Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 58
MENNING 34 ýja Óperuhúsið í Víkinni, eins og Osló hét til forna, var vígt þann 11. apríl við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni virðulegra gesta. Haraldur kon- ungur hélt hátíðartölu af svölum stóra sal- arins í húsinu og við hlið hans sátu Sonja drottning, Margrét Þórhildur Danadrottn- ing, Ólafur Ragnar, frú Dorrit og Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Það er hin þekkta norska arktektastofa Snjóhettan sem hannaði húsið og bar hún sigurorð af fjölda alþjóðlegra arkitektastofa í samkeppni árið 2000. Byggingin er 38.500 fer- metrar og eru um hundrað vistarverur í húsinu. Aðalsalurinn tekur 1370 gesti í sæti. Þá er í húsinu annar salur sem tekur 400 gesti í sæti. Mun húsið vera stærsta mannvirki sem rís til samkomuhalds í Noregi í 700 ár frá því dómkirkjan var reist í Niðarósi um 1300. Húsið er allt klætt að utan með hvítum marmara. Stór ljósakróna úr 17 þúsund glerstykkjum skreytir fordyri hússins og hangir 16 metra yfir gólfi. Er byggingin öll hin glæsileg- asta og þyrptust þúsundir gesta í húsið um síðustu helgi til að skoða það, sem kom nokkuð á óvart en um það hefur staðið nokkur styrr, mest vegna kostnaðar við bygginguna sem mun vera um 40 milljarðar. Það hefur fullkomna aðstöðu til flutn- ings á óperum, söngleikjum og listdansi en mun jafnframt standa fyrir tónleikahaldi af ýmsu tagi. Efnisskrá hins nýja húss fyrstu vikurnar er meðal annars helguð tveim dagskrám með úrvali úr óperuverkum frá liðnum fjórum öldum. Það eru norskir söngvarar sem koma þar fram. Þá er fyrirhuguð sviðsetning í lok maí á óperu Monte- verdis, Orfeus, í nýrri sviðsetningu sem unnin er í samstarfi við Opera North á Englandi og Glimm- erglass-óperuna í Bandaríkjunum. En húsið er einnig ætlað undir starfsemi Norska ballettsins: Þar eru fram undan frumsýningar á fimm ball- etta dagskrá, en Jiri Kylián og Karina Guizzo eru listrænir stjórnendur. Minni salurinn verður vígður í lok þessarar viku með nýjum heilskvölds- ballett eftir Ingun Bjørnsgaard við nýja tónlist eftir Rolf Wallin og Henrik Hellstenius. Verkefnaskrá haustsins er glæsileg: Berlínar- fílharmónían er væntanleg undir stjórn Simons Rattle, Daniel Barenboim mun koma þar fram, óperan Porgy og Bess verður þar á fjölunum í sumar, Bryn Terfel er bókaður og stórar sviðsetn- ingar á Hnotubrjótnum og Leðurblökunni. Dag- skráin er bókuð dag hvern á báðum sviðum ár fram í tímann og er aðgengileg á vef hússins: www.operan.no. Konunglega í Höfn Hið nýja óperuhús í Osló. Það er hent gaman að því í Noregi að þetta sé eina óperuhúsið í heiminum sem gestir ganga ofan á, en það stendur við sjó og verður því eitt þeirra húsa heimsins sem verða nátengd vatni, rétt eins og óperuhúsið í Sydney og tónlistarhúsið í Reykjavík. MYND/NORSKA ÓPERAN /JARO HOLLAN Konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn hefur tilkynnt verk- efnaskrá sína fyrir komandi starfs- ár. Leikhúsið hefur á síðustu misserum bætt við sig tveimur nýjum stórhýsum: Óperunni og nýju leikhúsi en innan veggja þess eru bæði leiksýningar, starfsemi Konunglega ballettsins og óperu- flokkur. Er það stærsta leikhús- stofnun á Norðurlöndum. Nýju húsin hafa aukið mjög kröfur til stjórnar hússins en torvelt er talið að ná áhorfendum á þann fjölda verkefna sem þar verða í boði. Yfirmaður leiklistar í húsinu, Emmet Feigenberger, er nýkom- inn til starfa og leitar víða fanga í verkefnaskrá fyrsta starfsárs síns. Fyrsta verkefni leikársins er sum- arrevía, en revíur eru fastur hluti af dönsku leikhúslífi yfir sumar- mánuðina. Er frumsýning fyrir- huguð á Stóru senunni þann 11. júní, en önnur ný verkefni taka að líta dagsins ljós frá og með haust- inu. Sænska leikkonan Gunnel Lindblom setur upp Páska eftir Strindberg í lok ágúst. Nýtt verk eftir Line Knutzon, Handverks- menn, um erlenda farandverka- menn, verður frumsýnt í septemb- er, en Gítarleikarar hennar eru nú á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu. Það er sérpantað fyrir húsið. Musi- cal er líka nýtt verk eftir Line Mörkby og verður frumsýnt í lok september. Nýtt verk eftir Jokum Rohde, eitt fremsta leikskáld Dana, er á fjölunum í október. Erlend verk eru ekki mörg á verk- efnaskránni; Ifigenia eftir Evrip- ídes og Lukkuriddarinn eða Play- boy of the western world eftir J.M. Synge eru á dagskránni. Þá mun Frank Kastorf hinn þýski koma og setja upp sýningu eftir meistar- verki Hermans Bang, Stuk. Verk helgað Ghitu Nørby er á skránni síðar á árinu, einnig heimildaverk um bókastuldinn úr Konunglegu bókhlöðunni sem frægur varð fyrir fáum árum. Nokkrir gesta- leikir eru ákveðnir: Munchner Kammerspiele kemur í heimsókn með Óþelló og Deutsches Teater Berlin flytur Faust í október. Danskir fjölmiðlar eru spenntir yfir nýju verkefnaskránni. Óperustjórinn á Konunglega hefur líka birt verkefnaskrá næsta árs. Frá síðasta ári verða teknar upp sýningar á Don Carlos og La Traviata eftir Verdi, ópera Joach- ims Holbek eftir sögu Astrid Lind- gren, Bræðurnir Ljónshjarta, Káta ekkjan eftir Lehar og Brúðkaup Figarós eftir Mozart. Nýjar sviðsetningar verða á sviði frá haustinu: Rósariddarinn eftir Strauss, Pertenope eftir Händel, Wozzeck eftir Alban Berg, Nauðgun Lukretiu eftir Britten, Tristan og Isolde Wagners og Tyrk- inn á Ítalíu eftir Rossini. Tíðindi eru af nýrri óperu eftir óperustjór- ann, Bo Holten, sem samin er eftir sögu P.O. Enquist, Heimsókn líf- læknisins, um valdatíma Struen- see í Kaupmannahöfn sem endaði illa. Er það í annað sinn sem þeir sögulegu atburðir verða efni í óperu, en eins og kunnugt er samdi Verdi Ballo in Mascara eftir þeim grimmilegu atburðum, þótt þeir væru færðir til í tíma og stað til að fela efnið sem var enn feimnismál meðal aðals Evrópu þótt liðin væru 150 ár frá valdatíma Struensee. Eins og í leiklistarpartinum af rekstri hins Konunglega er tals- vert um gestaleiki á óperusviðun- um: Jóska óperan sýnir Töfraflaut- una og Ástardrykkinn, Staatsoper Berlin kemur með Phaedru eftir Henze með leikmynd Ólafs Elías- sonar, Óperan í Malmö sýnir í Höfn óperuna Dead Man Walking eftir Jake Heggie en óperuverk byggð á kvikmyndum eru farin að verða nokkuð tíð á verkefnaskrám óperu- húsa heimsins. Ein virtasta leikkona dana, Ghita Nørby, fær sviðsetningu fyrir sig á nýrri verk- efnaskrá Konunglega danska leikhúss- ins á næsta starfsári. NÝJA ÓPERAN í Víkinni vígð Glæsilegt óperuhús var vígt fyrir tíu dögum í Osló. Þar verður til húsa Norska óperan, Þjóðarballettinn og verður húsið einnig notað til tónleikahalds. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.