Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 57
33 MENNING Þ egar ég hóf að undirbúa mig rakst ég á grein í erlendu tímariti frá 2004 um þáttöku kvenna í leiksýningum í Afganistan. Þar hefur verið róstur- samt svo vægt sé til orða tekið. Land- ið var hernumið af Sovétmönnum, Afganir náðu að reka þá úr landi með vopnuðum átök- um. Síðan þá hefur verið stríðsástand í landinu, borgarstyrjöld. Stór hluti þess er óbyggilegur vegna loftárása og stríðsreksturs. Fólk lifir í ótta, án matar, rafmagns, menntunar, Mér var spurn hvers vegna er leikhús nauðsynlegt. þar? Svarið var augljóst. Leikhús í sinni einföld- ustu mynd þarf bara leikara og áhorfendur og getur vel verið án rafmagns. Áhorfandinn þarf ekki að vera læs og leikarinn getur jafnvel ferðast fótgangandi til afskekktustu staða. En hvert var þá erindi þessa leikhúss við áhorf- endur sína? Naseeba 16 ára leikstjóri og leik- skáld svarar: „Jú leikhús er miðill sem getur hjálpað okkur Afgönum til þess að binda enda á þetta myrka tímabil í sögu okkar og hjálpar til að rannsaka og skilja það. Leikhús getur hjálpað okkur við að finna betri leiðir til þess að vera til í framtíðinni.“ Leikhúsið hefur ætíð átt samfélagslegu hlut- verki að gegna. Það hefur ætíð verið vettvang- ur til að skilgreina sannleika lífs okkar og sam- félags. Staður þar sem við tökumst á við hugmyndina um okkur, manneskjur og samfélag manna. Augljósasta vísbendingin um það hlutverk er að við höfum samþykkt að veita opinberu fé til leiklistarstarfsemi. Um það ríkir þjóðarsátt, hluti af samkomulagi um það sem við teljum vera til almannaheilla. Rétt eins og vegir sjúkrahús, skólar, löggæsla. En hver er þá skylda okkar við þá sem sækja leiklistarviðburði sem borgaðir eru úr sameig- inlegum sjóðum. Hver er þá skylda okkar áhorfendur? Þeir sem eru óháðir framlagi frjáls markað- ar hljóta að þurfa af gefa þjóðinni í staðinn það leikhús sem hún þarf. Ekki það leikhús sem hún vill . Jafnvel að segja það sem enginn vill heyra. Það er ekki okkar að koma með lausn, hinn stóra sannleik, heldur að eiga orðræðu við áhorfendur og samfélag í endalausri leit okkar raunverulegum sannleika. Vinnan er leitin sjálf en ekki að bera á borð niðurstöður. Þær eru í verkahring áhorfandans. Skynjun okkar ræður raunveruleika okkar. Sannleik- ann. Við listamenn getum einungis haft áhrif á hana ,jafnvel breytt skynjun okkar og gert okkur þannig kleift að breytast og breyta sam- félaginu í leiðinni. Sá gjörningur að gera konu það kleift að stíga á svið án blæju í samfélagi sem hefur búið við ógnarstjórn Talbana er tilraun til að endurskilgreina raunveruleikann. Hversu vel gengur íslensku leikhúsi að gegna sínu hlutverki? Hefur áhorfandinn kannski gleymt þeirri kröfu á leikhúsið? Eða hið opinbera breytt skilgreiningu sinni á hlut- verki leikhússins? Sú staðreynd að leikhúsið þarf í auknum mæli að leita til markaðarins eftir fjármagni er vísbending í þá átt. Ekki einungis sjálfstæð- ir leikhópar heldur líka stofnanaleikhúsin. Hið opinbera setur jafnvel skilyrði að ákveðnum markmiðum um aðsókn sé náð ella sé fjár- framlag í voða sem stefnir samfélagslegu hlut- verki leikhússins í hættu. Þeir sem keppa á markaði um hylli neytenda þurfa að höfða til lægsta samnefnara eða búa til hámenningar- afþreyingu sem fullnægir hugmyndum borg- arstéttarinnar. Hættulaust leikhús, griðastað ímyndunaraflsins. Þægilega loftkælda kvöld- stund með færustu listmönnum. Þar færðu hæfilegan skammt af Kaþarsis án þess þó að hann ógni eða setji úr jafnvægi raunveruleika þinn. Leikhús í þessu samhengi er viðskipta- hugmynd, iðnaður, eins og hver önnur vara eða þjónusta. Í því umhverfi getur reynst ómögulegt að segja eitthvað sem þarf að segja, en enginn vill heyra. Í því umhverfi er leikhúsið einungis afþreying. Hlutverk áhorfenda verður bara að skera úr um hvað sé skemmtilegt eða leiðin- legt. Og enginn vill vera leiðinlegur. Ef þetta ástand verður viðvarandi er ekki langt að bíða að upphefjist raddir sem vilji draga úr framlögum til opinbers leikhúsrekst- urs. Það er ekki eðlilegt í blönduðu markaðs- hagkerfi að ríkið framleiði afþreyingarefni í samkeppni við einkaaðila. Umræðan um leik- hús verður lík umræðunni um hlutverk Ríkis- útvarpsins. Kollegar mínir segja lítið þýða að að vinna í leikhúsi sem enginn vill sjá. Ég er alveg full- komlega sammála því. Maður vinnur til þess að breyta eða hafa áhrif á skynjun okkar á raun- veruleikanum og þarf að ná til áhorfanda. Leik- hús er ekki til án hans. Við þurfum að höfða til hans, án þess að gera málamiðlanir um ásetn- ing okkar. Við eigum ekki að stíga á sviðið án þess að svara spurningunni: „hvers vegna þetta verk og af hverju núna?“ Leitin að sannleikanum getur nýtt mismun- andi farartæki en eldsneytið á alltaf að vera brýn þörf til að véfengja gömul sannindi eða velta við nýjum. Farartækin geta verið ýmis- leg, jafnvel fornbílar. Þó svo að við sinnum þessari skyldu sem við höfum gert samkomu- lag um þýðir það ekki að við útilokum ein- hverja tegund af leiklist Í Afganistan er efnis- skráin margbreytileg, revíur, söngleikir, Chekov til Söru Kane. En ásetningur þeirra er að endurbyggja sig sem þjóð, semsamfélag, sem manneskjur. Við búum í samfélagi þar sem lífi okkar er ekki ógnað af stríðsátökum né hungursneið. Við getum látið skoðanir okkar í ljós án þessa að þurfa að þola pyntingar eða leggja lífið að veði. Það er óskandi að við hefðum sama hug- rekki og þeir sem leggja allt í sölurnar í leitina að sannleikanum. Hluti af samkomulagi? Jón Páll Eyjólfsson leikari og leikstjóri. þróun innlendrar leikritunar um þessar mundir, með endurupp- færslu á Sólarferð eftir Guðmund Steinsson. Ef litið er til erlendrar samtíma- leikritunar má t.d. nefna Engi- sprettur í ægifagurri uppfærslu á Stóra sviðinu. Á Smíðaverkstæð- inu voru í vetur kynnt þrjú glæný erlend leikrit, en nú eru þar í sýn- ingu franska leikritið Vígaguðinn sem var frumsýnt um svipað leyti í heimalandi höfundar og hér á landi og Sá ljóti, nýtt þýskt verk sem reynir á leikhúsformið á óvenjulegan og spennandi hátt. Nýlega var sýningum á klassíska verki leikársins hætt. Sýningin og sú listræna tvenna sem boðið var upp, á með Ívanov í Þjóðleikhús- inu og Brúðgumanum í kvik- myndahúsum í vetur, vitnar um metnað og áræði enda skilaði úrvinnslan á sama verkinu fyrir tvo ólíka miðla frábærri niður- stöðu í báðum tilfellum. Sýning- um á Ívanov var hætt fyrir fullu húsi og meiningin að taka sýning- una upp síðar til að svara eftir- spurn og leyfa fleirum að njóta Í enn stærra samhengi Hróður þess starfs sem fram fer í Þjóðleikhúsinu berst víða og eykur veg okkar listsköpunar erlendis. Sýningu Þjóðleikhúss- ins á Pétri Gaut berst reglulega boð á erlendar leiklistarhátíðir, Baðstofan verður fulltrúi Íslands á hátíð í Þýskalandi í vor þar sem það markverðasta í evrópskri leikritun verður kynnt. Óhapp! hefur verið tilnefnt til norrænu leikskálda verðlaunanna, brúðu- sýningin Umbreyting á inni boð í Konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn og sýning Þjóðleik- hússins á Ívanov hefur þegar vakið áhuga erlendis. „Sá sem leikur sér að eldi getur brennst. En hann getur líka heillast og uppljómast.“ Þessi lokaorð Lepage í ávarpi hans á alþjóða leikhúsdeginum vil ég einnig gera að mínum. Starf í leikhúsi er vissulega leikur að eldi í margvís- legum skilningi og ég get ekki annað en óskað þess að sem flestir af okkar hæfileikaríka og gáfaða leikhúslistafólki kynnist þeirri gleði að heillast og upptendrast, án þess að brenna sig, og takist að varðveita þá gleði í hjartanu, hvernig sem árar. Atriði úr sviðsetn- ingu Baltasars Kormáks á Ívanov eftir Anton Tsjek- ov í Þjóðleikhús- inu fyrr í vetur. M YN D /ÞJÓ Ð LEIKH Ú SIÐ /ED D I Í okkar nýja veruleika er allt sett á svið. Er leikhúsið ekki orðið að nokkurs konar líkani fyrir sam-félagið, lítill leikur í stóra leikn-um þarsem bílar eru frumsýndir og stjórnmálamenn hannaðir. Og hvert er þá hlutverk þess? Ég ætla að tala um grunninn undir nýja veruleikann. Hið svokallaða „frjálsa“ markaðskerfi eða óhefta kapitalismann sem er æ meir að ryðja sér til rúms í leikhúsinu og setja svip sinn á orð og hugmyndir leikhúsfólks um heiminn. Um hríð hefur mikill samhugur ríkt um það í samfélaginu að „frjálst markaðskerfi“ sé eina hagkerfið sem mannkynið hafi um að velja. Þegar svokölluð kommún- istaríki hrundu var öllum hugmyndum um önnur þjóðfélagsform en það hag- kerfi, sem byrjaði reyndar að þróast hér í Evrópu á átjándu öld og kallað er kapitalismi, sópað út af borðinu. Á „frjálsum“ markaði hins óhefta kapitalisma gildir lögmálið um fram- boð og eftirspurn. Allt er óþarft sem ekki er hægt að selja á markaðnum með gróða, eða ekki er hægt að ná fram gróða með. Enginn munur er gerður á þörfum samfélagsins og þörfinni að græða. Notagildi og sannindi víkja fyrir þessari gróðaþörf. Því lögmálið segir: án gróða getur kapitalið ekki fjárfest að nýju. Án nýrra fjárfestinga verður enginn hagvöxtur. Og enginn hagvöxtur leiðir til atvinnuleysis. Þetta lögmál markaðarins er ekki sett fram sem einhver tilgáta jafnvel ekki sem fullyrðing heldur sem helgisaga, ný trúarbrögð. Og allir trúa þessu. Eink- um þó því að engar þarfir séu til nema þær sem bjóða má til sölu á markaði. Allir trúa því að ekkert kerfi nema markaðskerfið sé tiltækt til að komast að því hvað er nothæft. Leggja verði mat á alla hluti út frá gróðamöguleikum þeirra. Þessi trúarbrögð hafa fengið við- skiptafræðideildir, viðskiptaháskóla til að bólgna út. Leikhúsfólk sækir sér framhaldsmenntun í viðskiptanám, ekki heimspeki, fagurfræði. Og þá er komið að aðalgallanum sem innbyggður er í „frjálsa“ markaðskerfið, óhefta kapital- ismann. Hann gerir hvergi ráð fyrir manngildinu. Hann gerir hvergi ráð fyrir manninum, manninum sem hugs- andi tilfinningaveru og þeim þörfum sem af því skapast. Þarfir eru, eins og áður sagði, bara það sem hægt er að setja á markað, aðrar þarfir eru ekki til. Og þó þetta hljómi fáránlega þá er þessu trúað. Af því að einn ríkjandi þáttur í „frjálsu“ markaðssamfélagi er að það krefst þess að vera ekki dregið í efa. Það má alls ekki. Öll skulum við sitja saman pen og prúð á miðjunni! Laus við hugmyndafræði, laus við stjórnmál. Kerfið er einfaldlega satt vegna þess að það er. Samasem merki hefur líka verið sett á milli þess og menningar, frelsis og einstaklingshyggju. Hlutirnir hafa meira að segja gengið svo langt að sumir eru farnir að nota frjálsa markaðinn sem samheiti fyrir mikilvæga orðið: lýðræði. Svo hvernig getur nokkur vogað sér að draga kerfið í efa? Trúar- brögð dregur maður ekki í efa. En af hverju ekki? Getur verið að lausnin sé fundin í eitt skipti fyrir öll? Engin önnur form mannlegs samfélags séu hugsanleg en þar sem gróðinn stýr- ir för? Hefur ímyndunaraflið yfirgefið okkur? Ég held reyndar að það sé lífs- spursmál fyrir leikhúsið, fyrir samfé- lagið, jafnvel fyrir heiminn allan að við drögum þetta hagkerfi í efa. Og hvað leikhúsið sérstaklega varðar þá hefur það jafnan talist ein af skyldum þess að reyna að sinna þeim þörfum sem skap- ast af því að maðurinn er hugsandi til- finningavera. Það er því út í hött fyrir leikhúsfólk að ræða samfélagslegt hlut- verk sitt ef það byrjar ekki á að draga það samfélag í efa sem mun, ef fer fram sem horfir, útrýma öllu úr leikhúsi nema því sem hægt er að græða á. Í sumar sem leið ók ég um Norður- land og Austfirði en á því landsvæði átti ég lögheimili í nær þrjátíu ár. Margt hefur breyst þar undanfarið. Gróða- hyggjan, kvótakerfi hafa rústað byggð- um, bændur eru horfnir af búum sínum, smábátum hefur fækkað, kaupfélögin eru horfin en gistiheimili hafa risið og söfn. Sædýrasöfn, iðnaðarsöfn, steina- söfn, byggðasöfn, smámunasöfn. Á Seyðisfirði var nagli hamraður til yfir eldi fyrir mig, í Eyjafirði gekk ég milli glerskápa og borða þarsem komið hafði verið fyrir hundrað, þúsund, eða hundr- að þúsund nöglum sem hirðusamur maður hafði sánkað að sér úr búðum og byggingarframkvæmdum. Elsti nagl- inn var frá átjándu öld. Landsbyggðin er smátt og smátt að breytast í safn yfir líf sem einu sinni var. Og frammi fyrir þeirri staðreynd, hugsaði ég: Þannig mun einnig fara fyrir leikhúsinu nema fólkið innan þess horfist í augu við það hagkerfi sem það lifir í og fari að draga það í efa. (Erindinu hefur verið breytt fyrir prentun) Fyrst er að efast María Kristjánsdóttir leikstjóri. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.