Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 28
ATVINNA 20. apríl 2008 SUNNUDAGUR124Vottun verkefnastjóra Kynningarfundur um IPMA vottun verkefnastjóra verður haldinn á vegum Verkefnastjórnunarfélags Íslands þriðjudaginn 22. apríl n.k. Fundurinn verður í húsi Verkfræðingafélagsins að Engjateigi 9 og verður frá kl. 15:00 til kl. 16:00. Allir eru velkomnir, vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfang: omar@landsnet.is Verkefnastjórnunarfélag Íslands Fjölbreytt og skemmtileg störf í boði á www.reykjavik.is Hár ! Hár ! Við hjá hársnyrtistofu Dóra Langholtsvegi 128 óskum eftir að ráða hársnyrtir til starfa sem fyrst. Góð laun í boði. Upplýsingar veita Dóri í síma: 568-5775, 899-6637 og Inga í síma: 863-7949. • Orkuvinnsla í sátt við umhverfið: Gengið er út frá umhverfismálum í allri starfsemi OR. www.or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 20 67 0 4/ 08 Spennandi atvinnutækifæri hjá Orkuveitu Reykjavíkur Umsjón með úrvinnslu umsókna hafa Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) og Tómas Oddur Hrafnsson (tomas.hrafnsson@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is Orkuveitan er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi og vinnuumhverfi og möguleika starfsfólks til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð eins og kostur er. Það er stefna Orkuveitu Reykjavíkur að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum innan fyrirtækisins. Verkefnastjóri hjá Nýjum virkjunum Svið Nýrra virkjana Orkuveitu Reykjavíkur leitar að verkefnastjóra fyrir vélbúnað. Stærstu verkefni sviðsins eru Hellisheiðarvirkjun, stækkun hennar og nýjar virkjanir við Hverahlíð og Bitru. Verkefnastjóri mun starfa beint undir staðarverkfræðingi. Starfs- og ábyrgðarsvið: • Stjórn uppsetningar vélbúnaðar jarðhitavirkjanna og annars tengds búnaðar • Eftirfylgni verksamninga • Kostnaðargát og greiningar Menntunar- og hæfniskröfur: • Vélaverkfræði, framhaldsnám á fagsviðinu • Reynsla af verkefnastjórn á framkvæmdastað 3 ár eða lengur • Mikil þekking á verksamningum og rekstri þeirra • Góð íslensku- og enskukunnátta • Eldmóður, frumkvæði og samskiptahæfni Umsóknarfrestur er til og með 27. apríl nk. Verkefnastjóri í Verkfræðideild Verkfræðideild óskar að ráða verkefnastjóra til starfa. Deildin hefur umsjón með hönnunarverkefnum og verkefnastjórn framkvæmdaverka hjá Orkuveitunni, aðallega verkum sem taka til dreifi- og flutningskerfa allra miðla. Deildin hefur einnig umsjón með verkefnum á sviði kerfisrannsókna, hagkvæmniútreikningum og öðrum sérverkefnum. Starfs- og ábyrgðarsvið: Verkefnastjórn í framkvæmdaverkum Orkuveitunnar. Í verkefnastjórn felst ábyrgð á framgangi verka gagnvart verklagi, efnisútvegun, tímaáætlun, kostnaði og gæðum. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf í verk- eða tæknifræði • Haldgóð reynsla af verkefnisstjórn áskilin • Góð tölvukunnátta. Reynsla af hugbúnaði á sviði verkefnastjórnunar æskileg • Færni í mannlegum samskiptum • Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum Umsóknarfrestur er til og með 4. maí nk. Lagnavinna í Framkvæmdadeild Framkvæmdadeild Orkuveitu Reykjavíkur óskar að ráða öflugt fólk til starfa. Meginverkefni Framkvæmdadeildar eru viðbrögð við bilunum, ýmis endurnýjunarverk auk nýlagnaverkefna í kerfum Orkuveitunnar. Starfs- og ábyrgðarsvið: Um er að ræða störf við lagnavinnu við ljósleiðara innanhúss. Ef þú ert vandvirk/vandvirkur í vinnubrögðum, þá átt þú erindi við okkur. Menntunar- og hæfniskröfur: Við leitum að duglegum og samviskusömum einstaklingum með færni í mannlegum samskiptum. Ef þú ert einstaklingur með áðurnefnda hæfileika getur orðið um framtíðarráðningu að ræða. • Sveinspróf í rafvirkjun, símvirkjun eða reynsla af lagnavinnu undir verkstjórn meistara • Sambærileg menntun eða reynslu Umsóknarfrestur er til og með 4. maí nk. Deildarstjóri Verkeftirlits Framkvæmdasvið Orkuveitunnar óskar að ráða öflugan einstakling í stöðu deildarstjóra Verkeftirlitsdeildar. Verkefni deildarinnar ná til dreifikerfa rafmagns, vatns, gagnaveitu og fráveitu. Starfs- og ábyrgðarsvið: Stýra öflugri sveit starfsmanna sem sjá um allt fag- og öryggiseftirlit vegna verklegra framkvæmda sem unnar eru í umboði Orkuveitunnar. Ábyrgð á rekstri deildarinnar, fjárhagslega og faglega. Deildarstjóri vinnur mjög náið með sviðsstjóra Framkvæmdasviðs og gerir starfið miklar kröfur til deildarstjórans. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði verkfræði og/eða viðskipta eða sambærilegu • Góð reynsla af stjórnun verklegra framkvæmda, t.d. úr verktakageiranum • Æskileg reynsla af mannaforráðum • Fagmennska, frumkvæði, metnaður og góðir samskiptahæfileikar Umsóknarfrestur er til og með 4. maí nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.