Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 12
 20. apríl 2008 SUNNUDAGUR Þjónustufyrirtækið VISA Ísland var stofnað um miðjan apríl árið 1983. Síðan eru liðiðn tuttugu og fimm ár og í dag ber fyrirtækið heitið Valitor. „Tímamótunum verður fagnað allt afmælisárið. Við verðum með góða veislu fyrir alla okkar helstu viðskipta- vini og svo aðra fyrir starfsfólkið okkar og bankafólk. Síðan verða fleiri uppákomur fram eftir árinu,“ útskýrir Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri Valitor. Hann segir að kortaumhverfið hafa breyst hratt frá upphafsárinu 1983. „Í byrjun voru miklar höml- ur á því hverjir fengu kort. Þau voru aðallega ferða- tengd og helstu korthafar opinberir embættismenn með leyfi Seðlabankans. Og þá undir ströngu eftirliti,“ segir Höskuldur. Í lok árs 1983 buðust kortin almenningi og voru viðtök- urnar mjög góðar. Í kjölfarið urðu miklar og örar breyt- ingar á greiðsluháttum þjóðarinnar. „Íslendingar eru nýj- ungagjarnir og fundu fljótt þægindin sem fylgja notkun kortanna. Í dag er hægt að nota greiðslukortin nánast alls staðar og aðgengi að kortaþjónustu er meira hér en geng- ur og gerist,“ segir Höskuldur og bendir á að þó að Ís- lendingar noti að jafnaði greiðslukort meira en margar aðrar þjóðir þá sé það misskilningur að þeir skuldi meira. „Erlendis er það er algengara að korthafar skuldi meira þar sem veltukortin eru meira í notkun þar. Íslendingar gera yfirleitt upp sína reikninga mánaðarlega.“ Ástæðan fyrir nafnabreytingu úr Visa Ísland í Valitor er að sögn Höskuldar alþjóðavæðing í viðskiptaheim- inum. „Í dag eru kortafyrirtækin farin að vinna mikið meira á alþjóðlegum vettvangi og tekjur koma bæði frá erlendum kaupmönnum og söluaðilum. Við þjónustum fleiri kortamerki en bara Visa þar sem við erum einnig með Mastercard,“ útskýrir Höskuldur. Starfsemi Valitor er skipt niður í þrjú afkomusvið, en þær eru alþjóðalausnir, fyrirtækjalausnir og svo korta- lausnir. Með nýju skipulagi hefur verið reynt að einfalda allar boðleiðir innan fyrirtækisins og auka þjónustu. Þó svo að fyrirtækið hafi breytt um nafn þá hefur menningarsjóður Vísa fengið að halda sínu nafni og er ár- lega úthlutað úr honum styrkjum til menningar, lista og vísinda hérlendis. Fyrirtækið er einnig með styrktar- og þjónustukerfið Alefli á sínum snærum þar sem félög og samtök geta aflað fjár sem rennur til góðra málefna með sjálfvirkum greiðslum. klara@frettabladid.is VISA ÍSLAND VALITOR: TUTTUGU OG FIMM ÁR FRÁ STOFNUN Skuldum ekki meira en aðrir SKEMMTILEGT ÁR FRAM UNDAN Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri Valit- or, segir að haldið verði upp á tímamót fyrirtækisins út árið. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR GRO HARLEM BRUNDTLAND FULL- TRÚI SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA 69 ÁRA. „Byrði sjúkdóma bera þeir fá- tækustu.“ Gro Harlem Brundtland er fyrr- verandi forsætisráðherra Nor- egs og framkvæmdastjóri WHO. Hún starfar nú við umhverfis- og heilbrigðismál fyrir Sameinuðu þjóðirnar. STEINUNN ÞÓRAR- INSDÓTTIR LISTAKONA ER 53 ÁRA BJARNI HAUKUR ÞÓRSSON LEIKSTJÓRI ER 37 ÁRA AFMÆLI Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Bryndís Gróa Jónsdóttir Melteig 22, Keflavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, þriðjudaginn 22. apríl, kl. 13.00. Emil Ágústsson Ingileif Emilsdóttir Snorri Eyjólfsson Anna María Emilsdóttir Árni Hannesson Ægir Emilsson Sóley Ragnarsdóttir Sigríður Þórunn Emilsdóttir Valdimar Ágúst Emilsson Ágústa Þórðardóttir barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Gísla Gunnarssonar áður til heimilis að Bárustíg 4, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 5 á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks fyrir einstaka umönnun. Sigríður Gísladóttir Björn Ottósson Sveinn Gíslason Jónína Þorvaldsdóttir Pálmey Gísladóttir Rúnar Ingólfsson Haraldur Gíslason Björg Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Karl Kristinn Valdimarsson áður til heimilis að Brekkustíg 16, Rvk., sem lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 13. apríl, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 23. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Marí Karlsdóttir Þórhallur Guðmundsson Valdimar Karlsson Björg Björgvinsdóttir Kolbrún Karlsdóttir Ásgeir N. Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ebba Marit Björnæs Þór áður til heimilis að Dalbraut 18, Reykjavík, lést að Hrafnistu í Reykjavík þann 8. apríl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til starfsfólks á deild A-3 Hrafnistu. Íris Björnæs Þór Kári Hafsteinn Sveinbjörnsson Kristján Björnæs Þór Friðrik Björnæs Þór Örvar Hafsteinn Kárason Marit Guðríður Káradóttir Ásta Friðriksdóttir Karl Logi Kristjánsson og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna and- láts og útfarar elskulegrar eiginkonu minn- ar, móður okkar, tengdamóður, ömmu, systur og mágkonu, Huldu Jónsdóttur sjúkraliða, Lágholti 19, Mosfellsbæ. Kærar þakkir til allra sem önnuðust hana í veikindum á krabbameinsdeild LSH. Sérstakar þakkir til starfs- fólks heimahlynningar LSH í Kópavogi. Þráinn Þorsteinsson Fjalar Þráinsson Svanlaug Ída Þráinsdóttir Árni Valur Sólonsson Berglind Jóna Þráinsdóttir Jón Emil Magnússon Dagmar Lind Jónsdóttir Sigurlaug Einarsdóttir og barnabörn. LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Mikið úrval Yfi r 40 ára reynsla Sendum myndalista Elskuleg móðir okkar og amma, Björg Pálsdóttir frá Ísafirði, Fornhaga 21, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudag- inn 14. apríl. Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudag- inn 22. apríl kl. 15.00. Kristjana Helgadóttir Helga Björg Helgadóttir Kolbrún Björg Þorsteinsdóttir Hildur Inga Þorsteinsdóttir Helgi Már Þorsteinsson Kærlegar og innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð, hlýhug og vinarhug við andlát og útför elsku pabba, elsku tengda- pabba og elsku afa, Gunnars G. Guðmundssonar Frá Rafnkelsstöðum, Kirkjuvegi 5, Keflavík, sem lést þriðjudaginn 1. apríl. Ástarþakkir til starfs- fólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Richard Dawson Woodhead hjá Útfararþjónustu Suðurnesja, Séra Baldurs Rafns Sigurðssonar fyrir einstaka umhyggju, hlýju og kærleik. Guð vaki yfir ykkur öllum. Unnur Sig. Gunnarsdóttir Hreiðar Gíslason Thelma María og Aron Ingi Okkar ástkæri Valdimar Óskar Jónsson loftskeytamaður lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, fimmtu- daginn 17. apríl. Jóna Margrét Guðmundsdóttir Guðmundur St. Valdimarsson Hjördís Kvaran Einarsdóttir Ragnheiður Valdimarsdóttir Gunnar Skúli Guðjónsson Davíð Þór Valdimarsson Erla Dögg Ragnarsdóttir Margrét Valdimarsdóttir Ormar Gylfason Líndal og barnabörn. timamot@frettabladid.is Benny Hill var breskur gaman- leikari og söngvari en hann lést þennan dag árið 1992. Hann var þekktastur fyrir sjónvarps- þátt sinn „The Benny Hill Show“ þar sem helsta grínið var að klappa litlum sköllóttum manni á kollinn og léttklæddar stúlk- ur voru á hlaupum. Hann fædd- ist árið 1924 í Southampton. Á námsárum sínum vann hann fyrir sér sem mjólkurpóstur, bíl- stjóri og trommuleikari áður en hann fékk starf sem sviðsmaður og komst þannig inn í skemmt- anabransann. Hann kom fram í veislum og fór með gamanmál á næturklúbbum áður en hann fékk hlutverk í grínþætti sem Ed Sullivan hafði einnig sótt um hlutverk í, þá óþekktur. Benny Hill lék í nokkrum kvikmyndum og fór meðal annars með hlut- verk leikfangasmiðsins í Kittí Kittí Bang Bang árið 1968 auk þess sem hann gaf út hljómplötur. ÞETTA GERÐIST: 20. APRÍL 1992 Gamanleikari kveður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.