Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 30
ATVINNA 20. apríl 2008 SUNNUDAGUR146 Menntasvið Laus er staða skólastjóra við Laugalækjarskóla Laugalækjarskóli er unglingaskóli með nemendur í 7. - 10. bekk. Nemendur í skólanum eru um 290 í 13 bekkjardeild- um. Í Laugalækjarskóla hefur í mörg ár verið unnið mikið þróunarstarf í átt að einstaklingsmiðuðu námi með áherslu á námsmöppur. Lögð er áhersla á aukna ábyrgð nemenda á eigin námi, samvinnu nemenda og góðan vinnuanda. Lögð er mikil áhersla á þverfaglegt starf í upplýsingaveri skólans. Í Laugalækjaskóla er tungumálaver sem heldur m.a. utan um norsku- og sænskukennslu á landinu. Reykjavíkurborg leggur áherslu á þróun skóla í átt til einstakl- ingsmiðaðs náms, samvinnu nemenda, sterka sjálfsmynd þeirra og skóla án aðgreiningar. Auk þess er lögð áhersla á að styrkja tengsl skóla við grenndarsamfélagið og sjálfstæði skóla. Meginhlutverk skólastjóra er að: • Vera leiðtogi skólans og veita faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi . • Stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans. Menntunar- og færnikröfur: • Kennaramenntun og framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, uppeldis- eða kennslufræði • Stjórnunarhæfi leikar og reynsla af stjórnun • Fjölbreytt reynsla af kennslu og vinnu með börnum og unglingum • Lipurð í mannlegum samskiptum Staðan er laus frá og með 1. ágúst 2008. Umsóknum fylgi yfi rlit yfi r nám og störf og gögn er varða frumkvæði á sviði skólamála, greinargerð um hugmyndir umsækjenda um fram- kvæmd skólastarfsins, auk annarra gagna er málið varðar. Umsóknarfrestur er til 5. maí 2008. Sótt skal um á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf eða senda umsókn á Menntasvið Reykjavíkurborgar, Fríkirkju- vegi 1, 101 Reykjavík. Upplýsingar gefa Valgerður Janusdóttir starfsmannastjóri, valgerdur.janusdottir@reykjavik.is og Ragn- ar Þorsteinsson fræðslustjóri, ragnar.thorsteinsson@reykjavik. is í síma 411 7000. Laun eru skv. kjarasamningi LN og KÍ. Frekari upplýsingar um Laugalækjarskóla er að fi nna á heima- síðu skólans http://www.laugalaekjarskoli.is Skólastjóri Laugalækjarskóla Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11 færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn er í fremstu röð í heiminum við framsetningu og miðlun stafræns menningarefnis og framundan eru viðamikil verkefni við gerð, varðveislu og birtingu á stafrænum safnkosti okkar. Því leitum við að liðsstyrk við upplýsingatæknihópinn okkar. Við bjóðum upp á fjölbreytt og spennandi verkefni í metnaðarfullu starfsumhverfi. Hugbúnaðarsérfræðingur Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristinn Sigurðsson, fagstjóri upplýsingatæknihóps, kristsi@bok.hi.is, s. 525-5656. Umsóknir merktar „Hugbúnaðarþróun” sendist til Vigdísar Eddu Jónsdóttur, starfsmannastjóra, á vigdise@bok.hi.is til og með 27. apríl 2008. Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun safnsins. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn | Arngrímsgötu 3 - 107 Reykjavík | s. 525-5600 | www.landsbokasafn.is Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn er þekkingarveita í þágu íslensks vísinda- og fræðasamfélags. Hjá Landsbókasafni starfa um 100 starfsmenn við margvísleg störf. Menntunar- og hæfniskröfur Menntun á sviði tölvunar-, verk- eða kerfisfræði eða reynsla sem nýtist í starfi Þekking á Java eða sambærilegu máli er skilyrði Reynsla af notkun Linux er æskileg Þekking á Perl, XML, MySQL, Eclipse, Hibernate og Maven2 er kostur Sjálfstæð vinnubrögð og samskiptahæfileikar Helstu verkefni Greining þarfa Þróun hugbúnaðar Þátttaka í fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum Aðlögun og innleiðing á sérhæfðum hugbúnaði Upplýsingatæknihópur Landsbókasafnsins vinnur að fjöldamörgum áhugaverðum verkefnum sem eru einstæð á Íslandi. Við bjóðum upp á gott starfsumhverfi með spennandi tækifærum, möguleikum á sí- og endurmenntun og fjölskylduvænan vinnutíma. Starfsstöðvar skólans eru á Hellissandi, í Ólafsvík og á Lýsuhólsskóla. Meðal mögulegra kennslugreina er almenn kennsla og umsjón á yngsta- og miðstigi, textílmennt, smíðar, heimilisfræði og myndmennt, auk íslensku-, stærðfræði-, samfélagsfræði- og dönskukennslu á unglingastigi. Einnig stjórn Verkefnavers skólans. Aðrir möguleikar eru fyrir hendi! Lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám þar sem nemendur fá kennslu miðað við þroska og getu, að efl a sjálfstæði nemenda, samvinnu og árangursrík vinnubrögð, með áherslu á vellíðan nemenda og virðingu þeirra fyrir sjálfum sér, öðru fólki og umhverfi sínu. Skólinn stefnir að fá Grænfána á allar starfsstöðvar í vor, unnið er skv. Olweusaráætlun og skólaárið 2008-2009 er stefnt að stórauknu námsvali á öllum skólastigum. Skólinn er umvafi nn mörgum af fallegustu náttúruperlum Íslands sem býður upp á mikla möguleika í starfi . Nú er að grípa tækifærið og ganga til liðs við metnaðarfullan hóp sem ætlar sér stöðugt að gera góðan skóla betri! Áhugasömum er bent á að hafa samband við Magnús Þór Jónsson skólastjóra, í símum 433-9900 og 894-9903, eða senda tölvupóst á maggi@gsnb.is eða gs@gsnb.is. Öllum umsóknum verður svarað. Hafðu samband, þú tapar engu en gætir grætt mikið! Snæfellsbær er 1700 manna bæjarfélag á vestanverðu Snæfellsnesi. Helstu þéttbýliskjarnar bæjarfélagsins eru Ólafsvík, Hellissandur og Rif. Í Snæfellsbæ er gott að búa, öll helsta þjónusta er í bæjarfélaginu og félagslíf mjög öfl ugt. Þá er sama hvort talað er um þjónustu sveitarfélagsins (heilsugæsla, leikskólar, tónskóli o.fl .) eða einkaaðila (verslanir, líkamsræktarstöð o.fl .). Félagslífi ð er margbrotið, s.s. klúbbastarf, kórar og mikil gróska í íþróttalífi , hvort sem er hjá börnum eða fullorðnum. S n æ f e l l s b æ r Grunnskóli Lausar eru kennarastöður við Grunnskóla Snæfellsbæjar frá og með næsta skólaári. K e n n a r a r a t h u g i ð ! Nemendur og starfsfólk í Stóru- Vogaskóla og Heilsuleikskólanum Suður- völlum í Vogum leita að áhugasömu fólki til samstarfs næsta skólaár. Stóru- Vogaskóli Stóru- Vogaskóli er glæsilegur skóli, einsetinn og heildstæður með um 220 nemendum. Einkunnarorð skólans eru virðing- vinátta- velgengni. Allur aðbúnaður og umhverfi skólans er til fyrirmyndar. Lausar stöður • Umsjónarkennara á yngsta, miðstig og unglingastig. • Íslenskukennara á unglingstigi • Dönskukennara á unglingstigi • Stærðfræðikennara á unglingstigi • Textílkennara(saumar) • Heimilisfræðikennara • Sérkennara • Námsráðgjafa 50% • Þroskaþjálfa • Stuðningsfulltrúa Heilsuleikskólinn Suðurvellir Suðurvellir er vel búinn þriggja deilda leikskóli sem vinnur eftir viðmiðum heilsustefnunnar. Við leikskólann bætist ein deild í ágúst næstko- mandi. Einkunnarorð leikskólans eru: Heilbrigð sál í hraustum líkama. Lausar stöður • Leikskólakennara • Matráðs • Sérkennslustjóra Nánari upplýsingar veita Sveinn Alfreðsson, skólastjóri Stóru- Vogaskóla í síma 424-6655 og sveinn@vogar.is Salvör Jóhannesdóttir, skólastjóri og María Hermannsdóttir aðstoðarskólastjóri Suðurvalla í síma 424- 6817 og 893-4079 netfang:leikskoli@vogar.is Umsóknarfrestur er til 28. apríl. Sveitarfélagið Vogar er ört vaxandi sveitarfélag með um 1.200 íbúa í næsta nágrenni höfuðbor- garsvæðisins. Í sveitarfélaginu er lögð áherslu á fjölskylduvænt umhverfi og heilsueflingu í skóla og leikskóla. www.vogar.is Vilt þú vinna í grunnskóla eða leikskóla? Kópavogskirkja Kirkjuverðir Kársnessöfnuður óskar að ráða kirkjuverði í tvö 70% stöðugildi frá 1. september 2008. Laun miðuð við launaflokk nr. 150 í Eflingu. Umsóknir sendist fyrir 10. maí til Kópavogs- kirkju, pósthólf 241, 202 Kópavogi, b/t Kristín Líndal. Kópavogskirkja er elsta kirkja Kópavogs, vígð 1962. Nýtt, glæsilegt safnaðarheimili við kirkjuna er í smíðum og verður tekið í notkun á komandi hausti. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma Kópavogs- kirkju 554-1898 á opnunartíma kirkjunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.