úr læðingi þau verðmæti sem þeir telja að liggi í fasteignum félagsins. Tchenguiz og stjórnendur keðjunnar gerðu með sér sam- komulag um mitt síðasta ár sem fól í sér að sérstakt félag yrði stofnað í kringum fasteignir Mit- chells & Butlers. Í kjölfarið voru gerðir tveir afleiðusamningar sem fóru út um þúfur þegar öld- urnar risu á fjármálamörkuðum í haust. Neyddist kráakeðjan til að afskrifa jafnvirði 35,5 millj- arða króna af þeim sökum. Hagur keðjunnar batnaði lítil- lega á fyrri hluta árs miðað við í fyrra en hagnaður af undirliggj- andi starfsemi jókst um 0,6 pró- sent á milli ára. Vondu fréttirn- ar eru þær að heldur dró úr bjór- sölu og hífði sala á mat og öðrum veitingum afkomuna upp. - jab Tchenguiz hjólar í forstjórann „Þrengingar í efnahagslífinu endurspeglast í afkomu Ikea,“ segir Anders Dahlvig, forstjóri sænsku húsbúnaðarverslunar- innar Ikea. Dahlvig, líkt og kollegar hans í smásölugeiranum víða um heim, útilokar ekki að afkoman muni í heild versna vegna aðstæðna í efnahagslífinu almennt. Ikea muni hins vegar koma betur inn í árið en keppinautarnir enda kaupi fólk iðulega ódýrari hús- búnað en ella nú þegar þrengi að í efnahagslífinu. Ikea er óskráð félag og þarf því ekki að gefa upp afkomutöl- ur. Dahlvig segir í samtali við breska viðskiptablaðið Financial Times að útlit sé fyrir að hagn- aður af undirliggjandi starfsemi muni dragast saman á helstu mörkuðum, mest í Bandaríkjun- um og í Bretlandi. Dahlvig segir í samtali við blaðið að reikna megi með að afkoman verði neikvæð á stór- um mörkuðum, svo sem í Banda- ríkjunum og Bretlandi, enda hafi þar dregið úr einkaneyslu. Vænta megi svipaðrar þróunar í Þýska- landi, Spáni og jafnvel víðar í Evrópu á næstu mánuðum batni aðstæður ekki. - jab Ikea hagnast á erfiðu árferði Gengi bréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, snerti 1,18 dali á hlut á bandarískum hlutabréfamarkaði á mánudag. Þetta er lægsta verð sem bréf félagsins hafa farið á frá upp- hafi. Bréfin í DeCode munu hafa farið á allt að 65 dali á hlut á gráum markaði fyrir skráningu fyrirtækisins á Nas- daq-hlutabréfamarkaðinn í júlí fyrir átta árum. Gengi bréfanna stóð í 3,66 dölum á hlut um síðustu áramót og hefur þessu samkvæmt fallið um tæp 68 prósent á rúmum fjórum mánuðum. Sé litið til verðsins sem greitt var fyrir þau á gráa markaðnum nemur fallið hins vegar rétt rúmum 98 prósentum. Sé dæmið einfaldað nemur fjárfesting í bréf- um DeCode upp á hundrað þúsund krónur á gráa markaðnum fyrir átta árum 1.800 krónum í dag. Fyrir það fæst meðalbók í kiljuformi í bókabúð. Markaðsverðmæti fyrirtækisins nam á mánu- dag 78,55 milljónum dala, jafnvirði um 5,8 milljarða íslenskra króna. Tap þess í fyrra nam 6,6 milljörðum króna. - jab KÁRI STEFÁNSSON, FORSTJÓRI DECODE. Gengi DeCode fallið um 98 prósent Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Samþykkt var í fyrrakvöld að sameina bandarísku flugfélögin Delta Air Lines og Northwest Air lines. Með gjörningnum verður til stærsta flugfélag í heimi. Bandarískir fjölmiðlar segja flugmenn Northwest æfa yfir samkomulaginu enda bendi flest til að starfsfólki verði sagt upp í kjölfarið. Delta hefur þegar sagt upp tvö þúsund starfsmönnum í hagræð- ingarskyni það sem af er ári. Bandaríska blaðið Wall Street Journal segir ljóst að frekari endurskipulagn- ingar sé þörf. Flugmenn þurfa hins vegar vart að ör- vænta því verkalýðsfélag þeirra fær 3,5 prósenta hlut í sameinuðu félagi. Líklegt þykir að sameiningin muni hvetja til svipt- inga hjá öðrum flugfélögum vestanhafs. Mörg þeirra hafa lengi barist við þungan rekstrarkostnað, sem hefur aukist samhliða háu olíuverði. Bæði Delta og Northwest hafa, líkt og fleiri flug- félög, átt við rekstrarerfiðleika að stríða síðustu ár en bæði fóru í greiðslustöðvun á síðasta ári. Markaðsverðmæti sameinaðs flugfélags, sem mun eftirleiðis fljúga undir merkjum Delta, nemur fimm milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 370 millj- arða íslenskra króna, og verða starfsmenn 75 þúsund talsins. Forstjóri sameinaðs félags verður Richard Anderson en hann stýrir nú Delta Air Lines. Risaflugfélag fæðist VIÐ INNRIT- UNARBORÐ FLUGFÉLAG- ANNA Stærsta flugfélag í heimi varð til í fyrradag með samruna Delta Airlines og Northwest Airlines. MARKAÐURINN/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.