Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 12
 16. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● íslenskur iðnaður Helgi Thorsteinsson, prófessor í fiskeldi og fiskalíffræði við Háskólann á Hólum, segir fiskeldi einu leiðina fyrir lands- menn til að halda velli á þorsk- mörkuðum. Vill hann beita til þess nýstárlegum aðferðum. Nytjastofnar sjávar eru að minnka og kvótar að skerðast. Helgi Thor- arensen, prófessor í fiskeldi og fiskalíffræði við Háskólann á Hólum, segir að eina leiðin fyrir Íslendinga til að halda stöðu sinni á þorskmörkuðum sé að hella sér út í fiskeldi. Áður en þorskeldi getur orðið stór atvinnuvegur þarf þó að leysa ýmis vandamál. Eitt af þeim er ódýrara fóður og lausnin gæti verið í jurtaríkinu. „Framboð á fiskimjöli hefur lengi verið óstöðugt, af skornum skammti og dýrt. Þess vegna er nauðsynlegt að finna aðra lausn. Enda má færa mjög góð rök fyrir því að við eigum ekki að nota prótein úr fiski til að fóðra aðra fiska, heldur fyrst og fremst til manneldis ef þess er nokkur kostur,“ segir Helgi. Hann segir markvissa leit og tilraunir með annars konar fóður hafa staðið yfir undanfarin fjögur til fimm ár hérlendis. „Aðalmálið er prótín því fiskarnir þurfa mikið af því og það er jafnframt dýrasti hluti fóðursins. Ýmsir möguleikar eru á því að nota prótein úr jurta- ríkinu og það er í raun eini augljósi kosturinn í stað fiskimjöls,“ segir Helgi, sem hefur ásamt starfs- mönnum Háskólans á Hólum, í samstarfi við Jón Árnason fóð- urfræðing hjá Matís, meðal ann- ars skoðað algengar fóðurplöntur eins og soja og maís. „Einn mest spennandi kostur- inn við þessa þróun er fjölnýt- ing á hráefni fyrir lífrænt elds- neyti. Þegar framleitt er lífrænt eldsneyti verður eftir prótín sem nota má til fiskeldis,“ segir Helgi og heldur áfram: „Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að þorskkvótinn, auk nytjastofna sjávar, er að minnka. Þetta er að gerast hér allt í kringum Atl- antshaf og engar líkur á að hann muni aukast í bráð. Ef við ætlum að halda stöðu á þorskmarkaði eigum við ekki annarra kosta völ en að hella okkur út í fiskeldið. Þetta hafa Norðmenn þegar gert og stefna að því að framleiða meiri þorsk í eldi en við með veið- um.“ Helgi segir fóður í dag vegna fiskeldis nema um sextíu prósent- um af kostnaði og ódýrara fóður sé því ein forsenda fyrir þess- ari þróun. „Þorskeldið hefur stað- ið yfir í nokkurn tíma hérlend- is. Þetta er enn á þróunarstigi og það tekur nokkrar kynslóðir að gera þorskinn að húsdýri. Hér eru góðar aðstæður til þorskeldis og við höfum á að skipa sveit sér- fræðinga á alþjóðamælikvarða. Þetta er tilvalið tækifæri þar sem hægt er að nota bæði atvinnutæki- færi og fjárfestingar sem þegar eru til staðar. Sérstaklega þegar litið er á landsbyggðina þar sem þorskeldið getur án efa orðið undir staða atvinnu um ókomna tíð,“ segir Helgi. - rh Þorskurinn á jurtafóður Helgi Thorarensen, prófessor við fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum, telur þorskeldi geta orðið að undirstöðu- atvinnuvegi á landsbyggðinni. MYND/FEYKIR.IS Helgi hefur ásamt Jóni Árnasyni fóðurfræðingi hjá Matís skoðað algengar fóður- plöntur eins og soja og maís fyrir þorskeldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Iðan fræðslusetur býður upp á raunfærnimat í nokkrum iðn- greinum. Ýmsir hafa byggt upp um- talsverða færni í ákveðinni iðn- grein í gegnum árin en ekki lokið námi, hverjar svo sem ástæðurnar kunna að vera. Þessir einstakling- ar búa yfir raunfærni, það er sam- anlagðri færni sem þeir hafa náð með ýmsum hætti, svo sem starfs- reynslu, starfsnámi, frístunda- námi, skólanámi og fleiru. Iðan fræðslusetur býður upp á raunfærnismat fyrir slíka ein- staklinga, sem kallast Bættu um betur og felst í því að búa til leið- ir til að meta færni þátttakenda og stöðu og gefa þeim kost á að ljúka námi sínu. Mat á raunfærni byggir á þeirri hugmynd að nám fari ekki aðeins fram innan skólakerfisins heldur við alls kyns aðstæður. Eins að allt nám sé verðmætt og það sé skjal- fest óháð því hvernig það hefur fengist. Tilgangur raunfærni- mats er að draga fram og meta fjölbreytilega raunfærni sem ein- staklingurinn býr yfir. Þeir sem starfa við blikksmíði, kjötiðn, pípulagningar, bílamálun, mat- reiðslu og fleira og eru áhugasam- ir um þessa nýjung geta aflað sér upplýsinga á www.idan.is eða haft samband í síma 590 6400. Mat á færni og stöðu Iðan býður upp á raunfærnimat. www.si.is Burt með stimpilgjöldin Ríkið innheimtir 1,5% stimpilgjald af skuldabréfum og 0,4% af fasteignamati við útgáfu afsals fyrir fasteign. Þessi skattheimta er úrelt og ósanngjörn. Nú kreppir að á fasteignamarkaði. Ríkið á að grípa tækifærið og fella niður stimpilgjöldin að fullu. Það er ekki eftir neinu að bíða. Sterkur bakhjarl

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.