Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN 16. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR10 S K O Ð U N ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnsson RITSTJÓRN: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Óli Kristján Ármannsson, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. bjorgvin@markadurinn.is l bjorn.ingi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@ markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... O R Ð S K Ý R I N G I N Markgengi er orð sem dúkkar reglulega upp í umfjöllun um afkomuspár greiningardeilda bankanna. Þar er verið að fjalla um væntingar til gengis fyrir- tækja sem skráð eru í kauphöll. Orðið er nokkuð gagnsætt, líkt og mörg önnur orð sem notuð eru í fjármálalífinu. Alla jafna er vísað til þess gengis hlutabréfa ákveðinna fyrirtækja sem greinendur vænast til að náist á ákveðn- um tímapunkti. Þannig getur markgengi bréfa einhvers fyrirtækis verið X margar krónur að sex eða tólf mán- uðum liðnum. Markgengi er það sem á enska tungu nefnist „target price“ og getur átt við um fleira en vænt gengi hluta- bréfa. Þannig er hægt að nota markgengi í tengsl- um við yfirtökur fyrir- tækja og þá í því sam- hengi á hvaða verði sá sem tekur yfir ætlar sér að kaupa. Markgengi Óhætt er að fullyrða að veður séu viðsjál í íslensku efnahagslífi nú um stundir. Dökk þjóðhagsspá Seðlabankans, þar sem gert er ráð fyrir tveggja stafa verðbólgu, sex prósenta atvinnuleysi og þrjátíu prósenta raunlækkun húsnæðisverðs, hefur valdið ólgu í samfélaginu. Vaxtahækkanir bankans duga skammt; krónan veik- ist áfram og erlend lán fyrirtækja og einstaklinga sveiflast sem aldrei fyrr. Viðskiptalífið kallar eftir samræmdum aðgerðum þeirra sem ábyrgð bera á stjórn peningamála; það gera aðilar á markaði sömu- leiðis. Verkalýðshreyfingin kallar eftir nýrri þjóðarsátt, en Sam- tök atvinnulífsins gefa íslensku krónunni falleinkunn á alla lund og vilja taka upp evru einhliða innan viðskiptalífsins. Virtir fræði- menn kalla eftir allsherjar uppstokkun á skipulagi Seðlabankans og telja einsýnt að hvort tveggja bankaráð og bankastjórn víki. Erlendir vogunarsjóðir herja á íslenskt fjármálakerfi og fleiri en tveir hittast vart hér á landi um þessar mundir, öðruvísi en svo að talið berist að þeim þrengingum sem steðja að því sem aðeins fyrir fáeinum mánuðum gekk undir nafninu íslenska efnahagsundrið. Á tímum ólgu og óvissu í efnahagslegri tilveru heillar þjóðar er vitaskuld mikilvægt að rasa ekki um ráð fram og draga hvorki upp of dökka mynd af ástandi né falsmynd bjartsýni sem engin inni- stæða er fyrir. Af þeim sökum er ljóst að ýmislegt af því sem sagt hefur verið síðustu daga hefði vel mátt missa sín. Þannig er ekki komið að því að ríkisvæða bankana til að geta einkavætt þá á nýjan leik, eins og haldið hefur fram. En jafnljóst er einnig að yfirlýs- ing forsætisráðherra á Alþingi á dögunum, um að botninum væri náð og það versta væri yfirstaðið, á sér fáa formælendur enda þótt flestir vildu helst af öllu óska að satt væri. Hið sanna er að enginn veit nákvæmlega hver staðan er. Óvissan er bein ávísun á vantraust og tortryggni, en hvort tveggja er eitur í beinum þeirra sem á markaði starfa. Traust er víða fyrir bí, bank- ar eru hvattir til að birta raunveruleg útlánatöp sín svo unnt sé að leggja raunsætt mat á umfang vandans og víða um heim hittast stjórnmálaleiðtogar á neyðarfundum til að ráða ráðum sínum. Í slíku ástandi vega orð þeirra sem um stjórnartauminn halda þungt. Engum vafa er þannig undirorpið að skýrar yfirlýsingar viðskiptaráðherra, utanríkisráðherra og forsætisráðherra um að íslensk stjórnvöld muni vera bönkunum raunverulegur bakhjarl, reynist til þess nauðsyn, skipta miklu máli og hafa róað erlenda greinendur og lánardrottna. Að sama skapi er ljóst að efndir þurfa að fylgja orðum. Spurt er: Hvernig mun það gerast? Með því að auka gjaldeyrisvaraforðann? Með samstarfi við aðra seðlabanka? Með lánalínum eða skuldabréfakaupum? Meðan svörin berast ekki magnast óvissan og óþægilegur grunur kann að læðast að fleiri en einum. Ekki síst þegar misvísandi skilaboð berast frá Seðlabank- anum, sem virðist líta ástandið öðrum augum og dregur markvisst úr væntingum um stefnumarkandi aðgerðir á næstunni. Hvernig má það vera? Hið sama á við í gjaldeyrismálum þjóðarinnar. Yfirlýsingar um að aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru sé ekki á dagskrá á kjörtímabilinu duga skammt þegar öllum má vera ljóst að nú- verandi ástand gengur ekki. Atvinnulífið hefur sýnt með viðbrögð- um sínum að það treystir sér ekki til að bíða svo lengi eftir niður- stöðu sem fleiri og fleiri finnst blasa nú þegar við. Íslenska krónan dugar einfaldlega ekki lengur. Tímarnir hafa breyst, raunveru- leikinn er annar en áður var, hversu sársaukafullt sem það kann að vera. Stjórnmálaflokkarnir munu ekki ná að berja niður þá um- ræðu, enda þótt þeir óttist afleiðingar hennar og mögulegan klofn- ing í sínum röðum. Þjóðin verður sjálf að ráða sínum örlögum og aðeins í samningaviðræðum fæst úr því skorið hvort viðeigandi niðurstaða næst eða ekki. Að öðrum kosti verða til tvær þjóðir í þessu landi; ein sem sinnir viðskiptum og þiggur laun í evrum og svo hin, sem skipuð er þorra almennings í landinu og er dæmd til að taka á sig byrðar verðbólgu, vaxta og veikari krónu. Varla telst það gæfuleg framtíðarsýn? Niðurstaðan er því sú að orðum verða að fylgja efndir. Þeir ráð- herrar sem segjast hlynntir aðild að ESB og upptöku evrunnar hafa öll tæki til þess að setja málið á dagskrá. Margir munu taka slíkum skilaboðum fagnandi. Sama á við um útspil ríkisstjórnar- innar til stuðnings fjármálakerfinu. Ekki dugir að fljóta sofandi að feigðarósi. Einhverjar aðgerðir þarf til af hálfu stjórnvalda í þess- ari viku í því skyni að róa markaðinn og skapa traust á íslensku efnahagslífi. Það er enginn að biðja ríkið um að gefa bönkunum peninga. Hins vegar þarf núna alvöru aðgerðir, traustvekjandi spor til að hrekja þær spár að litla Ísland standi nú frammi fyrir vanda sem það ráði hreinlega ekki við. Þegar forsætisráðherra ávarpar ársfund Samtaka atvinnulífsins næstkomandi föstudag verður vonandi ljóst í hverju útspilin fel- ast, ef ekki fyrir fundinn þá á honum sjálfum. Takist ráðherra vel til í þeim efnum, sem allar vonir standa til, getur það orðið raun- verulegur vendipunktur. Þá má ef til vill leyfa sér þann munað að spyrja hvort botninum sé náð. Það er því óhætt að segja að vænt- ingarnar séu miklar. Og skyldi engan undra í þeim efnum. Enn er beðið eftir útspili ríkisstjórnar og Seðlabankans til stuðnings íslensku fjármálalífi. Orð og efndir Björn Ingi Hrafnsson Annar hfRekstrarverkfræðistofan Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is a ÁrsreikningarBókhald Skattframtöl Eignir og skuldir íslensku þjóðar- innar erlendis hafa aukist gríðar- lega á undanförnum árum. Mikið hefur verið fjallað um fjárfest- ingar íslenskra einstaklinga og fyrirtækja erlendis á undanförn- um árum. Hratt vaxandi skuldir þjóðarinnar hafa einnig orðið mörgum að umtalsefni. SKULDUGASTA ÞJÓÐ Í HEIMI? Seðlabankinn birtir reglulega tölur sem sýna eigna- og skulda- stöðu þjóðarinnar. Í nýjustu tölum, sem sýna stöðu eigna og skulda í lok síðasta árs, sést að hreinar eignir þjóðarinnar er- lendis eru um fimmföld lands- framleiðsla en skuldir þjóðar- innar til útlanda eru hærri, eða um 6,3 sinnum landsframleiðsla. Munurinn, það er að segja er- lendar skuldir umfram erlend- ar eignir, var um síðustu áramót um 1.584 milljarðar króna eða um 5 milljónir á hvern Íslend- ing. Ýmsir áhugamenn um hag- tölur gripu þessa staðreynd á lofti þegar tölurnar birtust í byrj- un síðasta mánaðar og einhverj- ir bentu á að hér væri líkast til um enn eitt heimsmet þjóðarinn- ar að ræða. Aðrir fullyrtu að hér sæist svart á hvítu í tölum Seðla- bankans að fjárfestingar Íslend- inga erlendis væru svo skuldsett- ar að þær væru byrði á þjóðinni. Þetta er alvarlegt ef rétt reyn- ist og þess vegna er mikilvægt að skoða betur hvað er á bak við þessar tölur. EIGNIR ÚTLENDINGA OG SKULDIR ÍSLENDINGA Um síðustu áramót námu skuldir þjóðarinnar rúmum 8 billjónum (átta þúsund milljörðum). Þar af eru 758 milljarðar vegna beinn- ar fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi og um 3,7 billjónir vegna fjárfestingar erlendra aðila í ís- lenskum verðbréfum. Í því sam- hengi er rétt að hafa í huga að á meðal þessara erlendu aðila eru einnig þeir Íslendingar sem eru með lögheimili erlendis eða eiga hér eignir sem eru skráðar á eignarhaldsfélög sem skráð eru erlendis. Hlutur þessara Íslend- inga í eignum „erlendra aðila“ hér á landi hefur vaxið ört á undan förnum árum. En það eru ekki aðeins eignir útlendinga sem teljast til skulda Íslendinga því einnig er um að ræða lántök- ur Íslendinga í útlöndum en þær námu alls 3,6 billjónum um síð- ustu áramót. Langstærsti hluti þeirra skulda er vegna fjármögn- unar á erlendri starfsemi banka- kerfisins, sem er því lánað út erlendis og því myndast tekju- streymi á móti þeim skuldum í útlöndum. Þær hafa því afar lítið með íslenska hagkerfið að gera. Inni í þessari tölu eru meðal ann- ars innistæður útlendinga í er- lendum starfsstöðvum íslensku bankanna, en þær námu 1,3 billj- ón krónum um síðustu áramót. EIGNIR ÍSLENDINGA OG SKULDIR ÚTLENDINGA Um síðustu áramót námu eignir Íslendinga erlendis alls 6,5 billj- ónum króna samkvæmt tölum Seðlabankans. Þar af telst 1.571 milljarður króna til beinnar fjárfestingar og 1.672 milljarð- ar til erlendrar verðbréfaeign- ar. Aðrar eignir, þ.e. lán til er- lendra aðila, erlendar innistæð- ur og gjaldeyrisforðinn, námu alls rúmum 3,2 billjónum. Sam- kvæmt þessu voru því erlendar skuldir þjóðarinnar rúmum 1,5 billjónum umfram erlendar eign- ir en það voru um 124 prósent af landsframleiðslu, eða 5 milljón- ir á mann eins og áður sagði, og því vildu einhverjir gera tilkall til heimsmets. EIGNIR OG SKULDIR Á MARKAÐSVIRÐI Í nýjasta hefti Peningamála Seðla- bankans sem kom út í síðustu viku er að finna athyglisverða grein um þetta mál. Einn af sérfræðing- um bankans, Daníel Svavarsson, hefur þar lagt í vinnu við að end- urmeta virði beinnar fjármuna- eignar Íslendinga erlendis og út- lendinga á Íslandi út frá markaðs- virði þeirra. Seðlabankinn fylgir stöðlum og venjum Alþjóðagjald- eyrissjóðsins og Efnahags- og framafarastofnunar innar í því hvernig eignir og skuldir þjóðar- innar eru færðar til bókar. Venj- an sem þar hefur skapast, líkt og í mörgum öðrum löndum, er að skrá beina fjármunaeign á bók- færðu virði, enda liggur markaðs- virði óskráðra félaga alla jafna ekki fyrir. Þetta er einn af mörg- um þáttum sem hafa haft áhrif á tölur um hreina eignastöðu þjóð- arinnar og skekkt hana til verri vegar á undan förnum árum. Niður staða Daníels er að í lok þriðja ársfjórðungs 2007 hafi er- lendar eignir þjóðarbúsins numið um 6,7-faldri landsframleiðslu en ekki fimmfaldri eins og fæst samkvæmt opin berum tölum, og á sama hátt hafi erlendar skuldir verið nær sjöfaldri landsfram- leiðslu en ekki 6,3-faldri eins og fæst ef bein fjármuneign er færð á bókfærðu virði. Að teknu til- liti til markaðsvirði beinnar fjár- festingar fæst því að hrein er- lend staða þjóðarbúsins var ekki neikvæð um 124 prósent af lands- framleiðslu í fyrra heldur aðeins um 27 prósent. EKKERT HEIMSMET Þessi niðurstaða kemur engum á óvart sem fylgst hefur grannt með íslensku efnahagslífi undan- farin ár. Hrein skuldastaða upp á 27 prósent af landsframleiðslu er engan veginn sama áhyggju- efni og 124 prósent af lands- framleiðslu og fjarri því að vera heimsmet. Það er því mikilvægt að halda þessum upplýsingum til haga og að færa þessar upp- lýsingar inn í gagnagrunna sam- hliða hinum hefðbundnu tölum sem eru því miður með takmark- að upplýsingagildi. Þjóð sem skuldar 27 prósent af landsfram- leiðslu umfram eignir lítur engan veginn út jafn veikburða og þjóð með hreina erlenda stöðu sem er neikvæð um 124 prósent af landsframleiðslu. Það er mikil- vægt að þeir fjárfestar, innlendir sem erlendir, sem vilja kynna sér ástand efnahagslífisins í þeim til- gangi að taka upplýstar fjárfest- ingarákvaraðanir hafi aðgang að sem bestum og réttustum upp- lýsingum um raunverulega stöðu mála. Heimsmet í bókhaldinu O R Ð Í B E L G Í BANKANUM Greinarhöfundur vekur á því athygli að vissara sé að rýna vel í tölur um skuldir og eignir þjóðarinnar, eigi að vera hægt að draga af þeim réttar ályktanir. Lúðvík Elíasson hagfræðingur og sérfræðingur greiningardeildar Landsbanka Íslands.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.