Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 14
 16. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● íslenskur iðnaður Íslandsmót iðngreina verður haldið næstkomandi föstudag og laugardag í anddyri gömlu Laugardalshallarinnar. Mótið er forkeppni og undanfari að þátttöku í Euro Skills og World Skills, sem er alþjóðleg keppni iðngreina, og munu áttatíu keppendur berjast sín á milli um að komast þangað. „Markmiðið er fyrst og fremst að vekja athygli á tækifærum sem eru í iðn- og starfsnámi,” segir Tryggvi Thayer, verkefnis- stjóri hjá Iðnmennt, sem sér um almennan undirbúning og skipu- lagningu mótsins en hefur gert samstarfssamning við AP al- mannatengsl sem sjá um kynn- ingarmál og framkvæmd við- burðarins. Tryggvi bætir því við að þetta eigi líka að gefa nem- endum tækifæri á að spreyta sig á verðugum verkefnum og vera jákvætt veganesti fyrir þann sem verður Íslandsmeistari eða Norður landsmeistari. Keppendur eru iðnnemar og nýútskrifaðir iðnaðarmenn, 22 ára og yngri. Keppt verður í málmsuðu, trésmíði, pípu- lögn, bílaiðngreinum, múrverki, málara iðn, dúklagningum, hár- snyrtingu, snyrtifræði, upplýs- inga- og fjölmiðlagreinum og raf- virkjun. Auk þess verða nokkrar aðrar greinar kynntar á mótinu; fatahönnun, matvælaiðngreinar, skrúðgarðyrkja, gluggaútstill- ingar og rafeindavirkjun. „Í sumum greinum er nokk- uð ljóst hvernig keppnin fer fram, eins og í smíði þar sem hægt er að mæla og sjá hversu vel nemendum tekst að fylgja leiðbeinandi teikningum. En svo eru greinar eins og hársnyrti- iðn þar sem hlutlægt mat kemur líka inn í þetta. Þetta er spurn- ing um nákvæmni og fagleg vinnubrögð, að fylgja leiðbein- ingum og leysa verkefnin vel af hendi svo þau líti vel út,“ segir Tryggvi og bætir við að á erlend- um iðngreina mótum sé keppt í ótrúlegustu greinum, meðal ann- ars umönnun eldri borgara. „Ef það er vilji fyrir því að setja upp keppni virðist það allt- af vera hægt,“ segir Tryggvi. „Við viljum beina því til ungs fólks sem er að fara að taka mikil- vægar ákvarðanir um framtíðar- nám að það noti þetta tækifæri til að kynna sér og athuga hvað nemendur í iðn- og starfsnámi eru að gera og hvað þeir fara að gera þegar þeir eru búnir í námi.” Eins og áður segir fer mótið fram í anddyri Laugardals- hallarinnar, þar sem frítt er inn og allir velkomnir að líta við og fylgjast með keppninni. Húsið er opnað klukkan níu um morg- uninn, en keppni í öllum grein- um hefst um tíuleytið og stendur yfir til klukkan sex um kvöldið. „Það verður heilmikið að gera. Verkin í keppninni verða til sýnis og svo er alltaf gaman að prófa styrkleika og stöðugleika,“ segir Tryggvi, sem hvetur alla til að mæta. - nrg Tækifæri til að spreyta sig á verðugum verkefnum Tryggvi Thayer hjá Iðnmennt segir keppnina gefa nemendum tækifæri til að spreyta sig á verðugum verkefnum. Að skipulagningu keppnisgreina koma Félag hársnyrtisveina, Félag íslenskra snyrtifræðinga, Félag pípulagninga- meistara, Félag vélstjóra og málmtækni- manna, Rafiðnaðarsamband Íslands og IÐAN – fræðslusetur. Aðalbakhjarlar mótsins eru Samtök iðnaðarins og menntamálaráðuneytið. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.