Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 60
MENNING 36 imitri Eipides hefur unnið við stórar kvikmyndahátíðir í áratugi, svo sem Montreal og Toronto, og er kunnur sem dagskrárstjóri Alþjóð- legu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík. „Ég trúi því að það sé hægt að breyta þessum heimi til batnaðar. Ég geri það ekki sjálfur en myndirnar sem ég sýni á hátíðinni geta gert það og ég vil aðstoða við að koma þeim á fram- færi. Ég veit að það er útópísk sýn en ég trúi því að það sé hægt að hafa jákvæð áhrif á fólk, og sérstaklega ungt fólk. Ég held að fólk sé illa upplýst í heiminum. Við treystum á fjölmiðla til að sjá okkur fyrir upplýsingum og þeir gefa oft skakka mynd, það sem við vitum um heiminn er það sem Reuters- og AP-fréttastofurnar segja okkur. Mér finnast heimildamyndir mikilvæg rödd vegna þess að þær veita okkur upplýs- ingar eftir óháðum leiðum og óhefð- bundnum leiðum. Fólk sem fer út með litlar stafrænar myndavélar og tekur upp mynd í sínu nánasta umhverfi hefur eitthvað fram að færa fyrir áhorfendur. Við lifum í heimi sem er þjakaður af vandamálum hvert sem við lítum, jörðin og andrúmsloftið er í vafa- sömu ástandi og vatnsmengun er mikil. Svo eru málefni eins og mannréttindi, stríð, sjúkdómar á borð við alnæmi, innflytjendur, fátækt, heimilisleysi og svo mætti lengi telja. Það eru svo mörg málefni sem við viljum helst ekki hugsa um vegna þess að við viljum bara okkar þægindi og sjáum heiminn í rósrauðu skýi. Ég vil að fólk sé upplýst og með- vitað og myndi sér skoðanir, og þá sér- staklega ungt fólk,“ segir Dimitri. Ekki lengur fordómar Heimildamyndagerð er gamalt listform og varð til á undan leiknum kvikmynd- um. Á tímabili voru einu heimilda- myndirnar sem voru framleiddar fugla- myndir eða aðrar dýralífsmyndir. Þær höfðu kennsluvægi en voru ekki teknar AÐ BREYTA Be Like Others eftir Tanaz Eshaghian (Kanada/Íran): Ungir íranskir strákar ganga í gegnum kynskiptiaðgerðir. heiminum Á heimildamyndahátíðinni í Thessaloniki í Grikklandi voru um 100 nýjar heimildamyndir sýndar, sem allar gefa fyrir- heit. Dimitri Eipides, stjórnandi hátíðarinnar og dagskrár- stjóri Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, er í viðtali. KVIKMYNDIR HANNA BJÖRK VALSDÓTTIR alvarlega. Núna eru ekki lengur for- dómar gagnvart heimildamyndum. Enda fjalla þær um allt milli himins og jarðar og eru jafn dramatískar og átak- anlegar og leiknar myndir. „Gott dæmi um að heimildamyndir séu komnar á hærri stall er að við sjáum þær taka þátt í mjög „mainstream“ kvikmyndahátíðum eins og Cannes, og þar taka þær meira að segja þátt í keppnisflokkum, sem hefði verið gjör- samlega óhugsandi fyrir nokkrum árum. Í Berlín er heimildamyndum og bíómyndum stillt upp samhliða. Þetta er merki um að heimildamyndir eru orðnar hluti af daglegu lífi,“ útskýrir Dimitri. Raunveruleikinn áhrifamestur Margar heimildamyndir í dag segja ein- faldar sögur og fylgjast með fólki í návígi. „Það er okkar sammannlega reynsla sem tengir okkur saman. Því fleiri heimildamyndir sem ég sé því sannfærðari er ég að við séum öll eins. Þrátt fyrir ólíkan litarhátt, kynþátt, þjóðerni, trú, sögulegan bakgrunn, tungumál og svo framvegis þá erum við öll eins undir niðri. Ég get til dæmis horft á mynd frá Kína og upplifað hana eins og mitt eigið umhverfi, tengt við manneskjurnar eins og þær væru vinir mínir og gert mér grein fyrir vanda- málum þeirra þótt þau séu ekki þau sömu og mín.“ Heimildamyndir æ vinsælli Áhorfendur er miklu opnari en áður og taka virkari þátt í umræðum og mynda sér skoðanir: „Það er alls staðar aukinn áhugi fyrir heimildamyndum. Ég er mjög ánægður með það og tel að fólk í þessum heimi verði upplýstara fyrir vikið. Heimurinn er stanslaust að minnka með aukinni tækni, samskipta- leiðum og ferðamöguleikum. Við þurf- um frið á þessari jörð og við þurfum að bera meiri virðingu fyrir umhverfinu. Við mengum allt, matinn, vatnið, og loftið. Við eyðileggjum náttúruna og eyðileggjum líf. Það er oft eins og fólk tapi glórunni þegar kemur að peningum og völdum. Ég er aðgerðasinni í eðli mínu og vil láta gott af mér leiða. Ég gæti setið heima og ráðið krossgátur en það er ekki tilgangur lífsins.“ Það eru svo mörg málefni sem við viljum helst ekki hugsa um 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.