Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 8
8 20. apríl 2008 SUNNUDAGUR TÆMUM BÚÐIRNAR 40-70% ALLT Á AÐ KLÁRAST AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM GILDIR Í VERSLUNUM OKKAR Í KRINGLUNNI OG SMÁRALIND Innri friður - Innri styrkur Helga rnámske ið í F l jó t sh l íð 16 - 18 ma í , 2008 Námskeið fyrir nútímakonur á öllum aldri www.liljan.is • Sími 8636669 ÚTSKRIFT Útskrifaðir voru 45 lög- reglumenn við hátíðlega athöfn í Bústaðakirkju á föstudag. „Þetta er óvenjustór hópur,“ segir Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lög- regluskóla ríkisins, og bætir við að í desember sé áætlað að 33 lög- reglumenn útskrifist til viðbótar og hafa þá aldrei útskrifast jafn- margir á einu ári. „Það hefur aldrei útskrifast annar eins hópur en við erum að bregðast við skorti sem rætt hefur verið um frá því um 2006. Dóms- málaráðherra beitti sér þá fyrir fjölgun lögreglumanna og þetta er afraksturinn af því,“ segir Arnar stoltur af hópnum. Hann segist búast við því að allir í hópnum eigi eftir að geta fengið störf innan skamms. Venjan sé sú að þeir sem á annað borð fari í Lögregluskól- ans verði lögreglumenn. Við athöfnina flutti Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra ávarp þar sem hann sagði meðal annars: „Undanfarið hefur verið lögð áhersla á að nútímavæða fjar- skiptabúnað lögreglu samhliða endurnýjun á farartækjum. Afl og hreyfanleiki hvers einstaks lög- reglumanns hefur stóraukist. Skjót og rétt viðbrögð við afbrotum, handtaka, ákæra og fangelsun í krafti dóms skapar fælingarmátt- inn. Verulegur árangur hefur náðst í þessum efnum og fréttum af óhæfuverkum síbrotamanna hefur fækkað. Við blasa fullsetin fang- elsi og lengri biðlistar þar.“ - kdk Óhæfuverkum síbrotamanna fækkar og nýjum lögreglumönnum fjölgar: Metfjöldi lögreglumanna útskrifast VERÐIR LAGANNA Viðbrögð við skorti á lögreglumönnum skila sér í föngulegum hópi ungra lögreglumanna í Bústaða- kirkju. MYND/ÁRNI SIGMUNDSSON Ölvaður farþegi handtekinn Lögregla handtók ölvaðan og æstan farþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á föstudag. Maðurinn veittist að örygg- isverði. Hann var látinn sofa úr sér í fangaklefa og síðan yfirheyrður. Sleginn í andlit með flösku Maður var sleginn í andlitið með flösku á skemmtistað í Reykjanesbæ á föstudagskvöld. Hann skarst nokkuð í andliti og var fluttur á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Maður grunaður um árásina var handtekinn. LÖGREGLUFRÉTTIR 1 Hver sigraði í þættinum Bandið hans Bubba? 2 Hvað kallast endur- vinnslutaskan sem aðstand- endur Fréttablaðsins hafa látið framleiða? 3 Hver er framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN)? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 MENNTUN Nauðsynlegt er að auka fjárframlög ríkisins til opinberra háskóla til að jafna samkeppnis- stöðu þeirra gagnvart einkarekn- um háskólum sem geta fjármagn- að reksturinn meðal annars með skólagjöldum. Þetta kom fram í máli Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Samfylk- ingar sem á einnig sæti í mennta- málanefnd, á málþingi sem stúdentar efndu til vegna frumvarps um opinbera háskóla. Undir þetta tóku einnig Katrín Jakobsdóttir, Vinstri grænum, og Höskuldur Þórhallsson, Fram- sóknarflokki en þau eiga bæði sæti í menntamálanefnd. „Háskóli Íslands verður að verða við ákveðnum kröfum og skyldum sem hann hefur gagn- vart samfélaginu og þegar hafa verið skilgreindar,“ segir Katrín Júlíusdóttir. „Þar á meðal er sú krafa að halda uppi kennslu í ákveðnum greinum sem samfé- lagið vill geta boðið upp á. Þessa kröfu hafa hinir skólarnir ekki og þeir geta því betur brugðist við markaðnum ef svo má að orði komast og rekið þannig hag- kvæmari þætti. Því tel ég að greiða eigi meira til Háskóla Íslands í samræmi við þessar kröfur sem gerðar eru til hans.“ Höskuldur hefur beðið um utandagskrárumræður á Alþingi um það hvernig megi jafna samkeppnisstöðu háskólanna en hann vill að það verði gert án þess að heimila opinberum háskólum að taka upp skólagjöld. „Það er hins vegar áhyggjuefni að Samfylkingin, sem leggur blessun sína yfir nýja frumvarp- ið, hefur opnað glufu fyrir því að tekin verði upp skólagjöld og ganga þar gegn stefnu sinni,“ segir Höskuldur í samtali við Fréttablaðið. „Þar vísa ég til þess að í frumvarpinu er það gert lögbundið að háskólaráð komi tillögum til ráðherra um það hversu hátt það telur að skráning- argjald eigi að vera. Einnig er gert ráð fyrir því að í háskólaráði verði innanbúðarfólk háskólans í minnihluta. Og hvað er það annað en skólagjöld ef þessi meirihluti ákveður að hækka skráningar- gjaldið sem síðan er ekki lánshæft frá Lánasjóði íslenskra námsmanna og er að því leyti verra en skólagjöld.“ Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar, sagðist ekki hliðhollur því að borgað yrði meira með nemanda sem færi í ríkisrekinn háskóla en þess sem fer í einkarekins háskóla. „Er það í anda þess jafnræðis sem Háskólanum er svo annt um?“ spurði hann á málþinginu. jse@frettabladid.is Vilja aukin fjárframlög Fulltrúar Samfylkingar og stjórnarandstöðunnar í menntamálanefnd vilja auka fjárframlög til HÍ. Fulltrúi Framsóknarflokks segir Samfylkingu hafa opnað glufu fyrir skólagjöld, þvert gegn stefnu sinni. FORMAÐUR MENNTAMÁLANEFNDAR „Það er ekki jafnræði í því að borga meira með nemanda sem fer í Háskóla Íslands en nemanda sem fer í einka- rekinn háskóla,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður sem talaði einn fyrir skólagjöldum í opinberum skólum á málþingi í HÍ á föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SKÓLA- OG INNRITUNARGJÖLD ÞRIGGJA HÁSKÓLA VORÖNN 2008 Miðað er við fullt nám. Háskólinn í Reykjavík Háskólinn á Bifröst Háskóli Íslands Grunnnám 128.000 236.250 45.000 Frumgreinasvið 12.500 191.550 - Verð fyrir 3 ára nám 768.000 1.417.500 270.000 NEPAL, AP Einn af sjö kommúnista- flokkum í Nepal hefur sagt sig úr þriggja flokka bráðabirgðastjórn landsins vegna lélegs árangurs flokksins í kosningum sem fram fóru fyrr í mánuðinum. Kommúnistaflokkur marxista og lenínista hefur aðeins fengið rúmlega 30 þingsæti þegar talningu er lokið í 218 einmenn- ingskjördæmum, en annar kommúnistaflokkur, nefnilega maóistar, hefur á hinn bóginn fengið 116 þingsæti. Maóistar, sem árum saman hafa stundað blóðuga uppreisn, eiga góða möguleika á að fá hreinan meirihluta á stjórnlagaþinginu. - gb Slakur árangur í kosningum: Kommúnistar hætta í stjórn HEILBRIGÐISMÁL Ellefu karlar og ein kona greindust með legíónellusýk- ingu, sem veldur hermannaveiki, á síðastliðnu ári samkvæmt upplýs- ingum frá sýklafræðideild Land- spítala. Í nýjasta hefti Farsótta- frétta kemur fram að fjöldi smitaðra þyki mikill miðað við síðustu ár. Uppruni smitsins var af mismun- andi toga að því er talið er. Fjórir eru taldir hafa smitast hér á landi, tveir á Spáni, einn í Bandaríkjun- um, Hollandi, Svíþjóð og Eistlandi. Hermannaveiki er alvarlegur sjúkdómur og getur leitt til dauða. Bakterían þrífst vel í raka og oft er hægt að rekja smit, einkum þegar hópsýkingar verða, til loftkælinga og úðamyndandi búnaðar í umhverfi fólks. - kdk Ellefu karlar og ein kona með legíónellusýkingu: Tólf smituðust í fyrra VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.