Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 4
4 20. apríl 2008 SUNNUDAGUR Vegna fréttar sem birtist í blaðinu í gær og fjallaði um hvernig umræðu um útlendinga er háttað skal eftir- farandi áréttað: Ráðstefnan sem vísað er til var haldin af Alþjóðahúsi, félagsmálaráðuneytinu/Fjölmenning- arsetri, lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu, Blaðamannafélagi Íslands og Kópavogsbæ. ÁRÉTTING STJÓRNSÝSLA Þrátt fyrir að Ríkis- endurskoðun hafi í tvo áratugi gert athugasemdir við framúr- keyrslu fjárlagaliða var halli á um fjórðungi þeirra við síðustu ára- mót. Heildarumfang hallans, að fjár- magnsliðum slepptum, var tæpir sex milljarðar króna og hafði hann vaxið um tæplega tvo og hálfan milljarð frá árslokum 2006. Hins vegar voru við síðustu ára- mót um 70 prósent fjárlagaliða með ónýttar fjárheimildir upp á rúma tuttugu milljarða. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga 2007, þar sem þessar staðreyndir eru tíund- aðar, gætir óþreyju gagn- vart ástandinu enda brjóti það í bága við lög um fjárreiður. Segir í skýrslunni að ábendingar und- anfarna tvo ára- tugi hafi lítið gagn gert og að óskandi væri að brugðist yrði við síendurteknum ábendingum stofnunarinnar. Er jafnframt vikið að endur- teknum fyrirheitum stjórnmála- manna um nauðsyn úrbóta. „Þegar árlegar skýrslur Ríkisendurskoð- unar um framkvæmd fjárlaga koma út leggja stjórnmálamenn jafnan mikla áherslu á það í opin- berri umræðu að nú sé þörf á að taka upp ný vinnubrögð. Eins og áður hefur komið fram stóð nærri fjórðungur fjárlagaliða í halla í árslok 2007. Það er því ljóst að enn er langt í land að uppfylla þá skýru kröfu að rekstur stofnana skuli vera innan fjárheimilda á hverjum tíma.“ Í skýrslunni er bent á að tólf af þrettán stofnunum sem sérstak- lega var fjallað um í síðustu skýrslu vegna uppsafnaðs halla stóðu enn með verulegum halla við síðustu árslok. - bþs Í tuttugu ár hefur Ríkisendurskoðun gert athugasemdir við framkvæmd fjárlaga án þess að breytingar verði: Lítið gert með ábendingar Ríkisendurskoðunar SIGURÐUR ÞÓRÐARSON ENN Í HALLA Um þessar stofnanir var fjallað sér- staklega í skýrslunni fyrir árið 2006. Uppsafnaður halli við árslok 2007 Háskólinn á Akureyri -336 Námsmatsstofnun -83 Menntask. á Akureyri -28 Menntask. Laugarvatni -21 Menntask. á Ísafirði -18 Flensborgarskóli -36 Fornleifavernd ríkisins -9 Þjóðleikhúsið -84 Landbúnaðarstofnun -44 Landb.háskóli Íslands -124 Hólaskóli -31 Lögreglustj. á Suðurn. -53 TÖLUR ERU Í MILLJÓNUM KRÓNA VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 11° 12° 9° 10° 12° 12° 14° 13° 19° 14° 21° 20° 18° 15° 22° 17° 29° 11° Á MORGUN 3-10 m/s sunnan til, annars hægviðri. ÞRIÐJUDAGUR 8-15 m/s með suðurströndinni, annars hægari. 7 6 9 6 9 8 7 7 7 7 0 7 8 7 6 710 7 7 8 811 ÁFRAM MILDIR DAGAR Síðustu daga hefur verið einmuna veður- blíða á landinu enda þótt skort hafi sólina sum- staðar vestan til. Sé horft á kortin næstu daga er ekki að sjá annað en að áfram verði milt á landinu. Hins vegar er á morgun að sjá lítilsháttar vætu í kortunum á land- inu sunnanverðu. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur SKOÐANAKÖNNUN Ef litið er til þeirra sem tóku afstöðu í nýrri skoðana- könnun Fréttablaðsins þar sem spurt var hvort ríkisstjórnin ætti að hefja undirbúning að aðildarvið- ræðum við Evrópusambandið, er mestur stuðningur meðal kjósenda Samfylkingarinnar. Minnstur er stuðningurinn meðal kjósenda Frjálslynda flokksins. 72,2 prósent þeirra sem ekki gefa upp stuðning við stjórnmálaflokk segjast vilja að ríkisstjórnin hefji undirbúning að aðildarviðræðum. „Þetta kemur mér ekki á óvart,“ segir Lúðvík Bergvinsson, þing- flokksformaður Samfylkingarinn- ar, en 87,2 prósent stuðningsfólks flokksins vilja að ríkisstjórnin hefji undirbúning að aðildarviðræðum. „Ég held að öllum sé ljóst eins og þróun íslensks efnahagslífs hefur verið undanfarin misseri að það er kallað eftir auknum stöðugleika.“ Þann stöðugleika sjái fólk í Evrópu- sambandinu og með evrunni. Lúðvík segir það enn síður koma á óvart hversu mikill stuðningur við aðildarviðræður sé meðal stuðn- ingsmanna Samfylkingarinnar. Það sýni að flokkurinn gangi í takt. Það kemur Illuga Gunnarssyni, varaformanni þingflokks Sjálf- stæðisflokksins, ekki á óvart að deildar meiningar séu um Evrópu- sambandið í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur um efnahags- ástandið að undanförnu. 56,9 pró- sent kjósenda Sjálfstæðisflokks vilja að undirbúningur hefjist fyrir aðildarumræður. „Þessar tölur segja mér í sjálfu sér ekkert annað en að undanförnu hefur farið fram heilmikil umræða um þessi mál. Hluti af þessari umræðu markast mjög af efna- hagsástandinu þessa dagana,“ segir Illugi um niðurstöður skoðanakönn- unarinnar. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segir niður- stöður könnunarinnar ekki benda til þess að framsóknarmenn séu að verða hallari undir Evrópusam- bandið, en 60 prósent framsóknar- fólks vilja að undirbúningur fyrir aðildarviðræður hefjist. Framsókn- armenn séu á svipuðu róli og aðrir landsmenn. „Almenningur álítur allt betra en núverandi efnahagsástand, og þess vegna horfir hann á þessa lausn, sem við vitum auðvitað ekki hvað myndi þýða,“ segir Guðni. Hann segir niðurstöður könnunarinnar fyrst og fremst benda til þess að almenningur hafi fengið nóg af aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, stöðu krónunnar, verðbólgunni og vöxtunum. Niður- staðan komi því alls ekki á óvart. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs tekur undir það að það sé vaxandi vantrú almennings á efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar, sem leiði til þess að fólk sé í vax- andi mæli farið að líta til Evrópu- sambandsins. „Allar kannanir sýna þó að beinn stuðningur um að sækja um aðild er mun minni en við því að hefja und- irbúning að aðildarviðræðum. Fólk virðist vilja sjá hvað er í boði með þessu og vantrú á efnahagsstjórn- inni ýtir enn undir þann áhuga. Við höfum alveg vitað það að meðal okkar stuðningsmanna, eins og hjá öllum flokkum, eru skiptar skoðan- ir um þetta. Stefna flokksins er þó engu að síður skýr um að við séum andvíg því að gengið sé í Evrópu- sambandið,“ segir Steingrímur en 52,7 prósent vinstri grænna vilja hefja undirbúning fyrir viðræður. 42,9 prósent kjósenda Frjáls- lynda flokksins segjast vilja að rík- isstjórnin hefji undirbúning að aðildarviðræðum við Evrópusam- bandið. „Þessar tölur segja mér ein- faldlega það að fólkið í Frjálslynda flokknum er ekki tilbúið að færa yfirráð yfir auðlindum landsins okkar undir Evrópusambandið, hvort sem um er að ræða sjávarút- veg, rennandi vatn og landsvæði,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, um niðurstöður könnunarinnar. „Ég heyri að fólk innan flokksins setur mikla fyrirvara á alla slíka umræðu og eins og við segjum í okkar stefnuskrá höfum við allan varann á inngöngu í Evrópusam- bandið.“ Hringt var í 800 manns laugar- daginn 19. apríl og skiptust svar- endur jafnt eftir kyni og hlutfalls- lega eftir búsetu. Spurt var: Á ríkisstjórnin að hefja undirbúning að aðildarviðræðum við Evrópu- sambandið? 81,9 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. svanborg@frettabladid.is Vantrú á efnahagsástandinu Meirihluti stuðningsfólks allra flokka, utan Frjálslynda flokksins, og meirihluti þeirra sem ekki gefa upp stuðning við flokk vill að ríkisstjórnin hefji undirbúning að aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þing- menn allra flokka segja niðurstöðuna í takt við þróun umræðu um efnahagslífið hér á landi. Á RÍKISSTJÓRNIN AÐ HEFJA UNDIRBÚNING AÐ AÐILDARVIÐRÆÐUM VIÐ EVRÓPUSAMBANDIÐ? Greint eftir stuðningi við stjórnmálaflokka JÁ 60,0% NEI 40,0% JÁ 56,9% NEI 43,1% JÁ 42,9%NEI57,1% JÁ 87,2% NEI 12,8% JÁ 52,7% NEI 47,3% JÁ 72,2% NEI 27,8% Gefa ekki upp SKV. SKOÐANAKÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS 19. APRÍL 2008 LONDON, AP Farmiði í eigu manneskju sem lifði af Titanic- slysið seldist á uppboði í London fyrir tæpar fimm milljónir króna. Safnari frá Bandaríkjun- um bauð hæst í miðann. Eigandi miðans, Lillian Asplund, lést árið 2006, 99 ára gömul. Hún var síðasta mann- eskjan á lífi sem man eftir slysinu. Hinir sem eru ennþá á lífi voru of ungir til að muna eftir því sem gerðist þennan örlagaríka dag í apríl 1912. Á meðal fleiri muna sem seldust á uppboðinu var vasaúr sem faðir Asplund átti. Úrið, sem seldist á tæpar 4,7 milljónir, stöðvaðist klukkan 2.19 þegar faðir hennar féll í Norður- Atlantshafið nokkrum sekúndum áður en Titanic sökk. - fb Uppboð á Titanic-munum: Farmiði fór á fimm milljónir TITANIC Farmiði frá manneskju sem lifði af Titanic-slysið seldist á fimm milljónir. GENGIÐ 18.04.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 153,6749 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 75,55 75,91 150,75 151,49 119,66 120,32 16,034 16,128 15,068 15,156 12,725 12,799 0,7311 0,7353 123,82 124,56 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Upplifðu vorið í París Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á 4* hóteli með morgunverði, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. Nánar á expressferdir.is „Hin óviðjafnanlega París“ 66.900 kr. Verð á mann í tvíbýli 5.–8. júní með Halldóri Laxness fararstjóra F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.