Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 8
MARKAÐURINN 16. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR8 Ú T T E K T Þ unginn í umræðu um styrkingu gjald- eyrisvaraforða Seðlabanka Íslands eykst dag frá degi. Geir H. Haarde forsætisráðherra talar sífellt skýrar um nauðsyn þess. Undir það sjónarmið tekur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráð- herra og formaður Samfylkingarinnar. Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabank- ans, segir stefnt að því að tvöfalda gjaldeyris- forðann en nú séu skilyrðin ekki hagfelld. Búið var að skapa væntingar um aðgerðir sem enn er beðið eftir. Á meðan ríkir taugatitringur á mark- aðnum. Krónan er ótrygg og óvissu um rekstrar- skilyrði bankanna hefur ekki verið eytt. Margir segja þörf á aðgerðum strax. UNNIÐ AÐ LÁNTÖKU Erlendir ráðgjafar Seðlabankans hafa fengið það hlutverk að aðstoða bankastjórnina við það að styrkja gjaldeyrisforðann. Hins vegar hefur orðið bið á raunverulegum aðgerðum. Í máli Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra á stýrivaxta- fundinum á fimmtudaginn í síðustu viku kom fram að unnið væri í málinu. Það væri í samræmi við það sem forystumenn ríkis stjórnarinnar hefðu sagt og reyndar stjórnar andstöðunnar líka. Hins vegar dró hann frek- ar úr þeim hraða sem þyrfti að vera á framkvæmdinni. Vísaði hann meðal annars til óhagstæðra skilyrða til lántöku. Um fé almennings væri að ræða og því bæri ráðamönnum að leita hag- stæðra kjara. ÓVISSAN ER VERST Í samtölum við þingmenn ríkisstjórnarinnar voru ekki allir sammála um hversu brýnt vandamálið væri. Þó var uppi það sjónar- mið að óvissan væri vond. Ef búið væri að tala um að efla gjaldeyrisvarasjóðinn, meðal annars til að auka trú- verðugleika Seðlabankans sem lánveitanda til þrauta- vara, væri eins gott að drífa í því. Ef Seðlabankinn hefði á annað borð hlutverk væri það að vera bakhjarl fjár- málakerfisins sem þrauta- vara lánveitandi. Við núver- andi stöðu væri hægt að draga í efa að hann gæti sinnt því hlutverki. Það rýrði trúverðugleika fjármálakerfisins út á við og rýrði kjör bankanna á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum. Við því mætti enginn við núverandi aðstæður. Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún hafa fund- að með yfirmönnum viðskiptabankanna og sagst ætla að leggja þeim lið í þessari varnar baráttu. Spurningin sem margir spyrja sig er hvort Seðla- bankinn sé að draga lappirnar í þeirri baráttu með því að klára ekki erlenda lántöku fyrir hönd ríkissjóðs. Bankinn gangi skemur en seðlabank- ar annarra ríkja í að smyrja hjól fjármálakerfis- ins. Hefur því jafnvel verið haldið fram að Davíð Oddsson vilji gera forystumönnum ríkisstjórnar- innar erfitt fyrir með því að vera erfiður í taumi. Ákveðinn pirringur er í röðum þingmanna og óþreyja eftir aðgerðum vegna þessa. Menn segj- ast ekki skilja þennan seinagang og vita ekki hvar orsökin liggur. GOTT SAMBAND VIÐ SEÐLABANKANN Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Markaðurinn ræddi við segja samt að samband milli ráðherra efnahagsmála, Geirs Haarde, og seðlabankastjóra sé ágætt. Margir vilji ýta undir þá skoðun að ágreiningur ríki um hvert skuli stefna. Þessi vinna taki bara sinn tíma enda ekki um lágar fjárhæðir að ræða. Það geti jafn- vel verið snjallt að vera ekki með of upplýsandi yfirlýsingar í baráttunni um betri kjör. Ef ríkis- stjórnin virðist taugastrekkt geti það einung- is ýtt undir vandann hvað varðar lánakjör ríkis og banka. Forsætis ráðherra hefur lagt áherslu á að það megi ekki ana að neinu þótt hann hafi bætt í yfirlýsingar undanfarna daga. Björgvin „Viðskipti innlendra fjármálafyrirtækja við Seðlabankann eru í íslenskum krónum og ekki er fyrirsjáanleg breyting þar á. Þau viðskipti varða m.a. greiðslumiðlun í landinu, reglubundna útvegun lauss fjár og úrræði við lausafjárvanda,“ sagði í umsögn Seðlabankans til ársreikningaskrár í byrjun desember síðastliðinn. Tilefnið var beiðni Kaupþings banka um heimild til að færa bókhald og semja ársreikning í evrum á þessu ári. V I Ð S K I P T I Í H V A Ð E R G J A L D E Y R I S F O R Ð I ? Gjaldeyrisforði Seðlabankans nemur nú um 200 milljörðum króna að teknu tilliti til gengis- lækkunar krónunnar frá áramótum. Talað hefur verið um að allt að tvöfalda þann forða. Bankinn skilgreinir gjald- eyrisforðann sem eignir í erlendum gjaldmiðlum sem eru aðgengilegar með litlum fyrirvara. Forðinn sam- anstendur af gulli, sérstökum dráttarréttindum og gjaldeyris- stöðu við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn og erlendum innstæðum auk erlendra markaðsverðbréfa. FORÐINN Í ERLENDRI MYNT Gjaldeyrisforðinn saman- stendur ekki bara af seðlum og mynt heldur öðrum eign- um einnig. Fórnarkostnaður varasjóðs getur verið nokkur vegna þess að ávöxtun hans er takmörkunum háð samkvæmt starfsreglum bankastjórnar. Margir hafa gripið það á lofti í um- ræðunni um vandræðin í efnahagslífi þjóðar innar að auka þurfi gjaldeyris- forða Seðlabankans. Það er ekki langt síðan sú umræða komst á verulegt flug. Áður höfðu fáir fjallað um nauðsyn þess að hafa hér stóran gjaldeyrisforða nema einstaka fræðimenn og pólitíkusar. Þar sem Seðlabankinn starfar eftir verðbólgumarkmiði á ekki að vera þörf á stórum gjaldeyrisforða samkvæmt hagfræðinni – að því gefnu að mark- aðir séu skilvirkir. Bankinn einbeitir sér eingöngu að því að halda verðlagi stöðugu með stýrivöxtum. Í einföldu máli hefur það áhrif á gengi krónunn- ar í gegnum framboð og eftirspurn eftir gjaldmiðlinum. Bein inngrip á gjald- eyrismarkaði eru algjör undantekning við sérstakar aðstæður samkvæmt nú- verandi peningastefnu Seðlabanka Ís- lands sem tekin var upp árið 2001. Áður hafði bankinn yfirlýst gengismarkmið með vikmörkum. Skiptar skoðanir eru á því af hverju þessi mikla umræða blossar upp nú. Í fyrsta lagi veldur kreppa á lánsfjár- markaði því að fjármálafyrirtæki þurfa að hafa öflugan lánveitanda til þrauta- vara. Það er eitt af meginhlutverkum seðlabanka í heiminum. Þá er minni hætta á að þeir lendi í lausafjárvand- ræðum, sem á að veita þeim betri kjör á alþjóðlegum lánamörkuðum. BANKARNIR OF STÓRIR Vegna þess hversu stórir íslensku bank- arnir eru efast margir um getu Seðla- banka Íslands til að sinna þessu hlut- verki skilmerkilega. Hafa alþjóðleg matsfyrirtæki meðal annars bent á þennan vanda. Að auki hafa stjórnendur Seðlabankans lýst því yfir að þeir muni einungis geta lánað í íslenskum krónum. Stór hluti af starfsemi bankanna er er- lendis og því þurfa þeir erlendan gjald- eyri fyrst og fremst lendi þeir í vand- ræðum. Ef Seðlabankinn vildi bjarga þeim um stundarsakir þyrfti hann líka að búa yfir öflugum gjaldeyrissjóði. Viðskiptabankarnir vonast einnig til að geta fengið erlendan gjaldeyri lánað- an hjá Seðlabankanum og lagt í staðinn inn veð í íslenskum verðbréfum ýmiss konar. Þetta er sérstaklega mikilvægt núna fyrir bankana þegar gjaldeyrir er dýr og erfitt að fá lán á sæmilegum kjörum. Þetta myndi líka leysa vanda sem skapast hefur á innlendum mark- aði með gjaldmiðlaskiptasamninga. Sá markaður hefur þurrkast upp vegna mikillar eftirspurnar eftir gjaldeyri. Vaxtamunur í útlöndum hefur hrunið og er það ein meginástæða fyrir gengis- lækkun krónunnar. Allir hafa áhuga á gjaldeyrisforðanum L Á N V E I T A N D I T I L Þ R A U T A V A R A Samkvæmt lögum getur Seðlabankinn, telji hann þess þörf til að varðveita traust á fjármálakerfi landsins, veitt lánastofnunum í lausafjárvanda ábyrgðir eða lán til að koma í veg fyrir bankakreppu. Sérstaklega er tekið fram að bankinn veiti ekki aðstoð til gjaldþrota lánastofnana eða lána- stofnana með eiginfjárstöðu undir löglegum mörkum. Sem dæmi verða lánastofnanir sem uppfylla ekki skilyrði um lágmarks eigið fé að leysa sín mál með nýju hlutafé. Þetta er í samræmi við reglur sem gilda alls staðar á Norðurlöndum. Í þeim tilfellum þar sem banki telst vera gjaldþrota eða greiðslugeta hans talin óviss skulu seðlabankarnir án tafar hafa samband við fjármálaráðuneyti í sínu ríki. ALÞJÓÐLEG ÁHRIF Áhættuálag erlends lánsfjár hefur ratað inn í verðmyndun skiptasamninga á gjaldeyrismarkaði og eytt vaxtamun milli Íslands og annarra myntsvæða. Ekkert umboð til að brotlenda Of langur tími hefur liðið að mati stjórnarþingmanna frá því að yfirlýsing var gefin um aðgerðir til að styrkja gjald hvort Seðlabankinn dragi lappirnar. Málið er þó í undirbúningi. Enn er óljóst hvort veita eigi bönkum aðgang að segir óvissuna versta og að margir telji aðgerða þörf strax.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.