Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 22
MARKAÐURINN 16. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR14 F Y R S T O G S Í Ð A S T Á morgun, fimmtudag, heldur Berg- þór Pálsson óperusöngvari svokallað etiquette-námskeið á vegum Útflutnings- ráðs þar sem fólki úr viðskiptalífinu eru kenndir „réttir“ borðsiðir. Bergþór hefur í hjáverkum sinnt því að fjalla um og kenna borð- siði og framkomu og hefur meðal annars ritað bók um efnið. Námskeiðið á morgun er endurtekning á öðru sambærilegu sem haldið var í febrúar. Vegna þess að á þessu námskeiði er sérstaklega lagt upp með að kenna fólki úr viðskiptalífinu borð- siði lék blaðamanni forvitni á að vita hvort þar giltu önnur lögmál en annars staðar. „Í rauninni er enginn grundvallarmunur. Hins vegar skiptir mjög miklu máli að koma vel fyrir þegar maður hittir viðskiptavini sem maður þekkir ekki,“ segir hann og bendir á að fæstir hafi á því mikinn áhuga hvernig náunginn heldur á glasi eða hnífapörum, heldur sé það viðmót og áhugi á manneskjunni sem mestu skipti. „Hitt er svo annað mál að ágætt er að vera með helstu reglur á hreinu, því þá líður manni betur sjálfum. Maður er þá öruggari og þarf ekki að hafa af því áhyggjur að einhver sé að fylgjast með því að maður geri einhverjar vitleysur.“ Meðal hluta sem Bergþór segir að ágætt sé að hafa sérstaklega í huga í „viðskiptadinner“, þar sem fólk er jafnvel að hittast í fyrsta sinn, er að kynna sér hvaðan borðfélagarnir koma, svo sem venjur í landi þess sem setið er til borðs með. „Þannig geta verið hlutir sem þarf að varast í mat og eins geta samskiptareglur verið öðruvísi í fjar- lægum löndum.“ Aukinheldur segir hann gríðar- miklu máli skipta að vera á réttum tíma, hvort sem maður er í hlutverki gests eða gestgjafa. „Fólk í viðskiptalífinu hefur yfirleitt mjög þétta dagskrá og maður fær alltaf prik ef maður virðir það.“ Þá nefnir Bergþór ýmsa smáhluti sem gott geti verið að hafa í huga þegar borðað er með útlend- ingum, svo sem að hafa heiðursgestinn hægra megin við gestgjafann. „Það er svona þumalputta- reglan og eins að ef maður er gestur að setjast ekki til borðs nema að maður viti hvar maður á að sitja og alls ekki á undan gestgjafanum.“ Viðmótið er hins vegar það sem öllu máli skipt- ir og jafnvel húmor líka, að sögn Bergþórs, og um að gera að láta ekki samskiptareglur taka sig á taugum. „Ef maður gerir mistök þá er það allt í lagi og bjargast fyrir horn ef maður gerir grín að því.“ Viðmótið er borð- siðunum mikilvægara Kúnst getur verið að setjast til borðs með fólki sem maður þekkir ekki mikil deili á. Aðstæður sem þessar eru hins vegar daglegt brauð í viðskipta- lífinu. Óli Kristján Ármannsson tók Bergþór Pálsson söngvara tali, en hann heldur í vikunni „etiquette“-námskeið fyrir Útflutningsráð þar sem hann kennir fólki úr viðskiptalífinu rétta borðsiði. BERGÞÓR PÁLSSON Í hjáverkum kennir Bergþór Pálsson óperusöngvari fólki borðsiði og hefur haldið fyrirlestra og námskeið fyrir bæði fyrirtæki og félagasamtök. MARKAÐURINN/VALLI D A G U R Í L Í F I . . . Arnrúnar Magnúsdóttur, veitingakonu á Friðriki V Arnrún Magnúsdóttir, athafna- og veitingakona á veitingastaðnum Friðrik V við Kaupvangsstræti 6 á Akureyri, segir frá degi í lífi sínu þegar hún var í beinni útsendingu........ 6.50 Ég vakna og vek börnin í skólann. Dóttirin komin með 40 stiga hita og er lögst í flensu í eitt skiptið enn. Friðrik vinnur því heima við matseðlagerðina. Við mæðginin fáum okkur morgunmat og erum samferða til vinnu og skóla. 8.00 Mætt í vinnu. Helga og Irina ræstitæknar hafa þegar farið yfir húsnæðið eins og hvítur stormsveipur. Magga mín hægri hönd á skrifstofunni kemur á hæla mér. Ég get ekki hugsað mér að vera án þeirra! 8.30 Ég og Magga förum yfir daginn og skipuleggjum. 9.00–10.30 Vinn að námskrá fyrir valgreinanámskeið sem við ætlum að bjóða upp á næsta haust fyrir Grunnskóla Akureyrar. 11.00 Við Friðrik mætt upp í útvarp. Gestur Einar tekur á móti okkur og er alltaf jafn hress. 11.30 Í beinni útsendingu í Samfélaginu í nærmynd á Rás 1 þar sem við segjum frá valgreinaverkefninu „Matur úr héraði og siðir“ í við- tali við Margréti Blöndal. 12.30–13.30 Mætt á Kaupvangsstrætið. Nóg að gera í Sælkera- búðinni. Mamma kíkir við í hádegismat. Á boðstólum í dag er gulrótarmaukssúpa með grænmeti og fiskigratín með salati. Vinur okkar Gunnar sölustjóri hjá Garra er í bænum og snæðir með okkur í hádeginu. 13.30 Við hjónin spjöllum við útskriftarnema frá Háskólanum á Akureyri sem tekur við okkur viðtal. 14.00 Fer á fund vegna brúðkaups sem verður hjá okkur í sumar. 15.00 Fer yfir útistandandi tilboð og fyrirspurnir. 16.00 Ég og Simmi yfirþjónn förum yfir vínmálin. Fundur með kokkunum út af nýjum matseðli og vínum þar með. 16.30 Fer yfir salinn og bar- inn og geri allt klárt fyrir kvöldið! 18.00 Opnum veitingastað- inn og barinn. Kvöldið líður í rólegheitum. Pabbi kíkir við í einn bolla og segir mér að hann sé á leið í leikhúsið til að sjá Flóna... sá á eftir að skemmta sér vel! 23.00 Lokum og göngum frá. 0.30 Komin heim og leggst á koddann þokkalega sátt með verkefni dagsins. Aðgæti hvort vekjaraklukkan sé ekki örugglega rétt stillt á 6.50. ARNRÚN MAGNÚSDÓTTIR Athafna- og veitingakonan Arnrún undirbýr kvöldið á Friðriki V á Akureyri. MARKAÐURINN/ÞÓRHALLUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.