Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 500020. apríl 2008 — 107. tölublað — 8. árgangur Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Tæki færi Bæklingurfylgir meðblaðinu í dag Opið 13-18 í dag LOKADAGUR! ALLA SUNNUDAGA SÍÐUR 8 Dekurdagar í Dubai og golfferð til Spánar Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir telur að það yrði draum- ur að fara til Dubai með Heru Björk en Sigfús Sigurðs- son langar í golfferð með Svala og Gassa. 16 [ SÉRBLAÐ F RÉTTABLAÐS INS UM MEN NINGU OG L ISTIR ]menning apríl 2008 12 TÓNAR Tveir menn eru að hor fa á Manch ester Unite d á bar og í hálf- leik ákveða þeir að kýl a á það og láta gamlan draum ræt ast: Stofna plöt ubúð tíu ára FYLGIR Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÍSLENSK SKÖPUNARGLEÐI Lokasýning fata- hönnunarnema í Listaháskóla Íslands lofar góðu. 18 ÁFRAM HÆGVIÐRI Í dag verður austan 5-8 m/s allra syðst, annars hægviðri. Léttskýjað norðan til og austan, annars skýjað með köflum. Hiti 5-12 stig að deginum. VEÐUR 4 7 9 9 7 7 SKOÐANAKÖNNUN 67,8 prósent segjast nú vilja að ríkisstjórnin hefji undirbúning aðildarum- sóknar að Evrópusambandinu, samkvæmt nýrri skoðanakönn- un Fréttablaðsins. Stuðningurinn er mestur meðal kjósenda Sam- fylkingar, 87,2 prósent, en minnst- ur meðal kjósenda Frjálslynda flokksins, 42,9 prósent. Umsókn í Evrópusambandið hefur ekki verið á dagskrá ríkis- stjórnarinnar og á aðalfundi Sam- taka atvinnulífsins á föstudag sagði Geir H. Haarde að innganga í Evrópusambandið væri lakari kostur en að standa utan sam- bandsins. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- ar Sjálfstæðisflokks og Samfylk- ingar kemur fram að skýrsla Evrópunefndar verði grundvöllur ákvörðunar um það hvernig hags- munum Íslendinga verði helst borgið. Þeirri nefnd sé þó ekki ætlað að taka afstöðu til þess hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Hins vegar kemur fram í stefnuyfir- lýsingunni að koma eigi á fót sam- ráðsvettvangi stjórnmálaflokk- anna, þar sem fylgjast á með þróun mála í Evrópu og nefndin „leggi mat á breytingar út frá hagsmunum Íslendinga“. Sú nefnd fundaði í fyrsta sinn í byrjun þessa mánaðar. Enginn munur er á afstöðu svar- enda könnunarinnar eftir kyni og mjög lítill munur eftir búsetu. Þannig segjast 69,5 prósent svar- enda á höfuðborgarsvæðinu vilja að undirbúningur hefjist, en 65,1 prósent íbúa á landsbyggðinni. Munur eftir búsetu er ekki mark- tækur. Í febrúar spurði Fréttablaðið hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þá svaraði 55,1 prósent svarenda spurningunni játandi og hafði stuðningur við Evrópusambands- aðild aldrei mælst meiri í könnun- um Fréttablaðsins. Þar sem spurn- ingin sem borin er upp nú er ekki hin sama, eru niðurstöðurnar ekki alveg samanburðarhæfar, en leiða má að því líkur að stuðningur við umsókn í Evrópusambandið fari vaxandi. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna á þingi segja niðurstöðuna vera í takt við efnahagsumræðuna nú. Formenn stjórnarandstöðunnar segja niðurstöðuna sýna vantrú almennings á efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar. - ss/ sjá síðu 4 Vilja undirbúa ESB-umsókn Mikill meirihluti vill að ríkisstjórnin hefji undirbúning að því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Stuðningurinn er mestur meðal kjósenda Samfylkingar og þeirra sem ekki gefa upp stuðning við flokk. Á RÍKISSTJÓRNIN AÐ HEFJA UNDIRBÚNING AÐ AÐILDARVIÐRÆÐUM VIÐ EVRÓPUSAMBANDIÐ? SKV. SKOÐANAKÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS 19. APRÍL 2008 JÁ 67,8% NEI 32,2% SKIPULAGSMÁL „Ég er sáttur við niðurstöðuna,“ segir Kári Sturlu- son tónleikahaldari en sam- kvæmt deiliskipulagi stendur til að grafa tónlistarsal Nasa í jörðu niður. Mikil ólga greip um sig meðal tónlistarmanna fyrir tveimur mánuðum þegar spurðist að rífa ætti Nasa við Austurvöll en tón- leikahaldarar líta á staðinn sem sitt helsta athvarf. Teikningar Björns Ólafssonar arkitekts gera ráð fyrir því að salurinn verði endurbyggður á sama stað nema að hann verði færður í jörðu niður. Tónlistarmenn telja þá hugmynd ásættanlega. Ekki liggur fyrir hvenær fram- kvæmdir þessar hefjast. Það verður þó tæpast á þessu ári. - jbg / sjá síðu 30 Kári Sturluson fagnar því að tónleikahaldi sé borgið í miðborg Reykjavíkur: Nasa grafið í jörðu niður NASA Tónlistarmenn fagna hugmyndinni um neðanjarðarstað. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EFNAHAGSMÁL Seðlabankinn ofmat verulega skuldastöðu þjóðarbúsins á hagvaxtarskeið- inu 2003 til 2007, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins. „Opinberar hagtölur hafa gefið til kynna að við værum með nettóskuldir í 120 prósent í mínus af landsfram- leiðslu í lok þriðja ársfjórðungs í fyrra.“ Þegar Seðlabankinn hafi farið að skoða útreikninga sína hafi komið í ljós að nettóskuldirnar hafi numið 27 prósentum af lands- framleiðslu á árabilinu, ekki 120 prósentum eins og hagtölur sýni. Seðlabankinn eigi að viðurkenna að hann hafi birt rangar tölur. - bj / sjá síðu 14 Vilhjálmur Egilsson hjá SA: Seðlabankinn viðurkenni villu NÁÐI ÁTTA METRA HÆÐ Það var heldur óvenjulegt farartæki sem Óli Þór Harðarson dró aftan í sæþotu við smábátahöfn Snarfara í gær. Tækið er blanda af svifdreka og gúmmíblöðru, og getur stokkið upp í nokkurra metra hæð. „Þetta er náttúrlega geðveiki,“ segir Óli. Hann segir að Ólafur Haukur Hansen, sem var í sleðanum, hafi mest náð um átta metra hæð í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VILHJÁLMUR EGILSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.